Þjóðviljinn - 22.07.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖBVISJINN — Pöstedagur 22. júM 1966. Otgelandi: Samelijlngarfloktour alþýðoi — Sóeíalistaflokfc- tsrinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Suðmundsson. Préttaritstjóri: Sigurður V. Fi'iðþjófsson. Auglýsingastj.5 Þorva’dur a/’tannesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Furðulegt lögbrot A ð undanförnu hafa gerzt næsta einkennilegir atburðir í Vestmannaeyjum. Áhugamenn um dátasjónvarp hafa gert sig heimakomna í vistar- verum Landssímans, tekið eignir stofnunarinnar ófrjálsri hendi og komið upp ólöglegri endurvarps- stöð fyrir sjónvarp frá Keflavíkurflugvelli. Þegar póst- og símamálastjóri ætlaði að stöðva þetta kynlega einstaklingsframtak kom í ljós að sjón- várpsmennimir áttu sér voldugan vemdara, Ing- ólf Jónsson sem er símamálaráðherra í hjáverk- um, en hann tók, fram fyrir hendur póst- og síma- málastjóra. Ingólfur gætti þess hins vegar ekki að þama var hann kominn langt út fyrir valdsvið sit’t; stöðvar af þessu tagi heyra undir útvarpsráð og menntamálaráðherra, og eftir að Þjóðviljinn vakti athygli á málinu hefur Gylfi Þ. Gíslason mælt fyrir um rannsókn á þessum lögbrotum, en þau eru þeim mun dæmalausari sem þau eru framin í ráðherraskjóli. fjlak við dátastöðina í Vestmannaeyjum standa að sjálfsögðu innflytjendur sjónvarpstækja sem eru ákaflega kappsfullir í sölumennsku sinni. ErTauk þess eru þama að verki þeir menn sem vilja beygja íslenzku þjóðina til frambúðar und- irc bandáríska sjónvarpseinokun og eiga metnað betlarans, svokallaðir Sjálfstæðismenn eins og Guðlaugur Gíslason og Ingólfur Jónsson. Þeir ótt- ast að baráttan fyrir fullveldi íslenzkrar menning- ar kunni að bera þann árangur að dátasföðinni verði lokað um leið og sú íslenzka tekur til starfa. Þess vegna er nú lagt á það ofurkapp að leiða dátasjónvarpið inn á sem flest íslenzk heimili í von um að þannig verði unnt að koma í veg fyrir lokunina. Þjóðviljinn væntir þess að menntamála- ráðherra láti hraða rannsókn sinni og geri síðan þær ráðstafanir sem duga til þess að stöðva lög- brotin umsvifalaust. Ohæfu A ð undanförnu hefur bandarískur flóttamaður af Keflavíkurflugvelli farið huldu höfði meðal ís- lendinga. Hann hefur verið eltur af bandarískri herlögreglu og hermönnum, sem virðast hafa feng- ið leyfi íslenzkra yfirvalda til þess að vaða uppi innan íslenzkrar lögsögu. Að því er blöðin greina frá er ásfæða fyrir flótta piltsins sú að hann ótt- ast að vera sendur til Víetnam, en nái Bandaríkja- her í hann yerður hann e'flau-st ákærður fyrir lið- hlaup og yfir honum vofa þungar refsingar. ¥»jóðvirjinn mótmælir því að bandarískum Her- *■ mönnum og herlögreglu sé heimilað að vaða uppl1 Innan íslenzkrar lögsögu; með því atferli er verið að skerða fullveldi okkar á einstaklega nið- urlægjandi hátf. í annan s'fað mótmælir Þjóðvilj- inn því að pilfur þessi verði framseldur hemáms- liðinu án rannsóknar; leiði athugun í ljós að hann sé að forðasf þáttíöku í hinni saurugu innrásar- styrjöld Bandaríkjanna í Víetnam ber að líta á Kánn sem pólifískan flóttamann og veita honurn