Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 12
M ■ Bankarnir undirbúa nú aðgerðir til að sporna við misnotkun á tékkum Síðasta skyndikönnun leiddi í Ijós verulega aukna misnotkun Q Sl. laugardag, 25. júní, fór fram skyndikönn- un á jnnistæðulausum tékkum með svipuðu sniði og áður hefur verið. Kom í ljós, að innstæða var ófullnægjandi fyrir tékkum, samtals að fjárhæð kr. 2.247.000,00. Heildarvelta dagsins í tékkum við ávísanaskiptadeild Seðlabankans var 213,8 milj. króna og var því 1,05% fjárhæðar tékka án full- nægjandi innstæðu. Frá nóvember 1963 hafa alls farið fram 11 skyndikannanir. í fyrstu skyndikönnuninni kom fram, að um verulega misnotk- un tékka var að ræða, en er fram í sótti og þessar aðgerðir Seðlabankans og viðskiptabank- anna urðu tíðari, virtist draga úr misnotkuninni. Til dæmis var prósentutala innstæðulausra tékka miðað við heildarveltu í ávísanaskiptadeild Seðlabankans, er skyndikannanir fóru fram á síðasta ári 0,48%—0,69%. Niðurstaða þessarar síðustu skyndikönnunar ber með sér, að misnotkun tékka hefur aukizt verulega á ný miðað við undan- farandi skyndikannanir. Seðla- bankinn og viðskiptabankarnir líta á 'þessa niðurstöðu mjög al- varlegum augum, segir í frétt frá Seðlabanka íslands, og enn- fremur er ljóst, að frekari og strangari aðgerða er þörf til þess að sporna við misnotkun- Kópavogur Félag óháðra kjósenda heldur félagsfund í Þinghól annað kvöld, mánudag, kl. 9. Rætt verður um nýja bæjarmála- samninginn, Hafnarf jarðarveg o. fl. ~ lausra tékka. Auk þess verða bankarnir að setja strangari reglur um stofnun tékkareikn- inga og innlausn tékka. Seðlabankinn mun, sem áður, halda áfram aðgerðum til þess að vinna á móti misnotkuninni, m.a. með tíðari skyndikönnun- um og öðrum nauðsynlegum að- gerðum. inni. Eru slíkar aðgerðir í und- irbúningi hjá bönkunum. Kem- ur m.a. til greina að leita laga- breytinga, sem leiddu til þyngri Ferðaleikhúsið er nú að refsidóma fyrir útgáfu innstæðu- leggja af stað í leikför um land- Leika hvert kvöld samf leytt 40 daga Rúmenar vilja fá Bessarabíu aftur VÍN 1/7 — Rúmenski kommúnistaflokkurinn hefur aftur vakið máls á stöðu Bessarabíu, en það er landsvæði sem Rúmenar létu Sovétríkin fá eftir seinni heimsstyrjöldina. Stjómmálafréttaritarar í Vín telja þetta enn eitt d'æmi um sjálfstæðisvilja Rúmena gagn- vart Sovétríkjunum. Rúmenskur sagnfræðingur, Stefan Voiou skrifar grein í síð- asta hefti hugmyndafræðilegs máigagns Rúmena um ákvarðan- ir sem Kommintem tók 1940, en þá höfðu samtökin enn þýðing- armiklu hlutverki að gegna. Vbicu víkur greinilega að Bessarabíu í sambandi við gagn- rýni á viss§r ákvarðanir Komm- intem sem hafi haft hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir sjálf- stæðisbaróttu Rúmena. Áður hefur leiðtogi rúmenskra kommúnista Nikolae Ceausescu sagt að Rúmenía hafi veriðneydd til að ganga að sovézkum kröf- um um þetta landsvæði. Bessarabía varð rúmenskt land 1920, þegar Rúmenar tóku það af hinu unga sovézka ríki. 1940 misstu Rúmenar það til Sovétríkjanna en fengu aftur þegar nazistar réðust inn í Sov- étríkin. Er sovézki herinn rak flótta Þjóðverja tók hann Bess- arabíu aftur. ÓDÝR SKÓFATNAÐUR FRAKKLANDI - úr striga - úr leðri - úr vinyl - fyrir kvenfólk - fyrir karlmenn - fyrir börn NÝJAR SENDINGAR STÓRKOSTLEGT ÚRVAL SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 ið og mun sýna leikritin Tóna- spil og Hjónaspil eftir Peter Shaffer. Er ætlunin að hefja sýningar á Höfn í Hornafirði 6. júlí og fara síðan norður um og vestur og sýna á hverju kvöldi, alls um 40 sinnum. Ferðaleikhúsið var stofnað í vetur og sýndi þá þessi leikrit sex sinnum í