Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 7
Surnwðegiar 3. JöE 1966 — ÞJÓÐVIUINN —■ S®A ’J Keltneskt goðalíkneski úr steini frá fyrstu öld e. Kr. Villigölt- nrinn er ættflokksfylg.ia, ★ Mannkynssaga 300—630. Eftir Sverri Kristjáns- son. Ctgefandi Mál og menning. ... / Fyrir skömniu kom út 'hjá bókmerintafélaginu Mál og menning fefannefnt rit Sverris Kristjánssonar og er framhald af síðara bindi Ásgeirs Hjart- arsonar um sögu fornaldarinn- ar. Rit ^verris tekur yfir það tímabil, sem sumir sagnfrœð- ingar teifja til miðalda, þar eð þeir setja markaskil fornaldar og miðalda við um það bil ár 30Ó, þegar sú stjórnarskipun komst á í Rómaveldi, sem kennd er við Diokletianus keis- ara. Flestir hafa þó fylgt göml- um vana og látið miðaldir hefjast árið 476 og miðað þá við þann atburð, • er síðasta keisara hins Vestur-rómverska ríkis var steypt af stóli. Sverr- ir velur þann kost að setja markaskil fornaldar og mið- alda um 630, en þá er þjóð- flutningunum að mestu lokið. Um þær mundir tekst líka hin- um mikla trúarleiðtoga Araba, Muhamed, að sameina þjóð sína, og arftakar hans eru í þann veginn að hefja hina miklu sigurför sína um Vest- ur-Asíu og Norður-Afríku, en sú sigul'för markar glögg tíma- mót í sögu þessara landa og raunar allra landa, er liggja að Miðjarðarhafi. Sverrir telur því rit sitt- vera inngang að sögu miðalda. - Um þetta mesta umbrotatíma- bil í allri sögu Norðurálfunn- ar hefur ekkert sérstakt rit verið til á vorri tungu, ein- ungis stuttir kaflar í skóla- bókum. Bókin skipar því al- gerlega auðan sess í sagnarit- un okkar, og er því hinn mesti fengur að því að fá fræðirit um tímabilið. Er það því á- nægjulegra sem bókin er með afbrigðum vel rituð. Heimilda- skrá sú, er bókinni fylgir, er órækur vottur um yfirgrips- mikla þekkingu höfundar t sagnaritun um tímabilið. Fyrsti hluti ritsins fjallar un Rómaveldi á 4. öld. Lýsir höf undur þar stjórriskipulagi félagsháttum þess, efnahag; legri hnignun, viðskiptum rík- isvaldsins við kristna menn Dg Eágmynd írá Palmýru, frá fyrra helmingi fyrstu aldar eftir Kristburð. Myndin er af goðum, Aglibol, Baalsamin og Malakbel. Miðhluti mósaikmyndar í kórhvolfi Santa Apollinare in Classe í Ravennu. Sjötta öld. Býzantínskur stíll. Mikilsvert sagnfrœðirit endanlegum sigri kirkjunnar. Hann leggur áherzlu á það, að bak við hinar hörðu deilur guð- fræðinga þeirrar aldar um trúmál hafi leynzt raunveru- leg átök í félagslegum og póli- tískum efnum. í næsta hluta ritsins er sagt frá grannþjóðum Rómaveldis: Pörþum, Persum, Aröbum, gresjuþjóðum Asíu, Keltum, liinum fornu Germönum og Slövurn. Kaflar þessir eru allir stuttir og mjög efnismiklir. Saga þessara þjóða er rakin eins langt aftur í tímann og auðið er. Kaflar þessrr eru nauðsynlegir til skilnings á að- stöðu hins hruma heimsveldis gagnvart umheiminum. Þeir stækka sögusviðið, vikka sjón- deildarhringinn. Miðhluti bókarinnar fjallar um hinar germönsku og slav- nesku þjóðflutningaþjóðir og ríki þau, er þær stofna í lönd- um hins Vest-rómverska ríkis og á Balkan. í þessum köflum er efnismagnið víöa svo mik- ið, að það þyngir fi'amsetnihg- una um of. Það úir og grúir af manna- og staðanöfnum og atburðum. Þessir kaflar eru því ekki auðlesnir, enda þótt setningaskipun öll og framsetn- ing sé með afbrigðum góð. Efnismagnið sjálft gerir það að verkum, ,að oft er erfitt að glöggva sig á skóginum íyrir eintómum trjám. Þess er þó skylt að geta, að efnið er afar erfitt viðfangs. Þjóðir þessar velta svo að segja í einum hrærigraut inn á sögusviðið út úr rökkri fymskunnar. og eru á sífelldri ferð og flugi um þvera og endilanga álfuna. Heimildir eru og oft af skorn- um skammti og 'mjög einhliða. Síðasti hluti bókarinnar er að mínu viti beztur. 