Þjóðviljinn - 22.07.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.07.1966, Blaðsíða 8
3 SlÐA’ — ÞJÓBVILJINN — Föstudagar 22. juK 1966. CLAUDE CATTAERT: ÞANGAÐ SEM GULL- FISKAR FARA maður segir við sjálfan sig: mér stendur rétt á sama. — Ég vorkenni þér, barnið gott. Ég vorkenni þér sannar- lega. Þetta segir fólk þegar því dett- ur ekkert annað í hug. Hún var með hjartslátt og blúndurnar í V-hálsmálinu bærðust. Margar rosknar konur sýna þannigdæld- ina á milli brjóstanna. Mérfinnst það ósiðlegt,. Ég var að velta fyrir mérhvað kæmi næst, þegar mamma kom inn í herbergið. Samt var þetta bridsdagurinn hennar. Ungfrú Faguet stóð upp og ætlaði að flýta sér að umfaðma fyrrverandi nemanda sinn. — El- ísabet, elskan mín, ég ætla ekk- ert að segja, þú veizt hvemig mér er innanbrjósts. Mamma hafði verið lítil telpa sem hét Elísabet, bústin og dökkhærð og hæglát. Ég vildi ósfea að ég hefði þekfet þá telpu og verið vinkona hennar. Það er skrýtið, vegna þess að mér finnst stelpur heldur leiðinlegar. þær eru alltaf að flissa oghvísl- ast á og setja á sig snúð. Ég hef alltaf verið meira fyrir stráfea, þótt þeir séu ekki sérlega skemmtilegir heldur. Þær stóðu við dyrnar og töl- uðu sanian í lágum hljóðum stundarkom, komu síðan yfirað borðinu. — Ofekur gengur vel, er það ekki? sagði mamma. Af hverju okkur? Ungfrú Faguet sló í reikningsbókina og Elísabet sem einu sinni varvöðl- Hárgreiðslan Hárgneiðslu- og snyrtistofa Steinu oh Dódló Laugavegi 18 III hæg (lyftaj SÍMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-908 DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfl tjarnarstofan Tjarnaraötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13 — Símj 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað 7. DAGUR. aði saman vasaklútnum sínum — litlum sorgarfána. — Ég var líka að vona það; því miður er ekki hægt aðsegja það. Rödd ungfrú Faguet varð næstum sigri hrósandi. — Hreint ekki. i Hún benti á orðin fyrir neð- an dæmin, vildi helzt toga þau upp af blaðinu svo að þau sæjust sem bezt. Mamma tók upp reikningsbók- ina, lagði hana síðan á borðið aftur. — Hvemig geturðu verið svona ruddaleg! Ungfrú Faguet setti upp svip eins og hún vildi ekki skipta sér af þessu. Mig langaði til að útskýra hversvegna ég hefði skrifað þetta orð. en ég hef aldrei verið mjög séð þegar mamma er ann- ars vegar. Svona er það, þegar manni þykir of vænt um ein- hvem. Ég fitlaði við pennann minn og sagði eins og kjáni: — Það er út af gullfiskinum mínum. Auðvitað var hún ekki að hlusta. — Ég vil ekki hafa það að dóttir mín hagi sér eins og lítil göfcudrós. Þegar eitthvað alvarlegt er á seyði, þá flissa ég — það em taugamar. Þótt einhver dræpi mig, þá héldi ég áfram. Auðvitað fer í taugamar á fólki. Það varð þögn. — Jæja þá, sagði mamma ró- lega. — Ég var búin að vara þig við. Það er dekrað alltof mikið við þig heima; þú ferð í heimavistarskóla eftir leyfin;þar verður þér kennt að haga þér. Ég elskaði mömmu mína svo mikið þessa stundina; sú til- hugsun að eiga aðfarafrá henni, að fá ekki að sjá hana á hverj- um degi, var mér óbærileg. Það olli mér beinlínis skelfingu. í stað þess að segja eitthvað, fliss- aði ég enn meira. Mamma fór útúr herberginu. Ungfrú Faguet ýtti reikningsbók- inni til mín. Það varð að reikna dæmið aftur. Ljóta orðið varð allt í einu tilgangslaust. Ungfrú Faguet horfði á mig undarleg á svip. — Ekki veit ég hvert þú sækir þetta. Það voru nú vandræðin — ég sótti ekki neitt til foreldra minna, eða Patricks, ömmu eða dána mannsins í herbeyginu við end- ann á ganginum. Maður verður að vera líkur einhverjum í ættinni, það gefur auga léið — í hvert skipti sem barn fæðist, þá leita ættingjam- ir með ákafa að nefi eða munni, augum eða hári sem þeir geta þekkt aftur; þeir sætta sig ekki við þann sem er framandi. Klukkan fimm var dyrabjöll- unni hringt. Theresa var nýfar- in upp í herbergið sitt, María, eldabuskan, hafði farið niður með ruslafötuna, svo að ég fór til dyra. Elzti sonur húsvarðar- konunnar, strákurinn