Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 8
 2 SCDA — ÞJÓÐVIiJINN — Þriðjadagar 26. júK 1-966. CLAUDE CATTAERT: ÞANGAD SEM GULL- FISKAR FARA in, en maður veit bara ekki bvar hún er stödd. Þetta er alveg satt; strax og ég er komin til ungfrú Faguet í- mynda ég mér að ég sé ein- hvers staðar annars staðar, og við því er ekkert að gera. Við komum nógu snemma þennan morgun. Hin bömin voru að taka upp baekumarsín- ar og dótið, opna pennaveskin sín. Ég á pennaveski, en það vantar alltaf eitthvað í það sem máli skiptir. Auk þess sem ég er treggáfuð er ég skelfilega hirðulaus. Ungfrú Faguet með hárið í hnút eins og vanalega var að slá í stílabók. í röð fyrir aftan börn^n í armstólum með hlífunum sátu mæðumar og bamfóstrumar og mösuðu sam- an. — Ég hef aldrei vitað annan eins hita á þessum tfma árs, og svo þetta óveður sem aldrei kemur ... — Hafið þér fengið þjónustu- stúlku? Spænska stúlku? Varið yður á henni. þær , eru ekki bamanna beztar ^>g þær em svo merkilegar með, sig . . . hvar endar þetta allt saman ...? Ég sá móður ungfrú Faguet úr sætinu mínu. Hún er ótrú- lega gömul og fer aldrei út. 1 hvert skipti sem lest úr stærri hringnum fer framhjá hristast á henni kinnamar eins og þær séu 1 þann veginn að detta afhenm. Hún hafði sofnað þennan morg- un og gulleit hönd hékk yfir vatnsglasi eins og þyrst dýr. — Vötnin og úthöfin erumor- ándi þúsundum fiska . . . Hár*yreirMan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steíni o» nó»tó Laugavegí 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16. perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖ M U R Hárgreiðsla vig'allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætls megin — Síml 14-6-62. Hárgreiðslustof a Austurbæiar Marta Guðmundsdóttlr Laugavegi 13 — Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stnð 10. DAGUR. Rödd ungfrú Faguet hélt áfram að mala, meðan ég fór að hugsa um sjóinn og ströndina, heitan sand og svalt vatn. Mér finnst svo gaman að hlaupa um í fjöru- borðinu- — Úthöfin hafa að geyma geysilegt magn af fæðu, sem maðurinn, þekkir ekki ennþá.... Stúlkan í næsta sæti við mig dró andann þungt, kirtlamir í henni vaxa í sífellu; það er fjórum sinnum búið að klippa ofanaf þeim. Til vinstri var Chantal feita Verrier áð búa til bréfkúlur úr þerripappímum sínum. Hún er eins og mamma hennar sem er alltaf að fitla við hanzkana sína meðan á kennslu- stundinni stendur. Yfir til hægri stundi madame Brocca, móðir Stepanie litlu. Maginn á henni flóði útúr armstólnum — hún á von á sjötta bammu- Eins og María, eldabuskan segir: — Allt kvenfólkið er að springa út- Og þetta er alveg satt, enginn veit hvað á að gera við alla þessa krakka. þeir flóa útúr skólunum, baðströndunum og skemmtigörð- unum. Samt getur Maria lítið sagt — hun eignaðist sjö áður en hún fór að vinna úti- Það síð- asta gerði eitthvað við innyflin í henni; þau losnuðu sundur og hún finnur fyrir því í hvert skipti sem við fáum gesti f mat- inn. „ — A reki í sjónum er aragrúi af örsmáum ögnum, sem kallast svif. Það var mjög heitt í herberg- inu og fæturnir á mér voru flæktir í tuskunni sem hlíÍRr þverslánni undir borðinu, sem við sátum við- Ungfrú Faguet lætur sér mjög annt um húsgögn- in sín; stofumar eru troðfullar af þeim, til að mynda píanói með nótnabók er heftsr verið opin á sama stað í síðast liðin tvö ár. — Þessar