griðíand. -— m. um arnsug i Kristján frá Djúpalæk: 7x7 tilbrigði við hugs- anir. — Bókaútgáfan Sindur h.f. Akureyri. Prentsm. Bjöms Jóns- sonar h.f. 1966. Ot er komin á Akureyri ný Ijóðabók eftir Kristján skáld frá Djúpalæk og nefnist því sérkennilega nafni: ,,Sjö sinn- um sjö tilbrigöi við iiugsanir1'. Bókinni er skipt í sjö kafla og sjö kvæði í hverjum. Ekki eru kaflamir tengdir, en kvæðirí í sama kafla jafnannokkuðsvip- uð^ og um lík efni. Fyrsti þáttur þókarinnar heitir „Landið" og er að mín- um dómi beztur. Það ,,land“, sem Kristján kveður um, en á- in, skógurinn, fjaran og fjallið — fjallið sem hugðist vara „ó- breýtt í æskutign, jafn lengi jörðu", en grennist svo og lækkar líkt og mannanna börn, sem alltaf minnka við afslátt og svik. Því íslandi nútímans, sem við þekkjum af sárri raun öll, bregður fyrir í síðasta kvæði kaflans og þó litið aftur um leið: Þegar Hjálmar var borinn út frá Hallanda. Þegar Sölvi var flengdur í Sléttuhlíð. Þegar Breiðfjörð var sveltur í hel. Þá urðu stórar merkur að kolskógi. Þrælar, stjúpbörn, gamalmenni, niðursetningar, brauðlaust fólk aldanna. Ég bið yður fyrirgefningar I nafni Islands, svo sár þess megi gróa á ný. — En þér, ó þér menn hinna háu strompa! Þurfið þér einskis að biðja? Akranes, Gufunes, flag, Straumur! Fjörs vors egg fyrr en varir er brotið. Og enn kveður hann; Göngum því hljóð götuna mjóa þangað sem þrýtur spor. Eitthvert sinn koma ekki framar vetrarsólhvörf né vor. Minn er hugur þwngur, get- ur skáldið sagt. Ekki svo að skilja, að Kristján. sé helriðinn. Bjarnar- Næstu 3 kaflar eru allireink- ar keimlíkir en néfnast „Myrk- ur“, ,,Hverfleiki“ og „Guðinn". Hinn síðastnefndi fjailar að sjálfsögðu um guðshugmynd Kristjáns frá Djúpalæk, sem er raunar heldur óljós. Kafla- heitin „Hverfleiki" og ,,Myrk- ur“ lýsa vel hug skáldsins, enda virðist því „kvíðvænleg tíðin". Skáldið spyr: Til hvers er að dvelja við draum um dag, sem er liðinn að kveldi, og leita í lífinu yls frá löngu kulnuðum eldi, að telja þau gleðitár, sem tvitugur felldi? Von er að Kristján spyrji, einkum og sér. í lagi með til- liti til þess, að Kristján frá Djúpalæk einhverjum skáldlegum böl- móði, þótt að honum setji ugg, hvað helzt í kvæðunum um „Guð“. Þar segir m.a. á bls. 45:. Faðirvor okkar er málmgrýti. Tungumál okkar gnýr hreyfla. Svaladrykkurinn lýðskrum. Fimmti kafli þessarar ljóða- bókar nefnist svo „Minni" og er safn erfiljóða. Þau eru vand- meðfarin minningarljóðin, og þess er engin von, að Kristj- áni takist siglingin fram hjá leirburðarskerjum viðfangsefn- isins. Við þekktum hann öll um árabil. Hann var einn af héraðsins beztu drengjum. segir á einum stað en heldur svo áfram, og liggur við að maður fyrirgefi skáldinu lín- umar tvær á undan: Því ber vængtak hryggðar um Vöðlaþing sem viðkvæman tón af strengjum. Síðar í sama kvæði segir: En þagga skal hóglega söknuð sinn,7því svarið er: Hann er ‘ farinn. Og enn kveður hann: Hvekkta sál viðhnjaski ógar,1 hvarflar stað úr stað. — Þetta gæti sem hægast hafa staðið í einhverjum Morgunblaðseftir- mælum nú um helgina. En það er auðvitað hrein ó- sanngimi að dæma „Minni“ Kristjóns út frá éinum saman mistökunum, og þegar á allt er litið kemst Kristján vel frá sínum eftirmselum. Langsam- lega beztá kvaeðið í þessum flokki. er um. móður skáldsins, þar í er þetta erindi síðast: En þó vil ég binda þér minn sveig, í þagnarlundum, af tregarós, o.g leggja hann eftir liðinn dag á leiðið í þaltkarskyni, frá þjáninga þinna syni. Vel er einnig kveðið ljóðið um Jakob Kristinsson, en þó felli ég mig ekki við þaðkvæði að öllu. Það minnir á stundum ískyggilega mikið á eitt eða tvö kvæði Einars Benediktsson- ar — ekki- bara hvað bragar- háttinn snertir — og auk þess skyldu menn jafnan minnast þess, ekki hvað sízt i erfiljóð- um, að oflof getur sem hægast orðið háð. Um tvo síðustu kvæðaflokka bókarinnar er fátt að segja. „Gletturnar" eru vart líklegar til þess að auka hróður skálds- ins, kímnin græskulaus og notaleg en lítið meira. Margt er líka vel kveðið og hnytti- lega í „Biblíusögum" en Kristj- án geldur þess sama og sumir þeir, er sækja sér yrkisefni til Islendingasagna eða láta sér jafnvel nægja að endhrsegja þær með smávægilegum breyt- ingum: — Frumtextinn er oft- ast betri. Það fer ekki milli mála, að það er í fyrstu fjórum kvæða- flokkunum, sem Kristján fær- ist mest í fang. Fyrir mörgum árum lærði ég kvæði eftir Kristján er svo hefst: Örlög jarðar þyrmið/eyju hvítra mjalla, munið hennar þlágskóg/ og maríustakk. — Ég hefði því búizt við í nýrri Ijóðabók Kristj- áns að sjá þar meiri merki þess að skáldið fyndi til í „stormum sinna tíða“. Kristján hefur hinsvegar tekið þann kostinn að snúa sér að inn- hverfri rannsókn og íhugun meir eða minna „háspekilegra" viðfangsefna. Hættan er jafnan sú í slíkum skáldskap, að speki- orðin, er mæla skyldi, verði annaðhvort safn sjálfsagðra hluta eða þá meiningarlaus með öllu — líkt og hjá þeim mönnum, sem með reglulegu miilibili tala í útvarp um „hin dýpstu. rök tilverunnar''. . Þýi er þá heldur ekki að leyná, að hjá Kristjáni bregður fyrir vísum og Ijóðlínum, sem mér finnst minna hættulega mikíð á Grétar Ó. Fells eða Sigfús Elíasson, svo einhverjir séu til nefndir. Ég Ihirði ekki gð tína til dæmi þessu til sönn- unar, enda les víst hver sllka „háspeki" með sínu hugarfari, Kristján er svo gott skáld, að þolir hann vel aðeitthvað—óg stundum ýmislegt — sé athugn- vert við rökhugsvm kvæðanna. Kristján frá Djúpalæk hefur eitt sinn. á veiku augnabliki kveðið vísu, sem er löngu fræg orðin og er á þessa leið: Þégár við hugsjónir leita ég lags/pg langar að pára þær hjá mél*:’ þá byrjar helvítis hringhendán strax/að hrönglast í kjaftinum á mér. Víst er það, að hag- mælskan, bragkyngin, bregst Kristjáni ekki. Hringhendunni bregður fyrir á einum stað: Borgarþrasið brjálar sinni, blindur asi, hark og sláttur. Tæbnibrasið bresta kynni. Betri vas hinn gamli háttur. Og það er eins og viðmann- inn mælt: „Helvítis hring- hendan" leikur okkur alla grátt. „Tæknibrasið bresta kynni" — ég hefði ekki búizt við svona hortitti frá Kristjáni mínum. En sá ykkar, semsynd- laus sé, skáldanna og hagyrð- inganna, kasti fyrsta steinin- m Slíkar hendingar og þess- ar eru að sjálfsögðu algjör und- antekning