Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 13. október 1966.
Otgefaudi: Samein ingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Suðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Sími 17-500 (5 IfnuiD- Askriftairverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 7.00.
Þögn Geirs
jí tilefni a'f umræðum og blaðaskrifum um ifjár-
hagsöngþveiti borgarsjóðs Reykjavíkur hefur
Geir Hallgrímssyni borgars'tjóra þótt hlýða að á-
saka Kópavogskaupstað um vanskil við borgaryf-
irvöld Reykjavíkur. Hafa í því sambandi verið
nefndar 3—4 milj. kr. og hefur borgarstjórinn
hneykslazt á þessu í umræðum í borgarstjóm og
einnig látið Morgunblaðið ráðast á Kópavogskaup-
stað. Hins vegar hefur Geir borgarstjóri ekki séð
neina ástæðu til að minnast á viðskipti ríkisins
og borgarsjóðs Reykjavíkur, og engar ásakanir
birzt hvorki í ræðum borgarstjóra né í Morgun-
blaðinu á hendur ríkissjóði um vanskil við Reykja-
víkurborg. Ekki er þó ólíklegt að borgarstjórinn
hefði átt kost á að firina þar haldbe'tri afsökun
fyrir fjárhagsvandræðum og vanskilaskuldum
borgarsjóðs Reykjavíkur heldur en hjá því ná-
grannabæjarfélagi, sem árum saman hefur orðið
að taka við mestallri fólksfjölgun í Reykjavík og
láta því fólki í té þá aðstöðu og þjónustu, sem
borgarstjórnaríhaldið í Reykjavík hefur gefizt upp
við og svikizt um. Kópavogskaupstaður hefur
byggzt örar en nokkurt annað bæjarfélag á íslandi,
og fyrst og fremst af fólki, sem hrakizt hefur- úr
Reykjavík vegna lóðaskortsins, sem er afleiðing af
skipulagsleysi og óstjórn íhaldsins. Þetta hefur lagt
Kópavogskaupstað þyngri byrðar á herðar í lóða-
undirbúningi, skólabyggingum og hvers konar
annarri þjónustu, á skömmum tíma, en nokkru
öðru bæjarfélagi í landinu.
'C’n hvemig standa þá skil ríkissjóðs við Reykja-
víkurborg og hvers vegna þegir borgarstjórinn
um þau þunnu hljóði, þrátt fyrir vandlega leit að
orsökum og afsökunum fyrir fjárhagsöngþveiti
borgarsjóðs? Við síðasta reikningsuppgjör skuldaði
ríkið Reykjavíkurborg 36 milj. kr. vegna ógreiddra
en gjaldfallinna framlaga til skólabygginga og heil-
brigðisstofnana og íþróttasjóður ríkisins skuldaði
borgarsjóði á sama tíma 18,1 milj. vegna ógreiddra
en gjaldfallinna framlaga til íþróttamannvirkja,
eða samtals 54,1 milj. kr.
i þessa staðreynd um skuldir ríkisins við borg-
■**• arsjóð var bent í umræðunum í borgarstjórn
s.l. fimmtudag og borgarstjóra talið skyldara að
gefa borgarstjórninni upplýsingar um þessar tug-
miljónaskuldir ríkisstjómar Sjálfstæðisflokksíns
og Alþýðuflokksins við borgarsjóð en að vera með
lágkúrulegar dylgjur um Kópavogskaupstað. Borg-
arstjóri var spurður hvort honum héfði tekizt að
innheimta þessa miklu skuld ríkissjóðs og íþrótta-
sjóðs, eða hvort hún hefði ef til vill aukizt enn á
þessu ári. Af einhverjum ástæðum skaut borgar-
stjórinn sér undan að svara þessari mikilvægu
fyrirspurn. Verður því að álykfa að vanskilaskuld
ríkisstjómarinnar við borgarsjóð hafi sízt minnk-
að á árinu heldur fremur vaxið. Væri ekki nær fyrir
Geir borgarstj. að ganga heldur rösklegar að verki
en hingað til við rukkunarstarfið á hendur flokks-
bróður sínum Magnúsi frá Mel, og reyna þannig
að grynna á vanskilaskuldum borgarsjóðs við verk-
taka og viðskiptamenn, í stað þess að ráðast á
Kópavogskaupstað í vandræðum sínum? — g.
