Þjóðviljinn - 03.07.1966, Blaðsíða 6
g SfÐA — ÞStöBVmJINN — Sunnudagar 9. $SK 1966
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána:
Fvrir og eftir kosningornar
í þann tíma, er ég lauk við
síðasta þátt,' voru bæjarstjóm-
arkosningar yfirvofandi og
borgarstjórinn í Reykjavík var
hetja dagsins. Þá kom Stóra
bókin um skipulag Reykjavíkur
út og þá gekk téður borgarstjóri
um, dag eftir dag, vígði og
flutti ræður Q§ mun ekki hafa
verið vígt meira í annan tíma
á þeseu landi.
Þvi fleiri ræður, sem ég
heyri borgarstjórann flytja,
þeim mun meirj ráðgáta hefur
maðurinn orðið mér. Ég hef
velt því fyrir mér, hvort hann
vseri fremur spekingur með
bamshjarta en bam með spek-
ingshjarta, hvort hann væri
leikari af guðs náð, eða hvort
hann væri alfullkomin mann-
vera ailur i gegn.
Hin andlega
eðlisþyngd
Svo komu kosningamar og
útvarpið hsetti að fiytja okkur
fréttir af vígslum og vígsluræð-
um borgarstjórans, en flutti í
þeirra stað kosningafréttir. Þá
kom i ljós, að þrá\t fyrir hin-
ar mörgu vígslur og vígsluræð-
ur, höfðu Sjálfstæðismenn ein-
ir tapað atkvæðum.
Með fydgistapi sinu hafa þeir
unnig það sem ætti að geta
orðifi þeim, sem mönnum, meira
virði en atkvæði. Sjálfstæðis-
menn hafa verið í miklum sál-
arháska undanfarin ár. Af
mQrgunleiðurum blaða þeirra
hefur oft og einatt ekki verið
annað ráðið «n að þeir og þjóð-
in vseri eitt og hifi sama. Þjóð-
in vill þetta og þjóðin vill hitt.
Þjóðin er é móti þessu o,g þjóð-
in vili hafa þetta svona. Við
nánari skilgreininyu á því hvað
það er sem þ.ióðin vill. eða
vill ekki, kemur í Ijós. að það
er vilji Sjálfstæðismanna, hrár
og ókaraður, sem verið er að
kunngera.
Eftir þessar kosningar hljóta
Sjálfstæðismenn að játa hið
innra með sér, í auðmýkt og i
lítillaeti hjartans. afl þeir og
þjóðin eru ekki hifi sama, og
að vilji þeirra og meiri hluta
þjóðarinnar getur ekki ávallt
orðið hinn sami. Þessi kosn-
ingaósigur Sjáifstæðismanna
hlýtur þvi að verfta þeim til
mikillg sálubóta. Það er eng-
um hollt að halda sig miklu
stærri en hann raunverulega
er. Einhverntíma kemur að því
að ekki verður tjaldað með
sýndarmennskunni einni sam-
an; því er hverjum og einum
fvrir beztu að gera sér nokk-
urn veginn grein fyrir sinni
andlegu eðlisþyngd.
Nú er mér sem ég heyri
ýmsa ágæta Sjálfstæðismenn
risg upn á afturtfótunum og
segia: Þið eruð ekkert betri,
bdlvaðir kommúnistarnir eða
kratarnir. eða þá Fram-
sóknarmennirnir Það vant-
ar svo sem ekki að þið
hreykið ykkur Því er aðeins
til að svara. að vig vitum að
vi(*| erum litlir. séum við born-
ir saman við Siálfstæðisflokk-
iH«. Og þótt vi* misstigum
okkur. eða verðum fyrir
skakkafalli, heyrist enginn her-
brestur. er jafna megi við það.
er hriktiT 1 hipni stóru byaa-
ingu Sjálfstæðismanna. Þvi
minni sem maður er, því létt-
srs verður fallið os ,þvi’ fliét-
ari verður maður að koma fyr-
ir sig fótum á ný.
AAinnisverðir
dagskrárþættir
Kosningarnar gle.ymast. Vor-
ið líður éfram, kalt og harðn-
eskjulegt. Hvítasunnan kemur
en viff verðum ekkert varir við
heitagan anda sökum kuldnns
og sauðburðarins, sem þá er í
Loftur
Geir
Árni
fullum gangi. Þó munum við
eftir því að um < hvítasunnuna
var fluttur ágætur báttur í út-
varpinu. Það voru kaflar úr
bréfum þeirra Jóhanns Magn-
úsar Bjarnasonar og Stephans
G samanteknir og skýrðir af
Finnboga Guðmundssyni, en les-
arar, ásamt honum, voru þeir
Oskar Halldórsson og Andrés
Bjömsson. Þetta var alveg sér-
sta.klega skemmtilegt á að hlýða,
enda flutningur mjög góður,
svo/sem vænta mátti af fyrr-
nefndum mönnum.
