Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 3
SumwidagOT 3. Jtffi 1966 — ÞJÖÐVXEJTINN — SÍÐA 3
A
HVÍLDAR-
DACINN
VIDREISN OG VERDBÓLGA
Ráðleysi
Ad undanfömu hafa stjórn-
arblöðin skrifað mikið um
veröbólguna. Sá er jafnan hátt-
ur þeirra að fara hörðum orð-
um um allar hækkanir þegar
gera á kjarasamnihga við verk-
lýðsfélögin; en um leið og
samningar hafa verið undirrit-
aðir verða hækkanimar óhjá- ’
kvæmilegar og ekki umtals-
verðar. En að þessu sinni hafa
verðbólguskrifin einnig borið
vott um óvenjulega mikiö ráð-
leysi; það hefur verið megin-
efni þeirra að stjórnarstefn-
unni verði ekki með nokkru
móti kennt um hina ömurlegu
verðlagsþróun. Meðal annars
hefur Ólafur Björnsson próf-
essor birt alllangar ritsmíðar í
Morgunblaðinu, og var það
meginniðurstaða þeirra að
stjómarvöldin hefðu það ekki
á valdi sínu fræðilega séð að
ráða við verðlagsþróunina, þau
gætu aðeins framkvæmt ýmsar
hliðarráðstafanir sem ekki
hefðu komið að tilætluðum not-
um hérlendis. Og inn á milli
hafa ritstjórar stjórnarblaðanna
fómað höndum af örvæntingu
og spurt: Hver eru úrræði
stjómarandstæðinga, kommún-
ista, Framsóknarmanna?
„Nýtt viðhorf"
Sú var tíð að stjórnarflokk-
amir kváðust ekki vera ráða-
lausir. 1960 vissu þeir nákvæm-
lega hvemig þeir ætluðu að
stöðva verðbólguna. Þeir fram-
kvæmdu stórfellda gengislækk-
un og töldu að hún myndi
tryggja öllum atvinnugreinum
landsmanna góða afkomu án
styrkja og uppbóta af opinberu
fé. Eftir þá kollsteypu sáu þeir
framundan tímabil stöðugs
verðlags eins langt og augað
eygði. Fyrir þessum ánægju-
legu framtíðarhorfum var gerð
svofelld grein í ritinu ,Viðreisn‘
sem ríkisstjórnin gaf út 1960,
bls. 23:
„Ákvörðun grunnlauna verð-
ur eftir sem áður háð frjáls-
um samningum á milli atvinnu-
rekenda og stéttarfélaga. Þrátt
fyrir þetta getur ekk.i hjá því
farið. að viðhorfið í launamál-
um verði annað að lokinni
framkvæmd þeirra ráðstafana,
sem hér er gert ráð fyrir, held-
ur en það hefur verið um langt
skeið undanfarið. Útflytjendur
hafa um margra ára skeið tal-
ið öruggt, að þeir gætu fengið
sérhverja launahækkun, er þeir
veittu starfsmönnum sínum,
jafnaða með hækkun útflutn-
ingsbóta. Á sama hátt hafa aðr-
ir atvinnurekendur miðað við
það, að þeir gætu fengið sér-
hverja launahækkun endur-
greidda í hækkuðu verði á vör-
um sínum og þjónustu ......
Slíkar launahækkanir eru laun-
þegum gagnslausar, en leiða
hins vegar til verðbólgu, og hafa
þannig hinar alvarlegustu af-
leiðingar fyrir efnahagslíf
landsins, þegar til lengdar læt-
ur. Ríkisstjórnin telur að með
þeim ráðstöfunum í efnahags-
málum, sem tillögur hennar
fela í sér, muni nýtt viðhorf
skapast. Útflytjendur verða
framvegis að sæta ríkjandi
gengi og geta ekki fcngið auk-
inn launakostnað endurgreidd-
an í hækkuðum útflutningsbót-
um. Þá er það einnig ætlun rík-
isstjórnarinnar að leyfa engar
verðhækkanir á innlendum vör-
um og þjónustu vegna launa-
hækkana‘‘.