með eld- flaugarnar, stóð fyrir utan með hlaða af bréfum. Hann er tíu ára og lítill eftir aldri, er í gallabuxum og gúmmískóm, og dökkur hárlokkur hangir fram yfir annað augað bæði sumarog vetur. Hann fæddist ekki hér í hverfinu, svo að hann heitir bara Pierre, en venjulega er hann kallaður Pitou. En systkini hans heita nöfnum eins oghin- ir krakkarnir i Sextánda hverfi — Pamela, Oliver, Segoléne, Fabienne og Patrice. Ég tók við hlaðanum — það voru bréf og nafnspjöld. Hann hnykkti til hárlokknum og sagði: — En hvað þið fáiðmik- inn póst í dag. Er það útaf hon- um afa þínum? Hann tyllti sér á grindurnar og sat þar og sveiflaði fótleggj- unum. Við höfðum bara talað saman einu sinni áður, fyrir svona ári. Ég var að sækja hlaupahjólið mitt inn í sorp- tunnuskýlið og hann fór að hlæja og sagði: — Þetta erleik- fang fyrir smáböm. Birtan á stigapallinum minnti á ar.anas og víndreggjan. Sfcðrt rautt flauelspúff stóð beint á móti glugganum með lituðurúð- unni, þar sem kona í náttkjól er öll flækt í grænu og bleiku þangi. Stórt ljósker með smíða- jámsútflúri hangir yfir lyftugat- inu og ógnar bamavagnaröðinni á neðstu hæð. Stundum ímynda ég mér að það heyrist hárbrest- ur og glerið þeytist í allar áttir og blóðið frussist og leigjend- urnir liggi í hrönnum á hv«ri hæð. Hann flissaði. — Það verður grín þegar þetta dettur niðurá einhverja bamfóstruna og knakk- ann hennar. Mér þótti skringilegt að hann skyldi hugsa það sama og ég. — Heldurðu að það geri það? — Það er aldrei að vita — ljóskerið er þungt og lofti'ð er allt sprungið. — Þetta kom fyrir ljósakrónuna i óperunni. Vissirðu það? Þrjá- tíu og fimm tonn. Til allrar óhamingju, var sýningunni lokið. svo að það varð enginn undír henni. Hann hallaði sér aftur á bak og horfði upp í ljóskerið. — Það er of hátt uppi, annarsværi hægt að saga dálítið í keðjuna og sjá til. — Þú ert vitlaus. Hann virtist hissa. — Heldurðu að það yrði kannski ekki gam- an? — Jú. kannski. — Nú jæja? Hurð skelltist inni í búðinni. — Ég verð að fara inn aftur, hvíslaði ég. — Af hverju? — Ég má ekki fara út úr herberginu mínu. Hann opnaði niður og gekk til mín. — Bíddu annars, mig langar til að spyrja þig um dálítið; ég var heppinn að hitta á þig. Ég vildi komast inn aftur sem fyrst. Ef einhver stæði mig að því að standa þarna frammi á stigapalli, þá yrði uppistand enn á ný. Mér leið ekki sérlega vel með heimavistarskólann vef- andi yfir mér. — Var afi þinn færður í ein- SKOTTA Söltunarstúlkur Getum bætt við okkur nokkrum söltunar- stúlkum. Fríar ferðir og húsnæði á staðnum. S í L D I N H. F. Raufarhöfn — Sími 96-51199. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð í I. byggingarílokki. Þeir fé- lagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins Stórholti 16 fyrír kl. 12 á hádegi mánudaginn 1. ágúst n.k. Stjómin. 4806 — Frú Ha^y hefur svo miklar áhyggjur af Bobby, að hún hvað hún hefur á samvizkunni, þó að hún hafi ekki nákvæmlega gætir ekki að sér og segir Ethel alla sólarsöguna. Þótt Ethcl vitað hvað Bobby gerði til að „stríða“ mági sínum. — Ung hafi grunað bróður sinn er hún furðu lostin. Móðir hennar get- stúlka óskar eftir að fá að tala við frú Hardy og hún hleypur ur þá fengið þvilíkt og annað af sér . . . Til þess að gera strax út þegar hún heyrir, að stúlkan er með bréf frá Bobby. Stanley mein... — Frú Hardy er niðurbrotin. Henni skilst nú, • —---------/ / /2-ý © King Features Syndicate, Inc„ 1964. WorM r!ght« reserveá. I — Eftir vélritunar-hraðæfinguna veit ég að ég get gert 160 villur á mínútu! BRUNATRYGGINGAR TRYGGIÐ ADUR EN ELDUR ER LAÚS Á EFTIR ER ÞAÐ OF SEINT TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVfK • S fMI 22122 — 21260 m VEIÐILEYH Veiði- og bátaleyfi seld í LANGAVÁTN FERÐASKRIFSTOFAN LflND SYN 1- Laugavegi 54 — Sími 22875 — Box 465. LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur fyrir telpur Verð frá kr. 1690,00 VIDGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Símí 24678.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.