1 kafl- anum: Kaþólsk kirkja og páfa- dómur lýsir hann þróun kirkju og páfadóms á 5. og 6. öld. HvaS stjómskipulag snertir tek- ir kirkjan á sig gervi hins róm- Sverrir Kristjáaisson verska heimsveldis og erfir hina pólitísku mennmgu hinnar róm- Á fyrri hluta þessarar aldar voru það einkum tveir sagn- fræðingar, þeir Alfons Dopseh og Henry Pirenne, sem með rannsóknum sínum brutu blað á þessu sviði. Segja má að yngri sagnfræðingar, sem fengizt hafa við þetta viðfangsefni, standi á herðum þeirra. % enda þótt ýmislegt, sem þeir hafa haldið fram, hafi nú á síðari árum verið vefengt- með góð- um rökum. Það er því mjög vel til fallið að Sverrir lýsir rækilega skoðunum þeirra á orsökunum að hruni Rómaveld- is, því fram hjá rannsóknum þeirra verður aldrei komizt, enda þótt þeim hafi að sjálf- sögðu ekki auðnazt að leiða í ljós allan sannleikann. Eins' og áður er sagt er bók- in geysi-efnismikil og því furðulega fróðleg af ekki stærri bók. Er hún efalaust vel til þess fallin að vera kennslubók í háskólanum í sögu tíi^bils- ins. Hvað allt ytra Útlit snertir er bókin prýðilega gerð, skreýtt mörgum ágætum myndum. Henni fylgir langt og yfirgripsmikið tímatal við- víkjandi sögu tímabilsins, ætt- artála hinna eldri Merovinga og skrá yfir mannanöfn. Betra hefði verið að nafnaskráin hefði verið fullkomin, ekki ein- ungis mannanöfn. Skúli Þórðarson. Ymhkonar frímerkjafróðfeikur ( versku höfðingjastéttar. Höf- undur dregur upp mjög ljósa og greinilega mynd af þessari þróun. Ágæt er og frásögn hans af hruni hinnar klassísku menningar og af því, hvernig heilog kirkja hirðir af góssi þessarar deyjandi hámenningar þann hluta, er hún telur sig geta notað í baráttunni um sess þann, er hið ellimóða heimsveldi hafði áSur skipað. Um timabil þetta hefur ver- ið meiri ágreiningur rneðal fræðimanna en flest önnur. Einkum hafa deilur visinda- manna snúizt um orsakimar að hruni Rómaveldis. í síðasta kafla bókarinnar gerir höfund- ur grein fyrir skoðunum ým- issa merkiustu fræðimanna um það efni. Fýrir nokkru var hér í blað- inu sagt frá því framtáki ís- lenzkra frímerkjasafnara að gefa út litskuggamyndir með íslenzkum frímerkjum. Ýmis- legt fleira kom fram athyglis- vert á fundi frímerkjasafnar- anna með fréttamönnum, með- al annars það, að á landsmóti skáta, sem haldið verður á Hreðavatni dagana 25. júlí til 1. ágúst, verður uppi haldið- pósthúsi með sérstimpii, og er ekki að efa það, að margui* fri- merkjasafnarinn vill íá Jiar stimpluð frímerki sín. — Slík pósthús eru jafnan vinsæl, skemmst av þess að minnast, að cinu slíku var á fót kom- ið uppi á Vatnajökli miðjum, Svo er og þess að gæta, að gamlir skátar hafa mjög gaman af að safna stimplum írá skáta- mótum og þykir það meir „lif- andi mótív“ en margt annað. — Til gamans má geta þess, að Sigurður Gestsson, sem bæði er gamall skáti og ákaf- ur frímerkjasafnari, á skáta- stimpla frá um 70 löndum. Eins og -kunnugt er, hafa sum Jönd beinlínis reynt að lifa á frímerkjaútgdfu og gef- ið út merki í tíma