Þjóðviljinn - 22.07.1966, Blaðsíða 3
FSstödagur 22. jlSK 1968 — ÞJÖ'ÐVILJINEr — SÍÐA 3
Bandarísku fangarnir koma
ekki fyrir dóm á næstunni
Góðar heimildir í Hanoi herma að vel sé að þeim búið
þrátt fyrir glæpina, sem þeir hafa gert sig seka um
HANOI 21/7 — Góðar heimildir eru hafðar fyrir því í
Hanoi í dag að réttarhöld yfir bandarísku flugmönnunum
verði ekki haldin fyrst um sinn. Sömu heimildir herma að
yfirvöldin í Norður-Vietnam muni taka ákvörðun um örlög
flugmannanna án tillits til erlendrar íhlutunar. — Norður-
vietnamska fréttastofan skýrði frá því í dag, að níu banda-
rískar flugvélar hafi verið skotnar niður yfir Norður-Vi-
etnam í gær. Frá því í ágúst 1964 hafa þá 1233 bandarísk-
ar flugvélar verið skotnar niður, segir fréttastofan.
Áherzla var lögð á það, að
vel er farið með fangana í Norð-
ur-Vietnam, þrátt fyrir glæpi þá,
sem þeir hafa gert sig seka um.
Heimildarmenn seg.ia að flug-
mennirnir \jfi við betri kiör,
en margir háttsettir Vietnamar
hafi tamið sér.
nam Nguýen Cao Ky sagði í,
dag, að Bandaríkiamenn ættu
að auka spreng.iuárásirnar á
Norður-Vietnam. Einnig sagðist
hann vera hlynntur þvi að inn-
rás yrði gerð í Norður-Vietnam,
en bætti við að ekki væru nein-
ar áætlanir til um það.
brennandi klæðin af munkinum.
Munkurinn, sem er tvítugur,
Thich Quang Tuong að nafni,
var fluttur á siúkrahús og þar
var því lýst yfir að hann væri
skaðbrenndur.
Thich Tri Quang
Trúflokkarnir sem efndu til
boðsins eru allir andvigir her-
foringiaklíkunni, sem stjórnar
landinu að nafninu til og m.a.
var hinn kunni leiðtogi Búdda-
trúarmanna Thich Tri Quang
viðstaddur.
Þetta er í fyrsta skipti sem
hann sýnir Sig á opinberum
.vettvangi síðan hann fór í
hungurverkfall fyrir sex vik-
um.
Hann kvaðst mundu halda á-
fram föstunni.
Stríðsglæpir
Trúflokkar
Myndin er tekin að nóttu til í borginni Omaha í B andarikjunum og eru deildir úr fylkishernum þarna
á verði skammt frá borgarhverfi blökkumanna. En sem kunnugt er af fréttum brutust blóðugar kyn-
þáttaóeirðir út víða í Bandaríkjunum fyrr í vikunni.
Skotið á börn í
óeirðunum í Bandaríkjunum
Astandið gæti brátt minnt á lögregluríki, segir AA.L. King
Bandaríski flugmaðurinn Jam-
es Joseph Connell hefur iátað
að hann hafi gert sig sekan um
stríðsglæpi gegn vietnamskri
þjóð. en flugvél hans var skot-
in niður skammt sunnan við
Hanoi 15 júlí
Saknað
Bandaríska herstjórnin í Sai-
gon sagði í dag. að átt.a banda-
rískra flugmanna í viðbót væri
saknað, eftir að þrjár banda-
rískar flugvélar hafi verið
skbtnar niður i gær.
Segja Bandaríkjamenn að þar
með hafi 299 flugvélar þeirra
yerið skotnar niður yfir Norð-
ur-Vietnam síðan loftárásirnar
hófust fyrir 17 mánuðum.
Ein af flugvélunum sem voru
skotnar niður í gær var njósna-
flugvél og segja Bandaríkja-
menn að áhöfn hennar hafi ver-
ið sex manns. Hinar tvær vóiru
sprengjuflugvél.ar og einn' flug-
maður í hvorri.
Ky
Forsætisráðherra Suður-Viet-
B^ndðtríkjsmenn
hafa fanga frá
WASHINGTON 21/7 — Utan-
rikisráðuneytið í Washington
skýrði frá því í dag, að Banda-
ríkin hefðu nú í fyrsta skipti
nokkra norður-víétnamska fanga
í sinni vörzlu.
