Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 2
 i ■: . • ■‘ •' •• í#fc|í&8$Í3 X. • •; 2 SlÐA — ÞJÖÐVIUTNN — Sunnudagur 3. jálí 1966 De Gaulle var gefið bjarndýr PARÍS 2/7 — Lítið, brúnt bjarn dýr er komið fíugleiðis til Par ísar. Er bangsi gjöf til de Gaull< Frakklandsforseta frá borginn Novosíbírsk. Bjöminn. sem ei rúmlega þriggja mánaða gamall var strax, fluttur í Eys^éehölliná Frakkar munu senn sprengja PAPETEE 2/7 — Búizt er við þv að tilraunir þær með kjarnavopr sem Frákkar hafa boðað á Mor urua-eyjum í Kyrrahafi, get hafizt hvenæi* sem er. Undirbúningi er öllum lokið og er talið líklegt að fyrstí sprengjan, fremur . lítil atóm sprengja, verði sprengd í dag J>ó getur verið að . tilraunurr verði frestað vegna slæmra veð urskilyrða. I Samninga- fundur í fyrra- dag Isafirði 2/7 — Samningafund ur fór fram í gær milli fulltrúi verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda á Vestfjörðum á grundvelli rammasamningsins og þeirra taxtabreytinga, sem sunnanfélög- in sömdu um á dögunum. Stóð fundurinn frá kl. 4 til 7 að deg- inum hér á staðnum. Þessi samningafundur gekk nokkuð greiðlega, sagði Björgvin Sighvatsson í viðtali við Þjóð- viljann, — ólokíð var þó að semja fyrir vélstjóra í frystihús- um og einnig fyrir verksmiðju- fólk í síldar- og fiskimjölsverk- smiðjum. Er ætlunin að taka upp þráð- ihn.aftur á mánudag og má svo böást við almennum félagsíundi. Nýja templarahúsið við Skólavörðuholt ★ Myndin sýnir nýja templarahúsið sem stend- ur á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Éins og sjá má er húsið enn í bygg- ingu en gert er ráð fyrir að því verði að fullu lokið ujn áramótin. ★ Efsta hæðin hefur ver- ið leigð út til bráðabirgða en húsið er þrjár hæðir og kjállari. f kjallaranum verður samkomusalur fyr- ir stúkurnar og tilheyrandi herbergi og eldhús fyrir allt húsið. ★ Á fyrstu hæð verður almennur áfengislaus veit- ingasalur og á annarri hæð skrifstofur stórstúkunnar og annarra deilda reglunn- ar, bókasafn og samkomu- salur. Bandarísk lögregla beitir táragasi : Cm það bil þrjár vikur stóð „ganga gegn ótta’* sem samtök sem berjast fyrir jamrétti kynþátta etndu til um MississippiriKi l j Bandaríkjunum. Hið hvíta afturhald í ríkinu rcyndi Iengi vel að láta sem þessi ganga væri ekki til, cn smám saman, eftir því sem j lengra leið, fjqlgaði tilvikum, þegar hvítur skríll efndi til uppþota og árása á göngumenn og naut þá oft góðviljaðs hlutleysis lögregl j unnar. Hámarki náði þessi fjandskapur í smábænum Canton er vopnað lögreglulið réðst á göngumenn er þeir höfðu komið sér upp : tjaldborg á lóð skóla fyrir blökkumannabörn og hrakti þá burt þaðan með táragasi og barsmiðum — cn borgaryfirvöldin hcimtuðu j einhverra hluta vegna að göngumenn tjölduðu annarsstaðar. — Myndin sýnir árásina i Canton. VÖRUHAPPDRÆTTI SIBS Dregið verður á þriðjudaginn kemur um 1330 vinninga að fjárhæð samtals kr. 2.147.000,00 Endurnýjun lýkur á hádegi dráttardags VIETNAM Dýr er hver dropi blóðs dauðra í Víetnam, brenndra ,í eldi óðs auðvalds í djöflaham. Brotið er, brennt og sprengt, • böðlamir vinna þar, aflimað, höggvið, hengt, heimalið frelsunar. i Bölvaldsins brunaglóð brennur úr vesturátt, litar sem banablóð, bjartskrýdda setrið hátt, þar sem að rummungs ráð reedd eru á gullnum stól, þar sem ei lengur láð lýsir upp friðarsól. Sjá móðir soninn þinn, sendan burt vinum fjær, þar máske síðsta sinn, sem að hans hjarta slær. Hátíðlegt berst þér blað, brenna þér tár á kinn: Hann féll sem hetja’ og það harmar mjög Forsetinn. Hrópi vors bróður blóð beint inn í lífsvef þinn, lítil og þrúguð þjóð, þekkirðu ei málstaðinn? Hefur þú huga leitt hvað verkar skatturinn, er nú hans afli veitt austur á blóðvöllinn. Lítil fyrr þrúguð þjóð, þekkirðu ei kúgarann? Hervöld sem ær og óð afhöfða sannleikann. Eigum vér leppa lið, lævísan auðvalds hramm?- Sálrænt með sama snið sem þeir í Víetnam. Þjóðin er þreytt og tærð þungt innir lausnargjald, alsæl og endumærð öðlast brátt frið og vald. Júdasar leigulið lifir sín þáttaskil innan við harðlæst hlið höfulausn engin til. Þannig mun þeirra gjald, þjóð sinni er vinna tjón, misnota virð og vald, villtir á heyrn og s'jón. Sér eigin grafa gröf, gullhúða saurugt mál. Æða að yztu nöf, óvirða þjóðar sál. Ljómar í austurátt, örþjáðra frelsisglóð. Þar upp mun birta brátt baráttuhetjan móð. Sigurreif sezt í bú, sagan skal byrja á ný vonglöð í trausti og trú, týnast öll leiguþý. Fjarað er fórnarblóð, foldin muh aftur græn. Söngvar og sigurljóð samstillist þjóðarbæn. Hniginna hetju val heimtar þá blóðsins gjald, aldrei hér aftur skal útlendra tign né vald. <4 Manpgildis hugsjón há, heill sé um aldir þér. Fjötra^a frelsisþrá fullveldið í sér ber. Jlarðstjómar hörkutök • hrekur þú völdum frá, verklúð hin breiðu bök binda þeim stjórnarskrá. • Frímann Einarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.