Það fer alltaf svo, að þegar
maður rennir huganum
baka, kemur það í ijós, að það
sem manni hefur þótt leiðinlegt
og litils um vert gipymist. og
það er mikil auðna' út af fyrir
sig. Hitt, sem vakið hefur at-
hygli okkar, munum við frek-
ar, þó að nokkug sé um liðið.
Meðal jjessa mætti nefna erindi
Gunnars Benediktssonar um
kvenskörunga Sturlungaaldar.
og manni skilst að rnuni verða
framhald á.
Þá hefur Loftur Guttormsson
ságnfræðingur flutt fróðlegan
erindaflokk. er fjallar um þjóð-
félagslega stöðu kvenna. að
vísu nokkuð langdreginn á
köflum, og stíllinn dálítið flatn-
eskjuiegur og flutningur hefði
mátt vera rösklegri. Gunnar
Bergmanr, hefur flutt ferða-
pistla frá Sovétríkjuíium Frá-
sögnin er þægileg, íremur létt
og laus við alian áróður, auk
þess krydduð með þjóðlegri
tónlist þeirra austur þar.
Þó að vetrarþættir útvarps-
ins séu flestir lagstir i sum-
ardá, stendur enn sá ágæ-ti
þéttur, sem Árni Böðvarsson
hefur með að Sora. Ég held að
útvarpið hafi ekk; ráð á að
fella þennan þátt niður. Verk-
efni hans eru ótæmandi og má
mikið af honum læra, enda
Árni mjög fundvís á það, sem
miður fer í málfari manna og
leiðbeiningar þær, er hann
gefur, röggsamlegar og ákveðn-
Einn sem aldrei
fellur í sumardá
Þó að margur þáttur falli i
sumardá, er þó einn er aldrei
verður slikrar auðnu aðnjót-
andi, og þyrfti hann þó flest-
um þáttum fremur á slíku að
halda Heitir hann „Efst á
baugi‘‘ og er dálítið þreytandi,
og mennirnir. sem með hann
fara, lálítig leiðinlegir. Þeir eru
að vísu hlutdrægir og skiptir
mjög í tvö horn um ^frásöffn,
stíl og málfar, hvort þeir segja
fréttir að austan eða vestan.
En hlutdrægnin er ekki hið
versta við þátt þenna. Hlut-
drægni væri vel hægt að þola,
ef hún kæmi fram á dálítið
léttan og snið-ugan hátf, t.d.
eitthvag í átt vig það. er Björg-
vin Guðmundsson sagði frá
Rínarhvalnum á dögunuín. Það
var bara gott. f stað Tómasar
Karlssonar, sem raunar hef-
ur komig fram sem forfalla-
prédikari í seinni tíð, kom
Björn nokkur Jóhannsson. Hann
cr þeirra félaga verstur, og
virðist vera sérfræðingur út-
varpsins í austantjaldsmálum.
Bregður oít fyrir hreinni rætni
og illkvittni í málflutningi hans,
jafnvél orðavaJi, sem er langt
frá þvi að vera útvarpshæft,
eins og t.d. þegar hann ein-
hvemtíma í vor kallaði Mik-
ojan, fyrrverandi forseta Sov-
étríkjanna, gamlan bragðaref.
Það myndi sennilega þykkna í
okkur, ef .ein'hver iitlendur
fréttamaður viðhefði slík um-
mæli um forsetann okkar.
1 Nú nýlega talaði hinn mál-
glaði og hleinagreiði formaður
útvarpsráðs um dag og veg.
Meðal annars skýrði hann
frá því að hér væru staddir
sovézkir blaðamenn; spurðu
þeir margs og meðal annars um
hlutle.vsi útvarpsins. Ekki gat
formaður útvarpsráðs þess,
hverju hann hefði svarað þess-
um útlendingum, Og hefði þó
verið fróðlegt fyrir hlustendur
að frétta svarið.
Aufúsugestur
heldri manna
Svq er Tarsis hinn rússneski
hér kominn og er mikíll aufúsu-
gestur heldri manna og betri
borgara, því að hann segir
margt ljótt um sfjómarherrana
austur í Rússíá. En margur er
þannig gerður, að þvl er meist-
ari Jón segir. að eyrun klæja
eftir þvi að heyra illt um sinn
náunga.
Útvarpig hafði það eftir
Tarsis þessum, að hann segði
sannleikann o'g ekkert annað en
sanleikann.
Við skulum láta það gott
heita.
