Þjóðviljinn - 13.10.1966, Blaðsíða 10
V
Stöðvaður fyrir
of hraðan akstur
— ók á konu 4
mínútum síðar •
Ökuþór nokkur, Ieigubílstjóri á
nýjum amerískum bíl, var á
mánudagskvöld stöðvaður fyrir
of hraðan akstur, áminntur og
siðan sleppt, en fjórum mínútum
síðar hafði hann ekið á konu á
miklum hraða-
Þetta kvöld var óvenju slaemt
skyggni og blautt og því var bif-
reiðin stöðvuð í Borgartúni, þar
sem lögreglan hafði maelt hraða
hennar með radar og reyndist
hann 64 km, sem var ekki aðeins
l&ngt yfir hámarkshraða ’en einn-
ig hætbulega hratt við þessar að-
stæður.
Fjórum minútum eftir að talað
hafði vepið við manninn ók hann
á konu sem var á ferð um Hrísa-
teig og á leið yfir Sundlaugaveg-
inn. Var bifreiðin há einnig á
alltof mildum hraða. Lenti kon-
an fyrir hsegra framhjóli bílsins
og upp á vélarhúsið, kastaðist
í götuna er bíllinn stöðvaðist og
lenti um fimm metrum framan
við hann.
Konan meiddist eitthvað, en
ekki eins mikið og búast hefði
mátt við, að því er Borgþór
Jónsson umferðarsérfrseðingur í
rannsóknarlögreglunni sagði blað-
ihu í gær.
Leigubflstjóri sá sem hér var
að verki hefur hvað eftir annað
verið tekinn fyrir of hraðan akst-
ur og verj^ valdur að ýmsum
umferðaróhöppum, m.a. einum
sex árekstrum- Mál hans er í.
rannsókn.
Bifreið stolið
Um kl. fimm í gaer var stolið
bifreið af Ægisgöfcu. Var þetta
svartur fólksbíll, R-6962, Ford 55
og eru þeir sem bíisins hafa
orðið yarir beðnir að láta lögregl-
una vita.
Fimmtudagur 13. október 1966 — 31. árgangur — 232. tölublað.
Adrir tónleikar Sinfóníunnar í kvöld:
Einleikari ítalsk-
Frá nndirritun samningsins um Sundahöfn í gær- — Ljósm Þjóðv. A.K.
Bygging Sundahafnarinnar að hefjast:
Samningar undirritaöir í
gær um smíði 1.
□ í gær voru undirritaðir samningar við Skánska Ce-
mentgjutdriet um smíði 1. áfanga Sundaihafnar. íslenzku
fyrirtækin Malbikun h.f. og Loftorka s.f. munu starfa að
verkinu með Skánska Cementgjuteriet.
Verkið var boðið út 16. febrúar
1966 og er skilafrestur var út-
runninn 18. maí sl. höfðu sex
fyrirtæki sent inn tilboð. Lægst
tilboð í aðaltiHögu útboðsins kom
frá, þýzka fyrirtækinu Hochtief
samvinnu að upphæð rúmar 93
milj. kr- Vegna margháttaðra fyr-
irvara reyndist boð þetta all-
miklu’ hærra en tilboðsupphæðin
greinir- Lsegst boð í frávikstil-
lögu barst frá Skánska Cement-
og íri. fyrirtækám Véltækni í gjuteriet i samvinnu við áður-
Ávísanafals og svik færist
stórlega í aukana á fslandi
Ekki beðið um nafrtskírte/ni er menn selja ávísantr
■ Ávísanafals og útgáfa
innistæðulausra ávísana hef-
ur aukizt gífurlega á þessu
ári, að því er sérfræðingur
rannsóknarlögreglunnar í
svikamálum, Magnús Egg-
ertsson, skýrði blaðinu frá í
gær, og eru skráð það sem
af er á þessu ári 627 svika-
mál.
