Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 10
FremreiðslumetH métmæla harðlega bráðabirgðalögum í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi mótmælasam'þykkt frá ■ Félagi framreiðslumanna: „Almennur fundur í Félagi framreiðslumanna,' haldinn að | Öðinsgötu 7, mánudaginn 25. I júlí 1966, samþykkir að mótmæla harðlega þeirri makalausu árás á verkfallsréttinn, sem gerð var ; með setningu bráðabirgðalaga nr. 79/1966, dags. 15. þ.m. um lausn deilu Félags framreiðslumanna og Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda. Fundurinn telur að hér sé um að ræða ósvífna og óréttlætanlega aðför að al- mennum mannréttindum launa- | fólks í landinu, þar sem bannað er verkfall sem framkvæmt var af hófsemi og með fullu tilliti til hagsmuna almennings. Fund- nrinn Ieyfir sér því að skora á hið háa Alþingi að fella bráða- birgðalðgin úr gildi svo fljótt sem verða má eftir að það kem- nr næst saman“. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum hófst á Laugardalsvelli í gærkvöld. Beztum árangri í keppninni í gær náði Jón Þ. Ólafsson, sem stökk 2,06 m í hástökki — Nánar síðar. i Fyrsta kepjmin í ný Þriðjudagur 26. júlí 1966 — 31. árgangur — 164. tölublað. Samkeppmnni um Laugaráskirkju Róstusamt var um helgina landlegunni á Akureyri I ■ Róstusamt var á Akureyri um helgina, svo ekki sé meira sagt Það var á sunnudagskvöld, sem óspektir hóf- ust og stóðu fram eftir allri nóttu og fram undir morgun. Aðailega vom það brezkir togarasjómemi sem hér voru að verki og eru nokkrir þeirra illa slasaðir eftir helgina; einn hvað þá annað á spítala í Reykjavík. I veðurofsanum um helgina leituðu allmörg skip hafnar á Akureyri, þeirra á meðal þrír brezkir togarar. Brátt tóku sjó- menn að setja svip sinn á bæ- inn en róstur hófust fyrst veru- lega um hálf tólí ieytið á sunnudagskvöld á / dansleik í Sjálfstæðishúsinu. Er skemmst frá að segja, að þaðan vorufjar- 28 unglingar, 5 fullorBair biðu bana í btlslysi í gær LIMBURG 25/7 — Belgískur langferðabíll sem í voru 40 sof- andi böm ók snemma í morgun út af veginum við brú í nágrenni Limburgs í Vestur-Þýzkalandi. 28 barnanna biðu bana og 5 full- orðnir, meðal þeirra ökumaður- inn. Slysið gerðist á þjóðveginum milli Frankfurt og Kölnar. Bíll- irn þeyttist gegnum öryggisgirð- ingu, snerist í loftinu og lenti á hvolfi á öðrum vegi 18 metr- um neðar. Þar lágu bömin látin, í andaslitrunum eða særð í nærri hálfa klukkustund áður en menn urðu. varir við hvað gerzt hafði. Þá hafði fjöldi bíla farið fram- hjá þjóðveginum án þess að nokkur hefði tekið eftir þessu bræðilega slysi. Langferðabíllinn var á leið heim til Belgíu með bömin sem fcöfðu verið í skemmtiferð i Aust- urriki. A.m.k. 17 bamanna biðu bana samstundis, hin létust á leiðinni í sjúkrahúsið í Limburg þar sem læknar unnu baki brotnu að því að reyna að bjarga lífi þefrra níu sem komust af. lægðir fimm Bretar. öskur, köll og l^eti kváðu við um allan miðbæinn. Óeirðir um borð. Ekki létu enSkir sér segjast, en fluttu nú illindi sín á heimavöll. ef sVo mætti segja, og var lög- reglan kölluð um borð í einn brezka togarann, þar sem allt logaði í slagsmálum. Þaðan var 'einn Bretinn fluttur á spítala kjálkaþrotinn. Á mánudag var hann svo fluttur suður í flugvél og var þá meðvitundarlaus. Hann liggur nú á Landakoti og er líð- an hans eftir atvikum góð. Minni áverkar. Ekki er öll sagan sögð með þessu. Á mánudag voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri tveir Bretar til viðbótar. Annarþeirra var lærbrotinn, hinn handleggs- brotinn. Einn íslendingur hafði villzt út , í skip til Englending- arma og kom í land laust fyrir klukkan fimm á mánudagsmorg- un, mjög