Frá 24. Þingi BSRB að Hótel Sögu — en fcingið sóttu 123 fulltrúar frá 27 bandalagsfélögum, auk nokkurra gesta.
Þing BSRB um úrbætur í kjaramálum starfsmanna:
Ekki einkamái heidur hags-
munamál þjóðarinnar allrar
Uppsögn samninga
24. þing BSRB lýsir sérstakri
óánægju sinni vegna meðferðar
þeirrar, sem kjaramál opin-
berra starfsmanna hafa fengið
á undanförnum árum. Snið-
gengið hefur verið það lagaá-
kvæði um Kjaradóm, að við
úrlausnir hans á kjarasamning-
um og endurskoðun þeirraskuli
höfð hliðsjón af kjörum laun-
þega, er vinna sambærileg
störf hjá öðrum en ríkinu. Kjör
þau, sem opinberir starfsmenn
búa við, eru nú allsendis ó-
viðunandi, og kemur það m.a.
fram í skorti hæfrá starfs-
manna í ýmsum greinum. Or-
bætur í þessu efni eru ekhi
einkamál opinberra starfs-
manna, heldur hagsmunamál
þjóðarinnar allrar.
Þingið telur, að segja beri
upp núgild.andi kjarasamningum
opinberra starfsmanna, og béin-
ir því til bandalagsfélaga og
stjórnar að hefja þegar undir-
búning að kröfugerð í væntan-
legum samningum.
Þingið vill benda á eftirtalin
atriði, sem leggja beri áherzlu
ár:
1. í kröfugerð verði tekið
tillit til raunverulegra launa á
frjálsum vinnumarkaði, þar
með taldar greiðslur umfram á-
kvæði kaupsamninga og kaup
í ákvæðisvinnu. Má t.d. benda
á, að í ágúst 1965 reyndistsvo-
nefnt launaskrið hjá verzlun-
ar- og skrifstofufólki í einka-
þjónustu í Reykjavík 5 til 14
prósent í lægri launaflokkum
samkvæmt athugun Hagstof-
unnar.
2. Leggja ber sérstaka áherzlu
á, að föst laun í lægstu launa-
flokkum nægi fyrir því, sem
hægt er að telja lífvænleg kjör.
Má t.d. minna á, að samkvæmr
útreikningi Hagstofu Islands
voru mámaðarútgjöld vísitölu-
fjölskyldu í Reykjavik kr.
10.580,00 í júlíbyrjun s.l. eða
líkt og byrjunarlaun í 13. Ifl.
nú £ september, og er þá miðað
við núgildandi vfeitöluútreikn-
ing. En í 12 lægstu launaflokk-
unum munu vera um 30 prósent
ríkisstarfsmanna.
3. Eftirvinna, nætur- og
helgidagavinna verði greidd
með 100 prósent álagi. Vöku-
vinnuálag er víða mun hærra
en 33 prósent, og ber aðkröfj-
ast hækkunar á því.
4. Leiðréttingar verði gerðar
á skipun þeirra starfa í launa-
flokka, sem vanmetin eru mið-
að við önnur störf. Verði af
báðum samningsaðilum leitazt
við að taka upp kerfisbundið
starfsmat. Starfsheiti verði í
sem nánustu samræmi við
störfin, sem innt eru af hendi.
Starfsmönnum verði allsstaðar,
þar sem því verður við komið,
gefinn kostur á viðbótarfræðslu
og námi, er veiti rétt til launa-
hækkana. Aldurshækkanir verði
örari en verið hefur, svo að
full laun náist á 10 árum. I
störfum, þar sem framamögu-
leikar eru takmarkaðir, verði
auk aldurshækkana veitt við-
starfsmanna verði greinilega
afmarkaður og önnur starfskjör
nákvæmlega tilgreind og sam-
ræmd.
6. Þingið ítrekar fyrri sam-
þykktir um, að unnið verði að
leiðréttingu á launakjörum
kvenna. Sérstaklega verði lögð
■ Endurskoðun laga um samningsrétt opinberra
starfsmanna, undirbúningur kröfugerðar í launa-
og kjaramálhm og skipulagsmál B.S.H.B. voru
helztu viðfangsefni 24. þings bándalagsins á dög-
unum, eins og áður hefur komið fram í fréttum.
