Þjóðviljinn - 23.07.1966, Side 6
g StöA — ÞJÓÐVIE.JINN — tyaugardagur 23. fúlí 1966.
• Vígslu-
biskupskjör
• Alls greiddu 97 atkvæði en
93 höfðu atkvæðisrétt.
(Alþýðublaðið í gær.).
• Bréf frá lesanda
E.Þ. sendir eftirfarandi pistil:
— 1 tilefni af grein sem
birtist nýlega í Þjóðviljanum
um tóbaksreykingar og heilsu
eftir J.A. langar mig að taka
fram eftirfarandi: — Ég tel
að það sé misskilningur hjá
greinarhöfundi að enginn sann-
ur menntamaður reyki. Hins-
vegar ættu vel menntaðir
menn að gera sér hættuna
ijósari en ,,sauðsvartur almúg-
inn“. Það fer eftir innræti
hvers einstaklings, hvort hann
lætur sína slœmu bresti eða
ávana koma niður á öðrum,
en ekki beinh'nis eftir menntun
hans. Skólamir eiga og auð-
vitað að gæta skyldu sinnar í
bessum efnum, en einnig
kennararnir geta verið mis-
jafnlega siðferðilega broskaðir.
En við skuium reyna að
vera bjartsýn og treysta bvi
að mannkynsins bíði bjartari
tímar með auknum þroska
þess. — R.Þ.
• Hver er nútíma-
maðurinn?
• Höfuðpersónurnar eru harð-
svíraðar hetjur, sem láta sér
ekki allt fyrir brjósti brenna;
liggja kvenfólk, aka sportbíi-
um og myrða nokkra glæpa-
menn — svona þegar henta
þykir. Hetjur þessar gætu allt
eins verið sönn ímynd nútíma-
mannsins, og það er kannski
einmitt að mörgu leyti þess
vegna, sem þannig kvikmyndir
fá góða aðsókn.
(Kvikmyndagagnrýni í
Tímanum).
A/ý IjoSabók
Böðvar Guðmundsson
I mannabyggð
Verð.
óbundin kr. 190,00 + sölusk.
innbundin kr. 230,00 + sölusk,
HEIMSKRINGLA
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og aö undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara
án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en
ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá
birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum
gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og
miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvöruteg-
undum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrkt-
arsjóðs fatlaöra, skipulagsgjaldi af nýbygging-
ingum, útflutnings- og aflatryggingasjóðsgjöld-
um, söluskatti 2. ársfjórðungs 1966 og hækkun-
um á söluskatti eldri tímabila, svo og trygginga-
iðgjöldum af skipshöfnum ásamt skrámngar-
gjöldum.
Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 21. júlí 1966.
KR. KRISTJÁNSSON.
Einhleypur sjómaBur
óskar eftir herbergi, baði og gæti látið í té afnot
af síma. Hef leigt 5 ár á sama stað.
Meðmæli frá síðasta leigusala fyrir hendi.
Tilboð óskast send Þjóðviljanum. Merkt: „Vél-
stjóri 900“, fyrir mánaðamót.
• Mótssöngur Landssambands
skáta, Hreðavatni 1966
Sólskin á vöngum,
sumar í björtum augum,
söngur á vörum,
gleði í hverri sál,
unaður lífsins
titrandi í öllum taugum
— tökum viö lagið við Hreðavatn
og lífgum skátabál.
Loksins, já loksins
lifum við þessa daga.
Lífið er fagurt,
veröldin unaðsleg
Þannig skal veröa
okkar og íslands saga
—' óhikað, fagnandi, stolt og frjáls
við göngum lífsins veg.
• Ort þegar
léttir til
Nú er sólskin og sunnanblær
og svipur á landi hýrnar.
Það Rræða sig sjálfsagt allar ær,
og ekki er að tala um kýrnar,
svo það kemur eflaust mikil
mjólk
og maður veit ekki hvernig fólk
hnyklar hneykslunarbrýrnar.
Ben. frá Hofteigi.
• Einhversstaðar
verða vondir
að vera
• 1 morgun klukkan 9,15 setti
borgarstjórinn í Rvík, Geir
Hallgrímsson, alþjóölegt bruna-
varðamót, sem standa mun
hér í Hvík næstu daga. Pór
mótssetningin fram í nýju
slökkvistöðinni við Reykjanes-
braut að viðstöddum fulltrúum
á mótinu. — (Dagbl. Vísir).
• Æskan
komin út
• 7.-8. tölublað ÆSKUNNAR
er nýkomið út og er efni þess
fjölbreytt að vanda.
Af efni blaðsins má nefna
Ævintýri Webs skipstjóra, Sum-
arævintýri Danna eftir Hildi
Ingu og framhaldssöguna um
Davíð Gopperfield eftir Dick-
ens.