illa til reika og hafði verið barinn. Hann var fluttur á sjúkrahús, en mun ekki illa meiddur. Stálu bíl Þá sáu nokkrir brezkir togara- sjómenn sér leik á borði og stálu bíl. Til þeirra sást ogvoru þeir eltir. Sá sem sat undir stýri náðist og átti að koma fyrirrétt á mánudag. í nýju sundlaugina í Laugar- dalnum fyrir nokkrum dögum og um síðustu helgi var fyrsta keppnin háð þar, landskeppni Dana og íslendinga í sundi. □ Danir unnu þessa Iandskeppni með allmiklum yfirb'Urðum, og segir nánar frá keppninni og úrslitum í einstökum grein- um á íþróttasíðu blaðsins í dag, — 2. síðu. □ Myndin var tekin meðan stóð á baksundskeppni karla í nýju lauginni um helgina. — Ljósm. Þjóðv. A. K. Klukkan 16.46 í gær varð umferðarslys á Kringlumýrar- brautinni skammt fyrir sunnan Miklubraut. Þriggja éra drengur, Ingimundur Valgeirsson að nafni, til heimilis að Álftamýri 42, varð fyrir bifreiðinni R-3310. — Drengurinn var fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan á Landa- kot. Harm mun ekki alvarlega meiddur. Lokið er nú liugmyndasam- keppni um gerð og útlit kirkju og safnaðarheimilis í Laugaráss- prestakalli. Úrslit urðu þau, að þeir arkitektarnir Skarphéðinn Jóhannesson og Guðmundur Kr. Guðmundsson hlutu fyrstu verð- Iaun fyrir tillögu sína (75 þús. krónur). Þeim til aðstoðar var Þórir Kr. Þórðarson, prófessor. í álitsgerð dómnefndar segir um tillögu þessa, að meginkostur hennar sé heillegt og sterkt form í sannfærandi samstillingu við land og umhverfi. Auk þess sé innra skipulag í mörgum atrið- um það bezta, sem á verði kosið, og uppbygging einföld. Önnur verðlaun, 50 þús. kr., blaut tillaga þeirra arkitektanna Vilhjálms og Helga Hjálmars- sona og Haraldar V. Haraldsson- ar. Meginkost þeirrar tillögu tel- ur dómnefndin \era aðkomu og innra skipulag. 3. verðlaun hlaut tillaga Guðmundar Kr. Kristins- sonar, en ráðunautur hans var Hörður Björnsson. Um þá til- lögu varð dómnefndin ekki sam- mála. Meirihluti áleit hana verð- launa virði fyrir athyglisverða innkomu um skemmtilegar sval- ir, útisvæði, gott innra skipulag og útlit. Minnihluti taldi ytra form tillögunnar ekki falla vel í land eða umhverfi, en var sam- mála meirihluta að innkoma væri athyglisverð, en taldi hana mjög gallaða. Þá ákvað dómnefnd að kaupa tvær tillögur, 10 þús. kr. hvor. Eru það arkitektarnir Guðrún Jónsdóttir og Birgir Breiðdal sem eru höfundar að þeim tiUög- um. Segir í álitsgerð dómnefnd- ar um tillögu Guðrúnar, að vegna listrænna tilþrifa og at- hyglisverðrar samstillingar við land og umhverfi sé ákveðið að kaúpa þessa tillögu, enda þótt heildarútlit hennar verði að telj- ast nokkuð framandi. TiUögu Birgis er einkum talið til gildis sterkt heildarútlit og athyglis- vert innra skipulag í ýmsum at- riðum. Dómnefnd í þessari samkeppni skipuðu eftirtaldir menn: Þór Sandholt, Henry Hálfdánarson, Hjörtur Hjartarson, Geirharður Þorsteinsson og Guðmundur Þór Pálsson. Trúnaðarmaður nefnd- arinnar var Ólafur Jensson. AUs . sóttu 24 aðilar samkeppnisgögn í þessari keppni, 17 tillögur bár- ust. Það sem eftir er þessarar viku geta menn kynnt sér þær tillögur sem bárust, þær verða til sýnis í salarkynnum Bygg- ingaþjónustunnar að Laugavegi 26 klukkan 13—18. Alþýðubandalagið Fulltrúaráðsfólk. Mun- ið fundinn í Lindarbæ kl. 8,30 í kvöld. Strjórnin. Síldaraflinn var orðinn 169.741 tonn um heigina Á miðnætti sl. laugardag var heildarsíldaraflimr í sum- ar orðinn 169.741 tonn en var á sama tíma í fyrra 131.883 tonn. Veiðin var heldur litil í síðustu viku enda gæftir slæmar. Söltunin nemur nú 11.895 tunnum en var á sama tíma í fyrra 75.865 tunnur 1 skýrslu síldveiðarnar Síldveiðin heldur treg. Fiskifélagsins um segir svo: í síðustu viku var enda rysjótt tíðar- far. Sú síld sem veiddist fékkst aðallega 30 til 17 sjómílur suður a£ Ján Mayen. Aflinn sem barst á land í vikunni nam 9.191 lest- um. Saltað var í 9.606 tunnur og 7.788 lestir fóru í bræðslu. Heildarmagn komið á land á miðnætti laugardagskvölds var 169.741 lestir og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: 1 salt 1.738 lestir (11.895 upps. tn.). 