Reykjavík, austan- fjalls og á Akranesi, en nú hef- ur verið skipt um leikendur í aðalkarlhlutverkum og fara með Kristín Magnús í hlutverki sínu. þau hinir vinsælu leikarar Þjóð- leikhússins Róbert Arnfinnsson Dg Baldvin Halldórsson. Kven- hlutverk í báðum leikritum leik- ur Kristín Magnús og aðrir leikendur eru Leifur ívarsson og Jón Júlíusson. Sjötti maður- inn í flokknum, bílstjóri og framkvæmdastjóri með meiru er Halldór Snorrason. Þorgrímur Einarsson hefur teiknað leik- myndir og verða tjöldin flutt milli staða. Þeir Baldvin og Róbert hafa báðir mikla reynslu í leikferðum um landið, þetta er 15. ferð Ró- berts og 9. ferð Baldvins, og sögðu í viðtali við blaðamenn í fyrradag, að þetta væru mjög ánægjulegt starf, þótt erfitt væri, og hv*»-gi fengju þeir þakklátari áhorfendur en úti á landi. Einnig sögðu þeir að mikil umskipti hefðu orðið á síðustu 10 árum hvað snerti all- ar aðstæður til leiksýninga, nú væru risin svo mörg góð sam- komuhús og félagsheimili og lé- legu húsin í minnihluta. Eins og áður er sagt verður fyrsta leiksýning Ferðaleikhúss- ins á Höfn 6. júlí og síðan þræddir Austfirðirnir og Norð- urland og verður síðasta sýning- in í ferðalaginu á Logalandi 14. ágúst. Á Akureyri verður flokk- urinn kringum 20. júlí og á Vestfjörðum fyrstu dagana í ágúst. , Síldveiðin minnkandi / Gott veður var á sildarmið- unum fyrir austan í fyrrinótt, en veiðin var ennþá minni en nóttina áður. Fjórtán skip veiddu samtals 1095 tonn. Veiðisvæðið hefur færst lengra út f haf og hélt flotinn sig nú aðallega 150 mílur austsuðaustur frá Dalatanga. Eftirtalin skip fengu veiði í fyrrinótt og er afli þeirra í tonnum. Guðmundur Þórðarson 45, Ósk- ar Halldórsson 90, Hoffell 70, Arnar 200, Halldór Jónsson 84, Þrymur 40, Ólafur T'riðbertsson 115, Fákur 30. Skímir 50, Gunn- ar 45, Sæfaxi II 65, Eldborgin 150 og Jörundur II 73. Sunnudagur 3. júlí 1966 — 31. árgangur 145. tölublað. Umferð um Múlaveg aðra hvora helgi ÓLAFSFJÖRÐUR 30/6. — Vinna hófst í Múlavegi í síðustu viku og er unnið í innanverðum Múlanum utan Ófærugjár. Enn er mest unnið við sprengingar og með ýtum og eru þrjár jarð- ýtur á stáðnum. 3.200.000 krónur voru veittar til vegagerðarinnar í sumar og gert ráð fyrir að vegurinn verði sæmilega akfær í haust. Þó nokkur um'ferð hefur verið um veginn, en það er stórhættulegt meðan unnið er við hann og er því ætlunin að leyfa umferð um hann aðeins aðra hvora helgi í sumar og hafa hann þá greiS- íærajn þá daga sem hann er op- inn. — Sv. Jóh. Afmælishátíðahöldin undirbúin ÍSAFJÖRÐUR 30/6 — Hér er unnii, af kappi við undirstming hátíðahaldanna 15.—17. júlí í tilefni 100 ára afmælis ísafjarð- arkaupsti ívár. Einkum eru það iðnaðarmen,- sem eru önnum kafnir, því alstaðar er verið að mála og prýða hús fyrir afmæl- iff og útrýma kofum, skúrum og öðru drasli. J Unnið er viff malbikun ýmissa gatna í bænum og við lagningu vegar inn á flugvöllinn. Þá er verið að smíða brú á Kirkju- bólsá, en ekki enn byrjað á flugskýlinu sem átti að byggja í sumar. Búizt er via miklu fjölmenni við hátíðahöldin og mjög mörgu aðkomufólki, og munu gestir hvergi nærri komasit fyrir í þeim 2 gistihúsum sem hér eru. Hernum og Mánakaffi. ísfirðing- ar í Reykjavík munu ætla að koma á sérstöku skipi og búa um borð í því og margir verða hjá ættingjum og vinum. Þá eru tjaldstæði skammt frá bænum. í húsmæðraskólanum eiga að búa boðsgestir bæjarins m.a. fulltrúar frá ríkisstjóm og frá vinabæjum ísafjarðar á Norður- lön^- -. A lisins var minnzt í vetur með hátíðafundi. og veizlu, en aðalhátíðahöldin verða nú í sumar. Mjög fjölbreytt dagskrá er í undirbúningi. — H.