Þjóðviljinn - 22.07.1966, Blaðsíða 10
I
!
I
I
!
□ Sláttur er víða hafiinn hér sunnanlands
og vestan og þó í litlum mæli víðast hvar hjá
bændum, — óskaplegt regnveður geisaði víða
um land í gær nema á Austfjörðum og Suð-
austurlandi.
□ yið höfðum tal af nokkrum bændum
aðallega fyrir sunnan og vestan og inntum þá
eftir tíðarfari og heyskaparhorfum þessa daga,
og jafnframt færðum við mjólkurskattinn í tal
við þá alla. Fara þessi viðtöl hér á eftir.
Okladjúpar tjarnir í túninu
Öskapleg
rigning
VÍiS náðum tali af Hjörleifi
Guömundssyni, bónda að
Hreggviðsstöðum í Andakíls-
hreppi í Borgarfirði, og spurð-
um hann um tíðarfar og horf-
ur:
— Hér er búin að vera ó-
skapleg rigning í dag og eig-
inlega óþurrkur alla þessa
\nku. Bændur hér í sveitinni
voru. almennt aðeins byrjaðir
að slá, en vegna þess hvað
grassprettan hefur verið sein
til í vor, — þá liggur ekki
mikið hey í hrakningum.
— Ég rek baeði kúabú og
sauðfjárbúskap og hefurmargt
verkið fallið til núna í vor.
Bændur eru óánægðir með
mjólkurskattinn almennt hár
í sveitinni..
Vonlaus barátta
Við náðum tali í gærdag
af Jóhanni Sigurðssyni, bónda
að Stóra Núpi í Gnúpverja-
hreppi, og Jnntum hann eftir
heyskaparhorfum og efnahags-
ástandi:
— Hér er búin að vera
linnulaus rigning frá því á
þriðjudag og er úrkoman með
mesta móti í dag sagði hann.
Þegar ég lít héma út um
gluggann hjá mér, hélt hann
áfram, þá sé ég að stórar
tjamir eru komnar í túnið
hjá mér og hygg ég þær vera
ökladjúpar, enda hefur úr-
koman verið óskapleg í dag.
— Bændur hér i sveitinn
setluðu almennt að hefja slátt
í þessari viku og verða nú
að seinka því, — grasspretta
er mánuði seinna á ferði'nni
og er þó orðin hæf fyrir slátt,
— þannig ætlar grashrestur-
inn ekki að verða tilfinnan-
legur hér í sveitinni.
— Hvað . segir þú um
m jólkurskattinn ?
— Þetta er góð aðferð til
þess að fá bændur til að
leggja niður búskap í fram-
tíðinni, — persónulega lít ég
orðið núna á búskap sem
vonlausa baráttu og hygg
draga mig út úr honum á
næstunni.
— Bú upp á fjórar miljón-
ir króna gefur álíka tekjur
og vörubíll, sem kostar fjög-
ur hundmð þúsund krónur
með rekstri, — fjárfestingin
er orðin svo erfið í búskap,
að bændur hrekjast frá bú-__
um sínum og leita til auð-
veldari atvinnuhátta, — hygg
ég að reki að því. Við erum
til dæmis orðnir spenntir fyr-
ir flutningabílum, — þeir
gera tíðar ferðir hér um sveit-
ina í sambandi við virkjun-
arframkvæmdir við Búrfell, —
alúmínið heillar og er gull
dagsins í dag. Ó, já, mínar
átján kýr eru í hasttu.
Lifir á iandsins
gæðum
Við náðum tali í gær af
Árna Sigurðssyni, bónda í
Knarrarnesi í Álftaneshreppi í
Mýrarsýslu, og spurðum hann
um tíðarfarið í sveitinni:
— Hér hefur verið óskap-
legt regnveður í dag, — þetta
hefur verið skýfall, en aðeins
er nú að rofa til undir kvöld-
ið.
— Bændur vom almennt
farnir að slá hér í sveitinni
og óþurrkar hafa gengið hér
yfir að undanförhu og hef-
ur þetta allt orðið að vot-
heyi hjá okkur.
— Ég er búinn að slá
fjórða partinn af túninu og
grasspretta var ágæt enda hef
ég alltaf notað eingöngu hús-
dýraáburð.
— Hvernig lízt bændum á
m j ólkurskattinn ?
— Minnstu ekki á það mað-
ur, — það er bölvað og ragn-
að á hverjum bæ.
— Annars kemur þetta ekki
við mig. Ég hef aðallega
stundað sauðfjárbúskap og
missti bústofninn á síðast-
liðnu ári, — skorinn niður
í núll.
— Ég hökti hérna með tvær
til þrjár beljur og mjólkin
fer til heimilisink.
— Við Hfum Iiér í dag ein-
göngu á hlunnindum, — æða-
varpi og lundatekju.
— Ég er hættur að koma
í kaupfélagið og kaupi mín-
ar þurftir í Reykjavík, —
þetta gamla, sitt pundið af
hvoru, — ætli þeim líði ekki
bezt, sem em í minnstum
téngslum við efnahagsbrölt
þessara spekinga og lifi að-
eins á landsins gæðum.
