Þjóðviljinn - 07.09.1966, Blaðsíða 8
T
0 SÍÐA — MÓBVTLJINN — Miðvikudagur 7. september 1966.
Sparíð peningana
Markaðurinn aðeins opinn
fáa daga ennþá
ÓDÝRT í PILS:
Rayonefni
Terelyneefni
Ullarflannel
kr. 52,00 í pilsið
kr. 105,00 í pilsið
kr. 100,00 í pilsið
ÓDÝRT í KJÓLA:
Margskonar efni frá kr. 55,00 í kjól-
inn, áður allt að kr. 240,00, eða yfir
75% afsláttur.
GARDÍNUEFNI
fyrir hálfvirði eða minna.
BUXNATERELYNE
frá kr. 150,00 meterinn.
ÓDÝR SÆNGURFATNAÐUR:
Léreft og damask.
Alnavörumsrkaðurinn
Góðtemplarahúsinu
^fVogue
GARDÍNUBÚÐIN
Sýning á kirkjuteikningum
þeim er verðlaun og viðurkenningu hlutu
í hugmyndasamkeppni þeirri er Áspresta-
kall efndi til fyrir væntanlega kirkju,
verður í Langholtsskólanum. — (Gengið
inn frá Álfheimum).
Sýningin verður opin dagana 6.-11. sept.
kl. 17.30 til 22.00 nema laugardag og sunnu-
dag, þá frá kl. 14.00—22.00.
SAFNAÐARNEFND.
Faðir okkar og tengdafaðir
JÓHANN KR. HAFLIÐASON, húsasmíðameistari
Freyjúgötu 45,
' andaðist að sjúkradeild Hrafnistu 5. þessa mánaðar.
Útförin verður tilkynnt síðar.
Börn og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
GÍSLI SKÚLI JAKOBSSON,
Garðsenda 12,
andaðist 6. september á Borgarspítalanum.
Guðrún Ólafsdóttir.
Edda Gísladóttir.
Guðmundur Eiriksson,
barnabörn og aðrir vandamenn.
• Watusy, Sportdans, Hill-billy samba og
Hoppel-poppel heita nýjustu dansarnir
*
Sigvaldi og Iben dansa watusy. (Ljósm. Þjóðv. vh)
• Um þessar mundir tekur til
starfa nýr dansskóli í Reykja-
vík, Dansskóli Sigvalda, þar
sem kenndir verða allir sam-
kvæmisdansar, barnadansar,
stepp og jazzballett. Skólinn er
rekinn af Sigvalda Þorgilssyni,
sem lauk námi sem danskenn-
ari frá Institut Carlsen í Kaup-
mannahöfn sl. vor, en hann
starfaði sem hljóðfæraleikari
----------------------------------
hvert sem þér farii X ALMENNAR D TRYGGINGAR f
# ferðatrygp n PÓSTHÚSSTHiKTI f Li 8tM1 1f70t
Berja- og
skemmtiferð
Alþýðubandalagið í Reykja-
vík ráðgerir skerfimti- og berja-
ferð á Snæfellsnes helgina 10.
til 11. september n.k. Farið
verður úr Reykjavík kl. 13.30
á laugardag. Ekið út á Snæ-
fellsnes sunnanvert og það
skoðað. Gist í Samkomuhúsinu
á Arnarstapa. Berjatínsla á
sunnudag. Ekið heim fyrir Nes.
— Fargjald kr. 530,00, berja-
tínsluleýfi og svefnpokagjald
innifalið. — Fararstjóri Kristj-
án Jensson. Væntanlegir þátt-
takendur skrái sig í ferðina
á skrifstofu Alþýðubandalags-
ins, Lindarbæ, Lindargötu 9,
kl. 7—5. Sími 18081.
• Með öðrum orðum; ég vt>na
að sem flestir sjái sinn yitjun-
artíma — við fnegum ekki
ganga sofandi að feigðarósi-
(viðtal i ,,Þjöðviljanum‘‘)
um árabil áður en hann sneri
sér að danslistinni og ætti því
að standa vel að vígi hvað
snertir rytma.
Sigvaldi er meðlimur í Terp-
sichore, félagi alþjóðadansara.