Hugsum okkur, að einhver
tæki sér fyrir hendur. að snare
Borgariífi og Svartri messu á
framandí tungur. Svo kæmu
höfundar þeirra fram í útland-
inu og segðu: Vifi seejum sann-
'eikann Og ekkert -•’nað en
sarmleikann um stinrnarfaTi* 4
íslandi. i
Segja mætti mér, að þá
myndi þyngjast brúnin á
Bjama Benediktssyhi forsætis-
ráðherra, og myndi vist eng-
inn lá honum.
En vel mættu þeir í Rússíá
læra af okkar ágæta forsætis
ráðherra. Hann ber sinn kross
með kistilegu umþurðarlyndi og
þolinmæði. Hinir óstýrilátu
höfundar fá að ganga lausir.
Það er ef til vill gert eitfthvað
bak við tfjöldin til þess að
halda þeim í skefjum. Þei'r fá
ekki listamanhalaun og þeir
hafa af ábyrgum aðilum verið
dustaðir til á viðeigandi hátt,
upp á fínan eg kristilegan máta,
en það hefur ekki heyrzt, að
þeir haft verið settir í tukthús
enn. Það hefði áreiðanlega ver-
ið miklu óskaðlegra fyrir stjóm-
arherrana í Rússlandi að l°fa
fyrmefndum Tarsis að ganga
lausbeiziuðum í heimahögum,
en gera hann að útflutnings-
vöru.
Þunnur í roði
- að vanda
Svo kom 17, júná, þunnur í
roði að vanda. v
Presturjnn í kirkjunni talaði
eitthvað um trúleysi. Forsæt-
isráðherrann var í dálitflum
vandræðum. Það er eiginlega
vond meðferð á forsætisráð-
herranum ag láta hann flytja
ræðu hvern þjóðháiíðardag, og
naumast þess að vænta að hann
geti átt svo mikið og frjótt
hugmyndaflug, að honum tak-
ist vel upp hverju sinni. Það
sem ég man beztf úr ræðu ráð-
herrans var sú tilkynning, að
allir stjðmmálafiokkar væru
sammála um að jafna lffskjör-
in, og þótti mér gott að heyra.
Hinsvegar dró þatf nokkuð úr
gleði minni, að ráðherrann g’at
þess jafnframt, að menn greindi
á um leiðir að þessu marki.
Sumir vildu ná því með þjóð-
félagslegum aðgerðum, aðrir
trúðu að framiak einstaklings-
ins væri happasælla.
Ég verð afi játa, að í minni
einfeldni hef ég aJdrei getað
skilið, hvernig lífskjör manna
verða jöfnuð með framtaki
einstaklingsins einu saman.
Ræðu borgarstjórans heyrði
ég ekki, en vig skivlum vona
að hún hafi verið góð, að
minnsta kosti hefur hún verið
stutt, því að henni var lokið
áður en ég vissi af.
^Gamanþétturinn um Stóru
bókina borgarstjórans var bara
nokkug góðuT og með betra
hátíðagamni af þessu tagi.
Raunar eri maður alltaf jafn
undrandi yfir því að hægt skuli
vera að halda þjóðhátíg ár
’eftir ár, án þess að ýía að því
einu orði, að þjóðin þurfi að
halda vöku sinni og vera á
verði gegn þeim menningarlegu
hættum, sem yfir henni vofa
úr ákveðinni átt.
Jafnvel Fjallkonan ber ekki
mál á slíkt, nema þá á mjög
fjarrænan og vanfæmisleigan
hátt.
Kvenréttindamál
19. júní
Þó að stjómmálamennimir
séu alltaf jafnánægðir með
sjálfstæðismál' þjóðarinnar,
verður ekki hig sama sagt um
konumar, þegar þær ræða sin
réttindamál, þann 19- dag mán-
aðarins.
Þó okkur fínnist ef til vill
stundum, að 1 slíkum kven-
réttindaþáttum kenni nokkurs
nöldurs, verðum við að játa,
að konur sýna virðingarverðan
áhuga um að halda vöku simni
og vilja um að standa vörð um
áunnin rétftfindi o« auka við
þau. Vonandi sýna þessar kon-
ur ekki minni áhuga uim að
standa vörð um sjáltfstæSi og
menningu þjóðar sinnaT. ,
Ag þessu sinni töluðu fyrir
hönd kvenna þær Sigurveig
Guðmundsdóttir og Anna Sig-
urðardóttir.
Erindi Sigurveigar, sem fjall-
aði um pólitisk áhrif kvenna
í hinum ýmsu löndum. var
bæði fróðlegt og ‘ skemmtilegt.
Henni tekst næstum með ólík-
indum ag segja mikig i stut.tu
máli, umbúða- og vafningalaust.
Og þótt hún sé svolitið vígreif
sem kvenréttindakona, verður
hún aldrei leiðinleg, þvert á
móti allt af létt og í prýðilegu
skapi, og kemur áheyrendum
sínum í sólskinsskap.
