Þjóðviljinn - 19.06.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.06.1966, Blaðsíða 8
 g — tOÖÐVIUXNN — Sunnudagur Í9. Júní 1966 WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I HVERFUR| myndi hann bjargast einhvern veginn, eða hann myndi deyja sæll í köldu vatninu. Nóttin kom e>g hann hélt á-1 fram. Hann var berfættur, því að skómir hans voru slitnír upp til agna fyrir löngu. Þreytan var gleymt fyrirbæri. Hann gekk og svaf, en það var fremur af vana en vegna þess að honum fynd- ist hann neyddur til þess. Lik- ami hans var ekki annað en vöðvar og bein, tærður og þyngd- arlaus. Tunglið kom upp og landslagið fékk á sig bláhvítan lit; klett- amir hurfu og í staðinn komu langar. hallandi sandöldur. Eftir nokkra stund fór hann uppúr árfarveginum og gekk meðfram sandöldunum og svipaðist um eftir ljósi bg vegum. Hann varð mjög þreyttur og settist í sandinn. Haltu áfram! Hann hlýddi. Hann brölti á fætur og hélt áfram. Hann fyndi ekki fleiri polla, því að farveg- urinn lá gegnum hreinan sand. Hann fór að hugsa um fólk sem hann hafði þekkt og raðaði því í stafrófsröð: Allen, Bentley, Collins, Debbs.... Hann reyndi að fara með ljóð sem honum þótti falleg, fyrstu ' línuna í hverju. Svo reyndi hann að rifja upp alla staðina þar sem hann hafði sofið. allar bækur sem hann hafði lesið. Og þá, í miðri næturkyrrð- >inni, heyrði hann undarlegt hljóð, en hann áttaði sig ekki á því fyrr en eftir langa stund, kunnuglegí hljóð sem þreyttum Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steínn ow HMó Laugavegi 18 Tft. hæð (lyfta) SÍMT 24-6-16 P E R M h Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SlMI 33-968. D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hámreiðslnstofa áustwrbæiar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi- 13 Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. heila hans tókst loks að þekkja. Brimhljóð. Hann fór að hlaupa og sá tunglið speglast í hafinu; hann hljóp niður að svörtum öldunum, •sem skullu á harðri. ströndinni og tættust sundur. Hann fleygði frá sér byrðinni bg kastaði vatns- könnunum út í buskann. Hann stóð og lét sjóinn skol- ast um bera fætuma. Hann hafði 38 fengið að lifa ■ og Ijúka þessari skelfilegu fefð. Nú gæti hann bjargað hinum. Hann settist og lét öldumar leika um sig. Vatnið var kalt. Hann saup gúlsopa og spýtti hon- um útúr sér aftur; þurrkurinn í hálsinum var hprfinn. Hann gekk meðfram ströndinni og fann spor eftir hjólbarða. Hann fylgdi þeim. Langt í burtu kom hann auga á byggingu. lítið hvítt hús uppi á sandöldunum í hléi fyrir Atlantshafinu. Hann flýtti sér þangað og gekk í miðjum hjól- förunum, þáð vbru breið för eftir vömbíl. Dyrnar voru læstar. Þar var ?kilti. Húsig var í eigu alb.ióð- legrar demantseinkasölu.. Hann var kominn í samband við hinn siðmenntaða heim. Hann braut gluggarúðu, opn- aði gluggann og skreið inn. Litla húsið var í senn birgðaskýli og íverustaður, skipt í tvennt með hænsnastíuneti. Hann stóð ber- fættur á steingólfinu og litaðist um: beddi með ullarteppum, ol- íuofn, ■ hillur með niðursuðu- vörum. spegill og þvottafat, lítil bókahilla með vasabrotsbókum og tímaritum. Hann fór inn í birgðaskálann: Olíutunnur, benz- ín, kassar með niðursuðudósum, kassi með vinnufötum. Kassar frá Englandi, Bandaríkjunum og Suðurafríkulýðveldinu. . Hann var einhvers staðar á strönd Suðvestur-Afríku. Hann fann dósahníf og át nið- ursoðið kjöt, ferskjur og maís- stöngla. Hann hitaði kaffi. en honum fannst lyktin framandi og næstum ógeðsleg og sá sig um hönd. Hann varð að gefa líkam- anum tíma til að venjast fæðu siðmenningarinnar, sætri og nær- andi. Hann hitaði meira vatn og fór að raka sig. Hann ætlaði að dveljast hér nokkra stund. Hann var of þreyttur til jað halda áfram. Rakhnífurinn skóf af honum stritt skeggið og langar, rauð- leitar hárlufsurnar. Hann sápu- bar sig aftur; það var gott að raka sig, vera hreinn menning- arlegúr. Hann ætlaði líka að klippa á sér hárið bg fara í hrein föt. Þetta hefði ekki alltaf heitað Demantsströndin. Portúgalamir uppgötvuðu hana fyrst, þegar þeir voru að leita að Prester John t>g hinum dul- arfullu gullnu borgum sem sög- ur gengu um á miðöldum. Þeir fundu búskmenn í útjaðri eyði- merkurinnar, nakta fiskimenn sem lifðu á lindýrum, litla ætt- bálka sem biðu eftir hinni miklu gjöf hafsins: stómm hval, dauð- um á köldum sandinum. Þarna vom fáar hafnir, en sjóræningjarnir fundu þær og sendu hermenn inn í eyðimörk- ir>a; þeir ösluðu