Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVmraN — Þriðáudagur 26. júlí 1966. Otgefacdi: Sameíningarflolctour alþýdu — SóeíaJistaflokk- arlxm. Ritstjórar: Iva* H. Jónsson (áb). Magnús Ejartanæoa, Sigurður Euðmundsson. Fréttarxtstjórij Sigurður V. Fiiðþjófsson. AuglýsingBstj.: Þorva’dur J<*taniiessan. Simi 17-500 (5 línur). Askriitarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Alþýðuflokkur í íhuldsklóm 4 A lþýðuflokknum er ekki alveg rótt í íhaldsstjórn- •^inni og öðru hvoru spretta fram í Alþýðublað- inu einkennilegar afsökunargreinar, sem ætlað er ajð sann'færa lesendur blaðsins um að Alþýðuflokk- urinn hafi aldrei fundið annað eins snjallræði og það að verða íhaldshækja og gefa |>annig íhald- inu landsstjórnina um langt árabil. Talsverf munu þó flokksmennirnir og fylgjendur vantrúaðir á þann boðskap. Alþýðuflokkurinn gekk að því verki í upphafi stjórnarsamstarfsins að ráðast á lífskjörin og m.a. svipta verkamenn þeirri tak- mörkuðu vernd sem vísitölugreiðslur á kaup voru, og dýr’tíðin hélt áfram að vaxa þó kaupið breytt- ist ekki. Þegar svo verkalýðshreyfingin hóf varn- arbaráttu og náði nokkurri kauphækkun gerðis't Alþýðuflokkurinn samsekur íhaldinu um hina sví- virðilegu hefndarráðstöfun nýrrar gengislækk- unar. Það hefur sjálfsagt verið þægilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að geta þurrkað í Emil Jóns- son, formann Alþýðuflokksins, óvinsældunum af gerðardómslögum sem sett voru og notuð til að skerða hlut síldveiðisjómannanna, og eins bröltinu með bráðabirgðalögin í fyrrasumar, sem síldveiði- sjómennirnir svöruðu svo eftirminnilega, enda hrökklaðist þessi ólánsami foringi Alþýðuflokksins úr embæt'ti sjávarútvegsmálaráðherra við litla sæmd. Og því mun ekki gleymt þegar ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins hugðist berja verka- lýðshreyfinguna niður með þvingunarlögum haustið 1963. Komið var að síðasta afgreiðslustigi málsins á Alþingi, ein umræða eftir af sex, þegar verkalýðshreyfingunni. og stjórnarandstöðunni á Alþingi tókst að knýja ríkisstjórnina til undan- halds svo hætt var við að afgreiða lögin. Þeir at- burðir urðu ríkiss'tjórn íhaldsins og Alþýðuflokks- ins lærdómsríkir. Káðherrarnir virtust skilja að það væri ekki á valdi þeirra að knésetja verkalýðs- hreyfinguna eða setja hana í skammarkrók í þjóð- félaginu. Þeir hafa síðan látið sér nægja að beita einstök verkalýðsfélög og starfsstéttir ofbeldi með bráðabirgðalögum í tíma og ótíma en ekki lagt til stórfelldra átaka við verkalýðshreyfinguna. TTndan'farin ár hefur verkalýðshreyfingin knúið fram samninga með þeim hæ’tti, að aðalmál- gögn ríkisstjórnarinnar hafa hvert af öðru neyðzt til að viðurkenna, að með kjarabótum þeirra samn- inga væri ekki gefið tilefni til almennra verð- hækkana. Ráðherrar Alþýðuflokksins og íhaldsins hafa haft um það fögur orð þegar samningarnir hafa verið gerðir að standa gegn dýrtíðarflóði og verðhækkunum. Þau loforð hafa verið rækilega svikin, og stjórnarflokkarnir meira að segja riðið á vaðið með meirihlutavaldi í borgarstjórn Reykja- víkur til að magna nýjar verðhækkanaöldur. Þau svik voru m.a. harðlega átalin í 1. maí ávarpi verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík í vor, undir- rituðu af mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum. Mæíti það enn verða nokkur ábending um hverso notaleg núverandi ríkisstjórn hefur reynzt verka- lýðshreyfingunni og hagsmunamálum alþýðu. — s. Hvaða leiðir eru færar við sameiningu sveitarfélaga? ■ Eins og getið var í frétt- um Þjóðviljans á sinum tíma, kom nefnd sú, sem félagsmála- ráðherra skipaði hinn 27. maí sL til að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög, saman til fyrsta fundar fyrir skömmu. í nefnd þessari eiga sæti eft- irtaldir menn: Samkvæmt