Þjóðviljinn - 14.08.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.08.1966, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. ágúst 1966 — ÞJÓETVILJINN — SIÐA 0 Kennedy-morBið Framhald af 7. síðu Var komið aftur þangað með sjúkrabörur Kennedys eftiri eða áður en kúlan fannst? Viðí þessari spurningu fékkst aldrei' svar. Sú staðreynd, að tvær hjúkrunarkonur héldu sig muna það fjórum mánuðum síðar, að öll lök hefðu verið tekin af börum Kennedys, getur varla útilokað, að það hafi ekki verið börur Kennedys sem kúlan fannst á. Sömuleiðis þarf ekki að gera of mikið úr þeim orðum Tom- linsons, að lak hefði verið á börunum til fóta; þar eð sjúkrabörurnar voru settar í námunda við þvottakerru, get- ur vel verið að lak hefði verið lagt á börurnar síðar. Samkvæmt þessu er engin traustvekjandi ástæða til þess að útiloka þann möguleika að kúla 399 hafi verið á sjúkra- börum Kennedys. Ekki á börum Connallys Hinsvegar eru til samhljóða sönnunargögn um að kúlan 399 hafi ekki komið af börum Con- nallys. Fierre A. Finck yfirliðþj álfi, sérfræðingur í réttarlæknis- fræðí, vár að því spurður, vort kúla 399 hefði getað sært Connally í % úlnliðinn. Finck svaraði hiklaust: „Nei, því í úlnlið hans voru of margar flísar". Þar eð Warrennefndin hafði slegið því föstu, að öll sár á úlnlið Connallys og brjósti stafi frá einni og sömu kúlu, þá útilokaði framburður Fincks þann möguleika, að kúlan 399 hafi sært Connally. Samkvæmt þessu var útilokað, að kúla 399 hefði fundizt á sjúkra- börum hans.' Framburður Fincks, sem kemur heim við það sém aðrir læknar hafa staðfest verður ekki hrakinn á þann einfalda hátt, að hann sé í ós'amræmi við þá tilgátu, að kúla 399 hgfi fundizt á börum Connallys. Þvert á móti: Þar eð enginn hefur dregið í efa eða reynt að leíðrétta þá ótvíræðu yfir- lýsingu Fincks að þessi kúla hafi ekki getað valdið úlnliðs- sári Connallys, þá er aðeins hægt að draga þá ályktun áf sönnunargögnum þeim sem fjTÍr hendi eru. að kúl£\ 399 hafi ekki verið á sjúkrabörum Connallys. Að dómi Fincks gat kúlan sem var á sjúkrabörunum ekki verið sú sem særði Connally í úlnliðinn. Og þar eð það var útilokað að áliti annarra sérfræðinga að sárin á úlnlið Connallys stöfuðu frá flís úr þriðju kúlu eða frá kúlu, sem hefði hæft hann beint í úln- liðinn, komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að öll sár Connall- ys stöfuðu frá einni kúlu. Kúlan á sjúkrabörunum gat því ekki verið sú kúla, sem hafði valdið þessum sárum. En þrátt fyrir þessa mótsögn var haldið fast við það, að kúlan hefði verið á börum Connallys. Misminntj Connally? Önnur gáta er tengd ummæl- um Connallys frá því í apríl- mánuði. Connally kvað sér þaðt óskiljanlegt, að hann hafi orð- ið fyrir fyrsta skotinu sem hleypt var af. því hann myndi það greinilega að hann hefði heyrt fyrsta skotið áður en hann fann kúluna hæfa sig. Þar eð kúlan fer fraðar en skothvellurinn, ályktaði Con- nally, hefði hann aðeins getað orðið fyrir öðru skotinu. Þessi framburður bendir greinilega til þess að Kennedy hafi orð- fyrir kverkar sér“ og nokkr- ið fyrir fyrsta skotinu. Eiginkona Connallys hefur staðfest þá fullyrðingu Con- nallys að hann hafi orðið fyr- ir öðru skotinu. Hún segir, að eftir fyrsta skotið hafi hún séð, „hvernig forsetinn greip um sekúndum síðar „kom önn- ur kúla, sem hitti John (Con- nally)‘,‘. Af meir en hundrað sjónar- vottum morðsins hefur ekki einn einasti borið það að báð- ir mennirnir hafi orðið fyrir sama skotinu. Það er hugsanlegt, þótt ó- líklegt sé, að Connally hafi ekki fundið strax, að hann var særður, eða hann hafi munað atburði nógu glögglega er hann var yfirheyrður. En hægt er að vísa til framburðar annarra vitna lýsingu Connallys til stuðnings. Báðir lábknar Connallys báru það, ó grundvelíi læknis- fræðilegrar athugunar og eft- ir vandlega athugun á kvik- myndinni sem tekin' var af morðinu, að Connally