Átti að duga
Þannig var kerfið sem átti
að stöðva verðbólguna fullskap-
að. Atvinnurekendum var sagt
að beir vrðu að standa á eigin
fótum: ef beir semdu um launa-
hækkanir vrðu þeir að greiða
þær sjálfir í raun og veru og
að óhemjuskapurinn í þessari
þróun fer langt út fyrir það
sem skynsamlegt má teljast.
Þama hefur mjög verulegur
hluti af framleiðsluaukningúnni
lent, á sama tima og togara-
útgerð er að leggjast niður og
hluti bátaflotans er kominn í
þrot.
Eina leiðin
Verulegur liluti af stórauknum þjóðartekjum Islcndinga hefur á undanförnum árum
starfsfólk hefur tvöfaldazt á skömmum tíma. Kostnaðinn greiðir almenningur
fa’rið í hverskyns viðskiptamusteri þar
í síhækkandi vöruverði, vaxandi verðbólgu.
sem
fengju hvork-i framlög úr ríkis-
sjóði þeirra vegna né heldur
heimild til að velta launahækk-
ununum af sér út í verðlagið.
Forsendur kauphækkana voru
því aðeins framleiðsluaukning,
aukin hagkvæmni í rekstri eða
skertur gróði, en færi atvinnu-
rekandi út fyrir þau mörk sem
reksturinn stóð undir gerði hann
sjálfan sig gjaldþrota. Kerfið
átti því að tryggja það til fulln-
ustu að kjarasamningar yrðu
raunhæfir; aukin dýrtíð átti
aðeins að eign sér stað ef við-
skiptakjör okkar út á við versn-
uðu. þ.e.a.s. innfluttur varning-
ur hækkaði meira en útflutn-
ingsvörur okkar.
Hafnaði sínu
eigin kerfi
Alþýðusamtökin sýndu ráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar mik-
ið langlundargeð. Samt kom
fljótlega í ljós að viðreisn rík-
isstjórnarinnar var framkvæmd
. einhliða á kostnað launafplks,
ekki með því að stuðla að hag-
kvæmari atvinnurekstri heldur
með því einu að sækja fjár-
muni í vasa almennings. Geng-
islækkunin skerti lífskjör vinn-
andi fólks svo mjög að neyzl-
an dróst í fyrstu stórlega sam-
an; verzlunarskýrslur sýndu
að á fyrsta ári viðreisnarinnar
minnkaði meira að segja inn-
flutningur á algengustu mat-
vörutegundum.
Því var það að alþýðusam-
tökin bjuggu sig til átaka sum-
arið 1961; nú skyldi reyna á
kerfið. Þá kom fljótlega í ljós
að nokkur hluti atvinnurekenda
taldi sig geta 1 komið talsvert
til móts við kröfur laujiafólks
af eigin rammleik; fyrirtæki
samvinnuhreyfingarinnar sömdu
um þó nokkra kauphækkun.
Eftir viðbótarátök fylgdu aðrir
atvinnurekendur svo í kjölfar-
ið. Þessir samningar höfðu tek-
izt í samræmi við hin „nýju
viðhorf“: atvinnurekendur áttu
sjálfir að borga það kaup sem
þeir höfðu samið um og hvorki
að fá útflutningsuppbætur né
verðhækkanir á móti. Engin
verðbólga átti að hljótast af
þessum samningum.
En þá brá svo undarlega við
að ríkisstjórnin neitaði að
fallast á sitt eigið kerfi. Hún
framkvæmdi nýja gengislækk-
un í þeim tilgangi að svipta
launafólk beirri kauphækkun
sem um hafði verið samið. Fyr-
irheitið um að laun skyldu
,.háð frjálsum samningum á
milli atvinnurekenda og stétt-
arfélaga“ reyndist ekkert gildi
hafa. Ríkisstjórnin hætti viðað
láta atvinnurekendur standa á
eigin , fótum og bera ábyrgð
gerða sinna, heldur lék þá eins
og pelaböm.