örsmáu agnir eru ósýnilegar lífverur. Ef þær væru ósýnilegar, hvernig var þá hægt að vita að þær voru til? Ég missti sjálfblekunginn minn. Ganjla mamman hennar ungfrú Faguet opnaði annað aug- að pg leit á mig. Hún minnti mig á stóran og mikinn fisk sem kúrði í sessuhelli- Blaðra var að myndast í öðru munnvikinu á henni; ég þóttist ekki taka eftir því Það var heitt í stofunni, við vorum eins og fiskar í keri, sem var of lftið. Ég fór aftur að hugsa um gullfiskinn minn. en það var ekki sérlega skemmtilegt og til þess að hugsa um eitthvað annað, fór ég að velta fyrir mér hvaðan hann hefði komið: úr hafinu, innhafi, vatni, á? Hvað- an úr heiminum? — Valería, hvað var ég að segja? Ósjálfrátt svaraði ég: — Hvaðan koma gullfiskar? Það varð þögn- Gamla mamman opnaði arrnað augað, lokaði þvi síðan aftur- Miss* herpti saman varimar- Chantal Verrier. sem var dugleg að læra þrátt fyrir allt spikið, fór að flissa. Ungfrú Faguet sló í stílabók m?ð nögl- inni. — Sem ég er lifandi! Ekki veit ég hvað er að gerast í koll- inum á þér, þú hlustar aldrei á neitt sem verið er að segja. Hún hækkaði röddina- — Þú kemst aldrei neitt i þessu lífi ef þú heldur svona áfram- Hvert gat ég komizt? Ég var að því kbmin að svara einhverju um þessar örsmáu h'f- verur, þegar móðir rmgfrú Fag- uet hreyfði höndina, tók upp vatnsglasið og fór að drekka. Og ef hún myndi nú deyja eftir andartak eins og afi? Ég varð hrædd, krosslagði handleggina og settist afturábak í stólnum mínum, hætti algerlega að hlusta og hugsaði uró það eitt að kom- út áður en það gerðist. Þegar við komum aftur heim sá ég stóran. svártan kassa 'gegnum glerhurðimar á litlu setustofunni- Það voru fjögur, stór kerti í kringum hann. Afi var inni í honum. Ég hefði líka viljað að flaskan með ölkeldu- vatninu væri þar líka. Systir Philoméne og stallsystir úr klaustrinu krupu á tveim'skeml- um og báðu baki brótnu. Stóra dagstofan var eins og eitt af þessum jólaboðum, þegar allar gamlar frænkur koma og tala um fæðingar og dauðsföll síðasta árs- Berta frænka var að mala við ömmu; Cécile frænka sat í sama sófanum og starði hugsandi á málverkið af Hya- cinthe langafa, sem hylur næst- um heilan vegg- Ég borðaði hádegisverð með Miss, .því að ég hafði gleymzt þegar lagt Var á borð. Slíkt kemur mér aldrei á óvart; þvert á móti finnst mér ég alltaf vera fyrir. Til þess að kenna mér að sitja almennilega við borðið með oln- bogana að síðunum, stingur Miss pappírsblaði í hvprn hand- arkrika. Það verður óttalegt upþistand ef annaðhvort dettur. Hún sullaði dálitlu af macar- oni með osti á diskinn minn. Ég hef andstyggð á þessu linkulega klístri; það er eins og að bíta í litla snáka. — Jæja, nú vil ég að þú borðir allan matinn þinn. Þú nartar alltaf í það sem þú færð, þú ert dekurbam, en lífið á eftir að kenna þér sitt af hverju ....! Kenna mér hvað? Hvers vegna bamfóstrur fleygja gullfiskum í klósett og taka bömin sem þær eiga að annast upp í rúmin til sín? * Miss fór að sækja meira brauð. Ég kærði mig ekkert um að ( maginn á mér yrði ormagryfja; ég tók upp diskinn minn og gekk út að glugganum og mac- aroníið mitt datt niður í garð- inn með blautum dynk- Ég gat ekki gert þetta mjög oft; hús- varðarkonan myndi kvarta. Miss kom til baka. — Ég skal kenna þér að haga þér- j Bamfóstrur gera böm að litl- , um, hlýðnum hundum sem tbga. 6jaldan í tjóðurbandið; en