Þjóðviljinn - 25.09.1966, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.09.1966, Qupperneq 6
 0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. september lð6fi — Heyrðu. Myndirðu ekki vera tilleiðan- legur til að skipta á honum Grána og henni þessari? Og flissandi ungmeyja er leidd fyrir góðglaðajn hesteiganda. — Honum Grána mínum! Kemur ekki til mála. Ég læt hann Grána minn aldrei. Ekki fyrir nokkum hlut hvorki á himni eða jörð. Hann verður innilegur og allt að því við- kvæmur í röddinni: — Ég hef alið hann Grána síðan hann var ekki stærri en svo sem svona og sjáiði bara hvað hann er fallegur. Hafiði nokkurntíma séð svona fallegan hest strákar? Horfiði bar- asta á hann. Sko þetta hérna og þetta héma og hérna... Hann klappar hestinum á bóginn og annars- staðar þar sem við á. Síðan er skenkt af vasa- pelanum á báða bóga og það er rétt eins og allir þessir karlar eigi hvert einasta bein í hver öðrum. — Svo er sungið: „Það er gaman í Stafnsrétt stundum að staupa sig fram á nótt,.. Fyrsti hluti safnsins kominn yfir ána og rennur til réttar. Réttargestir ræðast við — og taka lagið. Almennt eru Húnvetningar ekki enn mættir til leika. Þeir standa yfir fénu uppi i hlíð- inni, en einn og einn koma þeir niðureftir, rétt til að líta á hvernig Skagfirðingum gangi að vera fullir. — Þeir eru að koma með féð! heyrist hrópað. Og mikið rétt: safnið er allt komið á hreyfingu út hlíðina. Fremst fer þéttur hópur og rennur á allmikiili ferð í stefnu á ár- gilið innst í dalnum og kind- urnar innar í hlíðinni síga einnig í áttina. En þeir eru ekki að koma með féð. Þeir eru að missa það út úr höndunum og nú líða nokkur spennandi augnablik niðri á grundunum, meðan allir hestfærir menn stökkva á bak hrossum 'sínum og þeysa upp- eftir til að komast fýrir strokukindurnar, sem eru laus- lega áætlaðar 15000 talsins! Og nú má líta margan frækilegan sprettinn og það er rétt eins og maður sé orðinn þátttak- andi í kúrekamynd og það er sigað og gelt og bölvað og jarmað og menn og hundar, hestar og fé byltast á sviðinu í einni kös nokkra stund og skriðan er stöðvuð og féð refinur aftur til sinna fyrri haga. Ennþá eru þeir ekki til- búnir að koma með féð og nú þarf að fara að öllu með gát. Safnið er rekið yfir ána, þar sem hún er nokkuð djúp og einhverju sinni fyrir allmörg- um árum var rek'ið of ört út í, sýo að fjárhópurinn stíflaði elfina með þeim afleiðngum að nokkrar kindur fórust. Síðan er féð rekið í gegnum eins- konar ttekt út í ána. Klukkan að verða hálf sex byrja þeir að reka féð ofan eftir, og samstundis og þess verður vart þagna allir söngv- ar og kveðskapur, en fólkið kemur sér fyrir uppá> og utan í barði ofan við réttargrupd- ina. Og fólkið er komið víða að. Við sjáum á bílunum að það er frá Akureyri, úr Skaga- firði, Reykjavík, Kópavogi og úr Árnessýsiu. Vegalögreglan vakir yfir bílstjórunum með tilliti til brennivínsneyzlu meðan knaparnir róla meðal mannfjöldans riðandi í hnakkn- um Og féð er komið að ánni. Á eyrinni undir melbarði halda menn, hestar og hundar fénu í þröngri kvi, en á henni ei> op, sem að ánni snýr og út um það fara kindurnar í ána. Það er talsverður buslugangur og eitt og eit.t lamb hrekst undan straumnum, en nær bakkanum allmiklu neðar - en meginhóp- urinn. Hundarnir sjá um að koma því í röðina aftur. Síðan er