Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 4
 4 SÍÐA — ÞJCfiSVmJTltN — Swnmidagur 3. jdíí 1966 Ctgefandi: SameiriingarfiokiDux alþýöu — SósíalistaflokJs- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Buðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V.' Filðþjófsson. Auglýeingiastj.: Iwva’dur fféhannesson. Sími 17-500 (5 linurj. Askriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. E<ausa- söluverð kr. 5.00. Frelsisyfirlýsingin 1/er teljum .það augljósan sannleika að allir " * menn séu í jafnrétti fæddir og skapari þeirra hafi veitt þeim órækan rétt, þar á meðal til lífs, frelsis og leitar að lífshamingju; að ríkisstjórnir séu settar yfir menn til að tryggja þennan rétt og þær hljóti réttmæt völd með samþykki þegnanna; að jafnskjótt og stjórnskipan brjóti 1 bága við þetta markmið, sé það réttur þegnanna að breyta henni eða afnema, en setja nýja stjórn, byggða á þeim hugsjónum og skipulagða á þann hátt, sem þjóðin telur vænlegast til að tryggja öryggi sitt og ham- ingju“. ' , Cvo segir í frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna, einni ^ merkustu réttindaskrá mannkynsins. Hún var samþykkt á Bandaríkjaþingi í miðju frelsisstríðinu við Breta, 4ða júlí 1776, og á morgun munu Banda- ríkjamenn minnasf þess á þjóðhátíðardegi sínum að rétt 190 ár eru liðin írá þeim atburði. Stjórn- málamenn og aðrir fyrirmenn munu flytja hjart- næmar ræður um jáfnrétti alira manna, um rétt allra manna til lífs, frelsis og hamingjuleitar, um heimild hverrar þjóðar til að ráða málum sínum sjálf og velta af stóli hverri þeirri ríkisstjórn sem brýtur í bága við þau markmið og vilja almenn- ings. Og í sendiráðum Bandaríkjanna hvarvetna um heim mun 'fyrirfólk safnast saman á morgun og lyffa glösum — væntanlega með frelsisyfirlýs- inguna í huga. . TPn í Víetnam mun morðsprengjum halda áfram að rigna yfir vamarlítið fólk sem ekki á að fá að njóta jafnréttis í veröldinni; rétturinn til lífs er brenndur í benzínhlaupi; rétturinn til frelsis er kæfður með eiturgasi; í stað leitar að lífsham- ingju kemur örvæntingarfull viðureign við dauð- ann. Öllu valdi Bandaríkjanna er beitt til þess að koma í veg fyrir að smáþjóð fái að njóta þess rétt- ar aðdikveða stjórnskipan sína og ríkisstjórn, til þess að framkvæma hugsjónir sínar, tryggja ör- yggi sitt og hamingju. Bandaríkin sem fæddust í byltingu og þjóðfrelsisbaráttu gegn erlendu kúg- unarvaldi eru sjálf orðin grimrpasta kúgunartæki mannkynssögunnar, tortímingarvald sem beitt er til þess að reyna að koma í veg fyrir að hugsjónir frelsisyfirlýsingarinnar fái rætzt hvarvetna uiíi heim. rry ■ ’ T Hvífa húsinu í Washington sér ekki í frelsis- yfirlýsinguna fyrir blóði. En hugsjónir hennar em skráðar óafmáanlega í hjörtu og huga allra manna sem berjast fyrir frelsi og réttlæti, þær birtast í daglegri hetjubaráttu fóíksins í Vietnam. Og bandarísk stjórnarvöld munu fá að kynnast þeirri staðreynd sem bandaríska þjóðin sannaði sjálf fyrir tæpum tveimur öldum, að á örlaga- stundum er maðurinn máttugri en öll vopn, hug- sjónin yfirsterkari valdinu. — m. Suðvestur-Afríka er auðugt land, scm mundi vegna vel, ef bað hlyti pólitískt sjálfstæði. Nú er efnahaff þess algerlega og eingöngu