Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 8
/ I 0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 13. október 1966. í H Ú S I MÓÐUR MINNAR Eftir JULIAN G LOAG lega. Hvað segið þið um það? 1 vor, þegar spretthlaupin byrja. Nú er ekki nærri eins skemmti- legt — brokk er alltaf leiðin- legra og það er svo kalt á skeið- vellinum að botninn í manni gaddfrýs. Hann deplaði augun- um og klappaði saman lófunum. — Hvað segið þið um það, ha? Dunstan og Elsa sögðu ekk- ert, en hin gátu naumast ráð- ið við eftirvæntingu sína. — AHt í lagi, þá eruð þið samþykk. Jæja, — nú verðum við að ákveða hvað við eigum að gera á laugardagsmorgni. Hver viH koma með að kaupa inn? — Ég — ég — ég — ég! Charlie Hook hló. — Tíu dropa af tei í viðbót, Elsa. í fyrri viku voru það Díana og Elsa, var það ekki? Jæja, í þetta sinn, hann strauk sér biíðlega um hökuna, — geta Dunstan og Húbert kom- ið. Dunstan hrukkaði ennið. — Nei, þökk fyrir. Ég fer aldrei í búðir. — Ég — ég vil fara í staðinn! hrópaði Willy. — Æ, komdu með, Dun, sagði Húbert. — t>á kemstu í betra skap. Dunstan ýtti stólnum sínum harkalega frá borðinu og reis á fætur. — Ég vil ekki komast í betra skap! I>etta er rétt hjá Húbert, sagði Charlie Hook og leit íhug- ándi á Dunstan. — Það getur verið býsná gaman að verzla á laugardegi. — Ég vil vera heima.* Þú getur ekki neytt mig til að fara. — Hann er hræddur, sagði Díana rólega. — Hann er hrædd- ur við að fara frá mömmu. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968 DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjarnargötu 10. Vonarstrætis- megiD — Sími 14-6-62. — Ég — ég . . . Dunstan varð dreyrrauður í andliti. Hann titr- aði allur. — Þú þarft ekki að fara út ef þú vilt það ekki. sagði Charlie Hook. Elsa laut í áttina til bróður síns. — Farðu, Dunstan. Farðu með honum. Hún var graf- alvarleg. Dunstan varð svo dolfallinn yfir orðum Elsu, að hann tók næstum andköf. — Elsa! — Það er allt í lagi, sagði hún biðjandi. — Það er allt í lagi. Dunstan* settist aftur og börn- 49 in voru þögal, og hann einblíndi á Elsu. Allt í einu hallaði Charley Hook höfðirm aftur á bak og fór að hlæja. — Sem ég er lifandi, gat hann stunið upp. — Sem ég er lifandi, þá vill hún að þú farir með til að gæta mín! Elsa roðnaði og sneri sér und- an, þegar Charlie Hook hélt á- fram að hlæja, — en áður en hún gæti komið upp orði, heyrð- ist að ofan að barið var að dyrr unum uppi. * Charlie Hook hætti samstund- is að hlæja. — Ergwm við von á nokkrum? Húbert hristi höfuðið. Charlie Hook drap í sígarett- unni. — Það er bezt ég fari og athugi hver þetta er. Hann beið andartak eins og til að bíða eft- ir því að einhver annar byði sig fram. Svo stóð hann upp. Strax og hann var kominn út, sagði Dunstan við Elsu: — Af hverju sagðirðu þetta, Elsa — af hverju? — Af því, sagði Elsa stillilega, — af því að þetta er rétt hjá honum, — það ætti einhver að ■gefa honum gætur. Hún gaut augunum til Húberts. — En gætir þú ekki farið með? sagði Dunstan næstum biðjandi. — Ég fór í fyrri viku. — En af hverju endilega ég? — Ég vildi heldur að þú tær- ir en — en . . . Hún reyndi ekki að ljúka setningunni. — Þú átt við mig, er það ekki? sagði Húbert. Elsa dró andann djúpt. — Já, sagði hún. Ég á í rauninni við þig. Þér er orðið sama um allt, þú slærð bara öllu upp í kæru- leysi. Þú . . . þú . . . Þú hefur slæm áhrif. Hún horfði beint í augu hans. — Öllum er orðið sama um allt nú orðið, og það er þér að kenna. — Það er ekki mér að kenna. Það er ekki mér sem er sama um allt — heldur þér. Þér og Dunstan. Allt í einu náði reiðin tökum á honum. — Þið sitjið bara þarna og kennið öðrum um — helzt mér. Þú gerir ekki neitt. Þú ásakar bara aðra. Þú hefur verið svona alveg síðan Gerty dó — þú sérð hvergi gott í neinu. Þú ert bara illgjön^. og önug. Það er það eina sem þú hefur til málanna að leggja — og hvað er gott í því? Að vera ónotaleg og kenna öðrum um allt. Skil- urðu ekki neitt? Nú er allt í lagi. En fyrir ykkur tvö er ekkert nógu gott. Ekkert er gott nema þið segið að það sé gott, það sem ykkur finnst gott. En þið gerið ekkert sjálf. Getið þið ekki, get- ið þið ekki, — hann lyfti hend- inni eins og til- að reyna að mana skilninginn fram, — getið þið ekki skilið neitt — má ekki allt vera eins og það er? — Hann leitaði að orðum. — Nú líður okkur vel — er það ekki? Hvað er athugavert við það? Hún svaraði honum ekki. Hún sat bara þarna, og