Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 3
/ í>ri2SS*ída©Hr 26. JöK 1966 — tsSCmm&ð&mi:------------------SÍÐA Myndin var tekin í Ieik Englands og Argentinu á laugardag þegar Rattin, fyrirliða ArgentSnu, var visað af vellinum. Hann neitaði að hlýða dómaranum og stöðvaðist Ieikurinn í nxu mínútur- Þessi framkoma hefur haft eftirköst, og hefur FIFA m a dæmt argentínska liðið S' hæstu sekt. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu Þýzkaland vann Sovétríkin með 2 gegn 1 í hörðum leik Aðeins tíu í sovézka liðinu í síðari hálfleik og einn þeirra var illa meiddur — Jasjin var frábær LIVERPOOL 25/7 — Vestur-Þjóðverjar tryggðu sér þátt- töku í úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu með því að sigra sovézka liðið í undanúrslitum í Liverpool í dag með tveim mörkum gegn einu í hörðum leik, þar sem sovézka liðið barðist hetjulega í, síðari hálf- leik þegar leikmenn þess voru aðeins tíu talsins og einn af þeim m.a.s. hálfóvígur. Leikurinn var harður, en ekki að sama skapi vel leikinn, og framúrskarandi knattspyrnu sáu hinir mörgu áhorfendur aðeins endrum og eins. Þjdðverjar höfðu að sjálfsögðu undirtökin eftir að Haller hafði gert fyrsta mark þeirra á 42. mínútu, en Tsjislenko, hægri út- herja Sovétríkjanna, var vísað úr leik rétt á eftir. Áhorfendur létu vonbrigði sín með leikinn óspart í Ijós að hon- um loknum og gerðu mikið óp að Þjóðverjum. Annað mark Þjóð- verjanna setti Beckenbauer þegar 24 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en Porkújan setti sov- ézka markið rétt í leikslok, að- eins um tveim minútum fyrir þau. Það var ekki aðeins að sov- ézka liðið yrði að leika síðari hálfleik án hægri útherja, held- ur var vinstri útherji, Sabo, að heita má óvígur mestallan leik- inn, eftir meiðsli strax í upp- hafi, þótt hann bæri sig karl- mannlega og léki með allan tím- ann. Eftir leikinn ræddu áhorfend- ur síður um sigur Þjóðverja, heldur um brottvísun Tsjislenko, sem flestir töldu bf harðan dóm. Tsjislenko og Held lenti saman og á því var enginn vafi að Tsjilenko sparkaði í legg Þjóð- verjans, en honum var talið það til afsökunar að rétt áður hafði bonum vérið svo illa hrint sjálf- um að hann varð að fara út af vellinum nokkra stund. Hann hafði enga áminningu fengið, en dómarinn, Lo Bello frá ítalíu, taldi afbrot hans svo mikið að aðeins brottvísiun kæmi, til greina. Mikið bar á löngum spymum og ónákvæmum sendingum hjá báðum liðum. Þjóðverjar voru bó öllu. nákvæmari við markið og oft varði Jasjin skot á mark sem varla nokkur annar mark- maður hefði náð. Á morgun keppa England og Portúgal á Wembley um hvort liðið komist í úrslitin móti Vest- ur-Þýzkalandi á laugardaginn. Mao synti 15 kmál k/st. PEKING 25/7 — Öll blöðin í Peking birtu í dag stórar niyndir af Mao Tsetung á forsíðum sínum og sögðu jafnframt frá því að Mao, sem nú er 72 ára gamall, hefði 16. júlí s.l. unnið það frábæra afrek að synda 15 km á 65 mínútum undan straumi í Jangstefljóti. Myndirnar sýndu hann úti í miðju straumþungu fljót- inu. 1 Mao synti á ypgri árum og reyndar eftir að han’n var orðinn vel roskinn oft yfir Jangste, en í þetta sinn lét hann berast undan' straumi. Á leiðinni, segja blöðin, kenndi hann ungri stúlku að synda á bakinu svo að hún gæti ásamt hon- um litið upp úr gruggugu vatnirtu og horft á bláan himininn. Þessi frásögn kemur illa heim við fréttir sem borizt hafa af því að Mao væri við slæma heilsu, einkum þar sem sagt var að hann hefði verið óþreyttur eftir afrekið. Lokafousn land' búnaðarmála EBE BRUSSEL 25/7 — Aðfaranótt sunnudags tókst ráðherrum EBE-ríkjanna loks að ná endan- legu samkomulagi um skipan iandbunaðarmála innan banda- lagsins og hafa þá verið jafn- aðar þær deilur sem hvað eftir annað hafa virzt geta riðið bandalaginu að fullu. * Ho Chi Minh um flugmennina Framhald af 1. síðu. sögnum af tjóni sinu í Vietnam. Bandaríkjamenn reyna að láta sem stríðið sé þeim leikur einn. Fyrst var sagt að því yrði lokið á þessu ári, síðan að það myndi taka ótján mánuði. Skattar og óánægjan mun aukast í Banda- ríkjunum því fleiri hermenn og meiri hergögn sem send eru til Vietnams. f Washington var sagt í dag að Johnson forseta hefðu borizt fregnir af því að ekki stæði til að leiða bandarísku flugmennina í Norður-Vietnam fyrir