og ótíma. Þess gætir nú æ meir, að sh’kt stóði ekki oí* frímerkjasafnar- ir láti ekki hafa sig endalaust ið slíkri féþúfu. Hinr.vegar eru ■’tmerki í æ ríkari mæli not- N til landkynningar óg vöru- nningar. Vestur-Þjóðverjar fa einkum notað frímerki ossu skyni, til dæmis í sam- ndi við vörurvningar. Menn ifa líka hérlendis leikið sér 1 hugmyndinni um eitthvað ■díkt: „Hveragerði — blóma- bærinn“ (þetba var uppástunga Gísla Sigurbjörnssonar). Og svo má enn geta þess, að frímerki geta verið liður í stórpólitík. Norðmenn fullyrtu það á stríðs- árunum, að hætt hefði verið við að gefa út frímerki af Vid- kun Quisling vegna þess, að menn hefðu alltáf skirpt á ranga hlið frimerkisins! 1 Suð- ur-Ameríku deildu tvö lönd um • ákvedið svæöi og var í sjalfu sér ekki nema eðlilegt, landa- mæri voru óljós. 'En svo tók annaö ríkið upp á því að gefa út frímerki, þar sem hið um- deilda svæði var sýnt innan iandamæra útgefandans. Or þessu varð blóðugt stríð, sem stóð nokkra hríð, unz Eng- lendingar voni fengnir til að miðla málum. Fyrsti sérstimpillinn hér á landi var annars notaður við konungskomuna 1907. Sér- stimplar eru jafnan mjög vin- sæl söfnun, en einnig má flokka frímerkin alla vega, enda nauðsynlegt, með öllum þeim aragrúa, sem nú er gefinn út í heiminum. Einn getur þannig safnað fossafrímerkjum, annar fuglum, sá þriðji stjórnmála- mönnum og þannig mætti léngi teija. Vinsælustu frímerkin í heiminum meðal safnara munu vera frímerki Páfaríkis og frí- merki Sameinuðu þjóðanna. Þáð var 1928, sem Vatíkqhið gaf fyrst út frímerki, uþplag frí- merkjanna er jafnan fremur lítið í Páfagarði cg því eykst eftirspurnin jafnt og þétt. Svo má geta þess, aö áhugi manna erlendis eykst nú mjög á ís- ienzkum frímerkjum. Að lokum má svo skjóta hér enn inn nokkrum upplýs- ingum um þann aðilann, sem þeir ættu að snúa sér til sem hyggja á frímerkjasöfnun, nefni- lega Félag frímerkjasafnara. Félagið hefur þegar haldið tvær sýningar, heldur fundi mánað- arlega og gengst fyrir frí- merkjaþáttum í utvarpi. Heim- ilisfang félagsins er Pósthólf 171, Reykjavík/ en auk þess hefur það frímerkjaherbergi að Amtmannsstíg 2 og veitir þar allar upplýsingar um frímerki og frímerkjasöfnun á miðviku- dögum klukkan 8—10 e.h. Gisli Sigurbjörnsson, forstjóri, er formaður félagsins, Jónas Hall- grímsson varaformaður, en meðstjórnendur þeir Sigurðúr Ágústsson, Þórarinn Óskarsson og Sigurður Gestsson. Vafalaust munu allir þessir menn fúsir að styðja hvern þann fyrstu sporin, sem leggja vill út á það sem sumir myndu kalla „þymum stráðan veg“ frí- merk j asöf nunarin n ar. 50 þús. kr. gjöf V Lionsklúbburinn Njörður hef- ur gefið Flugbjörgunarsyeitinni í Reykjavík 50 þúsund krónur, en klúbbur þessi hefur það á stefnu- skrá sinni að styrkja .félagsstarf- semi, sem vinnur að líknar og mannúða^rmálum. 1 klúbbnum eru 38 meðlimir og skipa stjórn- ina þessir menn: Guðmundur I. Sigurðsson, form.. Kristján Krist- jánsson, gjaldkeri og Hafsteinn Sigurðsson ritari. Stjórn F. B. S. bið,,r biaðið um að flytja gefendunnrr hakkir fyrir gjöfina. sem kerr"' .hr nú sérstak1ega vel vegn; . .irínnar starfsemi og aukinna útgjalda. Líkan af Circns Maximus og unihverfi 5 Uóm, svo sem borgin mun hafa litið út á fjórðu öld. Paðreiniurinn var 2000 fet á Icngd, 650 á brcidd og gat rúmað 255.000 áhorfendiw.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.