tilnefningu Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga: Jónas Guðmundsson formaður sambandsins, Páll Líndal borg- arlögmaður og Jón Eiríksson oddviti Skeiðahrepps. Eftir tilnefningu Dómarafé- lags íslands: Ásgeir Pétursson sýslumaður. Eftir tilnefningu Alþýðu- flokksins: Unhar ’ Stefánsson viðskiptafræðingur. Eftir tilnefningu Framsókn- arflokksins: Daníel Ágústínus- son fyrrv. bæjarstjóri. Eftir tilnefningu Sjálfstæðis- flokksins: Jón Árnason alþing- ismaður. Eftir tilnefningu Alþýðu- bandalagsins: Bjarni Þórðarson bæjarstjóri. Án tilnefningar: Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri. Á fyrsta fundi nefndarinnar var lögð fram ýtarleg greinar- gerð, sem formaðurinn, Hjálm- ar Vilhjálmsson, hefur , samið. Fer hér á eftir niðurlag grein- argerðarinnar, þar sem hug- leiddar eru þær leiðir sém fyr- ir hendi eru við sameiningu sveitarfélaganna hér á landi og drepið á hugsanlega samein- ingu sýslufélaganna: Ýmsar leiðir eru vafalaust fyrir hendí til þess að vinna að sameiningu sveitarfélaganna hér á landi. Það er hlutverk þeirrar nefndar, sem nú hefur verið skipuð til þess að athuga þetta mál, að ákveða hvaða leiðir velja skuli. Hér á eftir verður minnzt á nokkrar hug- myndir um starfsaðferðir, sem e.t.v. mætti reyna að einhverju leyti. 1. — Með hliðsjón af þróun þessara mála á Norðurlöndum virðast einkum tvær leiðir koma til athugunar: Önnur leiðin er sú, að fara þess á leit við sýslumenn landsins, að þeir athugi þessi mál, hver í sinni sýslu, og geri síðan tillögur um breytingar í samráði við sýslunefndirnar, eftir að hafa rætt málið ýtar- lega við hlutaðeigandi sveitar- stjórnir. Þessar tillögur kæmu síðan til frekari athugunar í hinni nýskipuðu nefnd, sem gerði lokatillögur í málinu til- ráðuneytisins. Ef lokatillögurn- ar væru verulega breyttar frá tíllögum sýslumanna, þyrfti nefndin að leita umsagnar hlutaðeigandi sveitarstjórna og sýslumanna áður en hún skil- aði tillögum sínum til ráðu- neytisins. Hin leiðin er sú, að nefndin geri bráðabirgðatillögur um sameiningu sveitarfélaganna í öllu landinu og sendi þær síð- an hlutaðeigandi sveitarstjórn- um, sýslumönnum og sýslu- nefndum til umsagnar. Að fengnum þessum umsögnum og öðrum nauðsynlegum upp- lýsingum semdi nefndin loka- tillögur, sem sendar yrðu ráðu- neytinu. Hvor leiðin, sem farin yrði, þyrfti að afla margvíslegra upplýsinga áður en nokkur til- laga yrði gerð. Sameining ’ sveitarfélaga verður að byggj- ast á sameíginlegum hagsmun- um í atvinnumálum, viðskipta- málum, heilbrigðismálum, menningarmálum, framfærslu- málum o.fl. málum. Auk þess verður að taka tillit til land- fræðilegra staðhátta. Fyrri leiðin hefur þann kost fram yfir síðarnefndu leiðina, að ætla verður, að öll upplýs- ingaöflun gengi fljótar, þar sem staðháttakúnnugir menn ættu þá frumkvæði að málinu. Hinsvegar fylgir sá ókostur þessari leið, að ekki er kimn- ugt um afstöðu hinna ýmsu sýslumanna til höfuðatriða málsins. Sumir þeirra kynnu að vera málinu andvígir í meg- inefnum og mætti þá naumast vænta jákvæðs árangurs, ef þeir ættu að hafa frumkvæðið. Að vísu er ekki á þessu stigi málsins kunnugt um skoðanir allra nefndarmanna á grund- vallarstefnu þessa máls, en ætla verður að flestir nefndar- menn álíti rétt að athuga vand- lega möguleikana á verulegri breytingu frá því, sem nú er. Ef nefndin ætti frumkvæði að tillögu um sameiningu, má gera ráð fyrir því, að málið kæmi til rækilegrar athugunar hvarvetna í landinu. Raunar væri mögulegt að fara báðar þessar leiðir þannig, að fyrst<S> væri leitað tillagna samkvæmt fyrrnefndu leiðinni, en síðan tæki nefndin til sinna ráða, ef engar tillögur bærust úr ein- hverjum sýslum. Þeirri spurningu er ósvarað hvort framkvæma eigi samein- ingu sveitarfélaganna með valdboði, ef undirtektir sveitar- stjórnarmanna reynast meira eða minna neikvæðar í málinu. Raunar hefur áður verið að því vikið, að ólíklegt sé, að lög- gjafarvaldið hafi jákvæða af- stöðu til málsins, ef sveitar- stjórnarmenn leggjast alrnennt á móti breytingum. Á þessu stigi málsins virðist varhuga- vert að gera ráð fyrir samein- ingu með valdboði. Varðandi þær tvær leiðir, sem áður var drepið á, er því ekkert um það sagt, hvað ráðuneytið gæti gert, eftir að því hafa borizt loka- tillögur frá nefndinni, ef hlut- aðeigandi sveitarfélög hafa tjáð sig andvíg sameiningu. 