hjá Kristjáni. Kestir þessara kvæða eru margir, margt í þeim vel sagt óg skáldlega af ágætri hág- mælsku. Hinsvegar van’tar Kristján einhvem amsúg i fltlgið. „Vei þeim, seih ir skáldskap þannýer veruleik- inn yrkir kringum hann“ kvað Tómas forðum. Kristjan hefur um sinn snúið á aðrar brautir en að mínum dómi ekki haft erindi sem erfiði. Það sern ég sakna í þessum kvæðum er hnitmiðun, harka gagnvart yrk- isefnunum og eitthvert það persónulegt yfirbragð og svip- mót kvæðanna, að maður segi við sjálfan sig að höfundi ó- kunnum: Þetta hlýtur að vera eftir Kristján frá Djúpalæk. Um þessa bók er annars það að segja, að Bókaútgáfan Sind- ur á Akureyri gefur hana út. Bókin er í sjálfu sér ekki ó- smekkleg, enda þótt ég sjái ekki fídusinn við fjömgrjótið á kápusíðunni. Hitt er óþolandi, að kápan skuli detta frá kili á fyrstu mínútu, sem bókin er handleikin. íslenzk bókagerð er nógu illa á vegi stödd, þótt bókbandsvandræðum sleppi. T. Th. H. Níu tíundu jar&næ&is í Rómönsku Ameríku eru í eigu örfárra manna Prófessor Gunnar Myrdal talaði um nauðsynina á rót- tækum umbótum og entlur- skipulagningu í landbúnaðar- málum vanþróaðra landa á fjölmennri ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem hófst í Rómaborg 20. júní sl. Yfir 70 lönd áttu þar fulltrúa, þeirra á meðal Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Til grundvallar umræðum á ráðstefnunni lágu m.a. rann- sóknir á jarðeignarfyrirkomu- lagi í vanþróuðum löndum. Þær leiddu m.a. í ljós, að yfir 90 af hundraði alls jarðnæðis í Rómönsku Ameríku eru í eigu tæplega 10 af hundraði jarðeigendanna.l Chile og Perú ráða hinir auðugu jarðeigend- ur yfir meira en 80 af hundr- aði alls jarðnæðis. 1 Argentínu, þar sem hlutfallstalan er jægst,í eiga þeir 40 af hundraði jarð- anna. Eigendur smájarða, landset- ar og landvinnumenn eiga oft mjög erfitt uppdráttar. 1 Gol- umbíu hefur verið reiknað út, að yfir 50 af hundraði þeirra sem vinna við landbúnaðar- störf hafa ofan af sér áminna en 5 af hundraði hins ræktan- lega lands. Framleiðslan ástór- búunum á hvern verkamann er 10 sinnum meiri en á smá- jörðunum. Niðurstöður annarrar rann- sóknar voru þær, að umbætur á jarðeignafyrirkomulaginu mundu hafa jákvæð áhrif á þróun iðnaðar. Með því að bæta lífskjör bændanna leiöa umbæturnar til þess, að eftir- spum eftir iðnaðarvörum eykst og gæði landbúnaðarafurða batna að sama skapi. Tilgangur ráðstefnunnar í Róm var ekki sá að koma með ákveðnar tillögur sem lagðar yrðu fyrir- ríkisstjórnirnar. Til þess var vandamálið of flókið. Hinsvegar var leitazt við að safna upplýsingum og reynslu úr öllum áttum og kanná gagrí- semi hinna ýmsu aðferðá, t.d. einkareksturs, ríkisrekstúrs og samvinnufyrirkomulags. ' Enn- fremur skiptust fulltrúarhir á skoðunum um ýmsar ráðstaf- anir sem nauðsynlegt væri áð gera á sviði efnahags- ög • fé- lagsmála t.d. að því er varð- ar skatta og skipulagningu. Ráðstefnan var haldin af Sameinuðu þjóðunum í sam- vinnu við Matvæla. og land- búnaðarstofnunina (FAO) og Alþjóðavipnumálastofnuniná fí. L.O.). — (Frá S.Þ.). *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.