Híð sama verður ekkj sagt
um Önnu Sigurðardóttur. Hún
er dálítig þung á bárunni. Er-
indi hennar um karlréttinda-
baráttuna átti vístf að vera
fyndni, eða háð. En það missti
algerlega marks, sökum þess,
að höfundur tók ekki nógu
létt á viðfangsefninu. Það brá
jafnvel fyrir ertni og hvetfsni
í sumu'm uppátektum hennar.
En hugmyudin var góð, hefði
hún kunnað með að fara.
Þar meg tökum vig kven-
fólkig út aí dagskrá.
Arelíus
Skemmtileg
tilbreyting
Snemma í þessum þættí
netfndi ég nokkur erindi. Eitt
varð þó útundan, eða réttara
sagt, ég geymdi mér þag þang-
að til síðast. En bað var erindi
séra Árelíusar Njelssonar, það
er hann nefndi; ísland, land
hinnar miklu kröfu.
Ég var úti í fjósi, eins og
raunar alltaf, meðan kvölddag-
skrá stendur yfir. Sem nokk-
ug gekk á erindig fram hjá
séra ÁreHusi, gleymdi ég startfa
mínum, og sat aðgerðálaus und-
ir kúnni, hálfmjótkaðri, unz er-
indinu var lokið. Hefur slikt
ekki komið fyrir mig áður.
Margt i erindi Árelíusar var
svo skemmtilegt og hnyttilega
sagt. að hreinn unaður var á
að hlýða, t.d. þegar -hann
minntistf á kjólana, sem kostf-
uðu meir en jarðarverð, eða
náðhúsin j nýju kirkjunum,
meg postulínsbásum os speglum
bak og fyrir, svo ag kirkjurm-
ar þjónar, útlendir sem inn-
lendir er þangag koma getj séð
sig í bak og fyrir meðan þeir
kasta af sér vátni.
Framhald á 9. síðu.
Franskir dæguriagasöngvarar
gerast æ síðhærðari
Þag tók Frakka nokkurn
tíma að koma sér upp síðhærð-
um dægurlagasöngvurum en nú
stendur þetta til bóta: Frakk-
land hefur orðið uppá að bjóða
dúllara sem hafa lengra hár
en stéttarbræður þeirra 1 öðr-
um löndusm. — Þar við bætist,
að klaeðaburðurinn er eftir því.
Fyrs-t skal frægan telja Ant-
oine, sem nú er á hátindi
frægðarinnar. Hann er á bítla-
vísu heldur hversdagslegur.
gengur í venjulegri skyrtu. að
vísu skræpottri. Hár hans fell-
Ur á herðar niður.
Vcrsti óvinur hans
og keppinautur heitir Edou-
ard. og hans hár nær niður
á tser — venjuiega klæðistf hann
blóðrauðum stuttbuxum, Fram-
kvæmdastjóri Antoines heldur
því fram, að F/douard sé sístel-
andi söngvum Antoines: Anto-
ine syngur sitt eigig „tónverk“
sem hann kallar á heimsmál-
inu „What is going on around
me“ Þettfa hafi Edouard hirt
og sungið. þannig: „What is not
going on around me“. Sjálfur
segir Edouard að hér sé um
tilyiljun einbera ag ræða.
„IVIiss Beathlk 1966“
Fn- einn söngvarinn hefur
komið fram á sjónarsviðig og
nefnir sig „Stone“ — Hkist
söngvarinn í fljótu bragði tals-
vert tveim hinum fyrmefndiu en
er stúlka. Raunar liggur þsó
ekki j augum urpi þar eð
,Stone“ klæðisr jafnan karl-
mannsfötum þegar hún lætur
Ijósmynda sig.
Hennar rétta nafn er annars
Annie Gautrat og meðal ann-
ars sækist hún eftir titlinum
„Ungfrú Beatnik 1966“. Nafnið
Stone tók hún að ejg:n sögn
eftir Roljjngunum svonefndn,
ensku bítlahljómsveitinni „The
Rolling Stones“.
„Johnny HolIiday“
heitir sá dúllarinn í Frakklandi,'
sem lengstf hefur verið í sviðs-
Ijósmu. Hann er nú þegar mað-
ur gamall, hvorki meira né
minna en 24 ár-a, og fylgist ekki
len-gur með 1 þróuninni Þessi
Nestor dægurlaganna kom fyrst
fram þegar „rock and roll“ var
enn í tízku og hefur gengið und-
ir natfninu hinn franski Elvis
Presley. Á sínum tíma kom
framkvæmdastjóri hans þejrri
sögu í umferð. að nann hefði
alizt upp hjá stjúpföður sínum
á bóndabæ í Colorado. }Iú kom
bað raun.ar í ljós í bláðaýiðtali,
að söngvarinn vissi ekk; al-
mennilega þvar Colorade lá —
En nafninu hefur hann haldið.