Hingað til hafa bandarísku
herdeildirnar i Vi'etnam afhent
yfirvöldum Suður-Vietnam fanga,
sem þeir hafa tekið.
Fangarnir eru 19 manns, sem
voru áhafnir á tveim tundur-
skeytabátum frá Norður-Viet-
nam.: sem Bandaríkjamenn
sökktu á rúmsjó skömmu eftir
að þeir hófu loftárásir í olíu-
geymslurnar í Hanoi og Haip-
hong.
í Saigon reyndi ungur munk-
ur að brenna sig til bana í
kokkteilboði. sem trúflokkar
höfðu boðið til.
Munkar og nunnur stóðu og
horfðu á er franskir og viet-
namskir blaðamenn hlupu til að
hjálpa lögregluþjónum að rífa
Mannfall
í fyrri viku féllu 65 banda-
rískir hermenn og 368 særðust.
209 féllu úr her Suður-Vietnam-
stjórnar, en 1200 hermenn Viet-
kong voru drepnir, segir í frétt-
tam frá Saigon.
Miklar efasemdir
um gengi Breta
LONDON 21/7 —> Gengi sterlingspundsins fór hækkandi í
morgun, en lækkaði síðan og hækkaði á víxl er leið á dag-
inn og hækkaði heldur-fyrir lokun í kauphöllinni, er það
var tilkynnt að Englandsbanki og bandarískir bankar hefðu
keypt pund til að styrkja gengi þess.
Fjármálaritstjóri Evening
Standard segir í dag, að þessar
breytingar á gengi þundsins sýni
að enn séu fjármálamenn í
heiminum í miklum vafa um
styrk sterljngspundsins, þrátt fyr-
ir síðustu ráðstafanir stjórnar-
Rikisstjórnin
Brezka ríkisstjórnin kom sam-
an í morgun til að ræða hvað
gera skuli frekar til stuðnings
pundinu.
Fjármálaritstjórar í fjölmörg-
um brezkum blöðum skrifa i
dag, að árangurinn komi í ljós
á næstu tíu dögum.
Á föstudag tekur ríkisstjórnin
ti) við aðgerðir sínar til að fá
hið volduga Alþýðusamband
Breta TUC til að fallast á hálfs
árs kaupbindingu.
Kaup- og verðbinding er eitt
af mörgum atriðum sem Wilson
sagði í gær að grípa þyrfti til.
Brown
Efnahagsmálaráðherra George
Brown, sem hótaði þVí gærkvöld
að segja af sér til' að mótmælá
Bandarísku geim-
ferðinni er iokið
KENNEDYHÖFÐA 21/7 — Geim-
faramir John Young og Michael
Collins lentu í geimfarinu Gem-
ini 10 í Atlanzhafi kl. 21.07 að
ísl. tíma rúmum 70 klukkustund-
um eftir að þeim var skotið á
loft frá Kennedyhöfða.
Gemini 10 kom inní andrúms-
loft jarðarinnar 121.900 metrum
yfir Norður-Mexíkó og skömmu
síðar slitnaði fjarskiptasamband
geimfarsins við stöðina á jörðu
niðri, einsog reyndar hafði verið
gert ráð fyrir.
Orsökin er hin geysilega hita-
aukning sem verður vegna hraða
geimfarsins er það kemur inn í
andrúmsloftið.
Geimfarið fór yfir geimferða-
stöðina á Kennedyhöfða f 27 km
hæð og stuttu síðar lenti það í
fallhlíf í hafinu.
þessum ráðstöfunum, hefur nú
fallið frá hótun sinni og mun
sitja áfram i ríkisstjórninni og
verður hann einn af aðalmönn-
unum i samningum ríkisstjórn-
arinnar við Alþýðusambandið.
Erlend blöð
Ráðstafanir Breta eru á for-
síðum dagblaða um heim allan
í morgun og víða er efast um
að þær muni ná tilgangi sín-
um.
Ráðslafanirnar hindra í raun
og veru efnahagslegan vöxt.
Hvernig er hægt að færa • at-
vinnulífið í nýtizkuhorf, þegar
fjárfesting er takmörkuð? Hvern-
ig geta verkalýðsféiögin kosið
umbætur, þegar atvinnuléysi
ógnar? spyr hið áhrifamikla
blað Die Welt.
CLEVELAND 21/7 — Fjögurra
ára gamall blökkudrengur lá á
sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio S
kvöld með skotsár á höfði.