myndað aðhald að röðinni alla leið heim í nátthagann. I hálfa klukkustund. streymir féð yfir ána og undir lokin má sjá suma knapana með kind getur séð á hestunum að þeir hafi staðið í stórræðum. Nú er safnazt á girðinguna og hópurinn mældur augum. Flestir eru sammála um að þetta sé með minnsta móti, minna en í fyrra, en í hitteð- fyrra var langmest. Kannski eru þetta ekki nema 12—14 þúsund og nú verður sem fyrr, að þar sem tveir eða fleiri Skagfirðingar hittast, hefja þeir raddaðan söng. Allt í einu er kempulegur eða lamb á hnakknefinu reiða byrði sína yfir ána og sleppa henni þar. Kindin er kannski meidd og lambið þreytt. Hvitt lamb er sett niður á eyrina og stuggað við því. Það hreyfir sig ekki úr sporunum, en ein- blinir upp á hestinn og knap- ann. Það er að velta því fyrir sér, hversvegna þessi stóri hestur og stæðilegi knapi láti sig muna um að reiða það alla leið'heim. Svart gimbrarlamb hleypur á ' móti rekstrinum alla leið að nærri árkvíslinni, en þar er kind að brölta upp á bakkann, en gengur seint. Lambið bíður á bakkanum þangað til kindin er komin upp úr. Þá hættir það að jarma og skokkar létti- lega á eftir móður sinni með hinum kindunum. Og skyndilega er allt búið. Hundarnir eru orðnir hásir, mennimir móðir, en enginn séniver af pottflöskum. Lög- regluþjónar standa við hverja gátt og horfa fumlaust og stillilega á gleðskapinn. í þeirri sveit er líka margur garpurinn. Bóndi úr Skagá- firði sem fyrrum vann sér það til frægðar að brjota af sér öll handjárn suður í Krossiy stendur í aðaldyrunum í lög- reglubúningi. Hann er löngu hættur að brjóta handjárn. Og áður en varir er Björn á Löngumýri genginn í salinn í Hrossastóðið rekið yfir ána. maður í bláum frakka og með hatt kominn upp á réttarvegg- inn að skoða kindur og hross. Allir þekkja Björn Pálsson bónda á Löngumýri, alþingis- mann og útgerðarmann. Ein- hverjir gárungar kalla til hans upp á vegginn og hafa eflaust verið að inna hann eftir fram- gangi bjórmála á íslandi, en Björn bandar frá sér og sinnir ekki óþarfahjali. Leiðin norður dalinn aftur er löng og þar er margur leggja- brjóturinn og þarðasprengirinn, en við komumst klakklaust í Húnaver þegar Ballið er komið vel í gang. Unglingarnir tvista í saln- um eftir Gautum, sem er gam- alreynd hljómsveit í Norður- landskjördæmi vestra. Sumir.af körlunum framan úr réttinni eru mættir á reiðbuxum og svipan stendur upp úr stígvél- unum, en pelinn upp úr rass- vasanum. Unglingarnir knsyfa sama frakkanum og með sama hattinn á höfðinu, og þarna er líka strákur úr Skagafirði, sem Bjöm víkur sér að og spyr um ætt og uppruna. Strákur segir til sín, en kveður síðan ekkí nema sanngjarnt áð Bjþrn segi honum einhver deili á sjálfum sér. — Ég heiti Björn Pálsson. — Nú já. Engu er ég nær fyrir það, segir strákur. — Ætlar þú að segja mér að þú kannist ekki vð Björn á Löngumýri? hváir Biörn hissa svo um munar. Þá rankar strákur við sér og kveður það muni vera þann sama og lét í minni pokann .fyrir Rágnari Arnalds á kosn- ingafundum. Björn verður fár við þessa frégn og segir að Ragnar hafi logið öllu á sig, en það mætti séra Gunnar greyið eiga, að hann lygi ekki nema í Öðru hverju orði. Strákur kvað hann varla mann til að standa við slík stóryrði, en Björn fór burt í fússi. Sem nú Bjöm hverfur í mannhafið, horfir strákur á eftir honum 