Ó. Sláttur ekki fyrr en seint í júlí Ólafsfjörður 30/6. — Hér er nú ljómandi veður og hlýindi, en allt að hálfur mánuður til þrjár vikur þar til sláttur getur hafizt þar sem veturinn var mjög langur og snjóþungur. Hefur öll vorvinna tafizt og víða er ekki enn búið að gera við girðingar kringum bæi eftir vet- urinn. Sáningu kartaflna og annarra' jarðávaxta var lokið fyrri hluta júnímánaðar og var óvenju mikið sett niður að þessu sinn. — Sv. Jóh. Fyrsta fjölbýlishúsið á Egilsstöðum EGILSSTAÐIR 30/6 — Mikl- ar hyggingaframkvæmdir standa nú yfir hér í kauptúninu og eru um 20 íbúðarhús í smíðum. Mannfjöldaaukning hefur verið mjög hröð, á síðasta ári bættust við 69 íbúar, nýfæddir og inn- fluttir og voru íbúar taldir tæp 500 um síðustu áramót, en eru þó fleiri í raun, því margir eru byrjaðir að byggja hér sem enn eru ekki skráðir með lögheimili á staðnum. Meðal húsanna sem eru í byggingu er fyrsta fjölbýlishús- ið sem hér rís, en fram að þessu hafa eingöngu verið hyggð ein- býlishús. Er þetta^ átta íbúða blokk og búizt viSTað fleiri komi á eftir. Fimm húsanna sem ver- ið er að byggja eru á vegum Byggingarféíags verkamanna og tvö á vegum hreppsins, að hin- um standa einstaklingar. — Sv.Á. Beðið eftir leyfi til söltunar Ólafsfjörður 30/6 — Undir- búningur er hafmn hér að síld- arsöltun og verið að útbúa þrjár söltunarstöðvar fyrir sumarið, þær sömu og hafa starfað und- anfarin sumur. Hefsl vinnsla strax og ’^vfi íæst til að salta. Síldarverksmiðjan hefur feng- ið um 16.000 lestir síldar það sem af er sumri og hefur þetta mestallt farið í bræðslu og smá- vegis verið fryst. Það eru nær eingöngu bátar frá Olafsfirði sem hér leggja upp síld og hafa þeir komið rne'ð aflann hingað að austan. Margir litlir bátar hafa byrjað dragnótaveiðar, en afli hefur verið rýr. Þrír 12—15 tonna bát- ar héðan eru á handfærum og sækja þeir yfirleitt austur um Langanes. Afli þeirra hefur ver- ið dágóður og salta þeir fiskinrí um borð. — Sv. Jóh. Ferðamenn flykkjast austur Egilsstaðir 30/6 — Hér er nú ágætis tíðarfar, Egilsstaðabænd- ur famir að slá og gott útlit á túnum í nærsveitum. Ferða- mannastraumurinn er að hefjastt flest ferðafólkið býr á sumar- gistihúsunum að Eiðum og Hall- ormsstað, en einnig er margt í tjöldum í skógunum, mest við Átlavík. Almenn veitingasala hófst í nýja héraðsheimilinu á Egils- stöðum á mánudag, þar verða einnig haldnir dansleikir um helgar í sumar og eru ákveðnir þrír almennir dansleikir í júlí, en aðra hejgina í júlí 9.—10. verður haldin mikil tveggja daga útisamkoma á Hallorms- stað og verður þar margt til skeriimtunar og dansað bæði úti og inni. Önnur slík samkoma verður haldin á Hallormsstað um verzlunarmannahelgina af Ungmennafélaga- og íþróttasam- bandi Austurlands. Engin áfeng- isneyzla verður leyfð á þessari samkomu. — Sv.Á. Síld úr erlendum skipum aðalvonin Sifflufjörður 30/6 — Litlu sem engu hefur verið landað hér af síld í sumar, enda síldin öll á austursvæðinu enn. Nokkr- ir Siglufjarðarbátar eru á síld, en ekki hefur verið samið við þá um að sigla með aflann norð- ur fyrix eins og Ólafsfj.bátar gera. Bátar héðan á síldveiðum eru Siglfirðingur og Sigurður, einnig eru Anna og Sigurborg skráðir hér, en gerðir út frá Akranesi. Margar söltunarstöðvar und- irbúa þó móttöku síldar j sum- ar og er aðalvonin hér að fá síld frá útlendum veiðiskipum. Togarinn Hafliði hefur verið á veiðum fyrir Norðurlandi það sem af er árinu og landað á Siglufirði og lagði hann í gær upp 120 tonn af þorski og karfa. Tveir bátar eru að hefja ufsa- veiðar' Hringver og Tjaldur, eru þeir nýkomnir úr fyrsta túrnum með um 40 tonna afla hvor. — E.M.A. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.