Þjóðviljinn - 25.09.1966, Síða 12
Tvennt alvarlega slasað eftir umferðarslys
Elns og Þjóðviljiim skýrði frá
í gær varð alvarlegt bifreið-
arslys skömmu fyrir mið-
nætti f fyrrinótt við brúna
yfir Fífuhvammslækinn í
Kópavogi er bifreið úr Rvik
valt þar út af veginum. Mað-
ur sem var farþegi í bifreið-
inni slasaðist mikið og var
hann' fluttur í slysavarðstof-
una og síðan á Landakots-
spítala. Var hann enn ekki
kominn til meðvitundar er
blaðið átti tal við lögregl-
una rétt eftir hádegi í gær.
Þá varð einnig annað alvar- 9 í gær varð drengur á hjóli
legt bifreiðarslys í fyrrakvöld. fyrir bil en meiddist ekki að
Varð kona fyrir bíl á Suður- ráði.
landsbraut og slasaðist mik-
ið. Var hún flutt í slysavarð-
stofuna og þaðan á Landakot.
Hún var einnig meðvitundar-
Iaus í gærmorgun, er blaðið
átti tal við rannsóknarlög-
regluna.
— 31. árgangur — 217. tölublað.
V 4
i
I
i
i
I
I
I
k
Möguleikar abstraktsins ekki tæmdir
segir Hafsteinn Aust-
mann listmálari í við-
tali við Þjóðviljann.
□ Hæst á Kársnesinu í
Kópavogi stendur kirkjan, og
í skjóli hennar vestan megin
húsið hans Hafsteins, mynd-
arleg bygging á einni hæð í
nýtízku stíl, ræktaður garður
í kring og í horni hans nokkr-
ir klettar, kannski Kastala-
borgirnar gömlu þaðan sem
danskir, soldátar miðuðu byss-
um shram að Árna Oddssyni
forðum.
— Ég byggði húsið mikils
til eigin 'höndum og vinnu-
stofuna alveg, segir Hafsteinn
Austmann listmálari um leið
og hann visar gestum í bæ-
inn. Hafsteinn heldur um
þessar mundir fimmtu einka-
sýningií sína, en hefur marg-
oft sýnt með öðrum, bæði
heima og erlendis. Sýningin
nú er í Unuhúsi, sýningarsaln-
um sem Ragnar í Smára hef-
ur komið upp við Veghúsastíg-
— Vinnustofan er það eina
sem fulllokið er við í húsinu,
meira að segja búið að leggja
parketið í gólfið — það er
egóíð sem ræður. Hér er gengi
ið út í garðinn og útsýni er
gott, ég sé Snæfellsjökul og
til Keflavíkur.
— Þú freistast ekki til að
mála landslag þó þú hafir
þétta útsýni?
— Nei, ég hef svo gaman
af að horfa á landslagið að
ég vil ekki skemma það
með . því að mála það. Ég
byrjaði náttúrlega á að mála
landslag og gerði það fram
að ’51 eða 2, en varð leiður
á því og fór svo smátt og
smátt að mála abstrakt, að
sjálfsögðu líka fyrir áhrif frá
kennurum mínum og af að
skoða sýningar-
Þú . mátt samt ekki skilja
þetta svo að ég hafi eitthvað
á móti landslagsmálverkum,
síður en svo, mér finnst ekki
skipta máli af hverju myndin
er heldur hvemig hún er. En
nú er orðinn svo mikill hraði
á öllú og allir virðast vera
að keppast við að vera ori-
ginal og koma með eitthvað
nýtt og eins og það sé þá
sama hvort það er gott eða
vont, bara ef þeir eru á und-
an að koma með eitthvað
sem ekki hefur komið áður.
Ég tók eftir þessu úti í París
í fyrrasumar, þar var þetta
ógurlega kapphlaup milli gal-
leríanna. En þetta svokallaða
nyja er bara gamalt, þetta
er ekkert annað en ný útgáfá
á da-da-ismanum —. nokkurs
konar sambland af da-da og
súrrealisma. Það skrýtna er
að þetta skuli koma núna,
venjulega kemur svonalagað
eftir styrjaldir.