B Ýmsar ályktanir voru gerðar um þessi mál og
önnur á þinginu, og birtir Þjóðviljinn eina þeirra:
ályktun um uppsögn samninga, starfsmannaráð,
samstöðu launþegasamtakanna, lífeyrissjóði opin-
berra starfsmanna, slysatryggingar og ýmis rétt-
indi starfsmanna.
Ályktunin er birt í heild.
urkenning fyrir langa þjónustu
með persónuuppbótum.
5. Þingið ítrekar fyrri kröfur
bandalagsins um styttingu
vinnuvikunnar, sérstaklega hjá
þeim, sem nú hafa lengstan
vinnutíma, ennfremur hjá eldri
starfsmönnum, einkum í erfið-
um störfum, t. d. vökuvinnu.
Skal til dæmis bent á, að vinnu-
vika hjá skrifstofufólki er nú
lengri en hún var fyrir 1950.
Vinna verði felld niður á laug-
ardögum yfir sumarmánuðina,
svo sem nú er orðið, en án.
þess að vinnutími lengist aðra
daga, og er þetta atriði þegar
komið til framkvæmda í sámn-
ingum bæjarstarfsmanna í Vest-
mannaeyjum. Þá er þess enn
krafizt, að vinnutími allra
á það áherzla, að konum sem
vinna til lengdar hjá opinber-
um stofnunum, verði tryggðir
framamöguleikar til jafns við
karlmenn.
7. Þingið ályktar, að stytta
beri starfsaldur til eftirlauna,
ef starfið er þess eðlis, að telj-
ast verði óæskilegt, að menn
gegni því til 65 eða 70 ára ald-
urs, t.d. af öryggis- eðaheilsu-
farsástæðum.
8. Þingið ítrekar mótmæli frá
23. þingi. BSRB gegn því, að
ákvæði um menntunarskilyrði
til ákveðinna launaflokka séu
látin -verka aftur fyrir sig, eins
og dæmi eru til í framkvæmd
kjarasamnings opinberra starfs-
manna.
9. Þingið beinir því til banda-
lagsstjómar og Kjararáðs að
vera sérstaklega á verði um,
að í engu verði skert réttindi
og starfskjör, sem áunnizthafa.
Starfsmannaráð
Þingið felur bandalagsstjórn
að beita sér fyrir þvi við rík-
isstjómina, að hún hlutist til um,
að við stærstu ríkisstofnanir veröi
komið á starfsmannaráðum, og
eigi sæti í þeim fulltrúar starfs-
manna og stjómenda stofnun-
arinnar. Hlutverk slíkra .starfs-
mannaráða vœri m.a. að fjalla
um og gera tillögur um starfs-
og ráðningarkjör starfsmanna,
starfsfræðslu og hvers konar
umbætur á rekstri stofnana.
Samstaða
launþegasamtaka
Þingið telur illa farið, hve
lítil samstaða er með launþeg-
um í landinu um hagsmunamál
þeirra hvort sem litið er áein-
stök félög eða stærri sambönd.
Þingið beinir því til bandalags-
stjómar, að ræða þetta málvið
fulltrúa Alþýðusambands Is-
lands. 1 þessu sambandi telur
þingið mjög nauðsynlegt, að
launþegasamtökin í landinu
komi á sameiginlegri hagstofn-
un, er hafi það hlutverk að
framkvæma hagfræðilegar rann-
sóknir, er koma mættu sam-
tökunum að gagni í kjarabar-
áttu þeirra og verði til efling-
ar samstöðu þeirra. Einnig
verði athugað, hvort tiltækilegt
væri að finna launþegasamtök-
unum sameiginlegan starfsvett-
vang á annan hátt, t.d. með
sameiginlegu þinghaldi sér-
staklega kjörinna fulltrúa, sem
Framhald á 7. síðu.
Nýtt haustverð
Kr. 300,00 daggjald
og 2,50 á ekinn km.
LEBK
UBR £
Rauðarárstíg 31
sími 22-0-22