Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 3
PSsnmtmdagiar 13. oktfíber »98 — ÞáÓBVEtJTSRS —SteA 3 1964 hefði verið hægt að semja um frið í Vietnam en USA voru andvíg Þingmaður brezka Verkamannaflokksins hefur það eftir Ú Þant sem segir að Hanoi hafi þá viljað viðræður, en Bandaríkin verið ófús Stríðið í Bandaríkjunum gmp LONDON og NEW YORK 12/10 — Einn af þingmönnum brezka Verkamannaflokksins, John Mendelsohn, hefur skýrt frá því í sjónvarpsviðtali að stjóm Norður-Vietnams hafi fyrir milligöngu Ú I>ants, framkvæmdastjóra SÞ, ájið 1964 lýst sig fúsa til að hefja samningaviðræður við Banda- ríkin, en stjórn Bandaríkjanna hafa í fyrstu hunzað mála- miðlun Ú Þants og síðan hafnað viðræðum með öllu. Mendelsohn hefur eftir Ú Þant að Bandaríkjastjórn hafi látið hjá líða í sex vikur að svara tilboð- inu um samningaviðræður, en hafi að lokum hafnað því. Hann segir að Ú Þant hafi sagt sér og flokksbróður sínum, Arthur Blenkinsip þetta þegar þeir ræddu við hann í Bandaríkj- unuin fyrir skömmu. — Ú Þant sagði mér svo að ekki varð um villzt að hann hefði haustið 1964 undirbúið samningaviðræður og fyrir milli- göngu vinveitts stórveldis komið áleiðis boðskap til Ho Chi Minh, forseta Norður-Vietnams. Hann fékk jákvæðar undirtektir inn- an þriggja vikna, sagði Meridel- sohn og bætti við að Ú Þant hefði þá byrjað undirbúning að viðræðum sem fara skyldu fram í Rangún í Burma. Ú Þant fékk Adlai Stevenson, sem þá var aðalfulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um til að koma þeim skilaboð- um til Bandaríkjastjórnar að stjóm Norður-Vietnams væri reiðubúin til samninga. — í sextán vikur, ég hef þetta erðrétt eftir Ú Þant í viðtali Eáris við mig, — kom ekkert svar. 1 17. vikunni kom neikvætt svar frá Washington, sagði Mendelsohn í viðtali við brezka sjónvarpsfélagið ITV. Frekari staðfesting. Þessi frásögn hins brezka þing- manns hefur vakið athygli þótt hún sé í rauninni aðeins frekari staðfesting á því sem lengi hef- ur verið ú allra vitorði. Margar heimi'ldir eru fyrir því að stjórn Norður-Vietnams lýsti sig reiðu- búna til samninga við Banda- ríkjastjóm, ekki aðeins haustið 1964, heldur einnig í fyrravor. Hinn kunni bandaríski sjónvarps- maður Eric Severeid, sem var náinn vinur Adlais Stevensons, hefur skýrt frá því að Steven- son hafi sagt sér skömmu áður en hann varð bráðkvaddur að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með hinar neikvæðu undirtektir í Washington undir málamiðlunartilraun Ú Þants. Couve de Murville, utanríkis- ráðherra Frakka, vék að því ný- lega á fundi með blaðamönnum f New York að stjómin í Hanoi hefði reynzt fús til viðræðna áður en Bandaríkin hófu loftá- rásir sínar á Norður-Vietnam. w setur verkbann á kennara 20.000 kennurum bannað að vinna vegna þess að um 1.300 þeirra hafa boðað til verkfalla STOKKHÓLMI 12/10 — Sænska ríkið hefur nú ákveðið að setja verkbann á 20.000 kennara sem eru í kennarafé- lagipu SACO sem gagnráðstöfun vegna verkfalla sem fé- lagið hefur boðað til. 1.300 kennarar og rektorar við menntaskóia 1 Stovkhólmi. Málm- ey. og Lundi lögðu niður vinnu í gær til að '.'mæla, þeirri ákvörðun menntamálaráðuneyt- isins að skólaárið skyldi lengt um éina viku og kennarar auk þess kenna á námskeiðum tvær vikur af sumarleyfi sínu. Verkbannið nær til bæði ung- lingaskóla og æðri skóla, lækna- og tannlæknadeilda háskólanna, verzlunarskólans í Gautaborg. tækniháskóla, landbúnaðarhá- skóla og margra