Þjóðviljinn - 19.06.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.06.1966, Blaðsíða 1
Sunnudagur 19. júní 1966 —31. árgangur— 134. tölublað Mwgit árekstrar, áframhaldandi öivun Blaðið hafði samband við lögregluna í Reykjavik seint í gær og fékk þær úpplýsing- ar að mikið annríkf væri hjá' þeirri stofnun, mikið um á- rekstra og ölvun. Hátíðin stendur eiginlega enn, sögðu lögreglumenn, og hefur aldrei. hætt — með þeim afleiðingum sem fyrr greinir. Er ástandið, frómt frá sagt, með verra móti. Slökkviliðig átti hinsvegar. rólega daga um hátíðina — var einu sinni kallað út á föstudagskvöld; hafði 'kvikn- að í vinnuskúr í Álftamýri og skemmdist hann nokkuð. Veðurblíða og íjölmenni — en Hátíiahöldin ieyst- ust upp í skrílsœði CH Veðurguðirnir voru mildir við höfuð- staðarbúa á þjóðhátíðardaginn með sólskini og heiðríkju allan daginn enda voru tugir þúsunda af Reykvíkingum á ferli og var mið- bærinn eitt litríkt mannhaf um kvöldið. □ Aldrei hefur þó borið á eins mikilli óþjóðhollustu í sambandi við þennan dag hér í Reykjavík og takmarkalausu virðingarleysi fyrir umhverfinu, sagði einn varðstjóri Reykja- víkurlögreglunnar og leystust hátíðarhöldin upp í yfirþyrmandi ölæði og skrílslátum í miðbænum um nóttina. Hér voru aðallega unglingar á ferðinni og settu þegar svip sinn sinn á daginn upp úr hádeginu, — nýskriðnir úr vetrarhíði frá bandarísku hernámssjónvarpi og örvaðir til dáða af þessum sölu- glöðu smábisnessmönnum með tjöld sín um allan miðbæ. Allskonar sirkusdót var til sölu í þessum tjöldum í miklu úrvali og rann það út eins og heitar lummur, — mátti þar greina þetta marglofaða við- skiptafrelsi í auknum innflutn- ingi og létu þannig íslenzkir heildsalar ekki sinn hlut eftir liggja, þennan dag. Mikla lukku gerðu viðamiklar hernaðarmedalíur stórveldanna úr plasti og hafði.einhver heild- salinn tekið sig til og flutt þetta inn frá Hong Kong í tilefni dagsins og skrýddust unglinear ■þessu í hundraðatali, og mátti margur krossberi af hinni ís- lenzku fálkaorðu skjótast inn í öngstræti með heldur smágerðar orður sínar enda bliknuðu bser við hliðina á bessum eftirlík- ingum. í eftirmiðdaginn rásaði fullur maður um Lækjartorg og spilaði á munnhörpu, og þyrptist ung- lingafjöld að honum með hrossa- bresti, prumpslöngur, ýlandi eft- irlíkingar af blöðrutyggjó og gasfylltar blöðrur og fram- kvæmdu slíkan hávaða með þessu dóti að hevrðist langar leiðir Enda var sungið um kvöldið dægurljóð á Lækjartorgi tileink- að seytjánda júní og útvarpað yfir landslýðinn, — en þar segir meðal annars, — „að 'gullnum roða slái á sölutjöldin." Þegar um kvöldmat var mxð- bærinn orðinn svo óþrifalegur af rusli og öðrum ótímabærum verðmætum úr þessum sölutjöld- um að ógleði olli hjá flstum. Nýstúdentar til fyrirmyndar Um kvöldið var óskaplegt mannhaf i miðbænum og fór fram kvölddagskrá á, Arnarhóli og síðan var dansað á þrem stöðum í miðbænupi. Eldri kynslóðin hélt yfirleitt reisn sinni framan af kvöldi og nýstúdentar voru mjög til fyrir- myndar í hegðun sinni þennan dag. Þegar leið á kvöldið tóku