þeir útsmognu lyfta afturfæti í laumi á forboðnum stöðum. Ég-'var kyrr í herberginu mínu eftir hádegismatinn, því að Miss j ákvað að það væri alltof heitt fyrir mig að fara út- Ég stóð og | gægðist utum um mjóu rifuna I milli lokuðu gluggahleranna, en j sá ekkert nema konuna í bleika j undirkjólnum sitja í armstól, og rósarunnann og stofuplötnturnar, allt steindautt- Miss kom inn um klukkan fjögur. Ég hefði helzt viljað standa þarna' áfram bg horfa niður í garðinn. Þótt enginn gengi um hann; en ég tók upp stílabókina og skrifaði upp dæmi um krana og rennandi vatn. Þess konar dæmi þykja mér alltaf heimskuleg. Ég hef haft orð á því og fengið þær upplýs- ingar að „það geti komið að gagni seinna meir.“ En ef maður reynir að bera svona dæmi und- ir-fullorðið fólk — þá segir það allt að það sé „búið að gleyma því eftir allan þennan tíma‘‘. Ég gat ekki fengið neitt blek úr sjálfblekungnum mínum og ég hristi hann yfir þerripappír- inn- Stór klessa kom í bókina mína. Ég þun-kaði hana upp með j þerripappírrium, tók síðan strok- ! leðrið og nuddaði yfir hana; klessan hvarf. en síðan fyrir neð- an kom í ljós. Þetta leit ekki vel út, ég hefði átt að rífa blaðið burt bg byrja á nýjan leik, en j það var annað dæmi hinum meg- | in, Ég las fyrsta dæmið yfir; ég , hafði klúðrað því öllu, en ég fann enga aðra lausn. Hvort væri betra að sýna vitlaust dæmi eða hreina blaðsíðu? Hvorugt — það sem með þurfti var dæmi með réttir útkomu, en rótta lausnin vafðist fyrir mér. Ég fletti blöðunum í náttúrufræðinni minni og rakst á kafla um fiska. Þar stóð ekkert um . gullfiska- Allt í einu langaði mig mikið að vita hvaðan þeir ,kæmu — úr sjónum, úthafinu eða á? Ég verð oft gripin snöggri forvitni' og þarf að fá svarið undir eins; ég get ekki beðið. Ég mundi eftir röðinni af alfræðibókunum í litlu setustofunni- En hvernig áttj ég að komast í þær, þegar afi var þar? Ojæja. ég gæti lát- ið sem ég hefði komið til að kyssa frænkur mínar. Það yrði talið elskulegt af mér — ég sem forðast slík faðmlög eftir megni. Sóltjöldin voru dregin fyrir í setustofunni pg geraníurnar á svölunum minntu mig á fólk í sumarleyfi- Berta frænka sat í sófanum og renndi stafnum sínum yfir mynztrið í gólftepp- inu. Cécile sat við hliðina á henni og spennti greipar í sífellu, sem voru ólmar í að rífa augun SKOTTA Þú bíður, pabbi er að segja mér ævisögu sína og er kominn að því þegar hann var sex ára. 1 -....'l SKIPATRYGGINGAR þórður sióari 4309 — Nú er a!It ljóst: Það er Bobby sem stendur að baki stjórann og verkstjóia AMS og koma með þá til- pakkhússins skemmdarverkunum- Og nú er hann fangi þessara vina sinna og þeir reyna að beita hann fjárkúgun. Ethel stendur þarna hnípin. Svona er þá fjölskylda hennar ....... — Nú verður allt að ganga fljótt- Þórður biður Maud að fara að sækja hafnar- sem þau vita nú hvar er- Þeir ættu að geta þekkt þorparann. Hann sjálfur ætlar að reyna að ná þessum svokallaða vélvirkja. Brown er fús til að hjálpa honum — íbúar þessa alræmda hverf- is horfa tortryggnir á stóra bílinn. útgerðarmenn. TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT, SEM ÞEIM VIDKEMUR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEEMIRf LINPARGÖTU 9 REYKJAVÍK • S í M I 22122 — 21260 Leðuijakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traöarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.