Þetta léku franskir bændur
í spillingartíð hans Lúðvíks
18.
Reiðir yfir
áburðarverði
Við náðum tali af Lúðvíki
Jónssyni, bónda á Molastöð-
um í Holtshreppi í Skagfirði,
og spurðum um tíðarfar og,
heyskaparhorfur í sveit hans:
— Hér hefur verið mikil
úrkoma í dag og hvassviðri
og óþurrkar undanfamar vik-
ur með þokubrælu ságði hann.
Bændur eru fyrir löngu byrj-
aðir slátt og hefur heyið hrak-
izt mikið að undanförnu, —
það er óskaplegt að horfa upp
á hvernig fóðurgildið rýmar
í heyinu við hvem regndag.
— Bændur eru almennt
reiðir yfir mjólkurskattinum
i Skagafirði, — þeir sem hafa
kúabú, — ég hef hinsvegar
alltaf verið með fjárbú og
með hausti vofir yfir okkur
skattur frá Framleiðsluráði,
— það var að minnsta kosti
fyrirhugað fyrr í sumar. Ann-
ars var taxtinn á áburðinum
í vor fyrir neðan allar hellur
og þetta er að verða óskap-
lega erfið barátta við búskap-
Lítið byrjaðir
slátt
Við höfðum samband við
Magnús Sigurðsson bónda í
Bryðjuholti í Hrunámanna-
hreppi og spurðum bónda um
heyskaparhorfur í sveitinni.
—- Hér hefur verið mígandi
slagveður allt sfðan á þriðju-
dag og er með mesta móti i
dag, sagði hann.
— Sláttur var almennt ekki
hafinn hér í Hrunamanna-
hreppi hjá bændum vegna
grassprettunnar og við höf-
um lfka verið uppteknir við
rúningu fjárins og höfum ver-
ið að reka féð til fjalls.
— Einhverjir bændur vom
þó byrjaðir slátt og lendir
það hey í hrakningum.
— Ég held að bændur hafi
þó almennt ætlað að hefja
slátt í þessari viku og dregst
það auðvitað úr hömlu.
— Hvað segir þú um mjólk-
urskattinn, Magnús?
— Ég segi fyrir mig með
minar fjórtán kýr, að þetta
er tilfinnanlegur skattur fyrir
búrekstur minn, — það er
ekkert spursmál, og ber að
létta honum af frá upphafi.
Hér er löghlýðið
fólk
Þá náðum við tali af Jóni
Egilssyni, hreppstjóra á Sela-
læk í Hvolshreppi, og spurð-
um hann um heyskaparhorf-
ur í sveitinni:
— Hér hefur verið óskap-
leg úrkoma í dag og óþurrkar
alla vikuna. Þetta kemur nú
ekki svo mikið að sök sem
stendur, sagði Jón, hrepp-
stjóri, — bændur voru lítið
farnir að slá hér í sveitinm.
svo að hey lendir ekki í
hrakningum.
— Grasspretta hefur náð
sér á strik og telst nú all-
sæmileg og hefði margur
bóndinn viljað hefja slátt fyr-
ir alvöru í þessari viku.
— Hvað segir hreppstjórinn
um mjólkurskattinn?
— Mikið er nú búið að
tala um hann á mannfundum
og í blöðum og fá menn meiri
vitneskju um hann þar held-
ur en hjá mér, — það held
ég nú, — lítið að frétta um
hann hér á Selalæk.
— Annars er mannlff hér
ósjúkt og mannheilt og fólk-
ið er löghlýðið, — það býr
alltaf löghlýðið fólk í sveit-
unum.
!
!
!
Keppa í nýju sundlauginni á morgun
Landskeppni íslendinga og
Dana í sundi hefst á morgun,
laugardag, kl. 3 í nýju sund-
lauginni í Laugardainum og
kl. 5 á sunnudag verður keppn-
inni haldið áfram. — Myndina
tók ljósm. Þjóðviljans, A.K., af
danska landsliðsfólkinu á æf-
ingu í Sundlaug Vesturbæjar.
Á myndinni eru, talið frá
vinstri: Lars Kraus Jensen, Ej-
vind Petersen, Vibeke Slot
Christensen, Jörgen-Juul And-
ersen, Finn Rönnow, Lone
Mortensen, Bente Dunker,
Gitte Raving og Britta Ped-
ersen. Á minni myndinni sjást
tveir dönsku landsliðsmannann-
anna á æfingu í Sundlaug Vest-
urbæjar, þeir Lars Kraus Jen-
sen og Ejvind Petersen.
Flugsýnarvélin komin til landsins:
Fer væntanlega til
Norðf jarðar í dag
B Flugsýnarvélin ný'ja kom til Reykjavíkur í gær-
morgun kl. 5. Var hún í skoðun í gær en verður vænt-
anlega tekin í notkun í áætlunarflUg í dag og fer hún
þá ,til Neskaupstaðar.
Eins og áður hefur verið sagt
frá hér í blaðinu er flugvélin
af gerðinni Douglas Dakota DC
3 og tekur hún 36 farþega eða
fjórum fleiri en fyrri Douglas-
vélin sem Flugsýn fékk í júní sl.