Alger uppgjöf
Öþarfi er að rekja þróunina
síðan, hún er öllum í fersku
minni. Ríkisstjórnin hefur ger-
samlega gefizt upy við stefnu
sína, horfið skilyrðislaust frá
því kerfi sem átti að stöðva
verðbólguna og gera kaupsamn-
inga raunhæfa. Allir kjara-
samningar hafa á undanförnum
árum verið miðaðir við það af
hálfu atvinnurekenda „að þeir
, gætu fengið sérhver.ja launa-
hækkun, er þeir veittu starfs-
mönnum sínum, endurgreidda 5
hækkuðu verði á vörum sínum
og þjónustu“. Á sama hátt hafa
útflutningsatvinnuvegirnir feng-
ið sínar hækkanir bættar með
síhækkandi styrkjum og upp-
bótum, sem nema nú hundruð-
um miljóna króna á ári.
1 stað þess að ríkisstjórnin ætl-
aði að hafa verðlagseftirlit á
öllum „innlendum vörum og
þjónustu“ til að komaívegfyr-
ir óheimilar verðhækkanir, hef-
ur verðlagseftirlit þetta verið
afnumið að heita má — því er
aðeins haldið á nokkrum vísi-'
töluvörum til þess að reyna að
skerða umsamdar verðlagsupp-
bætur launafólks Þetta afnám
verðlagseftirlitsins hefur leitt
til þess að atvinnurekendur
hafa velt út í verðlagið miklu
fleiru en kauphækkunum þeim
sem þeir sömdu um. Um alla
þessa þróun eiga við hin fornu
sannleiksorð ríkisstjórnarinn-
ar í Viðreisnarbókinni: „Slikar
launahækkanir eru launþegum
gagnslausar, en leiða hins veg-
ar til verðbólgu, og hafa þann-
ig hinar alvarlegustu afleiðing-
ar fyrir efnahagslíf landsins.
þegar til lengdar lætur.“
Lengur en efni
stóðu til
„Hinar alvarlegustu afleiðing-
ar“ af uppgjöf. ríkisstjórnar-
innar hafa dregizt lengur en
efni stóðu til vegna óvenju-
lega hagstæðs árferðis um langt
skeið. Ný tækni, aukin verk-
kunnátta og miki) vinnusemi
hafa tryggt ný aflamet ár eft-
ir ár, og það hefur verið bax-
izt um ýmsar afurðir okkar
á erlendum mörkuðum þar
sem fengizt hefur síhækkandi
verð. Þjóðartekjurnar hafa
aukizt um nær 9 hundraðs-
hluta á ári hverju, um 40—
50% á síðustu fimm árum.
Þessi stökkbreyting hefur gert
okkur að einni tekjuhæstu þjóð
heims miðað við mannfjölda,
og þær aðstæður hafa hald-
ið þjóðarbúskapnum gangandi
fram undir þetta þrátt fýrir
það þótt ríkisstjórnin hafi gef-
izt gersamlega upp á því aðal-
verkefni sínu að stöðva verð-
bólguna. En nú er greinilega
að koma að skuldadögum.
Dýr þróun
Verðbólguþróunin hefur orð-
ið þjóðinni dýr. Hún veldur
því að stórauknar þjóðartekj-
ur hafa engan veginn notazt
svo sem skyldi, hvorki að því
er varðar lífskjör almennings^.
né afkomu atvinnuveganna.
Allt of mikið hefur hreinlega
farið í súginn í verðbólgufram-
kvæmdir sem hafa takmarkað
þjóðhagslegt gildi og eru marg-
ar hverjar baggi á efnahags-
kerfinu. Það voru mjög athygl-
isverðar steðreyndir sem fram
komu í ræðu sem Gylfi Þ.
Gíslasbn viðskiptamálaráðherra
hélt á aðalfundi kaupmanna-
samtakanna 28da apríl í vor.
Hann sagði m.a.:
„Á áratuginum 1950—1960
jókst mannafli í viðskiptum
um 3.250 manns eða um 56%.