stjórnað með hag hvíta minnihlutans og hinna erlendu fjármagnseigenda fyr- ir augum. Málmlindir Iandsins eru unnar af sliku offorsi, að horfur eru á að þær verði gengnar til þurrðar innan 20— 25 ára, ef ekki verður lát á. Öfugt við mörg Iönd, sem hlotið hafa sjálfstæði á síðustu árum, er viðskiptajöfnuðurinn hagstæður svo að nemur 40 af hundraði brúttó-þjóðarfram- Ieiðslunnar. Meginhluti tekn- anna — 32 af hundraði árið 1962 — gengur hins vcgar til hinna erlcndu f jármagnseigenda sem vextir, ^ágóði af hlutabréf- um o.s.frv. Annað eins arðrán er vandfundið í sögu síðustu alda, segir í yfirliti yfir upplýs- ingar þær um landsvæðið sem fram komu á hinni alþjóðiegu ráðstefnu um Suðvestur-Afr- íku í Oxford í lok marzmán- aðar. Sendinefndin frá ný- lendunefnd Sameinuðu þjóð- anna, sem sat ráðstefnuna, hef- ur lagt fra skýrsiu um niður- stöður hinna ýmsu umræðu- hópa. Suður-Afríka fer með lög- gjafarvaldið á landsvæðinu, stýrir efnahagsþróuninni, þjóð- félagsskipaninni og framt.íðar- þróuninni yfirleitt. Hingað til hefur verið lögð megináherzla á að aúka möguleika Suður- Afríkumanna og erlendra að- ilja á fjárfestingu á landsvæð- inu. Nálega ekkert af þvi fjár- magni, sem Suður-Afríka eys inn, hefur farið til svæða, sem liggja utan við lögreglubelti hvítu mannanna. Fjármagnsútflytjandi til móðurlandsins ALIir styrkir og niðurgreiðsl- ur frá Suður-Afríku — m.a. til flutningákerfisins — eru í raun réttri brýn nauðsyn fyrir verzlun og viðskipti Suður- Afríku. Suðvestur-Afríka hef- ur í reyndinni gegnt hlutvenki fjárm'agnsútflytjandans, en sú staðreynd kemur ekki fram sökum þess að fjármálum beggja landa er ruglað saman á reikningum. Um það bil fjórðungur af verzlunarvörum Suðvestur-Afriku fer til Suður- Afríku, og þrír fjórðu hlutar innflutningsins koma þaðan. Suðvestur-Afríka mundi græða verulega á að auka viðskipti sín við önnur ríki og fé inn- flutning sinn af ódýrari mörk- uðum, að því er sagði í skýrsl- um þeim- sem lagðar voru fyr- ir ráðstefnuna. Ráðstefnan komst að þeirri niðurstöðu. að hinn hagstæði viðskiptajöfnuður gaeti orðið grundvöllur nauðsynlegrar fjár- festingar til þróunarfram- kvæmda. 1 stað þess er hinn erlendi gjaldeyrir nær ein- göngu notaður til að bæta lífs- kjör hins hvita minnihluta. Minni vöxtur en ann- ars staðar í Afríku Á ráðstefmmni var könnuð sú fúllyrðing frá Suður-Afríku, að efnahagsvöxturinn í Suð- vestur-Afríku hefði numið 8 af hundraði árlega og væri hærri en í flestum öðrum Afr- íkulöndum. Niðurstaðan varð sú að þessi fullyrðing væri ekki veruleikanum samkvæm. Aukningin hefur einungis prð- ið hvítu íbúurium í hag, en afr- ískir íbúar hafa bágari kjör ----TT----------------------- 23. skák einvígisins SÍÐASTISIGUR SPASSKÍS og framtíðarhórfur en f öðrum sjálfstæðum ríkjúrn Afríku, bæði að því er várðar efnáhag, félagsmálaástand og heilbrigðis- mól. Á sama tíma og hvitúr námu- maður hafði 1200 punda árs- tekjur árið 1962, voru árslaun hins þeldökka starfsbróður hans einúngis 100 pund. Hvítir menn eiga helmingi meira jarð- næði en svartir, þó þeir síð- nefndu séu sjö sinnum fjöl- mennari. Engin félagsleg hlunn- indi eru til handa svörtum mönnurn. 1 Ovambulandi eru einungis fjórír læknar handa 203.000 þeldökkum íbúum. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá Gæzlu- vemdarráði Sameinuðu þjóð- anna hefur Suður-Afríka neit- að að gefa upplýsingar um dán- artöluna á svæðinu. Samkvæmt lauslegum útreikningum er ævi- skeið hvítra íbúa áð jafnaði um helmingi lengra en þeirra svörtu. ^ Spður-Afríka hefur ’gert ýms- ar nauðungarráðstáfanir á sama hátt og heima fyrir. Bændumir em neyddir ^it á vinnumarkaðinn. Stjóm Suður- Afríku skipar i allar meirihátt- ar stöður, getur flutt þeldökka menn hvert sem er innan land- svæðisins, komið í veg fyrir samkomur, ritskoðað blöð og fanigélsað Suðvestur-Afriku- menn á þeirri átyllu einni, að þeir hafi í fórum sínupi upp- lýsingar sem lögreglan hafi þöri fyrir. Bráð breyting er nauðsynleg Arðrán og ofbeldi / Suðvestur Afríku Með alþjóðlegri aðstoð mundi Suðvestur-Afríka geta tekizt á herðar sjálfsforræði, ekki sízt þegar litið er til hins hagstæða verzlunarjafnaðar. En því leng- ur sem Suður-Afríku gefst fseri á að stjórna efnahag lahdsins. þeim mun meiri verður hættan á að efnahagskrafturinn þverri. Það er sem sé brýn nauðsyn að gera breytingu á högum landsvæðisins hið áílra fyrsta. Meðal annarra umtalsverðra niðurstaða sem menn komust að á ráðstefnunni í Oxford má nefna, að því -var slegiSí föstu, að Suður-Afríka hefði farið út fyrir öll takmörk umboðsins sem Þjóðabandalagið veitti henni á sínum tírria. Suður-Afríka er iöngu hætt að gefa skýrslur um ástandið í Suðvestur-Afríku og virðir áð vettugi rétt íbúapna til að koma óskum sínum á framfæri. í stað þess hefur hún hert „kverkatakið“ á landsvæðinu, bæði Hemaðarlega. 'efnahags- lega og stjórnmálalega, barið niður lögmæta viðléitni Suð- vestur-Afríkubúa til að efla sjálfstæði sitt og virt að engu frumstæðustu mannréttindi. Af þeim sökum hafa 'Sariieinuðu þjóðirnar fulla óstæðu til að skerast í leikinn. Ennfremur getur væntanleg umsögn Ai- þjóðadómstólsins, sem búast má við fljótlega. veitt ■freks-i Framhald á 0 Spasskí og Petrosjan sitja yfir tafii. Ljósmyndararnir bcina vélum sínum að skákmeisturunum. í tuttugustu og annarri skák einvígisins um heimsmeistara- titilinn í skák varð úr því skor- ið að Tígran Petrosjan myndi halda heimsmeistaratitli sínum — hann hafði eftir- skákina 12 vinninga en Spasskí 10.. Samt ákváðu keppinautamir að leika einvígið á enda — Petrosjari hefur líklega viljað sigra með nókkrum glæsibrag, og Spasskí sýna að enn geymdi hann örv- ar í mæli sínum. Það kom og á daginn — Spasskí sigraði í 23. skákinni í sj aldgæfu af- hrigði, og fer hún hér á eftir: ' 4 Srasskí — Petrosjan 1. e2-e4, e7-e6. 2. d2-d4. d7-d5. 3. Rbl-c3. Rg8-f6. 4. Bcl-g5. d5xe4. 5. Rc3xe4, Bf8-e7. 6. E„5xf6, Be7xf6. 7. Bc8- d7. 8. Ddl-d2, Bd7-c6. 9. Re4xf6, Dd8xf6. 10. Rf3-e5, 0-0. 11. 0-0-0, Rb8-d7. 12. Re5xc6, b7xc6. 13. h2-h4, Ha8-b8. 14. Hhl-h3. c6-c5. 15. Dd2-g5, c5xd4. 16. Dg5xf6, Rd7xf6. 17. IIdlxd4, Hb8-b7. 18. Hh3-b3, Hb7xb3. 19. a2xb3, Hf8- a8. 20. Hd4-c4, Rf6-e8. 21. Hc4- a4, Re8-d6 22. g2-g3, Kg8-f8. 23. Bfl-g2, Ha8-c8. 24. Ha4xa7, Kf8-e7. 25. Kcl-d2, h7-h6. 26. c2-c4, g7-g5. 27. h4xg5, h6xg5. 28. Kd2-c3, Ke7-d7. 29. b3-b4, Hc8-h8. 30. b4-b5, Hh8-h2. 31. Bg2-c6f, Kd7-d8 — og svartur gafst upp. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.