— Þér finnst þá ekki vera
mikil méining í pop-listinni
svokölluðu?
4— Meining? Nei, ég veit
ekki hvað þeir meina, nema
þeir græði á þessu — eða
kannski eru þeir að reyna að
vekja á sér athygli. Satt að
segja fnnst mér að það væri
alveg eins gott fyrir þessa
menn að setjast niður og
skrifa klámsögur.
— Til eru þeir málarar, ís-
lenzkir meira að segja, sem
hafa látið hafa það eftir sér,
að þeir hafi lært sitthvað af
popplistinni-
— Já, þetta getur kannski
verið til endurnýjunar fyrir
suma og kannski er eitthvað
í þessu hjá þeim þó maður
finni það ekki stra'x. Maður
er orðinn svo gamaldags. Við
erum orðnir hálfgerðir forn-
aldargripir þessir abstrakt-
málarar, sem eru að baksa
við liti, línur og form.
— Hver er ykkar endumýj-
un?
— Ja, hjá mér hefur þetta
orðið hægfara þróun eins og
í Ráðstjórnarríkjunum og eng-
in menníngarbylting eins og
í Kína- Þegar ég kom frá
París 1956 málaði ég hreinar
geómetrískar myndir, reglu-
strikumálverk, en hef svo far-
ið meira út I litbrigði og
lausara form.
— Hvers vegna?
— Því geri ég mér ekki
grein fyrir. Þetta hefúr komið
svona smátt og smátt Ég geri
mér alls ekki grein fyrir því
hvers vegna ég er að mála
yfirleitt og eftir hverja sýn-
ingu hugsa ég: nú snerti ég
ekki við þessu framarþ En
áður en ég veit af er ég byrj-
aður að nudda þetta aftur.
— Mér finnst litirnir lika
hafa breytzt hjá þér. Þeir eru
orðnir dekkri.
— Já, maður verður þung-
lyndur á að byggja!
— Fyrst þú minnist á bygg-
ingar, — er hægt að lifa á
þvi að vera listmálari?
— Nei enganveginn.
— Þú átt þó orðið hús-
— Ég skulda hús. Nei, flest-
ir verða að vinna eitthvað
annað með þessu. Ég kenni
teikningu hérna við Kársnes-
skólann. Við erumeöll í skól-
anum fjölskyldan, konan
kennir þar líka og dæturnar
stunda þar sitt nám- Það er
að mörgu leyti gott að kenna
teikningu þó að það væri
kannski æskilegt að þurfa
ekki að gera það, og ég held
að ég hafi lært alveg jafn
mikið af krökkunum og þau
af mér.
— Áttu ekki í neinum erf-
iðleikum með að fá þau til að
vinna?
— Nei, það eru allir krakk-
ar góðir í teikningu, þau hafa
þetta frumlega enn í sér. Ég
skal segja þér það, áð ef ég
lendi á óþekkum bekk, þá
hóta ég stráx um haustið að
berja þau ef þau verði ekki
góð og er þá þannig á svipinn
að þau trúa því. Að vísu
•stakk einn strákurinn uppí
rriig: nei, það má ekki, kenn-
ari, það er babnað- — En það
er nú kannski bezt að þú
• skrifir senr minnst um þetta.
Ekki veit ég hvernig foreldr-
unum lízt á!
— Hvar lærðir þú sjálfur
að mála?
:— Ef þetta á að vera ævi-
saga er bezt að byrja á því- að
ég er fæddur á Ljótsstöðum í
Vopnafirði og borinn í poka
til skips á. fyrsta arinu og
sendur suður á land til
Stokkseyrar, þar skildu for-
eldrar mínir og ég fluttist þá
upp í Hrunamannahrepp og
var, þar til átta ára aldurs,
en síðan til Reykjavíkur og
var á veturna í þænum en
úti á landi á surnrin. Eitt og
hálft ár var ég á Vopnafirði
og þar var ég algert séní, því
Austfirðingar eru svo hljóð-
villtir að þeir eru alltaf að
hugsa um hvort þeir ættu að
skrifa e með punkti eða e
með gati. Þarna stóð ég mig
vel, en síðan hefur mér alltaf
farið aftur..1.
I . Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar hafði ég góðan teikni-
kennara, Skarphéðin Haralds-
son, og það sem ég kann í
vatnslitun á ég honum að
þakka. Hið eiginlega nám
byrjaði ég í Frístundamálarar
skólanum, þar var ég eitt ár,
en fór svo í Handíðaskólann
1952—54 og síðan þess'a venju-
legu leið til Parísar, þar sem
ég var veturinn 55—6- Síðan
hef ég haldið mig á mottunni
þangað til í fyrra að við
hjónin gerðum víðreist og
ferðuðumst um mikinn hluta
Evrópu, vorum m.a. tvo mán-
uði í Róm á vegum Nordisk
Kunstforbund Dg höfðum þar
íbúð.
— Lærir málari mikið á að
fara á söfn og sýningar og
skoða myndir annarra?
— Alveg eindregið. Maður
lærir mikið á að sjá bæði góð
og slæm málverk, jafnvel
ekkert síður þau slæmu. Þá
eykst iíka sjálfstraustið! Ég
held að ég hafi lært mest,
þennan vetur sem ég var úti
í Frakklandi við að skoða
sýningar og söfn-
— Af hvaða málara íslenzk-
um hefurðu helzt lært?
— Þessu get ég ómögulega
svarað. Ef ég nefndi einhvern
sérstakan mundi honum
kannski þykja skömm til
koma, en hinn myndi svo
kannski móðgast sem ég
nefndi ekki.
— Segðu mér eitt._ hefur þú
einhvem tilgang sem málari,.
einhvern boðskap að flytja?
— Nei, biddu fyrir þér!
Þetta er hreinn egóismi. Mað-
ur málar bara fyrir 'sjálfan
sig. Þetta er ekkert annað en
ávani að mála, eitthvað svip-
að og alkóhólisti sem ekki
getur hætt að drekka. Ég
mála alltaf eitthvað á hverj-
um degi og er með margar
myndir í takinu f einu.
— Ertu fljótur?
— Nei, ég er mjög- lengi
með hverja mynd. Stundum
fer ég að sofa á kvöldin,
harðánægður með myndina,
en morguninn eftir sé ég að
hún er ómöguleg og byrjg þá
að mála yfir hana aftur. Það
er erfitt að meta verk sjálfur.
— Áttu nokkra eilífðar-
mynd?
— Jú, segir Hafsteinn og
dregur fram eina, sem hann
er búinn að mála yfir svo oft
að sumir fletimir eru orðnir
upphleyptir- Hann segist hafa
byrjað á henni 56 og dundað
við hana öðru hverju fram til
62 en ekki snert við henni
síðan.
— Þegar maður sér þessa
við hliðina á hinum, verður
breytingip Jijá þér greinilegri.
— Já, ég er hættur við
þetta geómetriska abstrakt og
kominn út í, eigum við
kannski að kalla það róman-
tískt abstrakt. En abstrakt er
það og ég get ekki séð, að
þeir möguleikar séu tæmdir.
— Verður listamaðurinn
ekki. alltaf að vera að endur-
nýja sig?
— Ef hann vinnur heiðar-
lega bg hefur eitthvað að
segia þá endurnýjast hann af
sjálfu sér, — hann barf ekki
að taka stökkbreytingum til
hess- En maðúr málar aldrei
sömu myndina aftur. — vh
I *
Seljum næstu daga
fjölmargar gerðir af kvenskóm úr léðri fyrir
kr. 298 og kr. 398. Þar með seljum við
nokkurt magn af götuskóm kvenna með
gúmmísóla fyrir kr. 398.
SKÓYAL
Austurstræti 18
I
!
i
!
!
Seljum á morgun og næstu daga
Vinnuskó karlmanna
\
með nylon og gúmmísóla. Verð: kr. 398 og 450
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Lawgravegi 100.
/