ungr lingarnir forystu með ærslum ( og ölvunarlátum og tóku að henda brennivínsflöskum og kókflöskum sitt á hvað í mann- þrönginni og hlaut margur skrámu að ósekju af flöskubrot- um. Þá gerðu þeir hrið að verzl- unargluggum í miðbænum og hrintu fólki á rúðurnar eða hentu tómum flöskum í þær. Á Lækjartorgi var allt í einu tilkynnt í hátalarakerfið, að j Svavar Gests ætti afmælið í'dag og var því fagnað hressilega af þessum lýð og einhvernveginn hafði maður á tilfinningunni, að hitt afmælisbarnið væri gleymt og tröllum gefið. Klukkan að ganga ellefu um kvöldið stóð majSur nokkur með konu sinni við stórhýsi Silla og Valda í Austurstrœti og sagðist hafa litið yfir á gangstéttina hinum megin hjá Hressingar- skálanum og fleiri húsum þar með þessu sígilda bungalósniði og þarna hefðu þyrpzt fram Unglingar með stóra Texashatta úr sölutjöldunum og sveiflað hálfum brennivínsflöskúm. Mér hnykkti við, sagði maðurinn, — þetta var eins og lifandi mynd frá smáborg í Texas. Eftir miðnætti hófust svo veruleg skrílslæti í miðbænum að sögn reykvísku lögreglunnar og keyi'ði úr hófi með drykkju- skap unglinga. Við tví- og þríhlóðum fanga- klefana inni í Siðumúla og um nóttina vorum við öðru hverju að rekast á brennivínsdauða unglinga á götunum og brugð- um á það ráð að aka þeim heim með- hjálp nafnskírteina eftir að Síðumúli var orðinn yfirfullur af ölvuðum unglingalýð. Einn unglingurinn hljóp ölv- aður 1 höfnina um nóttina og máttum við hafa okkur alla við að bjarga honum í trássi við vilja hans. Þetta var einn harmleikur alla nóttina, sagði lögregluvarð- stjórinn. Ölvun unglinga er orðið mikið vandamál í þessari borg, sagði hann að lokum. _____ , t Var fremstur sellóleikara MOSICVU 18/6 — Úrslit í al- þjóðlegri keppni sellóleikara, kenndri við tónskáldið Tsjæ- kovskí, sem nú fer fram í Moskvu urðu Þau að fyrstu verð- laun hlaut 22 ára gamall tónlist- arrnaður armenskrar ættar, Kar- ine Georgjan. Er hann nemandi hins heimsfræga sovézka selló- snillings Rostropovítsj. Vei'ð- launin eru gullpeningur og 2.500 rúblur. Unglingadansleikur í Lækjargötu 17. júní undir stjórn Ilcnnanns Ragnars — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) v * □ Á fundi borgarstjómar síðastliðinn fimmtu- dag bar fulltrúi Alþýðubandalagsins, Jón Snorri Þorleifsson, fram um það tillögu, að kosin skuli fimm manna nefnd til þess að vinna úr umsóknum úm byggingalóðir og gera tillögur um úthlutun þeirra. íhaldið hreinlega felldi þessa tillögu, í venjulegu frávísunarformi sínu, gegn atkvæðum allra minnihlutaflokkanna. í ræðu sinni, er hann fylgdi tillögunni úr hlaði, gat Jón Snorri þess, að vaxandi óánægju hefði gætt með almenningi vegna lóðaúthlutunarinnar, og það hefði verið talið, að til þess að fá úthlutað lóð þyrfti nauðsynlega að hafa hin . „réttu sambönd". Nú væri nefndarskipun þó ekki nægileg ein sér, slík nefnd þyrfti líka að hafa reglur til ^ð starfa eftir. Því bar Jón Snorri fram til vara bá tillögu, að framvegis fylgi um lóðaúthlutun sem fyllst greinargerð urn ástæður lóðar- umsækjanda, einnig að lóðanefnd