'hugsi,*en áéfir síðan upp úr eins mapns hljóði: . — Skýrleiksmaðu»;>iJBiÖRSu.vá Löngumýri.'Hann mismælir sig ef hann segir ‘satt! En það eru ekki nema úr- valsmenn, sem verða að þjóð- sagnapersónum í lifanda lífi og einn af þeim er Björn á Löngumýri. Við skulum enda þennan þátt um Stafnsrétt rrfeð einni smásögu af honum: Þegar Björn h'óf útgerð fyr- ir nokkrum árum og hafði lát- ið smíða sér bát á Akureyri, varð honum það fyrst fyrir að hringja í netagerðarmann á Qalvík og spyrjast fyrir um síldarnót. Netagerðarmaðurinn svaraði því til að hann ætti nót á lager. Björn spyr hvað hún sé stór. Hinn svarar að hún sé 45 faðma djúp og 160 faðma löng. „Ertu frá þér maður“ segir þá Bjöm í sím- ann. „Það er ekki til svona langt hús á Skagaströpd.“ Og til þeás að tvær sögur um nútíma búskaparhátt á Skagaströnd týnist ekki frám- tiðinni skulu þær fljóta með sem einskonar eftírmáli: Tveir menn höfðu félágsbú um eina mjólkurkú, en svo kom að því að þeir þurftu'að gefa yfirvöldunum lahdbúnáð- arskýrslu. Kom þá I ljós að annaf kýreigandinn hafði slátrað sínum eignarhluta, en hinn hélt áfram að selja mjólk úr sínum helming eftir sem áður! Maður nokkur þar í plássi átti nokkrar • hænúr, sem voru teknar að gerast rosknar og að mestu hættar að verpa. Hann gerir þær allar höfðinu styttri, en kaupir ungan og frískan hana- í staðinn og selur nú fleiri egg en nokkru sinni fyrr. Þetta þótti að vonum undar- legt, en við rannsókn kom í ljós að varphænur nágrann- anna sóttu mjög í girðinguna til hanans og urpu þar eins og fara gerði. Hanaeigandinn var þá tekinn tali og beðinn að gera ráðstafanir til að þessu héldi ekki áfram, en hann svarar: „Mér kerriur þetta ekk- ert við. Þið skuluð sjálfir passa ykkar hænur!" 4 .. , Greírs og myndir: Grétar Ocfdsson En Stafnsrétt er fremst í Svartárdal í Húnaþingi, þar sem vegurinn endar og fjöllin 'taka við og réttin sú er mest rómuð norðan heiða, því þar koma Skagfirðingar og Hún- vetningar saman og þykir báð- um tilefni til nokkurs fagn- aðar. Meðan gantazt er við hinn hestglaða Skagfirðing og reynt með öllum tiltækum ráðum að losa hann við góðhrossið Grána, hneggjar það sem eftir er af' stóðinu inni í réttinni. Mest af því hefur verið rekið heim. en fjársafnið breiðir úr sér í hlíðinni inn af dalnum. Bráðum verður farið að reka það í nátthagann, sem er stórt afgirt svæði áfast sjálfri rétt- inni. Ekki verður dregið sund- ur fyrr en á morgun, en gangamennirnir liggja hér við í nótt, í tjöldum og torfbyrgi. Það verður glaumur og gleði og skáldfákurinn þaninn eins og Bakkus frekast leyfir. í kvöld verður bali í Húnaveri. Og annar kátur Skagfirðing- ur gengur um meðal manna og flytur þeim kvæði, sem hann hafði ort til forna. Það er ævinlega sama kvæðið, eins- konar stæling á frægu dægur- ljóði um „mærina frá Mexíkó" sem í meðförum skagfirzkrar glettni verður að „merinni frá Miklabæ". Það er mikð kvæði. en eigi tókst mér að nema það á svo skömmum tíma. Það er talað um að féð fari að renna að réttinni klukkan fimm og skagfirzkir söngmenn og æringjar hnappa sig. á grundinni og taka lagið milli þess, sem þeir lyfta pelunum. „Höldum gleðí hátt á loft ...“ og „Nú er hlátur nývakinn blandast ni^inum í Svartá, sem er hógværðin sjálf þarna fram frá. er gaman í Stafnsré

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.