Ennfremur er þar að finna
kennsluþátt í esperanto. i-
þróttaspjall eftir Kristján Jó-
hannsson, og fjölmargir dæg-
urlagasöngvar og Ieikarar eru
kynntir og birtar myndir af
þeim.
Fyrir yngstu lesenduma er
þáttur um sólskrxkjuna. Lýsing
H. E.
á staöháttum í Þórsmörk er
einnig í blaðinu og þættir um
handavinnu, flug, frímerki og
matreiðslu svo að dæmi séu
tekin. Auk þessa eru margar
myndasögur í Æskunni og ým-
islegt efni annað.
Árgangurinn kostar 175,00 kr.
en í lausasölu kostar blaðið kr.
25,00.
• Afmæli
• Níræð er í dag Valgerður
Jónsdóttir, Meistaravöllum 11,
Reykjavxk.
• títvarp, laugardaginn 23. júlí.
13,00 Óskalög sjúklinga. Þor-
steinn Helgason kynnir lögin.
15,05 Lög fyrir ferðafólk —
með ábendingum og viðtals-
þáttum um umferðarmál.
Andrés Indriðason og Pétur
Sveinbjarnarson sjá um þátt-
inn.
16.35 Dóra Ingadóttir og Pét-
ur Steingrímsson kynna létt
lög.
17,05 Helgi Guðmundsson úr-
smiður velur sér hljómplöt-
ur.
18,00 Lög úr „Sígaunabarónin-
um“ eftir Strauss, og þættir
úr óperunni „Selda brúðurin"
eftir Smetana.
20,00 í kvöld. Brynja Benedikts-
dóttir og Hólmfríður Gunn-
arsdóttir sjá um þáttinn.
20,30 Karlakói’inn Þrestir f
Hafnarfirði syngur. Söngstjóri
Herbert H. Ágústsson. Ein-
söngvarar: Ólafur Eyjólfsson
og Ámi Gunnlaugsson. Skúli
Haildórsson leikur með ápi-
anó.
21,10 Leikrit „Skammbyssa,
herra minn,“ eftir Gabriel
Timmory. Þýð.: HjörturHall-
dórsson. Leikstjóri: Brynja
Benediktsdóttir.
22,15 Danslög.
24,00 Dagskrárlok.
Útbob
Kópavogskaupstaö’ur áskar eftir tilboðum í hol-
ræsalögn, í ónefnda götu, meöfram Hafnarfjarð-
arvegi.
Útboösgögn áfhent á skrifstofu minni, gegn
2.000,— kr. skilatryggingu.
Tilboð opnuð 2. ágúst 1966.
Kópavogi 22. júlí 1966.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR.
Skrifstofu Skógræktar
rikisins
er lokuö frá 25. júlí til 8. ágiúst. — Ef nauðsyn
krefur, hafið samband við Skógræktarfélag
Reykjavíkur. Símar 40300 og 40313.
SKÓGRÆKTARSTJÓRI.
BHstjóra
karl eða konu, vantar á sendiferðabíl ritsímans
frá 2. ágúst. — Upplýsingar um starfið eru gefn-
ar í síma 11000.
RITSÍMASTJÓRINN, REYKJAVÍK.
Frá Tækniskóla ísiands
Starfsemi Tækniskóla íslands veturinn 1966—67 >■*»
hefst 1. október n.k. í Reykjavík mun skólinn
starfa í tveim deildum: forskóladeild og 1.. bekk
tækniskóla. Á Akureyri verður starfræktur einn
forskóladeildarbekkur.
Inntökuskilyrði í forskóladeild eru, aö umsækj-
andi hafi lokið iðnnámi eöa hafi lokið tilskildri
verklegri þjálfun auk gagnfræða- eða landsprófs.
Auk þess þarf umsækjandi aö standast inntöku-
próf, er skólinn lætur halda. Inntökuprófið fer
fram á tímabilinu 26.—30. sept., og veröur próf-
að í íslenzku, dönsku og reikningi í námsefni, er
samsvarar námsefni til gagnfræöaprófs.
Nánari upplýsingar veröa veittar og umsóknar-
eyðublöð afhent á skrifstofu Tækniskólans í
Sjómannaskólanum kl. 17—19 mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga. Ennfremur afhendir
húsvörður Sjómannaskólans umsóknareyðublöð.
Á Akureyri mun skólastjóri Iönskólans gefa upp-
lýsingar og afhenda umsóknareyðublöð.
Umsóknarfrestur er til 1. sept. 1966.
SKÓLASTJ ÓRI.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholfi 35 — Símar 31055 og 30688