Þjóðviljinn - 25.09.1966, Side 10

Þjóðviljinn - 25.09.1966, Side 10
jg SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. september 1966 I H U S I MÓÐUR MINNÁR Eftir JULIAN GfcOAG um heimimxm fyrir utan. En samt hélt hún áfram að stara út- Hanii gaf henni gætur, beið eftir því að hún sneri sér að honum, en samt vissi hann allan tímann að hann langaði ekki til að standa augliti til auglitis við hana- Hann langaði til að hugsa um morgundaginn — laugardag, notalegan með Louis. Aðeins á mbrgun. Einn einasti morgundag- ur. Díana sneri lyklinum í skránni. Um leið og hún gerði það, rétti Húbert höndina eftir krús- inni og flýtti sér að snúa sér að vaskinum. Mjólkin sullaðist útúr henni og lak niður á hönd hans milli vísifingurs og þumal- fingurs. Hann vissi að hún var líka búin að snúa sér við- — Hvað er að, Díana? Hún hallaði sér upp að Iæstum dyrunum og starði á • hnakkann á honum- — Ekki neitt. Það er ekkert að, Húbert. Með snöggri gusu fossaði kalda vatnið úr krananum, skolaði mjólkinni af hendinni á honum, streymdi niður í krúsina og sendi mjólk og vatn bg skán nið- ur f lúinn botninn á uppþvotta- vaskinum. Hann lét vatnið renna góða stund eftir að krúsin var orðin hrein. Húbert lagði sandpappírinn frá sér á smíðabekkinn og blés rykið af litla skrininu. örsmáar agnimar fuku útúr skugganum af likama hans og út í dansandi sólskinið sem fyllti herbergið- Húbert brosti- Bakvið hann heyrðust raddir Louis og Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 DÖM U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjamargötu 10, IJonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Jiminee, lágróma þar sem þeir vom niðursoknir í að teikna. Hann strauk með þumalfingr- inum yfir flötinn. Hann var slétt- ur og þjáll. Nú var aðeins lokið eftir og svo ætlaði hann að bera olíu á allt saman. Hann var hreykinn af skríninu. Homin féllu nákvæmlega saman og lokið var alveg mátulegt. Þetta var bezti smíðisgripur hans tih þessa- Hann sneri agn- arlitla lyklinum afturábak og áfram — engin fyrirstaða- 34 1 fyrstu hafði þetta átt að vera afmælisgjöf handa mömmu. Skrínið hafði verið hálfsmíðað og legið á smíðabekknum hans í marga mánuði. Nú átti það að vera handa Louis. Allir ætluðu að gefa Louis einhverja gjöf. Húbert tók sandpappírinn og byrjaði á lokinu. Hann varð að hætta klukkan hálfellefu til að fara að kaupa inn. En hann ætl- aði að Ijúka skríninu fyrir kvöld- ið nema að smyrja það- Það tæki tvt> eða þrjá daga í viðbót, en hann var viss um að Louis hefði ekkert á móti því að bíða- Hann stóð kyrr með sandpappír- inn í hendinni. Tveir eða þrír dagar voru einhvem veginn ekki eins hættulega langur tími og honum hafði fundizt í gærkvöld. Þeim væri óhætt í tvo eða þrjá daga. Og auk þess .... hann hafði heitið því rétt áður en hann sofnaði í gærkvöld að hann vildi ekki hugsa um framtíðina — eins og enginn guð væri til- Eins og engin mamma væri. Allt sem náði yfir tveggja til þriggja daga tímabil kom þeim einum við. í huga hans birtist andlit Dí- önu frá því í gærkvöld. Ekki hugsa um hana- Hann nuddaði með sandpappímum eins og til að þurrka minninguna út. Og svo heyrði hann rödd Jiminee. — Hvernig er að eiga pabba? Húbert hélt niðri í 'sér andan- um. — O, ég sé hann nú ekki svt> mikið. Húbert tók í fyrsta skipti eftir því að Louis bar orðin öðru vísi fram en þau gerðu, með allt öðrum raddblæ. — Hann er mikið í burtu. — Hvar er hann þá? — Alls staðar. Hann ferðast. —• F-ferðast? Maður sem ferð- ast? Svona eins og M-marco P-polo? — Nei. Hann selur vörur. Hann á stóra tösku. Það heitir sýn- ishomataska. Hann hefur hana með sér þangað sem hann fer og svo skoðar fólkið sýnishom- in og kaupir. •f- Alveg erns og konan sem selur b-b-bén? — Nei, ég held ekki að það sé svoleiðis. Svo varð þögn og Húbert heyrði aðeins klórið í blýanti Jiminees- — Hvað er þetta? — Það er bj-bjöm. — Það er ekki stór bjöm. — N-nei. — Það er bjarnarungi! — N-nei! Það var sigurhrós i rödd Jiminee. Það er lítil b-bjamarstelpa. Um leið fóru þeir að flissa hástöfum. — Bjamarstelpa! ságði Louis- — Bj-bjamarstelpa! Blýantarnir urguðu aftur. Sjáðu