Árið 1964 voru skráð 535 slík j eignast eyðublöð með ýmsu móti,
mál og 1965 542 og er aukningin j mikhi af þeirn er stoBð, einnig
mest vegna ávísanafalsana og týna menn oft ávísanaheftum eða
ávísanasvika. Á síðasta ári var
kært út af 57 fölsuðum ávísunum
en á þeim 9% mánuði sem liðinn
er á þessu ári hafa borizt 216
kærur um ávísanafals og er sam-
anlögð fjárhæð sem svikin hefur
verið út með þessu móti kr.
360.340,43.
Þeir sem falsa ávisanirnar
Upplýst 40 innbrot 19manna
— voru flestir 16 ti/ 20 ára
Rannsóknarlögreglunni hcfur á
sl. hálfum mánuði tekizt að upp-
lýsa 40 innbrot sem framin hafa
verið nú í haust og sumar. Hafa
alls staðið að þessum innbrot-
um 19 menn og stolið hefur vor-
ið þeningum, ávísunum, sígarett-
um og sælgæti, í einstaka tilfelli
öðrum hlutum svo sem útvarps-
tækjum og verkfærum-
Staersta innbpotið var í Tóna-
bíó aðfaranótt 6. október, en þar
var brotinn upp peningaskápur
og stolið um 17 þús. krónum.
Voru það tveir bræður sem þama
voru að verki og brutust sömu
nótt inn í kjötbúðina í Skipholti
Fylkingin
Skrifstofa ÆFR er opin alla
-virka daga milli kl. 5—7 síð-
degis, sími 17513.
Salurinn er lokaður í Kvöld.
70. Ekki nutu þeir þó þýfisins
lengi því þeir náðust daginn eft-
ir og á þeim 15-900 krónur. Þrem
nóttum áður höfðu þessir sömu
menn brotizt inn í Hafnarbíó og
í Raesi þar sem þeir stálu verk-
færum sem þeir svo notuðu við
seinni innbrotin.
Fyrir utan Tónabíó hefur
mestu verið stoKð í Múlakaffi,
þar var stolið nær 3000 kr- í
peningum og 38 pakkalengjum af
Camel sígarettum, en í mörgum
innbrotunum hefur ekki verið
stolið miklum peningum, því fólk
er almennt hætt að geyma þá í
verzlunum eða skrifstofum. Ekki
virðist yfirleitt vera um félags-
skap að ræða við innbrotin, sagði
rannsóknarlögreglan, en oft eru
2—3 við hvert þeirra.
Flestir innbrotsþjófanna eru á
aldrinum 16—20 ára, aðeins tveir
af þessum 19 voru eldri eða um
þrítugt, og flestir þessara pilta
Framhald á 7. síðu.
nefnd ísl. fyrirtæki, að upphæð
81.7 milj. kr.
Tillaga þessi miðast við að
gera hafnarbakkann úr stálþili.
Þilið hugsast varið gegn tæringu
með bakskautsvöm (cathodic
protection), en sú aðferð hefur
rutt sér mjög til rúms á síðari
árum og er talin tryggasta vörn
gegn tæringu jáms- Svo sem áður
hefur verið greint frá er 1. áfangi
verksins í Vatnagörðirm utan-
verðum- Verður byggður garður
út á sber sem er nokkuð frá
ströndiTmi og hafnarbakki með-
fram ströndinni til suðausturs.
Lengd hafnarbakka verður 379
m og landsvæði í næsta nágrenni
1. áfanga verður um 20 ha. Verk-
takar eru þegar komnir með
tæki og mannafla á staðmn og á
verkrnu að vera lokíð 1. júní
1968. Landsbanki Islands hefur
heitið hafnarsjóði láiri til fram-
kvæmdanna-
□ Sinfóniuhljómsveit íslands heldur aðra tónleika sína
á þessu starfsári í kvöld kl. 20.30 í Háskólabíói. Stjómandi
er Bohdan Wodiszko en einleikari að þessu sinni er Alfredo
Campoli, frægur ítalskur fiðluleikari.