1 frystingu 22 lestir. 1 bræðslu 167.981 lestir. Á sama tíma í fyrra varheild- araflinn sem hér segir: 1 salt 75.865 upps. tn. (11.076 lestir). 1 frystingu 4.512 uppm. tn. (487 lestir). I bræðslu 891.259 mál (120.320 lestir). Samtals nemur þetta 131,883 1. Helztu söltunarstaðir eru: Reykjavík 17.476, Bolungafík 3.157, Siglufjörður 1.420, Ölafsfj. 2.851, Hjalteyri 411, Krossanes 6.932, Húsavík 2.342, Raufarhöfn 27,498, Voþnafjörður 10.477, Borg- arfjörður eystri 591 Seyðisfjörður 40.004, Neskaupstaður 26.939, Eskifjörður 13,881, Reyðarfjörð- ur 7.174. Fáskrúðsfjörður 7.010, Breiðdalsvík 879, Djúpivogur 1.762. Veðurofsinn Framhald af 1. síðu. þó^ allt annað og skárra veður en á sunnudag og laugardag. Nokk- ur skip lágu inni, eitthvað 15 til 16 talsins, flest minni bátar og færeysk fiskiskip, einnig þrjú íslenzk síldveiðiskip. Siglufjarð- arskarð tepptist um helgina og var tvívegis rutt. Leiðindaveður Ekki var Akureyrarlögreglu kunnugt um það að veðurofsinn yfir helgina hefði valdið teljandi skemmdum þar í bæ. Hinsvégar var leiðindaveður í bænum á mánudag og líkt og á Siglufirði náði snjórinn langt niður í fjöll. Kólegt fyrir vestan Að sögn fréttaritara Þjóðvilj- ans á ísafirði, Halldórs Ólafs- sonar, var ekki orð á þessu veðri gerandi þar fyrir vestan. þeir rétt urðu varir vifí það. Stormur var á Djúpi bg strekkingur í bænum, en Djúpbáturinn hélt uppi ferðum sínum eins og vana- lega utan hvað hann gat ekki lent í Ögri í einni ferðinni. Mesta hvassviðrið Hallormsstað 25/7 — Um helg- ina gerði mesta hvassviðri sem hefur komið á þessAn árstíma frá því veðurathuganir hófust hér árið 1939. Fór veðurhæðin upp í 10 vindstig á sunnudag- inn. Engar alvarlegar skemmdir urðu af völdum veðursins hér á Hallormsstað, þó brotnaði tals- vert af árssprotum af grenitrjám og einnig fauk lauf af trján- um. Lagarfljót skóf í rokinu. Ekki er mér kunnugt um tjón af völdum hvassviðrisins hér í nágrenninu en hætt er við að eitthvað hafi fokið af heyi á sumum bæjum. Gránað hefur í fjallabrúnir. — Pibl. Landsmót skáta vií Hreðavatn er hafíí Myndina tók Ijósmyndari Þjóðviljans A. K. við Austurbæjarskól- ann og sýnir hún nokkra erlenda skáta á leið í matinn rétt áður en þeir héldu á landsmótið við Hreðavatn. , í gær setti Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, Landsmót skáta við' Hreðavatn og stendur það yfir til 1. ágúst. Búizt var við um 2000 skátum á mótið og eru þar á ireðal gamlir skátar með börn sín. Mikill varðeldur logaði glatt við Norðurá í gærkvöld og litl- ir varðeldar verða yfirleitt á kvöldin meðan á mótinu stendur. Auk þess verða alls konar kappleikir og ýmiskonar íþróttir sem skátar einir skilja. Mótssvæðið sem er á flötunum við Norðurá spölkorn frá Hreða- vatni hefur nú verið skreytt heil- mik-ið, tjaldborg risin og glæsi- leg hlið. Þar fer fram kynning á fánum, símstöð er á staðnum og skátarnir gefa út dagblað. Á laugardaginn er heimSókn- ardagur fyrir boðsgesti og á sunnudag er öllum heimilt að koma ó mótið. 275 erlendir skátar eru á landsmótinu og er einn liður í dagskránni að þeir heimsæki ís- lenzku skátana í litlum hópum í tjöld þeirra — og auðvitað eru þessi heimboð gagnkvæm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.