rétt. Það var Moyers, blaðafulltrúi hans, sem skýrði frá þessu. Fréttaritari AFP í Hanoi segir að þar sé talið fráleitt að flug- mennirnir verði geymdir á stöð- um sem búast megi við að verði fyrir árásum Bandaríkjamanna, svo sem við olíustöðvar og raf- stöðvar. — Bandaríkjamenn bera ekki í brjósti sömu mannúðar- tiifinningar og. við. Þeir myndu líklega halda áfram árásum sín- um, en það er skylda okkar að hætta ekki manfislífum á þann hátt, hefur fréttaritarinn eftir h’eimildarmönnum sínum í Hanoi. Johnson hótar Johnson Bandaríkjaforseti hafði um helgina í hótunum um að Bandaríkin myndu herða loft- árásir sínar á Norður-Vietnam. Hann gerði þetta í ræðu sem hann flutti á skyndiferð um þrjú fylki Bandarikjanna á laugar- dag. — Við munum áfram — því lofa ég ykkur, sagði hann, sjá til þess að Norður-Vietnam muni finnast stöðugt óæskilegra að halda striðinu áfram. Ky lieimtar innrás Ky hershöfðingi segir í við- tali við bandaríska vikuritið „U. S. News and World Report“ að því aðeins geti sigur unnizt í Vietnamstríðinu að gerð sé inn- rás í Norður-Vietnam. — Á með- an við fáum ekki að ráðast inn í Norður-Vietnam er ekki hægt að fullyrða að við munum vinna stríðið, segir Ky. Harðir bardagar Samkvæmt fréttum frá Saigon geisa enn harðir bardagar í hér- uðunum rétt fyrir 'sunnan 17. breiddarbauginn. Á sunnudag gerði Þjóðfrelsisherinn harða árás á virki Saigonhersins við landamærin og varð mikið mannfall í Saigonliðinu. Yfir- leitt hafa harðnað áhlaupin á stöðvar Bandaríkjamanna og Saigonhersins á þessum slóðum, en einnig annars staðar hefur Þjóðfrelsisherinn látið til sín taka. Árás úr sprengjuvörpum var þannig gerð um helgina á flugstöð Bandaríkjamanna við Danang. 32 bandarískir her- menn særðust og 16 flugvélar skemmdust. Ráðizt var einnig á tvær brýr og járnbraut rétt fyr- ir norðan Danang og varð mikið tjón á þeim. . í morgun réðust skæruliðar á níu varðstöðvar Saigonhersins um 30 km fyrir sunnan höfuð- borgina og bandarísk orustuþota af Super Sabre gerð var skotin niður rétt við flugvöllinn í Bien Hoa. Tollvörður drep- inn í 8-Týról RÓM 25/7 — ítalskur tollvðrð- ur var skotinn til bana og tveir aðrir særðir þegar ráðizt var á þá úr launsátri rétt við landa- mæri Austurríkis og ftalíu í Suður-Týról (Alto Adige). Skot- ið var um 50 skotum að toll- vörðunum og þykir víst að þar hafi verið að verki ofstækisfull- ir Austurríkismenn eða Suður- Týrólar. Blóðugar róstur í Cleveíand on N.Y. RAD0METTE er tæki hinna vandláta * • RADÍONETTE tækin eru seld í yfir 60 löndum. — Styrkleiki þeirra utlit og gæði eru löngu kunn. Frá RADIONETTE finnið þér áreiðanlega tæki sem hentar yður. — Eigið verkstæði tryggir yður örugga þjónustu. Sjónvarpstæki Útvarpsfónar Hilluútvörp Ferðaútvörp Ferðaútvörp fyrir bíla Ferðaplötuspilarar Segulbandstæki NEW YORK og Cleveland 25/7 — Þúsundir hermanna og vopnaðra lögreglumanna voru enn um helgina á verði 1 Cleveland í Ohio og borgarhlutanum Brooklyn í New York þar sem stöðugar kynbáttaóeirðir hafa verið síð- ustu daga. Fréttastofa Reuters segir að í | hjá þeim á fleygiferð. Nokkrir gær hafi fólk byrjað að flytja1 hvítir menn voru í bílnum. burt frá Brooklyn af ótta viðj Fyrir helgi var 11 ára gamall að óeirðirnar þar kunni enn að blökkudrengur skotinn til bana á magnast. 1 götu í Brooklyn. Fjölgað var í' lögreglusveitun- Tjónið í róstunum í Cleveland um 1 Brooklyn um eitt þúsund ei talið meira en það sem varð á sunnudag eftir að blökkukona 1 í Chicago í fyrri viku. Um tíma hafi um morguninn særzt þegar fyrir helgina stóðu nær öll hús skotið var á hana, mann henn- við aðalgötuna í svertingjahverfi ar og nokkra kunningja, þar sem borgarinnar, Hough Avenue, £ bau biðu eftir strætisvagnL björtu báli. Mörg þeirra brunnu SkotinJkomu úr bíl sem ók fram- 1 til grunna. Einkaumboðsmenn: Einar Farestveit & co. hí. Vesturgötu 2. — Sími 16995. UTSOLUSTAÐIR í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: RADIONETTE-búðin, Aðalstræti 18, sími 16995. ÚtvarpsVirki Laugamess, Hrísateig 47, sími 36125. Búslóð h.f., Skipholti 19, sími 18520. Baldur Jónsson sf., Hverfisgotu 37, sími 18994. ♦Húgagnaverzlun Akraness, Akranesi. Stapafell h.f., Keflavík, sími 1730. Haraldur Eiríksson h.f., Vestmannaeyjum. nBsaaR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.