Flugstjóri á heimleiðinni var
Kristján Gunnlaugsson en að-
stoðarflugmaði/r Einar Peter-
sen. Einnig var með vélinni Jón
Magnússon, stjórnarformaður
Flugsýnar, er gekk frá kaup-
unum úti.
Flugsýn á nú tvær stórar flug-
vélar, Douglasvélarnar, því Her-
on-vélina sem tók 15 farþega og
notuð var til Norðfjarðarflugs-
ins seldi félagið í Bretlandi nú
fyrir skemmstu um sama leyti
og gengið var frá kaupum á
nýju vélinni sem kom í gær.
Þessar stóru vélai mun Flugsýn
nota til að halda uppi áætlun-
arflugi til Norðfjarðar og til
leiguflugs jöfnum höndum eftir
því sem ástæður leyfa.
Þá á Flugsýn og 6 litlar flug-
vélar, 2—4 farþega. Þrjár þess-
ara véla eru eingöngu notaðar
til kennslu en hinar þrjár bæði
til kennslu pg í leiguflug. Hef-
ur Flugsýn haldið uppi ferðum
til nokkurra staða úti á landi
með þessum litlu vélum, t.d.
til Siglufjarðar, þótt þar sé
ekki um fast áætlunarflug að
ræða.
2000 skátar á mót-
inu i N&riurárdal
□ Landsmót skáta verdur hald-
ið dagana 25. júlí til 1. ágúst
við Hreðavatn eða nánar tjl-
tekið á flötunum við Norður-
á þar sem Bifrestingar æfa
sig í knattspyrnu og öðrum í-
þróttum á vetrum.
□ Þar verða nú tjaldbúðir 2000
skáta á að gizka. Erlendir
skátar á mótinu verða tæp-
lega 280, þar af 25 af Kefla-
víkurflugvelli og nokkrir út-
Iendingar sem eru hér í sum-
arleyfi.
sem er gríðarstórt, svo að segja
tilbúið frá Siglufirði.
Þátttakendur verða um 2000
þar af um 289 útlendingar.
Stærstu hópar útlendinga koma
frá Bretlandi og Kanada en þeir
Framhald á 6. síðu-
Vörabifreið stol-
ið á Akureyri
Blaðið hafði samband við
Önnu Kristjánsdóttur og sagði
hún að undirbúningur væri haf-
inn fyrir nokkru á mótsstað og
væru þar 20—30 íslenzkir skátar
og auk þess 3 þýzkar stúlkur
og ein ensk. En undirbúningur-
inn fer ekki allur fram þar, t.d.
verður kcanið með mótshliðið,
I fyrrakvöld stálu tveir 17 ára
strákar úr Reykjavík vörubifreið
á Akureyri. Drengimir voru ölv-
aðir og missti sá sem ók bif-
reiðinni fljótlega vald á henni.
Voru þeir enn inní bænum þeg-
ir þeir náðust. Einn hjólbarði
eyðilagðist á bifreiðinni en áð
öðru leyti skemmdist hún ekki.
Metunum rigndi í
Hveragerði í gær
Ágætur árangur náðist á sund-
móti því, sem Sundsamband Is-
lands efndi til í gærkvöld í
sundlauginni í Hveragerði. Voru
þar sett fjögur ný Islandsmet og
eitt Jótlandsmet.
I 200 m flugsundi karla sigr-
aði Guðmundur Gíslason á met-
tíma, 2.28,0 mín en Jörgen Juul
frá Danmörku synti á 2.49,7.
1 200 m baksundi kvenna sigr-
aði Lone Morteifsen frá Dan-
morku á 2.56,9 mín sem er nýtt
józkt met, en Matthildur Guð-
mundsdóttir varð önnur á 8.01,6
mín sem er íslandsmet.
Þá setti landssveit Islands nýtt
met í 4x100 m fjórsundi karla,
synti á 4.37,4 mín en Danimir
syntu á 4.38,5 mín. Fyrsta sprett-
inn, 100 m baksund, synti af
Islendinga hálfu Guðmundur
Gíslason og setti nýtt íslands-
met, 1.08,3 mín.
Þetta voru metin, en af öðr-
um úrslitum sundmótsins má
nefna: 1 4x50 m fjórsundi kvenna
sigraði sveit Dana, á 2.26,2 mín
en íslenzka sveitin synti á
2.28,3 mín.
I 400 m skriðsundi kvenna
sigraði Vibeke Slot, Danmörku
á 5.12,6 mín og Bente Dunker
varð önnur á 5.13,1 mín.
Britta Petersen Danmörku
sigraði í 100 m bringusundi
kvenna á 1.25,1 mín og Lars
Kraus Jensen bar sigur úr být-
um í 100 m baksundi karla á
i.06,5 mín.
Þá vann Finn Rönnow Dan-
mörku 100 m bringusund karla
á 1.16,9 mín en Fylkir' Ágústs-
son úr Vestra synti á 1.17,8.
Fylkir sigraði þó Danann glæsi-
lega í boðsundskeppninni, synti
100 metrana þá á 1.16,0 mín en
Daninn fékk tímann 1.19,0.