Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. október 1066 — ÞJÓBVILJINN — SlÐA g Nýtt hótel opnað á Höín í Hornafírði Hótelstjórarnir Arni Stefáns- son (til vinstri) og Þórhallur Dan Kristjánsson. 2 umsækjendur Umsóknarfresti um prófess- orsembætti í lögfrædi við Há- skóla Islands lauk 10. þm. Um- sækjendur um embættið eru: Lúðvfk Ingvarsson, fyrrv- sýslu- maður, og Þór Vilhjálmssun, borgardómari- (Frá menntamálaráðuneytinu) Kosnar fasta- nefndir Alþingis Stuttlr fundir voru í samein- uðu þingi og í þingdeildum í gær og var ekki annað á dag- skrá þeirra en kosning fasta- nefnda þingsins. Urðu litlar breytingar á nefndaskipan frá síðasta þingi. • Orðuveitingar • Forseti íslands hefur í dag sæmt eftirgreinda menn ridd- arakrossi hinnar íslenzku fálka- orðu: Árna Snævarr, verkfræðing, fyrir stðrf á sviði verkfræði- legra framkvæmda. BjSm Tryggvason, skrifstofu- stjóra. fyrir störf að bankamál- upi- Erlend Einarsson. fram- kvæmdastjóra, fyrir störf í þágu íslenzkrar samvinnuhreyf- ingar. Pétur Daníelsson, hótelstjóra, fyrir störf að veitingarekstri og gistihúsamálum. Reykjavík 12. okt, ’66. Orðuritari. Höfn, Hornafirði, 7. okt. 1ÍKÍ6. 1 dag var tekið í notkun nýtt hótel á Höfn í Homafirði. For- ráðamenn hótelsins, þeir Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson buðu fréttamiinn- um til morgunverðar um leið og þeir skýrðu frá gangi mála við íramkvæmdir þessar. Það var 17. maí 1965 sem hafizt var handa um byggingu hússins, en það er 450 ferm. að grunníleti og 3600 rúmm. að rúmmáli, tvær álmur, önnur fyrir veitingarekstur á tveimur hæðum, en hin fyrir gistiher- bergi á þremur hæðum. I dag var semsagt tekinn í notkun sá hluti sem tilheyrir veitingarekstrinum, en gisti- álman verður að öllu forfalla- lausu tilbúin íyrir næsta sum- ar. Veitingasalurinn, sem er á efri hæð, er einstaklega bjart- ur og vistlegur, klæddur viðí, en teppi eru á mestum hlu’.a gólfs, nema á dálítilli skák, sem nota má sem dansgólf., Húsgögnin í sal eru smíðuð hjá Sólóhúsgögn og stólar sér- staklega teiknaðir fyrir þetta hús. Veitingasalurinn riámar 100 manns í sæti. Til gamans skal þess getið, að óvíða mun vera fegurri útsýn úr veitingasal en hér. Á efri hæð eru, auk veitinga- salar, forsalur og eldhús- Har- aldur Pétursson bryti, sagði okkur að eldhúsið með þeim á- höldum sem þar eru, væri eitt það fullkomnasta sinnar teg- undar. Heildverzlun Jóns Jó- hannssonar hefur flutt inn all- an eldhús- og borðbúnað frá Þýzkalandi. Á neðri hæð salarálmu er rúmgóð forstofa og snyrtiher- bergi, auk þess sem þar eru kæliklefar og geymslur. Eins og áður segir, er gisti- álma ekki ennþá fullgerð, en þar verða 20 eins og tveggja manna herbergi, en auk þess hefiur sú álma möguleika til stækkunar. Maggi Jónsson arkitekt í R- vík teiknaði húsið en Þorgeir Kristjánsson Höfn var yfir- smiður. Sveinbjörn Sverrisson hefur lagt hita og loftræsti- kerfi, Bjöm Gíslason séð um rafmagnsvinnu, og Ragnar Bjömsson um múrverk. Kostn- aður við þessar framkvæmdir mun nú vera 7,6 miljónir kr. Það er hlutafélagið „Höfn“, sem á og rekur hótelið en það heitir Hótel Höfn. Með þessari byggingu verður hér fyrsta flokks aðstaða til gestamóttöku og munu ferða- skrifstofurnar nú vera farnar að tryggja sér gistingu fyrir ferðamenn á sumri komanda. — Þorsteinn. Veitingasalnrinn í Hótel Höfn , Haraldur Pétursson bryti. Hótel Höfn, Hornafirði. Danskennsla í barnaskólun- um ber ágætan árangur í ályktun, sem gerð var á aðalfundi Danskennarasamb. íslands fyrir nokkru, er því fagnað hversu vel skólastjórar bamaskólanna hafa tekið þeirri nýbreytni, sem sambandið kom á framfæri á sínum tíma í sambandi við danskennslu 12 ára gamalla barna í skólum. Kennarar D.S.l. hafa sl. vetur kennt í þeim skólum, sem um slíka danskennslu hafa beðið, og eru mjög ánægðir með ár- angurinn. Þá lýsti aðalfundurinn óá- nægju sinni yfir því, að er- lendir danskennarar hafa kom- ið til landsins án þess aðleggja fram vottorð um kunnáttu sína. Eins fanst fundarmönnum lítið heyrast og sjást til Listdans- skóla Þjóðleikhússins. 