hafi særzt eftir 'að mynd nr. 231 var tekin. Kvikmyndin sýnir þó greinilega, að forsetinn er særð- -ur um' leið og mynd 225 er tekin. Samkvæmt þessum fram- burði læknanna líður a.m.k. sá tími, sem sex myndir eru teknar á, frá því augnábliki að Kennedy verður fyrir skoti, þar til Connally særist. Þetta leiðir til þeirrar nið- urstöðu, að mennirnir tveir hafi hvor orðið fyrir sinni kúlu. Til þess að viðhalda lífi í kenningunni um að sama kúl- an hafi sært báða þurfti að líta svo\ á að framburður vitna í málinu hafi verið rangur. Menn urðu þá að ganga út frá því, að skýrslurnar um líkskoð- unina fyrst í yfirlitsskýrslu FBI og síðan í viðbótarskýrslu FBI hafi verið falskar. í öðru lagi þurfti að lýsa þann framburð sérfræðinga rangan, sem útilokaðl þann möguleika að kúlan sem var á sjúkrabörunum hefði sært Connally. f þriðja lagi þurfti að láta að því liggja að Connally hafi misminnt þegar hann hélt því fram að hann hefði orðið fyr- ir öðru skotinu sem hleypt var af. Að lokum þurfti að gera ráð fyrir því að Connally hefði getað orðið fyrir kúlu áður en mynd nr. 231 var tekin — þvert ofan, í niðurstöður lækna hans. Sú staðreynd, að haldið var fast við kenninguna um eina kúlu og henni fylgt fast eftir, bendir til þess, að við rann- sókn málsins hafi menn ber- sýnilega fyrirfram gengið út frá þeirri kenningu að það hafi „aðeins einn tiiræðismað- ur“ verið að verki. Útsala Útsala Mikil verðlaskkun Glugginn Laugavegi 30. Útför eiginmanns míns og föður oRkar , SIGUBÐAR J. EIRÍKSáONAR. múrara r i Stórholti J7 verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl. 3 s.d. — Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjarta- og æðaverndar- félagið. Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl Eirikur Sigurðsson Eggert Sigurðsson. KvennaráSsfefnan Framhald af 12. síðu. — Við hjálpum þar sem við ilishjálp heldur til frádráttar á getum, veitum styrki og aðra skatti. aðstoð. Samkvæmt lögum eiga Við höfum líka verið að beita konur að fá bæði sömu mennt- okkur fyrir meiri hálfsdagsvinnu un og hafa sömu atvinnumögu- fyrir konur og ætti þetta að leika og karlmenn, en svo er vera auðvelt í ýmsum starfs- aftur spurningin hvort þær not- greinum, ekki sízt greinum þar færa sér þetta. Við rekum mik- sem menntunar er krafizt, svo inn áróður fyrir meiri mennt- sem í kennslu við læknisstörf, un kvenna. En félagið ein- lögfræðistörf og fléira. Auðvitað skorðar sig ekki við kvenna- ætti þetta líka að vera hægt í vandamál, það er ekki hægt í iðnaðinum, en þá kemur það, landi eins og Indlandi. vh. að atvinnuveitandinn verður að greiða jafnháa tryggingu fyrir þá sem vinna hálfan og þá sem KRYDDRASPIÐ vinna heilan dag, sem þýðir aft- ur að taki hann tvo í hálfsdags- vinnu í stað eins allan daginn borgar hann tvöfalda tryggingu — nú, og það vill hann náttúr- lega ekki! — Er það' einkum menntun kvenna sem brezka háskóla- kvennafélagið lætur til sín taka? — Nei, ekki eingöngu. Við skiptum starfinu í þrjá.. aðal- liði, menntunarmál, alþjóða- skipti og opinber málefni, þ.e. við skiptum okkur af því sem gerist á þingi og hjá ríkisstjórn, gerum ályktanir um ýmis mál og reynum að hafa áhrif. Sem stendur eru kynþáttamál t.d. mjög á döfinni í Englandi vegna hins mikla straums innflytjenda í landið. Við erum á móti kyn- þáttamisrétti og viljum að þessu fólki sé hjálpað meir. í þessu skyni fer fram hjá okkur núna allsherjarathugun á innflytjenda- vandamálinu. — Munduð þér segja, að kon- ur í Englandi nytu fulls jafnrétt- is við karlmenn? — Þær hafa sömu menntunar- möguleika, kosningarétt og sömu atvinnumöguleika þangað til kemur að beztu stöðunum — í þeim eru venjulega karlmenn. Sömu laun fyrir sömu vinriu fá þær í opinberri þjónustu og í störfum þar sem æðri menntun- ar er krafizt. B. Roy frá Indlandi klæðist sari að þjóðlegum indverskum sið og er mjög kvenleg. Hún hefur háskólapróf í sögu og