gegnum djúpan sandinn. börðust við skordýr og búskmenn og drógust aftur til skipanna. Þetta var óhugnanleg- asti heimur, sem þeir höfðu séð, verri en ísinn íangt í norðri, verri en fmmskógarnir í Kongó. Þeir bölvuðu landinu og sigldu burt. Einn þeirra, sem var hug- rakkari en hinir eða kannski heimskari, sigldi suður á bóginn og kom að unaðslegum odda, Diaz. Umheimurinn torðaðist strönd- ina allt fram á átjándu öld. Þjóðverji að nafni Luderitz sölsaði undir sig tuttugu! mílur af ófrjóu landi frá hottentotta- höfðingja. Hann fór fram á vernd við stjóm sína, en lengi vel var honum engu sinnt. Svo smitaðist Þýzkaland af nýlendu- sýkinni og tók ekki aðeins tutt- ugu mílurnar heldur svæðið, allt um kring, svæði sem var stærra um sig en heimalandið. Þaðvar fyrsta þýzka nýlendan. Sú dýrð átti ekki eftir að standa lengi. Heimsstyrjöldin kom og suður-afrískur her batt endi á þýzka herradæmið. Svo fundust demantar í sand- inum við Appelsínufljót. Það hófst eldingaleikur við auðfeng- inn gróða. Nú hét þetta Dem- antsströndin. Seinna bjó hann til te handa sér og opnaði pemdós. Svo lagðist hann útaf í beddann og reyndi að sofa, meðan hann hlustaði á brimið skella á eyði- legri ströndinni. Dymar vt>m opnar og loftið í litla húsinu var hressandi. Þetta var um miðjan daginn. Þetta var Demantsströndin og húsið var stöð við veginn, geymslustöð; sennilega vom fleiri slík hús meðfram hinni löngu strandlengju sem félagið átti. Þeir boraðu ekki eftir dem- öntum héma, þeir tíndu þá bók- staflega upp úr djúpum sandin- um. Vasi fannst og það komu skurðgröfur og menn sem síuðu sandinn og tíndu út hina dýr- mætu steina — á hverju ári vom demantar fyrir miljónir dollara sendir til New York. London og Parísar, frá hinni fjarlægu eyðiströnd, til lúxusverzlananna í heimi siðmenningarinnar. Hann velti sér á mjóum bedd- anum og klóraði sér í höfðinu. Síða hárið var horfið, hann hafði fundið skæri og greiðu og setzt út fyrir í sandinn og klippt af sér* rauðan flókann. og látið vindinn feykja burt hárinu. Hann var líka í hreinum fötum, mjúkum, hvítum nærfötum. sam- festingi með rennilás, þykkum ullarsokkum og háum vinnustíg- vélum, allt úr kassanum í geymslunni. Vinnuföt handa inn- fæddum. Hann var mettur af góðum mat; hánn var hreinn, nýrakað- ur og honum leið vel. Hann ætl- aði að verða hér kyrr og safna kröftum þangað til einhver kæmi. Það liðu þrjár stundir; hann vaknaði og reis á fætuf. Það var erfitt að sofa. Hann sá þau í draumi: Mike Bain, Grace Monckton. O'Brien og Grimmelmann og Smith. Þau biðu eftir honum, soltin, veik og örvílnuð, þau biðu eftir því að hann kæmi til baka með flugvél og bjargaði þeim. Það var skylda hans að bjarga þeim, skylda hans...... Hann gekk útum dymar og fann ókunnuglegan saltþefinn. Þama var enginn bátur sem gæti flutt hann niður með ströndinni, ekkert ökutæki. Ströndin virtist óendanleg. Hversu langt gat verið til manna. sífna, sendistöðvar? Hann gekk aftur inn í geymsl- una, tók einn hjólbarðann óg velti honum útum dymar, niður sandbrekkuna og á flaten st-að á breiðri ströndinni. Hann gekk til baka eftir eldspýtum og könnu af vélarolíu. Meðfram allri ströndinni lá sólbakaður rekaviður og í hálftíma var hann að baksa við að finna spýtur og tré og hlaða þeim ofaná dekkið. Hann hellti olíu yfir og kveikti x. Svartur reykur steig upp í heiðan himininn. Ef einhver kæmi auga á hann yrði farið að athuga hverju þetta sætti. Hann settist í sandinn og hvíldi sig og LCÐURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 ’jason vmmiR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLASONAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, 4779 — Þjónustan, sem pássar ekki fyrir hana, og Súsanna segir, er í sjöunda himni. Sú sem hann hefur gengið á aftir með grasið í skónum er nú kornin sjálf og vill fara út með honum í dag. Hann á bara að þykjasUvera veikur. Hún hefur meira að segja útvegað annan í hans stað. Dásamleg stúlka, Súsanna, og frábært hvað hún hugsar fyrir öllu fyrirfram. — Tim gerir allt sem honum er sagt og forstjóranum til mikils léttis kemur maður að nafni Fisser fljótlega til að leysa Tim af hólmi. SKOTTA © tfinBF«Utn«» SynÆcate. tne., 1964. WorHriglit« reMrveá. ■' — Það er gott að þú fannst loksins vélina. Veiztu nú hverni á að gera við hana?- Gúmmívmnustofan h.f. Skiphoíí! 35 — Símar 31055 og 30688 Leðurjakkar - Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, .gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.