Á efnisskrá tónleikanna eru
þrjú verk: Forleikur að óperunni
Semiramide eftir Rossini, Fiðlu-
konsert í D-dúr ópus 61 eftir
Beethoven og leikur Campoli þar
einleik og loks Sinfónía nr. 4 eft-
ir Martinu.
Um einleikarann, Alfredo Com-
■poli segir svo í fréttatilkynningu
frá Sinfóníuhljómsveitinni:
Campoli fæddist í Róm, sonur
konsertmeistarans í hljómsveit
Santa Cecilia tónlistarháskólans
og konu hans,. sem var mikilhasf
dramatísk sópransöngkona í bjrrj-
un þessarar aldar. Fimm ára að
aldri fór Campoli til Lundúna,
þar sem hann býr nú- Haírm var
undrabarn, sem hafði unnið svo
mörg gullverðlaun, silfurbikara
og annað slíkt, að þrettán ára
gamall var hann beðinn um að
hætta alveg þátttöku á alþjóð-
legum samkeppnisvettvangi, þvi
honum var alltaf sigurinn vís.
Campoli hefur æ síðan verið í
þ-emstu «röð fiðluleikara okkar
tíma- Hann hefur nýlokið þriðju
tqpleikaför sinni umhverfis jörð-
ina, þar sem hann hélt 68 tón-
leika á einu ári. Fjórða förin er
nú í undirbúningi.
Á tónleikunum í kvöld mun 4.
sinfónía eftir tékkneska tónskáld-
ið Bohuslav Martinu einnig heyr-
ast í fyrsta si-rm á Islandi.
Strandaði við Dyrhó/aey í
logni og heiðskíru veðri
Vélbáturinn Öðlingur frá Vest-
mannaeyjum strandaði í fyrri-
nótt á söndunum nm 2 mílum
vestan Dyrhólaeyjar í blæjalogni
og heiðskíru veðri. — Báturinn
festist, en áhöfnin, fimm manns,
komst hjálparlaust í land.
Þetta gerðist um kl. 2 um
nóttina, en um þrjúleytið komu
8 manns úr björgunarsveit
Slysavarnafélagsins í Vík til að-
stoðar. Að því er Ragnar Þor-
steinsson formaður björgunar-
sveitarinnar sagði Þjóðviljanum
þau liggja á glámbekk og eru
gripin af óheiðarlegum. Er á-
stæða til að beina því að fólki
að gæta ávísanahefta sinna vand-
lega.
Langmesbur hluti fölsku ávís-
ananna er seldur í verzlunum,
einkum kvöldverzlunum, en þær
stærri oftast í bönkium- Virðast
því engin takmörk sett, hve auð-
velt menn eiga með að selja á-
vísanir hér, yfirleitt er aldrei
beðið um vegabréf eða nafn-
skírteini, jafnvél þótt um háar
upphæðir sé að ræða, ekki einu
sir.ni í bönfcunum. Má nefna sem
dæmi að nýlega var stohð nokkr-
um bíþðum úr ávísanahefti að
morgni dags og sama daginn
gefnar út 6 ávísanir að upphæð
rúmlega 10 þúsund kr- hver og
þær allar seldar fyrirhafnarlaust
samdægurs í sex bönkum og
bankaútibúum.
Hefur rannsóknarlögreglunni
tekizt að upplýsa 80—90 prósent
af ávísanafölsunum, en lang-
sjaldnast fá þeir sem kaupa
Framhald á 7. síðu.
Venfor vitni
I fyrrinótt var ekið á bifreið-
ina R-19907, sem er Moskvitz,
blár að ofan og ljósgrár neðan,
þar sem hún stóð við Mjóstræti
6 Skemmdist framhretti og aftur-
hurð hifreiðarinnar, en sá sem
á keyrði mtm hafa forðað sér
burt.