annarra mennta- stofnana sem um hálf miljón Boume^enne ekki sammáta Tító um lausn í Vsetnsm BEKGRAD 12/10 — Sagt er að ágreiningur hafi komið upp í við- ræðum þeirra Títós og Boumedi- ennes, forseta Alsírs. sem nú er í opinberri heimsókn í Júgóslav- íu. Serkir eru sagðir hafna þvf að taka þátt í ráðstefnu leiðtoga Júgóslavíu, Egyptalands og Ind- lands sem halda á í Nýju Delhi og fjalla á um Vietnam. Haft er eftir Boumedienne að eina lausn- in sem kbmi til greina í Vietnam sé sú að Bandaríkjamenn verði á brott þaðan. en Tító er sagður telja það óbilgjarna afstöðu. nemenda stunda nám við. Reynt verður þó að láta kennara sem ekki eru i SACO halda áfram kennslu, og einnig verða eldri nemendur beðnir um að kenna þeim yngri. Meðal kennaranna sem lögðu niður vinnu í gær var eiginkona Erlanders forsætisróðherra. Brown boðið til Sovétríkianna NEW YORK 12/10 — George Brown, utanríkisráðherra Bret- lands, ræddi í gær við Gromiko í New York og skýrði að fundi þeirra loknum frá því að sam- komulag hefði orðið um að hann kæmi til Moskvu upp úr áramót- Aðspurður kvað hann þetta vera á allra vitorði — og er reyndar talið víst að það „vinveitta stór- veldi” sem Ú í>ant nefndi í við- talinu við brezka þingmanninn hafi verið Frakkland. „Friðaráætlim“ Browns. Brown, utanríkisráðherra Bret- lands, hélt í gær fyrstu ræðu sína á allsherjarþingi SÞög lagði, eins og búizt var við, fram til- lögur sínar til að auðvelda samn- ingslausn í Vietnam. — Það er engin — og ætti reynd- ar heldur ekki ' að vera — nem hemaðarlausn á Vietnamdeilunni, sagði hann. Við teljum að eina færa leiðin sé pólitísk samnings- lausn, bætti hann við og sak- aði stjóm Norður-Vietnams um að koma í veg fyrir slíka lausn. Stjórnin í Saigon er enn að klofna Sex ráðherrar báðust lausnar en hefur enn ekki verið veitt lausn SAIGON 12/10 — Enn ein stjórnarkreppan er í uppsigl- ingu í Saigon. Sex eða jafnvel sjö af ráðherrum Saigon- stjórnarinnar hafa beðizt lausnar, en Ky hershöfðingi, for- maður stjórnarinnar, hefur enn ekki viljað taka lausnar- beiðnir þeirra til greina. Fréttir af þessari nýju stjórn- arkreppu eru ekki vel ljósar, enda öll skeyti sem segja frá henni ritskoðuð, en $vo virðist sem um sé að ræða átök milli manna sem upprunnir eru í Suð- ur-Vietnam og annarra sem komnir eru úr norðurhluta landsins. Allir nema einn þeirra sex ráðherra sem vitað er með vissu að beðizt hafi lausnar eru sunnanmenn, en Ky hershöfð- ingi og margir annarra helztu ráðamanna í Saigonstjórninni eru ættaðir að norðan og flutt- ust fyrst suður eftir ósigur Frakka fyrir þjóðfrelsishernum. Beint tilefni afsagnanria mun hafa verið það að æðsti emb- ættismaður félagsmálaráðuneyt- isins var handtekinn fyrir skömmu og sagði þá ráðherra hans af sér, en síðan báðust hinir lausnar. Sjöundi ráðherr- ann sem talið er að hafi sótt Óvæntar tillögur Herberts Wehners HAMBORG 12/1(» — í viðtali sem v-þýzka tímaritið „Pano- rgma“ birtir við Herbert Weh- ner, einn helzta leiðtoga sósíal- demókrata, leggur hann til að stofnað verði til efnahagsbanda- lags milli þýzku ríkjanna án þess að nokkrar breytingar verði gerðar á stjórnskipan þeirra. Bandalagið ætti t.d. að ná til sameiginlegrar notkunar á orku- lindum, sameiginlegs lánakerf- is og gjaldeyrismála. Þessar til- lögur þykja sæta nokkrum tíð- indum því að Wehner hefur jafnan verið einn harðasti and- stæðingur kommúnista í sósíal- demókrataflokknum •— enda gamall kommúnisti sjálfur. V