Með viðskiptum er hér átt við
heildsölu, smásölu og banka-
og trygginga-starfsemi. Á þess-
um áratug nam heildaraukning
mannafla i öllum atvinnu-
greinum um 12.000 manns eða
um 20%. Aukning mannafla I
viðskiptum var því næstum því
þrisvar sinnum meiri en mjnn-
aflaaukning yfirleitt. Á þessum
áratug tóku því viðskiptin til
sín 27% allrar mannaflaaukn-
ingar þjóðarbúsins eða milli
þriðja og fjórða hluta mann-
aflaaukningarinnar. Á þessum
áratug, frá 1950—1960. var
mannaflaaukningin örari í að-
’eins einni atvinnugrein þ.e.a.
s. fiskiðnaði.
Á síðastliðnum hálfum ára-
tug, 1960—1965, var heildar-
mannaflaaukningin í öllum at-
vinnugreinum 9%. Mannafla-
aukningin í viðskiptum nam
hins vegar um 31% á þéssum
árum. Þetta er örari mannafla-
aukning en * nokkurri annarri
atvinnugrein. Um það bil 40%
af allri mannaflaaukningunni
gengu til viðskiptanna,“
Oft hefur réttilega verið á
það bent hversu stórfelldar
fúlgur hafa á undanförum ár-
um farið í bankahús, verzlun-
arhallir og önnur mammons-
musteri, en reksturskostnaður
þeirra íyrirtækja hefur einnig
aukizt að sama skápi, og undir
honum þarf þjóðarbúskapurinn
að rísa ár eftir ár. Árið 1950
unnu 5.800 manns að viðskipt-
um, nú nær 12.000 — aukning-
in er tæp 6.000 manns. Stofn-
kostnaður af viðskiptahöllunum
og stóraukinn reksturskostnað-
ur fer beint út í verðlagið og
magnar verðbólguna, gerir
kauphækkanir óhjákvæmilegar
bg lendir að lokum á fram-
ieiðsluatvinnuvógunum. Að
sjálfsögðu felst aukin þjón-
usta í þessum umsvifum
óg skal engan veginn lítið
úr henni gert, en augljóst er
Þegar spurt er hvemig sósí-
alistar vilji stöðva verðbólg-
una er því auðsvarað. Það er
að sjálfsögðu hárrétt sjónai-
mið að kjarasamningar verða
að vera raunverulegir, atvinnu-
rekendur verða sjálfir að taka
að sér að greiða það kaup sem
þeir semja um án uppbóta og
verðhækkana. En jafnframt
verður að koma til stjóra á
þjóðarbúskapnum sem tryggi
það að aflafengur þjóðarheild-
arinnar nýtist sém bezt ' til
skynsamlegra framkvæmda. Það
verður ekki tekið gilt þótt at-
vinnurekandi sanni á pappím-
um að hann rísi ekki undir
hærra kaupi . ef jafnframt er
látið viðgangast að hann eyði
tugum og hundruðum miljóna
króna í framkvæmdir sem
hafa lítið þjóðhagslegt gildi eða
eru jafnvel baggi á efnahags-
kerfinu. Við verðum að taka
upp áætlunarbúskap, þar sem
beitt er hagstjómarþekkingu
okkar tima til að leggja á ráð-
in um alla meginþætti í þró-
un atvinnumála, ákveðið hvað
er æskilegt og hvað miður
æskilegt. Menn segja að siíkt
séu höft. en það eru ekki önnur
höft en þau sem beitt er í
hverju vel reknu fyrirtæki —
og þjóðarbúskapur Islendinga
er aðeins minni háttar fyrir-
tæki í veröldinni. Einmitt
vegna þess hve efnahagskerfi
okkar er lítið í sniðum höfum
við öllum öðrum minni efni á
því að sóa fjármunum okkar í
stjómlausu og fyrirhyggju-
lausu verðbólgukapphlaupi, í
viðskiptahallir og smjörfjöll og
hverskyns ævintýri. Aðeins með
þvílíkri hagstjóm 1 í náinni
samvinnu við verklýðshreyfing-
una mun takast að tryggja
stöðugf verðlag og skynsamlega
efnahagsþróun á Islandi. —
Austrl.
Sigaretturnar, sem allir hafa beðið
eftir eru nú Ioks á markaðnum.
Biðjið um BLACK & WHITE
MARCOVITCH • PICCADILLY • LONDON