Þjóðviljinn - 19.06.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.06.1966, Blaðsíða 3
Sunmudagur Í9. Jttní T9G6- — J MorgunblaSið í dag, 17. júní, segir svo frá í frétt um komu öndvegishöfundarins Tarsis hingað til lands: „Tarsis dvelát hér þangað til á fimmtudags- morgun, en þá fer hann til Ev- rópu.“ í sama blaði segir Verzlunarskólastúdent í við- tali: „Við förum í mikið ferða- lag núna á mánudag n.k. til Evrópu.“ Síðar í sömu grein segir, að ein Verzlunarskóla- stúdínan hafi verið „staðráðin í því að taka þátt í ferðalag- inu til Evrópu“. Mér var kennt í barnaskóla, að ísland tilheyrði Evrópu, og engar fréttir hef ég haft af því síðan, að sú flokkun hafi breytzt. Ég kannast ekki við, FJALLKQNAN Margrét Guðmundsdóttir lcikkona las kvæði Fjallkonunnar ©ftir Guðmund Böðvarsson — (Ljósni. Þjóðv. A. K.) Tónverk Hallgríms fíutt víða erlendís Útvarpið i Berlin flutti 20. janúar sex íslenzk þjóðlög eft- ir Hallgrím Helgason, en í út- setningu fyrir strokhljómsveit hafa þau verið tekin upp í forlagið Breitkopf & Hártel. Önnur verk á efnisskránni voru eftir Willi Burkhard oe Mario Castelnuovo-Tedesco. Sama verk var einnig leikið í sömu stöð 31. marz ásamt Prélude-Arioso og Fughette yf- ir BACH eftir" Arthur Hon- egger. Stjómandi var Dietrich Knothe. Josef Tönnes, organísti frá Duisburg, lék Ricercare eftir Hallgrím 26. nóvember í St. Jakobskirkjunni í Haag, en auk þess voru á hljómieikaskrá orgelverk eftir Bach, Flor Peet- ers, Jiirg Baur og Max Reger. 10. desember flutti hollenzki píanistinn Hans $chouwman sónötu nr. 1 í hollenzka útvarp- ið, en sónata Hallgríms nr 2 var leikin af píanóleikaranum Janka Weinkauff 28. febrúar í radíó Berlín og 20. marz í út- varpinu í Köln. Á hljómléikum í Regensburg lék norski pianistinn Öistein Voigt í kirkjumúsíkskólanum 4. Dr. Hallgrímur Helgason maí Rondo Islanda eftir Hail- grím og á hljómleikum í Osló 23. maí. Gagnrýnandinn í Morg- enposten, Johan Kvandal, lelur rondóið vera „áhrifamikla, píanistíska tónsmíð með per- sónulegu aðalstefi". Auk þess hafði Voigt flutf verkið á hljómleikum i Regensburg 14. desember og 10. maí á konsert í Nurnberg. að Vestmannaeyingar, Flátey- ingar eða Grímseyingar tali um að fara „til íslands", ef þeir fara til lands. Þótt þessi dæmi hafi verið tekin úr Morgunblaðinu, eru þau ekk- ert einsdæmi, svona talar og skrifar mikill fjöldi manna, og' sá hópur fer sístækkandi. Við virðumst tvímælalaust vera að fjarlægjsst önnur Evrópulönd hröðum skrefum, enda sízt að furða eftir hina löngu sambúð við hinn útvalda lýð vestursr ins. Um ‘þá staðreynd breytir það engu, þótt hér verði reist „norrænt hús“. Kunnátta fólks hér í norrænum málum fer svo hraðminnkandi, þrátt fyrir dönskukennsluna í skólunum, sem við erum alltaf að stæra okkur af, að þessu eru dæmi, að útlendingur gekk milli manna í cipinberu fyriræki hér í borginni og reyndi árangurs- laust að gera sig skiljanlegan, hið unga afgreiðslufólk vissi ekki einu sinni, hvaða mála- flokki í veröldinni maðurinn tilheyrði, þangað til kunnáttu- manneskja var tilkvödd og komst að raun um að maður- inn var Dani og talaði með úr- valsframburði. Þessari þróun mála verður vafalaust ekki snúig við, með- an álitlegur hópur manna skip- ar þeirri þjóð, sem hér hefur þrengt sér inn, öllum landslýð .til óþurftar, í þann sess, sem næstur er sæti heilagfar þrenn- ingar. Eins og trúaðir menn líta á sig sem þegna Guðs, höfundar alls réttlætis og gæzku, líta auðmjúkir Ame rikudýrkendur á sig sem þegna þeirrar þjóðar, sem að þeirra dómi ber hæst kyndil alvizk- unnar og réttlætisins og kvist- ar lið óvinarins niður með „sveipanda sverði“. Því fólki finnst án efa, að það sé á ferðalagi „til Evrópu", þegar það fer milli landa í sinni eig- in heimsálfu. T. Aðalfundur Vinnu- málasambands Sam- 4 vinnufélaganna Aðalfundur Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna var haldinn að Bifrö.st í Borgar- firði fimmtudaginn 9 júní. Formaður stjómar, Harry Frederiksen fnamkvæmdastjóri flutti skýrslu stjómarinnar og minntist hann í upphafi máls síns Guðmundar Ásmundssonar hæstaréttarlögmanns. framkv.