Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 1
GNÝ OG Þriðjudagur 26. júlí 1966 — 31. árgangur — 164. tölublað. Bandarísk útvarpsstöð hefur eftir Ho Chi Minh Réttarhöld yfir Bandaríkja- flugmönnum ekki áformuð Johnson hótar að loftárásir á Norður-Vietnam muni enn verða hertar — Harðir bardagar í S-Vietnam NEW YORK og Prag 25/7 Bandaríska útvarpsfélagið CBS skýrði frá því í gær að því hefði borizt skeyti frá Ho Chi Minh, forseta Norð- ur-Vietnams, um að engin áform væru uppi um að leiða bandaríska flugmenn sem þar eru -í haldi fyrir rétt. Tékkneska fréttastofan CETEKA hefur eftir Ho Chi Minh • að áfram muni farið með bandarfska fanga af fyllstu mannúð. Það væru ekki þeir, heldur Johnson forseti og aðrir sem sent hefðu flugmennina til Viet- nam, sem ættu að svara til ?aka fyrir rétti. Bandaríska útvarpsfélagið seg- ist hafa sent Ho Chi Minh skeyti í síðustu viku og beðið hann að svara þeirri spurningu hvort á- kveðið hefði verið að leiða flug- mennina fyrir rétt. Ho Chi Minh svaraði þeirri spurningu sem áð- ur segir. Annarri spurningu um hvaða skilyrði Norður-Vietnam setti fyrir friði svaraði hann á þessa leið: — Bandarík.iastjórn hefur sent her manna til að heyja villi- mannlegt stríð gegn vietnömsku bjóðinni og hefur valdið henni ósegjanlegum hörmungum, dauða og .eyðileggingu. Haetti Bandarík- in ofbeldisárás sinni og kveðji heim her sinn mun strax verða friður i Vietnam. Ho Chi Minh sagði við tékk- neska blaðamenn í Hanoi að það séu ekki bandarísku flug- mennirnir sem sekir séu um mestu glæpina í Vietnam. held- ur séu það Johnson forseti og aðrir þeir sem sent hafi flug- mennina þangað og þá ætti að leiða fyrir rétt. Tékkneska fréttastofan sem skýrir frá þessu hefur einnig eft- ir Ho Chi Minh að farið hafi verið með fanga í Notður-Viet- nam af fyllstu mannúð og svo muni verða gert framvegis. Hann sagði einnig að hann teldi ekki að eins og stæði væri þörf fyrir sjálfboðaliða frá öðr- um löndum Vietnömum til að- stoðar. — Við berjumst upp á eigin spýtur og okkur verður vel ágengt. Það mun síðar koma í ljós hvort við þurfum á aðstoð að halda frá bræðraþjóðum, sagði Ho Chi Minh. — Bandaríkin reyna að blekkja menn með röngum frá- Framhald á 3. síðu. ÞÖk fjúka af húsum og skip laskasf I ofviÖrinu Fárvlðri með úr hellisrigningu yfir Norður- og Austurlandi um helgina ': ★ Myndin er tekin norður í Ax- ★ arfirði af tlönsku leikkonunni ★ Gitte Hænning og rússneska ★ leikaranum Oleg Vidov í hlut- ★ verkum Signýjar og Hagbarös ★ í Rauðu skikkjunni, sem ver- ★ ið er að kvikmynda þar ★ nyrðra. — Frásögri af kvik- ★ myndatökunni og fleiri mynd- ★ ir eru á 5. síðu. — (Ljós- ★ myndir: I, H.) „T rúarstríð" í Um síðustu helgi reið yfir Norður- og Austur- land ofsaveður með gífurlegri úrkomu. Hvað mest varð veðrið á Ólafsfirði og þar í grennd. Á bæn- FéH útbyrðis og drukknaði l hvassviðrinu sl. laugardag varð það slys að einn skipverja af síldarflutningaskipinu Askida tók út er skipið var statt um 50 sjómílur út af Raufarhöfn og tókst ekki að bjarga mann- inum. Skipinu var strax snúið er maðurinn féll útbyrðis en við það lagðist skipið á hliðina og komst sjór í lestamar sem vom fullar af síld og átti skipið í miklum erfiðleíkum með að rétta sig við. Tvö síldveiðiskip, Há- varður frá ísafirði og Ólafur Friðbertsson frá Súgandafirði komu strax á vettvang til þess Enn harðnar sjónvarpsdellan: Ólöglegt endurvarp hafið aftur í Vestmannaeyjúm að veita aðstoð ef með þyrfti og einnig kom síldarflutninga- skipið Dagstjarnan til aðstoðar. Tókst um síðir að rétta skipið við og biðu skipin átekta um nóttina meðan veðrið gekk yfir en héldu inn til Raufarhafnar á sunnudaginn. Lá Askida þar í gær og munu sjópróf' vfegna slyssins fara þar fram í dag. Askida er norskt skip sem síldarverksmiðjan .