Hann var særður í kynþátta-
óeirðunum sem urðu í borginni í
dag, þegar lögregla og hermenn
skutu að bifreið, sem hann var í
ásamt móður sinni og sjö mán-
aða bróður sfnum og særðust þau
bæði einnig.
•
Tólf ára gamall blökkupiltur
og hermaður úr Fylkishernum
særðust einnig.
Skurðlæknar urðu þegar í stað
að framkvæma skurðaðgerð á
fjögurra ára stráknum, en hin
voru ekki jafn alvarlega særð.
Það var skotið á þau í ná-
grenni við borgarhverfi blökku-
manna Hough eftir að eldur
hafði komið upp í danshúsi og
heldur lögreglan því fram aðum
íkveikju hafi verið að ræða.
Lögregla og hermenn hófu skot-
hríð að bifreið sem ók frá bruna-
staðnum en í henni voru móðirin
með sonum sínum.
í nótt urðu enn árekstrar milli
lögreglu og blökkumanna í hverfi
þeirra Hough, en ekki jafn al-
varlegir og Ivær fyrri nætur, er
De Gsnlle vill
onna
BONN 21/7 — De Gaulle for-
seti sagði í dag, að frönsk stjórn-
arstefna leitaðist við að opna
alla Evrópu og allt Þýzkaland.
De Gaulle kom til Bonn til
að ræða við Ludwig Erhard for-
sætisráðherra Vestuú-Þjóðverja
um vandamál Nato, ferðina til
Sovétrikjanna fyrir skemmstu Og
fleiri mál-
tveir menn létu lífið og 24 særð-
ust.
Fylkisherinn í Ohio hefur sleg-
ið hring um verstu óeirðarsvæð-
in í Cleveland og því er haldið
fram að herinn hafi fullt vald á
atburðarás-
Ekki hafa borizt fréttir af nýj-
um óeirðum í New York, Chica-
go og Jacksonville, þar sem ó-
eirðir voru einnig fyxr í vik-
unni-
Blökkumannaleiðtoginn Martin
Luther King sagði í Chicago í
dag, að ástandið gæti orðið eins-
! og í lögregluríki. ef haldið yrði
j áfram að beita'valdi til að kæfa
kynþáttaóeirðimar S Bandaríkj-
unum-
King bað yfirvöldin að leggja
meiri áherzlu á tilraunir sam-
talca sem eru andsnúin valdbeit-
ingu til aðx breyta félagsaðstæð-
um blökkumanna og benti á að
oft sé eitthvað látið undan eftir
óeirðir, en sjaldan éftir friðsam-
legar kröfugöngur.
Mun meiri aðstoð
til þróunarlanda
WASHXNGTON 21/7 — Aðal-
ritari Efnahagsstofnunarinnar í
Paris, Thorkil Kristensen prófess-
ot sagði í Washington í dag, að
WASHINGTON 21/7 — For-
seti Alþjóðabankans, Banda-
ríkjamaðurinn George Woods
lýsti þyí yfir S gær, að vest-
rænar iðnaðarþjóðir hefðu
svikizt frá skyldum sínum við
þróunarlöndin og væru þær
upphæðir sem renna til þró-
unaraðstoðar langt frá þvS að
vera nægilegar-
framkvæma yrði samræmdar að-
gerðir til að leysa bæði mat-
væla- og fólksfjölgunarvanda-
mál í veröldinni, sér í lagi í
þróun arlöndunum.
Hinar auðugu þjóðir verða að
vera reiðubúnar að flytja út
meiri matvæli og veita mun
meiri tækni og fjárhagsaðstoð til
þess að efla matvælaframleiðslu
í hinum fátækari löndum, sagði
Kristensen prófessor .
Hann sagði að engin hugsan-
lég aukning á matvælafram-
leiðslu mundi nægja til lengdar,
ef hin stórfellda fólksfjölgun í
þróunarlöndunum væri ekki
stöðvuð.
Kristensen benti á að vestræn
lönd yrðu um margra ára skeið
að kosta sjálf útflutning sinn á
matvælum til þróunarlanda og
það mundi taka mörg ár að efl.a
landbúnað í þessum löndum og
ná einhverjum árangri í því að
hefta fólksfjölgun.
En það tekur enn lengri tíma
ef við hefjumst ekki handa þeg-
ar í stað, sagði Kristensen.
KARLMENN
OPNUM í DAG
SKÓVERZLUN
í NÝJA HÚSINU
AUSTURSTRÆTI 6