- stjóra Vinnúmálasambandsins, sem lézt í ágústmánuði 1965. Hjörtur Hjartar framkv.- stjóri, varaform. stjómarinnar, skýrði frá samningum þeim, sem nú standa yfir við Verka- mannasambandið. Stjóm Vinnumálasambands samvinnufélaganna skipa: Harry Frederiksen. framkv,- stjóri, formaður, Jakob Frí- mannsson kaupfélágsstj., Grím- ur Thorarensen kaupfélagsstj., Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri og Rögnvaldur Sigurðs- st>n kaupfélagsstjóri. Drengir úr Armanni sýndu glímu undir stjórn Harðar Gunnarssonar — (Ljósm. A. K.) Frá 17. júnímótinu: startað í grindahlaupi. Yzt tii hægri Valbjörn Þorláksson — (Ljósm. A. K.) Tvær nýjar bækur frá A6 Ferðastyrkur frá Fulbrightstofnun Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbright-stofnunin) tilkynnir, að upplýsingaþjónusta j Bandaríkjanna í Stokkhólmi í samráði við menntamálaráðu- neytið sænska og Fulbright- stofnunina þar, muni halda *átt- unda námskeiðið í amerískum j fræðum, „Introduclion to Amer- ica“, í Mora Folkhpgskola dag- ana 31. júlí, til 10. ágúst n.k. Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi mun veita nokkra ferðastyrki til íslenzkra kenn- ara í ensku, er myndu taka þátt í námskeiðinu. Þeir, sem hefðu áhuga á að sækja nám- skeiðið, eru beðnir að hafa sam- band við stofnunina, Kirkjutorgi 6, opið frá kl. 1—6, simi 1-0860. Umsóknarfrestur íænnur út 24. júhí n.k. ‘ j Almenna bókafélagið send- ir frá scr tvær nýjar bæk- ur. Er það LJÓSIÐ GÓÐA eftir danska skáldið Karl Bjarnhof og fimmta bókin í Alfræðasafni AB, VÍS- INDAMADURINN, í þýð- ingn Hjartar Halldórsson- ar, menntaskólakennara. Ljósið góöa er stílfærðar endurminingar Karls Bjarnhof, sem mun mörgum íslendingum- að góðu kunnur. Segja þær frá framhaldi af fyrri endurminn- ingabók hans, Fölna stjörnur, sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1960. Karl Bjarnhof er einn af kunnustu núlifandi rit- höfundum Dana, fæddur í Vejle í Danmörku 28. janúar 1898. Allt fré bernsku hefur hann verið blindur og hefur það að sjálfsögðu mótað allt hans líf og skáldskap. Hann stundaði hljómlistarnám við blindrastofnun í Kaupmanna- höfn og síðar í París. Eftir heimkomuna gerðist hann org- anisti í Kaupmannahöfn, stundaði síðan blaðamennsku um langt skeið, en hefur síðan 1947 starfað við danska út- varpið. Hann er félagi í dönsku akademíunni frá 1960 og er ritari hennar. Á síðastliðnu ári var hann formaður úthlut- unarnefndar bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, og kom hingað á s.l. vetri, er út- hlutunarnefndin tók ákvörðun sína um þau verðlaun hér. Karl Bjarnhof hefur skrifað fjölda bóka, en mestrar frægð- ar hefur hann getið sér fyrir Ljósið góða og Fölna stjörnur. Höfundarlaun sín fyrir þessa útgáfu bókarinnar hefur Karl Bjarnhof gefið til starfsemi blindra á íslandi. Ljósið góða er 277 bls. að stærð, prentuð og. bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. Kápu og titilsíðu hefur Kvistín Þorkelsdóttir teiknað. Vísindamaðurinn er fimmta bókin í Alfræðasafni AB, en áður eru komnar bækurnar Fruman, Mannslíkaminn, Könnun geimsins og Mannshug- urinn. Bókin Vísindamaðurinn fjall- ar um heim vísindanna. Grein- ir bókin ýtarlega frá þv: hvernig vísindamenn starfa skiptingu vísindagreinanna fré höfuðstofnum í einstakar sér. greinar. Sagt er frá ýmsurr kunnum vísindastofnunum, o| hve miklu fé er aflað til þeirri og á hvern hátt. Bókin gefu: einnig yfirlit yfir hina undra- verðu og hröðu þróun vísind- anna, og skýrir á hvern háti • þau koma öllum almenningi aí gagni og geta valdið hagsælc og framförum sé rétt með far- ið, í bókarlok er yfirlit yfir aUí ■' þá', sem hafa hlo.tið Nóbels verðlaun í raunvísindum oí hver afrek þeir hafa unnið. Bókina íslenzkaði Hjörtu: Halldórsson, menntaskólakenn ari, en formála hennar hefu: Guðmundur Arnlaugsson, rekt or, ritað. ‘Er bókin, eins oí hinar fyrri, 200 bls. að stærð Atriðisorðaskrá fylgir. Bókin er sett í Prentsmiðj unni Odda h.f., filmur af texti gerðar í Litbrá h.f., en bókit prentuð og bundin í Hollandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.