1 stjóm Danskennarasam- bands Islands eru nú Edda Scheving, Heiðar Ástvaldsson, Hermann Ragnar Stefánsson, Ingibjörg Björnsdóttir og Sig- ríður Ármann. ,Heimili og skóli' — í aldarf jórðung Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn á Ak- ureyri 3. okt. sl. 1 upphafi fundar minntist formaður lát- inna félaga, þeirra Áma Björnssonar, Egils Þorláksson- ar og Einars Sigfússonar. Vott- aði fundurinn minningu þeirra virðingu. Nú eru 25 ár liöin síðan blað félagsins „Heimili og skóli“, var stofnað, en Hannes J. Magnússon fv. skólastjóri hef- ur verið ritstjóri þess frá trpp- hafi og skrifað í það fjölmarg- ar greinar. Snoiri Sigfússon f.v. skólastjóri og námstjóri, sem þá var formaður Kennara- félags Eyjafjarðar og mun hafa verið einn aðalhvatamaður að stofnun blaðsins, segir í a- varpxsoi’ðum fyrsta tölublaðs á þcssa leið: ,,Það er mála sannast, að oft er þörf, en nú er nauðsyn á því að glæða og dýpka skiln- ing manna á vandamáljUm uppeldis, að efla þjóðræktar- og þegnskaparhugann, og auka og treysta samstari heimila og skóla til þess að ala upp dreng- skaparmenn og batnandi. Hætt- ur samtíðar vorar kalla alla góða Islendinga til starfa a þennan vettvang. Og því er það, að K.E. hefur ásett sér að gera þessa tilraun, og sendir nú þetta litla rit út í þeirri von, að því verði veitt brautar- gengi og að því auðnist að verða vísir að miklu stæira pg betra riti, sem ætti fyrir sér^ að komast inn á hvert heimili í landinu“. Blaðið „Heimili og skóli“ er nú keypt um land allt og stuðl- ar að auknum kynnum for- eldra á skólastarfi og uppeldi. Það flytur á hverju ári fjöl- margar greinar og erindi ís- lenzkra og erlendra skólamanna, ásamt viðtölum og margskonar öðru efni. Árgangurinn kostar aðeins 70 krónur og koma út 6 hefti á árL I náinni framtið er hugmyndin að gera tilraun til frekari útbreiðshx blaðsins. Á aðalfundinum voru sam- þykktar eftirfarandí tillögur: „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar haldinn á Akureyri 3. okt. 1966, skorar á fræðslu- málastjórn, að nú þegar verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að fastri sálfræðiþjónustu verði komið á, á Norðurlandi, svo fljótt sem veröa má“. „Aðalfundur Kennaraféiags Eyjafjarðar, haldinn á Akur- eyri 3. okt. 1966, skorar á fræðsluyfirvöldin, að þau hlut- ist til um, að talkennari verði fenginrx til að halda námskeið fyrir málhölt börn á Norður- landi, 1 — 2 mánuði á vetri og haf! kennarinn aðsetur á Akureyri. Þess er vænzt, að fyrsta námskeiðið geti hafizt á kamandi vetri“. Þá var samþykkt tillaga þess efnis, að stjóm félagsins beitti sér fyrir því, að sendur yrði kennari utan, er kynnti sér kennslu í hjálparskólum. Fé- lagið reyndi eftir mætti að styrkja hann til náms og leit- aði eftir styrkjum hjá öðrum samtökum til þess að hægt væri að hrinda þessu máli í framkvæmd hið allra fyrsta. í sambandi við fundinn var haldið námskeið í starfrænni kennslu og var aðal leiðbeinand- inn Sigurþór Þorgilsson kenn- ari í Reykjavík. Þar fluttuer- indi námstjórarnir: Öskar Hall- dórsson, Stefán Ólafur Jóns- son og Valgarður Haraldsson. Nómskeiðið hófst 30. sept. og lauk 3. okt. Sóttu það 46 kenn- arar og er það sem næst 66 prósent af föstum starfandi barnakennurum við Eyjafjörð. Mikið var rætt um breyting- ar á einkunnagjöf, nýjar kennsluaðferðir og hjálpargögn. Kennarafélag Eyjafjarðar hef- ur oft stofnað til námskeiða fyrir félagsmenn sína og með því leitazt við að flytja þeim helztu nýjungar í skólamálum, sem efstar eru á baugi hverju sinni. Stjóm félagsins skipa nú: Form. er Indriði Úlfsson, yfir- kennari, gjaldkeri: JóhannSig- valdason kennari og ritari Edda Eiríksdóttir kennari. t. nóv. dagur frímerkisins Dagur frímerkisins 1966 vérð- ur að þessu sinni 1- nóvember n.k- Verður þá sérstakur dag- stimpill í notkun á póststof- trnni í Reykjavík. Skólum á Selfossi gefin sjónprófun- artæki nýlega Síðastliðinn fimmtudag af- hent.i form. Láonsklúbbs Sel- foss, Öskar Jónsson, skólastjór- um bama- og gagnfræðaskól- anna á Selfossi, amerískt sjón- prófunartæki, sem gjöf frá klúbbnum, til notkunar í skól- unum. Félagar klúbbsins á Selfossi söfnuðu fé til kaupa á sjón- prófunartækjunum með blóma- sölu, er var mjög vel tekið af almenningi. Tækin kostuðu rúml. 21.000,00. Skólastjóri barnaskólans, Leif- ur Eyjólfsson, þakkaði gjöfina fyrir hönd skólanna. ■ RAMBIIR AMCRICAN ARGCRB1967 Við birtnm hér tvær myndir af nýjustu árgrerð, 1967, af Rambler American bifreiðum og sleppum öllum frekari lýsingum í orðum, látum myndirnar einar nægja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.