um lausn frá embætti er efna- hagsmálaráðherrann sem er einn þéirra sem áttu að taka þátt í fundinum meö. Jöhnson forseta síðar í mánuðinum. CHICAGO 12/10 — Mikift lögreglulið var í nótt sent til blökku- mannahverfis í Chicago eftir að slcgið hafði í bardaga þar milli unglinga og Iögreglumanna. Skipzt var á skotum og fengu 15 ára gamall blökkupiltur og hvítur lögrelumaður skotsár. Um 40 ungling- ar voru handteknir. Ekki er vitað um upptök óeirðanna, en róstu- samt hefur verið lengi í Chicago eins og í mörgum öðrum banda- rískum borgum. — MYNDIN er f-rá óeirðunum sem nýlega urðu í San Francisco eftir að lögreglan skaut 16 ára blökkupilt til bana- Flóð valda miklu tjéni í Alsír ALGEIRSBORG 12/10 — Mikil flóði. hafa orðið í suður- og vest- urhéruðum Alsír, ein þau mestu í manna minnum, og er talið að a.m.k- 50 manns hafi látið lífið í þeim. Mikið tjón hefur orðið á mannvirkjum. Hafrannsóknaráð skortir fé KHÖFN 12/10 — Alþjóðlega haf- rannsóknaráðið lauk ársfundi sínum í Kaupmannahöfn í dag og var einkum fjallað um bág- borinn fjárhag ráðsins og ráð- stafanir til að bæta hann. Leit- að verður til allra sextán að- ildarríkjanna, en ísland er eitt þeirra, að auka fjárfsgmlög til ráðsins. „N. Y. Times“ lýsir Vietnam-stefnu Johnsons „Ég skal lemja þig sundur og saman, síðan vona ég að 1fið getum spjallað saman" ,/New York Times" sagði í forustugrein í síðustu viku, daginn eftir að Johnson forseti hafði haldið fund með blaðamönnum, að láðst hefði að bera fyrir forsetann þá spumingu sem mestu máli skipti: — Geta Bandaríkin haldið áfram að magna stríðið í Vietnam, að búa sig undir enn harðara stríð næsta ár og um leið komið á friðarviðræðum við Hanoi? Blaðið segir að meginatríði f Vietnamstefnu Bandaríkjanna, einsog þau voru túlkuð af Goldberg á þingi SÞ, séu að vísu enn i fuÚu gildi, en vandinn sé sá að Johnson segi í rauninni við andstæðingana i Vietnam: — Ég ætla ekki að ganga af ykkur dauðum, en ég skal lemja ykkur þar til þið eruð milli heims og helju („beat you within an inch of your Iife“), og sfðan vona ég að þið fáist til að setjast við sama borð og við hinir til að spjalla um frið. Og vandinn er, segir blaðið, hvort hægt er að ætlast til að þeir sem þannig er talað við trúi á tilboð um viðræður og samninga. — Friðartal að viðbættum hernaðaraðgerðum jafngildir ekki æv- inlega friðsamlegri lausn, segir „New York Times“. — Trúi Hanoi ekki á yfirlýsingar Bandaríkjanna, er ekki nóg að Washington segi að Hanoi hafi á röngu að standa, bætir blaðið við og leggur á það áherzlu að hætta verði öllum loftárásum á Norður-Viqtnam. Landsíminn óskar að ráða laghent fólk til teiknistarfa. — Umsækj- endum verður séð fyrir undirstöðukennslu m.a. á fyrirhuguðu námskeiði hjá Iðnskólanum. Vinsamlega hafið samband sem fyrst við Áma Sveinbj örnsson á Teiknistofu Landsímans í síma 239 gegnum 11000. Póst- og símamálastjórnin, 12. október 1966. Ný þjónusta við bifreiðaeigendur Við höfum opnað söludeild fyrir notaðar bifreiðir í húsakynn- um okkar að Laugavegi 105 — (inngangur frá Hverfisgötu). — Við munum taka í umboðssölu nýlegar og vel með farnar bif- reiðir. — Bifreiðimar verða geymdar innanhúss og verður þeim haldið hreinum að innan sem utan. Þér eigið kost á margs konar bílaskiptum. Þér getið skipt um tegund, árgerð eða lit eftir yðar óskum. FORD UMBOÐSÐ SVEINN EGILSSON H.F. Laugavegi 105. — Símar 22466 — 22470.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.