Sem annan aðalkennara við
skólann hefur hann fengið
danska stúlku, Iben Sonne,
sem lært hefur við sama skóla
og hann og hefur um árabil
sýnt með ýmsum sýningar-
flokkum í Danmörku. Aðrir
kennarar við_ skólann verða
.Ástriður Johnsen og Erlendína
G. Helgadóttir. Undirleik i
barnaflokkum mun Jóhann
Gunnar annast, en í öðrum
flokkum verða notaðar hljóm-
plöfcur. '
1 viðtali við blaðamenn ný-
lega kvaðst Sigvaldi mundu
kenna eftir heimskerfinu, en
það eru, 10 algengustu dansam-
ir, en auk þess verða kenndir
allir nýjustu tízkudansamir,
sem eru m-a. Hill-billy samba,
sem er nokkurskonar sam-
bland að samba og charlestone,
Hoppel-poppel, skylt jenka og
eftir þann sama, Watusy sem er
með a.m.k. 10 varíasjónum og
er einn vinsælasti táninga<-
dansinn í Bandaríkjunum nú
og uppfundinn þar, og Sport-
dansinn, þar sem líkt er eftir
ýmsum íþróttahreyfingum í
dansinum. Allir þessir fjórir
nýju samkvæmisdansar eiga
það sammerkt, að þeir eru
fijót- og auðlærðir og að þeir
eru hópdansar.
Fyrir þá sem lengra eru
komnir í dansi verða sérsfcakir
flokkar t-d. í keppnisdönsum og
formation-dönsum, þar sem
margir daosa í hóp, eins konar
sýningardansar, en slíkir dans-
hópar fara brátt að verða nauð-
synlegir hér þegar sjónvarpið
tekur til starfa. Þá verða jazz-
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
ballett flokkar og er þegar full-
innritað í þá. Stepp hefur ekki
verið kennt hér um árabil, en
verður nú tekið upp í skóla
Sigvalda.
Skólinn er til húsa í Skip-
holti 70, en auk þess verður
kennt á hans vegum bæði í
Keflavík og Kópavogi.
N.k- sunnudag verður hald-
in danssýning á vegum skólans
í samkomusal hússins Lídó, kl.
3—5 e.h., og verða þar sýndir
flestir þeirra dansa sem kennd-
ir verða við skólann í vetur og
einnig mismunur samkvm-
isdansa og keppnisdansa.
13-15 Við vinnuna.
15.00 Miðdegisútvarp. Erlingur
Vigfússon syngur. Philharíh-
onia leikur Sinfóníu nr. 101
eftir Haydn; O. Klémpérer
stj. Hepsibah og Y- Menuliin
leika Sónötu nr- 7 op. 30 eft-
ir Beethoven.' N. Ghjauroff
syngur aríur úr Sadko, Boris
Godunov og Eugene Onegin.
16-30 Síðdegisútvarp. Sounds
Orchestral-hljómsveitin, O.
Petersen-tríóið, ^A- Kostelan-
etz og hljómsveit hans, M.
Leander og hljómsveit hans,
og C. Terry og Bob Brookney-
er-kvintettinn leika ogsyngja.
18-00 Lög á nikkuna. Myron
Floren, C- Magnante og
hljómsveitin leika.
20.00 Daglegt mál.
20.05 Efst á baugi-
20-35 I. Heandel og A. Holecék
leika Sónötu í g-moll fyrir
fiðlu og píanó eftir G. Tartini-
20.50 Hirðing tanna. Sigurður
Jónsson fcannlæknir flýtur
fræðsluþátt. (Áður útv- 3- des.
í fyrra á vegum Tannlækna-
félags íslands).
21.00 Lög unga fólKsins. Gerður
Guðmundsdóttir kynnir-
22-15 Kvöldsagan; Spánska
kistan, eftir Agötu Christie.
22.35 Guðni Guðmundsson
kynnir ýmis lög og stutt tón-
verk.
23.25 Dagskrárlok-
Orðsending
frá F.Í.B:
Félagsmerkin, — Félags íslenzkra bifréiðaeigénda,
— úr málmi eru nú af-tur fáanleg.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Félag íslenzkra .bifreiðaeigenda.
Sænskur tæknifræðingur
óskar eftir 3—4 herbergja íbúð strax. — Nánari
upplýsingar h'já póst- og símamálastjóminni í
síma 1-10-00.
Póst- og símamálastjómin.
Skrifstofusturf
Karl eða kona óskast sem fyrst til skrif-
stofustarfa. Upplýsingar géfur Eiður Bérg-
mann í síma 17-500, á venjulegum skrif-
stofutíma.
Sendisveinur óskust
Nokkrir sendisveinar óskast nú þegar, hálf-
an eða allan daginn. Þurfa að hafa hjól.
Upplýsihgar hjá Ragnari Ágústssyni i
síma 17-500.
i