á Hjalteyri hefur á leigu til síldarflutn- inga. Skipverjinn sem dmkknáði var hins vegar íslenzkur. Hét hann Tryggvi Þórisson og var legir á ólafsfirði, og enn var þar frá Reykhusum í Eyjafirði. Hann var 22 ára að aldri. um Hólakoti tók af þakið alveg, bæði járn og pappa. Á bænum Skeggjabrekku fauk meiri hluti af hliðarvegg. Á þeim sama bæ tókust á loft nokkr- ir tugir hestburða af heyi og sást ekki eftir af þeim tangur né tetur. Báðir eru bæir þessir ör- skammt frá Ólafsfirði, sitt hvoru megin við Ólafs- f jarðarvatn. Ekki munu alvarlegar skemmdir hafa orðið annarstaðar vegna þessa veðurs. f kaupstaðnum sjálfum fauk þriðjungur þaksins á einu íbúð- arhúsinu með sperrum og öllu saman. Á söltunarstöðinni hjá Stíganda var búið að koma fyr- ir öllum útbúnaði fyrir síldar- söltun. Að sögn fréttaritara Þjóðviljans á Ólafsfirði, Sveins Jóhannessonar, lítur þar út eins og eftir sprengjuárás. Vatnavextir Vatnavextir hafa verið gífur- Enn harðnar sjónvarpsdeilan í Vestmanna- eyjum. Eftir samþykkt bæjarstjórnar þar sem ákveðið var að taka rafstreng lands- símans eignarnámi og heimila að því loknu afnot af honum til að Ieiða rafmagn að magnaranum eða endurvarpsstöðmni á Stóra-Klifi, brugðu' sjónvarpsmenn í Eyjum hart við og tengdu rafmagnsstrenginn á nýj- an leik á sunnudag. f viðtali við Þjóðviljann í gær sagði út- varpsstióri að hér væri um algerlega ólög- legar aðgerðir að ræða en var ekki reiðu- búinn til þess að segja til hvaða ráð- stafana yrði gripið af hálfu Ríkisútvarpsins en það hefur sem kunnugt er einkaleyfi é dreifingu útvarps og sjónvarps hér á landi lögum samkvæmt. í dag kl. ó síðdegis verður haldinn fund- ur í útvarpsráði og verður þetta mál tekið þar fyrir og væntanlega tekin ákvörðun um aðgerðir. ! sleitulaus rigning í gær. Vegir hafa þó ekki spillzt af þessum sökum og er akfært bæði fyrir Múlann og um Lágheiðina. — Áður en þetta syndaflóð skall á með gífurlegum veðurofsa (menn hafa gizkað é 13—15 vind- stig í verstu hryðjunum), var eindæma veðurblíða á þessum slóðum í þrjá daga og hitinn komst upp í 24°, Laskað skip Bátar frá Ólafsfirði eru nú á Jan Mayen-miðunum að tveim undanskildum. Annar er Sæþór sem var á Ólafsfirði þegar veðr- ið hófst og lá inni á meðan. Vél- skipið Stígandi kom inn til Ól- áfsfjarðar á sunnudag og hafði þá lent í veðurofsanum svo mikl- um, að í tólf klukkustundir sam- fleytt hélt skipið sjó um 100 mílur norður af landi. Bómur brotnuðu um borð og einnig misstu skipverjar lyftibát sem notaður er við nótarkast. Siglufjarðarskarð tepptist Lögreglunni á , Siglufirði seg- ist svo frá, að Siglfirðingar hafi sloppið furðu vel við hvassviðr- ið norðanlands um. helgina. Ekki urðu teljandi skemmdir á mann- virkjum og á mánudag var að vísu rigning og grátt niður í miðjar hlíðar, haugasjór var en Framhald á baksíðu. BELFAST 25/7 — Undanfarr daga hafa yerið miklar róstur i Belfast, höfuðborg Norður-ír- lands, svo að fréttamenn hafa farið að tala um „trúarbragða- stríð“. Rósturnar síðustu daga hafa orðið fyrir framan fang- elsi í borginni þar sem mótmæl- endaklerkur að nafni Paisley er hafður í haldi, en hann hefur haft sig mest í frammi í and- róðrinum gegn kaþólskum. Tveir aðrir prestar eru með honum í fangelsinu og allir eru þeir sak- aðir um að hafa efnt til óspekta ,Þá snjóaði á Grímsstöðum í 1 st. hita um morguninn " Þjóðviljinn hafði í gær samband við Pál Bergþórsson, veðurfræðing, og spurði hann um gang þessa óveðurskafla, sem yfir landið hefur riðið undanfarið- Fer veðurlýsing Páls hér á eftir. Á fimmtudag var úrhellisrigning með s-vestanátt, þá mældist úrkoma í Reykjavík 33% mm á níu klukkustund- um- S-vestanátt hafði þá staðið alllengi með hlýviðri aust- anlands. Upp úr þessu brá skyndilega til norðanáttar og tók að kólna. Siðari hluta föstudags var kominn n-vestan- stormur norður af Melrakkasléttu og Grímsey. Þannig jókst veðrið á laugardag Dg náði sennilega hámarki á laugar- dagskvöld. Þá eru allvíða 9—10 vindstig norðanlands. Á Mýrum í Álftaveri mældust 12 vindstig um kvöldið. Þessu öllu fylgdi fyrir norðan úrhellisrigning, einkum að- faranótt sunnudags- Sumsstaðsr mældist um 20 mm úr- koma. yfir nóttina- Þannig var úrkoman á Staðarhóli 21 mm um nóttina en hafði verið 11 daginn áður. Þetfca er samtals 35 mm úrkoma yfir sólarhringinn og þarf ekki að lýsa því, hvílík úrhellisrigning slíkt er- Það var ekki aðeins að rigndi hejdur gekk á með slyddu og snjókomu, þegar ofar dró í hlíðar. Þá snjóaði á Grímsstöðum á fjöllum í eins stigs hita um morguninn. Á sunnudag fór að draga úr veðri, en hélt þó áfram úr- kbman og hvassviðrið fram yfir hádegi, t-d. voru þá 10 vindstig á Akureyri, sem mun hafa verið kollhríðin þar. Á sunnudag var komið ágætis veður á Vestfjörðum og um Vesturland; á sema tfma og 10 vindstig voru á Akureyri var logn á Kjötvogi við Reykjafjörð á Ströndum. Veðurhorfur almennt um landið eru þær, að ekki er von á sunnanátt, norðanáttin heldur sennilega áfram sérstak- lega á Norðausturlandi-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.