uppeldisfræði, stundaði nám við háskólann í Lucknow og varð síðar kennari við sama skóla, en vinnur nú á vegum Fulbright stofnunarinnar í Delhi. — Indverjar eiga fyrst og fremst við tvö vandamál að glíma og þar skiptir ekki máli hvort maður er karl eða kona, en þessi vandamál heita matur og menntun. Við búum alltaf við meiri og minni matvælaskort og enn eru meira en 70% þjóðar- innar ólæs og óskrifandi. f fimmáraáætlun Indlands nú er gert ráð fyrir miklu átaki í menntunarmálum, ekki sízt í menntunarmálum kvenna. Það á að stofna míkið af skólum og fleiri fyrir stúlkur en drengi. Skólarnir okkar eru allir yfir- fullir og þeir sem ekki komast að fá enga menntun. Hvað þá um aðra menntun, hafa konur sama tækifæri til hennar og karlar? — Já, það er óhætt að segja það. En það er erfitt fyrir þá að stunda háskólanám sem búa á stöðum þar sem enginn há- skóli er, það verður flestum of dýrt að þurfa að fara í aðra borg til að læra, þar sem þeir geta ekki búið heima hjá sér. Ríkið veitir nokkra styrki, en aðeins allra beztu stúdentunum. — Hvað gerir félag ykkar í þessum málum? Genfarsamningnr Framhald af 5. síðu. föstu, að fólk sem tekið hafði þátt í baráttunni við japönsku fasistana og frönsku nýlendu- herrana var ofsótt, fangelsað eða drepið að undirlagi Diem- stjórnarinnar þvert ofan í samningsákvæði. Herlið Bandaríkjamanna í Vietnam er brot á 16. grein samningsins en þar segir: „Frá þeim degi, að samning- ur þessi gengur í gildi er bannað að flytja liðsauka eða aðra hernaðaraðstoð til Viet- Samkvæmt öðru ákvæði er „bannað að bæta hernaðar- aðstöðu með flutningi á hvers konar vopnurn, sprengjum eða öðrum hergögnum svo sem herflugvélum, skipum, fjar- skiptatækjum, þotuhreyflum og brynvörðum vögnum til Vietnam . . . Ekki er leyfilegt að koma upp herstöðvum undir stjórn erlendra aðila . . .“ Hvert einasta ákvæði Genf- arsamningsins hefur verið brotið' af Bandáríkjamönnum og „ríkisstjórnunum“ sem hafa rænt völdum hver af annarri í Saigon. Mikilverðasta krafa Þjóð- frelsisfylkingarinnar í Suður- Vietnam og ríkisstjómar Norð- ur-Vietnam er að ákvæði samningsins verði fram- kvæmd. Mikilvægasta ákvæðið er að enginn erlendur her má vera í Vietnam. í stuttu máli táknar það að Bandaríkjamenn verða að hafa sig á brott frá Vietnam. Það er lykillinn að lausn allra annarra vandamála í landinu. úrog skartgriplr iKORNELÍUS JÓNSSON skálavöráustig 8 Simi 19443 STEINPOR FÆST i NÆSTU BÚÐ BRlDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BiRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. B R I D G EST ONE ávalit fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Dúkkur — Dúkkur Barbe-dúkkui kr. 237,00 Barbe m/liðamótum — 268.00 Ken Ken m/liðamótum Skippei Skipper meg liðamótum - 240,00 - 277.00 - 234.00 - 264.00 Verzlun Guðnýjar Grettisgötu 45. Jón Finnsson 'w hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu '4 ( Sambandshúsinu III. hæð) Simar: 23338 og 12343. Pússningarsandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningarsandi heim- fluttum og blásnum lnn. Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við EHiðavog s.f. Elliðavogi 115. Sími 30120 SkólavörðUstíg' 36 ______Sími 23970. INNHEIMTA cöómÆetaTðttr? (gníineníal Hjólharðaviðgerðir OPIÐ ALLA DAGA (LÍKÁ SUNNUDAGA) FRÁ KL 8 TIL 22 GÚMMÍViNNUSTOFAN HF. Skiphotti 35, Roykiavík SKRIFSTOFAN: slmi 30688 VERKSTÆÐIÐ: sími 3 10 55 Smurt brauð Snittur brauð ba?r við Oðinstorg. Slmi 20-4-90. Sængurfatnaður — Hvfbur og mislitur — . • * ' . ÆÐARDONSSÆNGUR GÆSADUNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER lr Skólavörðustlg 21. B 1 L A - LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. EINKAUMBOÐ ASGEIR ÓLAESSON heUdv. Vonarstræti 12. Sími 11075. FRAMLEIÐUM AKLÆÐl á ailar tegundii bila O T U R Hringbraut 121. Sími 10659 AUGLÝSÍÐ í Þjóðviljanum wnsw&m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.