Biður rannsóknariögreglan þá
sem vitni hafa orðið að árekstr-
inum að gefa sig fram.
Góð stfdveiði enn
fyrir Austurlandi
Gott veður var á síldarmið-
unum fyrra sólarhring og veiði-
svæðið var í Norðfjarðar- og
Reyðarfjarðardýpi. Samtals til-
kynntu 56 skip um afla, alls
6.587 lestir. — Dalatangi:
Jón Þórðarson BA . 80 lestir
Krossanes SU 195 —
Ámi Magnússon GK 72 —
Bjartur NK 110 —
Fróðaklettur GK 1101 —
Keflvíkingur KE 150 —
Sig. Jónsson SU 80 —
Gullberg NS 100 —
Barði NK loo —
Sólfari AK 70. —
Sigurborg SI 85 —
Framhald á 7. síðu.
í gær var báturinn heill og
óskemmdur fju-ir utan smábrot
á skrúfublaði.
Unrrn skipverjar og björgun-
arsveitarn^pnn við það í gær
að búa tfl krók og festa í bát-
inn, Lóðsinn úr Vestmannaeyjum
og varðskipið Alhert komu "á
staðinn og reyndu að draga hann
út á flóðinu í gær, en sú tilraun
bar ekki árangur þar sem sjór
stóð þá miklu lægra en í fyrri-
nótt þegar hann strandaði.
Var fyrirhugað að gera aðra
tilraun tii að ná bátnum út á*
flóði um 4-leytið í nótt og átti
þá einnig að reyna að fá ýtu
til að ýta frá honum, en bát-
urinn er fastur í marbakkanum.
Tfón ef eldi
í Hveragerði
Á fjórpa tímanum í gærdag
kviknaði í geymsluskúr í Hvera-
gerði, þar sem geymd var plast-
einangrun og fleira. Slökkviliðið
í Hveragerði fór á staðinn og
tókst að ráða niðurlögum eldsins,
en tjón varð verulegt. Eldsupp-
tök eru ókunn.
Óttast hækkun vísitölunnar
ef smjöríð hækkar í verði
Undanfarið hefur staðið til
að hækka aftuf verð á smjöri,
en sem kunnugt er var gripið
til þeirrar ráðstöfunar sl. vor
að lækka smjörverð allmikið'
vegna þeirra birgða , sem þá
höfðu safnazt í landinu oc
ekki seldust
Er Þjóðviljanum kunnugt
um að í siðustu viku sendi
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins skeyti á nokkra staði úti
á landi um hækkun á smjör-
verðinu, en sú ráðstöfun var
síðan afturkölluð um hæl og
er þess til getið að rikis-
stjórnin hafi gripið í taum-
ana af ótta við þá vísitölu-
hækkun sem hækkun á smjör-
verðinu hefur óhjákvæmilega
í för með sér.
Er Þjóðviljinn sneri sér til
.framkvæmdastjóra Fram-
jeiðsluráðs landbúnaðarins.
Sveins Tryggvasonar, í gær
sagði hann að ekki væri
væntanleg breyting á smjör-
verðinu á næstunni og ætti
það að haldast um óákveðinn
tíma. Hins vegar viðurkenndi
hann að til stæði að það
hækkaði og sapði að umrædd
skeyti hefðu verið send út af
misskilningi þar sem reiknað
hefði verið með hækkuninni
þá, en henni síðan verið
frestað.
Birgðir hafa gengið niður
um ein 800 tonn, sagði
Sveinn, miðað við framleiðslu-
magn og birgðir í byrjun árs-
ins, en þá voru birgðir 700
tonnum meiri en í byrjun
ársins 1965 og eru nú 100
tonnum minni en í fyrra.
Lítið sem ekkert smjör
verður framleitt næstu mán-
uði, sagði hann að lokum.