2. — Nefnd sú, sem samdi frumvarp til sveitarstjórnar- laga þeirra, sem nú gilda (nr. 58/1961)', ritaði öllum sveitar- stjórnum í landinu bréf og lét fylgja því spurningalista, sem nefndin óskaði, að sveitar- stjórnirnar fylltu út með svör- um sínum. Meðal annars var spurt um afstöðuna til þess að stækka sveitarfélögin með því að sameina tvö eða fleiri sveit- arfélög. Þessari spurningu svör- uðu 139 sveitarstjórnir eða ca. 61%. Þar af svöruðu 100< neit- andi, eða ca. 44%, 39 svöruðu játandi eða ca. 17%, 89 sveit- arstjórnir svöruðu ekki eða ca. 39%. Þær sveitarstjórnir, sem svöruðu játandi, svöruðu þó ekki þeirri spurningu, hvaða sveitarfélög þær teldu rétt að sameina. Sú skoðanakönnun, sem néfndin beitti sér fyrir og nú var drepið á, gaf því ekki góða raun. I fyrsta lagi var þátttaka sveitarstjórníinna fremur léleg, hvort sem það stafaði af áhugaleysi eða öðr- um ástæðum. f öðru lagi verð- ur að játa, að málefni það, sem hér var að vikið, fékk vægast sagt mjög daufar undir- tektir, svo bráðnauðsynlegt sem það þó var og er. Það virðist því ekki vænlegt að reyna aðra slíka skoðanakönnun nú. Það verður að reyna að leita ann- arra ráða. 3. — Athugandi væri að kynna málið og ástæður allar- vel og rækilega fyrir öllum sveitarstjórnarmönnum. Slík kynning gæti farið fram með skrifum í blöðum, flutningi er- inda í útvarpi og með fundar- höldum. Ennfremur kæmi til álita að senda öllum sveitar- stjómum ýtarlega greinargerð um málið og fá svör þeirra við ákveðnum spurningum um kjarná málsins. 4. — Hugsanlegt væri e.t.v. fyrir nefndina að stofna til undirnefnda fyrir eina eða fleiri sýslur, þar sem hlutað- eigandi sýslumenn ættu sæti, og kanna með þeim hætti hverjir möguleikar væru á samkomu- lagi um sameiningu sveitarfé- laganna í hinum ýmsu sýslum eða héruðum landsins. Að sjálfsögðu þyrftu slíkar undir- nefndir að halda fundi með hinum ýmsu sveitarstjórnum. 5. — Nefndin gæti reynt að stofiia til fundarhalda með sveitarstjórnum þeirra sveitar- félaga, sem hún álítur vel fall- in til sameiningar, og leita þar samþykktar á ályktun um nán- ari athugun á möguleikum fyr- ir sameiningu. Þá athugun væri þá eðlilegt að framkvæma með þeim hætti, að komið yrði á fót samstarfsnefnd hlutaðeig- andi sveitarstjórna með einum eða tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi. Væri ekki óeðlilegt, að stjórnskipaða nefndin legði slíkri samstarfs- nefnd lið sitt eftir megni og m.a. með því að leggja henni til formann. Með svipuðum hætti og hér var lýst náðu Danir þeim mikilsverða ár- angri, sem þeir náðu með frjálsu samkomulagi sveitarfé- laga. Fleiri hugmyndir um starfs- aðferðir eru vafalaust fyrir hendi, en hér verður látið Stað- ar numið að sinni. Sýslufélögin Þær röksemdir, sem mæla með sameiningu sveitarfélag- anna í því skyni að efla þau, svo að þau geti betur þjónað þörfum þegna sinna, eiga að miklu leyti einnig við um sýslufélögin. Þau eru lögbund- ið samband sveitarfélaganna hvert í sinni sýslu. Af eðlileg- Framhald á 7. síðu. LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 VIDCERÐIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS AJLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, Létt rennur Qfte&Oó FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.