skuli settar ákveðnar starfsregl- ur. Sjálfsögð vinnubrögð Jón Snorri rakti það ennfrem- ur, hve sjálfsögð vinnubrögð það væru, að greinargerð fylgi um lóðaúthlutunina, svo sjá megi, hversvegna einn hlýtur lóð en öðrum er synjað, enda þættu það mikil fríðindi nú að fá byggingarlóð í henni Reykjavík. Ekki. mætti vera neitt pukur í sambandi við þessi mál. íhaldsrökin Birgir ísl. Gunnarsson varð fyrir svörum’ af íhaldsins hálfu. Birgir rakti ýtarlega fyrirkomu- lag þessara mála, og virtist telja þau í hinu bezta lagi með nú- verandi fyrirkomulagi, þar sem tveir embættismenn borgarinnar vinna úr umsóknum um lóðir og skila síðan tillögum sínum til boi'garráðs. Birgir lagði áherzlu á það, að borgarráð legði æ meiri vinnu í þessi mál, enda væru öll gögn þessum málum viðkomandi opin hverjum borg- arfulltrúa, sem vildi kynna sér þaú. Bar síðan fram þessa venju- legu frávísunartillögu íhaldsins. Eðlileg áhrif minnihlutans Kristján Benediktsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, talaði næst- ur. Hann kvað það rétt vera, að lóðaúthlutunin hefði sætt gagnrýni undanfarið, enda væri hér um mjög vandasamt verk að ræða. Sú gagnrýni, sem fram hefði komið, þyrfti ekki að þýða það, að þeir embættismenn borg- arinnar, sem um umsóknimar fjölluðu, ynnu ekki verk sitt vel, enda hefði hann' fullan skilning á erfiðleikum þeirra, en þeir hefðu einnig sína húsbændur. Það væri ekki eðlilegt fyrir- komulag, að tveggja manna lóða- nefnd sinnti þessum málum. Hér væri um geysi mikið og erfitt verk að ræða, og borgarráð svo störfum hlaðið, að það gæti ekki sinnt þessu verkefni sem skyldi. Til þess að tryggja minnihluta- flokkunum eðlileg áhrif á út- hlutunina, bar Kristján svo fram þá tillögu, að í úthlutunamefnd ætti sæti einn maður frá hverj- um stjórnmálaflokki, sem sæti ætti í borgarstjóm, en borgar- stjóri skipi formann nefndar- innar. Jón Snorri féllst fyrir sitt leyti á þessa tillögu Kristjáns. Frávísun íhaldsins Jón Snorri Þorleifsson ítrek- aði þá skoðun sína, að til þess að tryggja eðlilega lóðaúthlutun yrði að skipa sérstaka nefnd, en það myndi aftur gjörbreyta aðstöðu minnihlutaflokkanna til þess að hafa áhrif á þessi mál. Frávísunartillaga Birgis var síðr an samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7, íhaldið ætlar með öðr- um orðum, með minnihluta at- kvæða borgarbúa á bak við sig, að halda sömu íhaldsaðferðinni við lýði um lóðaúthlutun í höf- uðborginni. Kmverjar PEKING, BÚKAREST 18/6 — I gær hélt forsætisráðherra Kína Sjú En-læ ræðu í Búkarest, en hann er i opinberri heimsókn í Rúmeníu þessa daga. Veittist hann mjög að Sovétríkjunum og kvað sovézka forystumenn hafa tekið höndum saman við banda- i'íska heimsvaldasinna um að kveða niður byltingaröfi í heim- herskáir inum. Rúmensk blöð slepptu þessum ummælum í frásögnum af ræðunni í morgun — hins- vegar sögðu þau frá loforði for- sætisráðherrans um að Kínverj- ar myndu styðja Rúmena í því að efla sjálfstæði sitt innan kommúnistíski-ar heimshi'eyfing- ar. Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.