það var næst- um eins og hún væri gráti nær. Sem snöggvast sá Húbert hana sem gömlu, góðu Elsu — þegar þau tvö höfðu staðið gegn öll- um hinum, þegar hann hafði lit- ið upp til hennar. Sem snöggv- ast þótti honum ógnvekjandi, að hann skyldi geta sagt annað eins við hana, hellt sér yfir hana. Andartak var hann á báðum áttum. En svo sneri hann sér undan. — Komdu, sagði hann. — Við eigum að(þvo upp í dag. Um leið kom Charlie Hook aftur inn í eldhúsið. — Jæja, jæja, um hvað voruð þið nú að rífast? Hann klappaði saman lóf- unum. — Þetta var kolakarlinn. Nú skal verða kynt svo að um munar. Ég sendi hann að bak- dyrunum. Hann kemur í grænum hvelli. Hann stóð kyrr og fánn greinilega að eitthvað lá í loft- inu en lét sem ekkert vær! og hélt áfram að glensast. — Jæja, eftir hverju erum við að bíða? Við skulum opna fyrir honum, ha? Hann opnaði bakdyrnar upp á gátt og gekk út í nóvember- sólskinið. — Það er fína veðr- ið, hrópaði hann. — Komið þið út. Hann fór að blístra. Þau höfðu ekki komið út í garðinn óralengi. Þau stóðu í hóp og sneru baki að hofinu og sáu Charlie" Hook ganga löngum skrefum að garðshliðinu. Hann dró slána frá, þannig að svört málningin flagnaði af, og opn- aði hliðið að götunni. Húbert hélt niðri í sér andan- um, svo andaði hann frá sér hvítri gufu. Neðst í garðinum var allt laufið fallið af. Visin laufin lágu í hrúgum neðan við limgerðin. í rauninni var næst- um kominn vetur. Húbert andaði aftur að sér frostköldu loftinu. Hann svimaði næstum, eins ' og þegar tannlæknirinn setti ís- köld áhöldin upp í mann. Blístrið í Charlie Hook barst yfir gras- flötina. Húbert sneri sér að garði HalbertS. Limgerðið var jafn yndislegt og endranær;. Hann leit hærra upp", upp í hvítbláan, ljómandi himininn. í miljón kílómetra fjarlægð leið silfur- grátt ský yfir himininn. Hann andaði að sér, fann kuldann fylla lungun, unz þau urðu full eins og blöðrur, og ef þau sluppu burt, myndu þau geta lyft hon- um upp, útúr garðinum og upp í loftið, alla leið upp í himininn. Hann myndi lyftast og lyftast og hverfa að eilífu í blámann þarna upþi. Hann hélt niðri í sér andan- um, eins og andardrátturinn væri sjálfur lifandi og gæti sloppið frá honum. Síðan leit hann nið- ur og það var eins og garðurinn gengi í bylgjum fyrir augum hans. Þvert yfir grasflötina komu Charlie Hook og kolakarl- inn, hinn síðarnefndi með þung- an poka, sem sligaði hann næst- um, rétt eins og himinninn hefði fallið niður á herðar honum. — Hingað inn, lagsi. Charlie Hook galopnaði kjallaradyrnar. Kolakarlinn bar axlirnar upp að borðunum sem lokuðu neðri hluta dyranna. Andartak vagg- aði hann, en svo sendi hann skriðu af kolum inní kjallar- ann. Svart rykið þyrlaðist upp og skein í sólskininu. — Þetta var sá fyrsti, sagði Charlie Hook hárri röddu og neri saman höndunum. — Hann er kaldur, ha? Kolakárlinn rétti úr sér. Hann kinkaði kolli, braut pokann sam- an á maganum og klappaði upp um svörtum skýjum út í loftið. — En hlýtt í sólipni samt. Hann strauk sér um andlitið með hendinni, eins og hann væri að velta einhverju fyrir sér. Hann ýtti húfunni dálítið aftar á höfuðið. Jafnvel án byrðar sinnar var hann hokinn — höf- uðið, hnakkinn og axlirnar mynduðu skálínu. Það var eins og hann hreyfði sig .aðeins frá hnjánum — virtist renna yfir flötina á leiðinni til baka og ný, svört slóð myndaðist eftir hann í hrímhvítu grasinu. Á eftir hon- um dansaði kolarykið og tjöru- þörður sjóari 4869 — Þórður hlær. Hann getur sjálísagt gefið alls konar ráð varðandi siglingar, en í sambandi við kvikmyndun? Nei, það er heldur ekki ætlunin, en einn meðlimur klúbbsins hefur lánað mótorbát til kvikmyndunarinnar og biður nú Þórð að koma með. Það væri synd ef keppendurnir fyndust ekki. — Já, nú skilur hann hvað um er að vera og er reiðuþúinn að taka þátt í ferð- inni. Auk þess býðst þarna bezta tækifæri fyrir hann til að fylgj- ast með lokakeppninni eins 'nálægt og hægt er. — Sama dag lætur báturinn úr höfn með kvikmyndaménnina og Þórð inn- anborðs. SKOTTA — Pabbi, það á að heyrast svona hátt í bílnum! Kuldajakkar og ú/pur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þj óðleikhúsinu). ABYBGÐflRTRYEEIMEflR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRS LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK SIMI 22122 — 21260 Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 3T055 og 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.