þetta! Niðri sló klukkan hálfellefu. Húbert lagði frá sér sandpappír- inn og fór að draga út skúffuna, þar sem liann geymdi skrínið. — En þó, sagði Jiminee. Þú hefur þó m-mömmu þína. — Mömmu. Jú- — Ég hef séð mömmu þína. Manstu það? — Já. — Við h-hiiðið. Bollan var að s-slá þig. Það var f-fyrsti dag- uiinn þinn. Mamma þín kom að s-sækja þig- — Mér 1-líkar ekki við m-mömmu þína. Húbert greip fast um skínið. — Nei, kom svarið að lokum. Það likar engum sérlega vel við hana. — En þ-þér? Löng þögn. Ekkert heyrðist í blýöntunum. — Nei. Næslrum samstundis fór Jim- Inee að teikna aftur- Jseja, sagði hann. Þú þ-þarft ekki að vera að h-hugsa um það n-núna. — Nei, sagði Louis. Nei, ég þarí þess ekki. Húbert lagði skrínið niður f skúffuna og lokaði henni hljóð- lega. Hann lagði notaða sand- pappírinn efst í pakkann og festi teygjuna utanum. Þegar hann sneii sér við voru Jiminee og Louis alveg niður- sokknir í að teikna. Húbert gekk varlega útúr herberginu til að trufla þá ekki- Hann beið andartak, svo gekk hann niður stigann. Haam vissi að trúlegast var að Elsa væri í stofunni. Þar var hún oftast á daginn nú orðið. Á kvðldin sat hún þar stundum líka án þess að kveikja ljós. 1 forstofunni leit hann á borö- ið- Silfurbakkinn stóð þar fág- aður ög skínandi. , Hann hafði fægt hann fyrir morgunverð í morgun. En það var enginn póst- ur- Ekki einu sinni auglýsinga- pési. ■ Húbert opnaði dyrnar og gekk inn. ; \ Hún var þar. Hann tók eftir snöggri hreyfingu þegar hún faldi eitthvað hvítt sem hún hélt á með því að leggja hendumar yfir það. — Ætlarðu áð koma með út í búð, Elsa? Hann hefði ef til vill átt að berja að dyrum, hugsaði hann- Það var sólskin í stofunni, en Elsa sat þar sem dimmast var. Hjá henni á borðinu var sauma- skrínið hennar. Hún er að sauma, hugsaði Húbert, hún er kannski að sauma eitthvað handa Louis- Hún var áreiðanlega ekki , að stoppa — það hafði hún ekki gert í margar vikur. Hann kreppti tærnar í skónum t>g fann st.óra gatið á tánni. Svona voru allir sokkamir hans og líka sokkar Jiminees og Dun- stans og Willys. Hann andvarp- aðí. — Nei, sagði hún- — Jú, komdu með, Elsa. 1 þetta sinn hafði hún ekki eínu sinni fyrir því að hrista Jiöfuðið. Hann stóð og horfði á íiana andartak- Hann hafði gert sér vonir um að þegar Louis kæmi yrði einhver breyting á henni, þannig að hún yrði aft- ur gamla Elsa. Hann andvarpaði — hann gat ekki verið reiður Elsu. Hann fór aftur fram í and- dyrið. / Hann tók frakkann sinn úr fa.tahenginu í anddyrinu Og hneppti hann vandlega að sér. Síðan bar hann út stóru hjóla- k.örfuna méð löngu stönginni. Hann hafði .keypt hana fyrjr hálfum mánuði, því að annars komst hann ekki heim með all- ar vönimar, þegar það var hann einn sem dró að. Einu sinni [R ÞAD RÉTT að fullorðið fólk geti lært tungumál? Já, það er rétt. — ■ . • Fullorðið fólk á yfirleitt auðvelt með að læra Fullorðinn maður er áhugasamur — hann veit HVERS VEGNA hann er að læra — hann kann að meta góða kennslu, og honum finnst námið undantekningarlaust SKEMMTILEGT. Fullorðinn nemandi er góður nemandi. — Við vitum það. — Við höfum reynsluna. * I Málaskólinn Mímir Brautarholt 4, sími 1-000-4 (kl. 1—7 e.hj. Hafnarstræti 15, sími 2-16-55. > . 4855 — Fisser stekkur á Þórð með hníf í hendi og Silky ætlar að ráðast á hann aftan frá. Þórður stekkur til hliðar og gefur öðrum þeirra svo vel útilátið högg að hann er úr leik í bili, síðan klípur hann um handlegg Fissers, sem öskrar upp og missir hníf- inn til jarðar .... Silky hefur náð sér á meðan og reiðir hnefann til höggs. En það verður vindhögg þar sem Þórður bregður sér eldsnöggt undan. Fisser1 reynir árangurslaust að losna .... allt í einu missir hann jafnvægið og fellur í djúpið. Sjómaður sem siglir framhjá veitir honum eftirtekt. SKOTTA — Ér ungfrú Alheimur 1970 heima? TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" IINDAROATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI i SURETY Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Goít verð. Vérzlunin Ö. L. Traðarkotssundi 3 (móti ÞjóðleiMiúsinu). Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.