Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 1
DIOBVIUINN Þriðjudagur 18. október 1966 — 31. árgangur — 236. tölublað. 2 menn hand- teknir fyrir að ráöast á telpur □ Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar er maðurinn sem leitaði a smátelpu í Laugardalnum í fyrri viku enn ófundino en leitað er að honum og biður rannsóknariögreglan ■ alla þá sem einhverjar upplýsingar gætu gefið að láta vita tafarlaust. □ Hinsvegar náðist ó laugaf- daginn í mann sem hefur • nú játað á sig að hafa lokkað smátelpur uppí bíl sinn og síðan keyrt þær afsíðis. Er hér um fjögur tilfelli að ræða, fyrst reynþi maðurinn að tæla litla stúlku í Blesu- gróf í sumar og þrisvar hefur hann gerzt nærgöng- ull við smástúlkur síðan. : □ ■ - : ■ : ■ S 9 ■ : ■ 9 ■ f : ■ ■ i'n.n Lögreglan í Hafnarfirði hefur gefið upp nafnið á manninum sem nauðgaði 5 ára telpu á Hvaleyrar- holti fyrir nimri viku síðan. Hann heitir Jón Sigurjónsson, er frá KIöpp í Garði, 22ja ára gamall. Rjúpnaskyttu frá Xópaskerí leitað Maður frá Kópaskeri fór í fyrradag á rjúpnaveiðar. Um kvöldið hafði hann ekki skilað sér heim og hófst þá þegar víðtæk leit í nágrenninu. Leitarmenn ifundu spor eftir skyttuna og lágu þau áleiðis til Kópaskers, en slóðin hvarf áður en hún yrði rakin til gagns. Fenginn var til leitarinnar sporhundur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði og í nótt fannst maðurinn heill\á húfi. Hafði hann villzt. Vísitölubinding hásnæðislána er ranglæti sem verður að afnema Frumv. Alþýðubandalagsþingmanna um það mál til 1. umræðu á Alþingi . ■ Yísitölubinding húsnæðislána er ranglæti sem verður að afnema á þessu þingi. Fyrir því máli faerði Einar Olgeirsson sterk rök í framsögu- ræðu um frumvarp þriggja Alþýðubandalags- þingmanna um afnám bindingarinnar. ■ Var frumvarp þeirra Einars, Eðvarðs Sigurðs- sonar og Geirs Gunnarssonar um þetta efni til 1. umræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. <s>- Einar kvað þær einar breyt- ingar fyrirhugaðar á lögunum um húsnæðismálastjórri með þessu frumvarpi að fellt væri niður það ákvæði laganna að lán og vextir húsnæðislánanna skuli breytast samkvæmt vísi- tölu. Þetta ákvæði hefði verið sett fyrir tveimur árum og nú Alþýðubandalagið í Reykjavík: Fundur hafdinn í Lídó á fimmtudag ■ N. k. , fimmtudagskvöld verður haldinn í Lídó fund- ur í Alþýðubandalaginu í Keykjavík og fer þar fram fulltrúakjör á -landsfund. Fundurinn. í Lídó hefst kl. 20,30 og verða þar kjörnir full- trúar Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfund Alþýðu- bandalagsins sem haldinn verð- ur í Átthagasal Hótel Sögu dag- ana 28.—30. þ.m. Verða kjömir 34 aðalfulltrúar svo og varafull- trúar. Þá mun Björn Th. Björnsson listfræðingur, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Útvarpsráði flytja Danirnir unnu I gærkvöld lék Árhus KFUM við úrvalslið landsliðsnefndar og unnu Danirnir leikinn með 26 mörkum gegn 20. íslenzka liðið hafði þó þrjú mörk yfir í hálf- leik, 15:12, en missti leikinn úr höndum sér í síðari hálfleik. erindi á fundinum um sjónvarps- mál . Eru félagar í Alþýðubandalag- inu hvattir til að fjölmenna á fundinn. Björn Th. Björnsson mundu flestir sjá að það mætti ekki standa £ lögum áfram. Sú stefna hefði verið uppi um alllangt skeið, að stefna bæri að því að hver fjölskylda eign- aðist íbúð. Það hefði líka ger- breytzt á seinni árum hve mik- ill hluti af þjóðinni væri orðinn íbúðareigendur. En þetta hefði því aðeins tekizt í mörgum til- fellum að allir úr fjölskyldunni hefðu unnið að því, menn hefðu lagt á sig stanzlausa eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu til þess að brjótast í þvi að eign- ast fbúð. Og £ mörgum tilfellum hefði það ekki hrokkið til ef ekki hefði verið verðbólguástand f þjóðfélaginu. □ Gífurlegar greiðslur. Nú þurfa ibúðarbyggjeiidur að greiða fulla visitölu á lánin. Þetta þýðir ef verðbólgan held- ur áfram að aukast likt og und- anfarið, að á 25. og síðasta árinu sem fjölskyldan borgaði af 280 þúsund króna láni yrði afborgun- in 199 þúsund! Haldi verðbólg- an áfram með svipuðum hraða hefur fjölskyldunni verið gert áð greiða á 25 árum 280 þúsund kr. lán mcð nokkuð á þriðju miljón króna! Einar kvaðst viss um að þeir sem nú undirskrifa lánaskilmála húsnæðismálastjómar gerðu sér fæstir Ijóst hverja bagga þeír væru að þinda sér með núver- andi lánaskilmálum. Að visu væru margar fjölskyldur svo að- þrengdar að þær gætu ekki ann- að; fleiri en ein fjölskylda hefði neyðzt til að flytja burt úr Rvík vegna- húsnæðisvandræðanna. □ Engin siðferðisleg heimild ' Meginið af lánum þeim sem bankamir veita eru ekki bundin vísitölu, engum kemur til hugar að setja þau ekilyröi. Og meðan nokkur önnur lán eru veitt úr bönkum án vísitöluákvæðis, ættu lán tíl þeirra sem eru að reyna Frasnhald á síðu 6. // Blær í lcufí" „Deilt um blæinn í laufinu" hét frétt á öftustu síðu Morg- unbláðsins á föstudag. Trúlega hafa einhverjir ímyndað sér að þar væri. að finna ljóð- rænt framlag frá hinum skáld- mælta ritstjóra blaðsins, en þegar betur var að gáðreynd- ist „blærinn í laufinu" vera daunn frá alúmínverksmiðj- unni í Husnæs. Hafði Morgun- blaðið falið fréttamanni sin- um í Noregi, Skúla Skúlasýni, að kanna málavextl 'í tilefni af frétt Þjóðviljans um eitur- verkanir og var «iðurstaða hans sú að því væri haldið fram „að í skóginum ofan við verksmiðjuhverfið hafi orðið vart meiri fölnunar á laufi trjánna en venjulega, skógur- inn hafi nú annan blæ“. Þarna var semsé um allt annan „blæ“ að ráða en ' ráða mátti af fyrirsögninni. Jafnframt skýrði Skúli Skúlason svo frá að hann hefði kynnt sér aillar alúminbræðslur í Noregl óg kíwnizá að þeirri niðurstöðu að Husnæs-bræðslan ,,hafi bezt tæki til að fyrirbyggja aðeit- urloft berist þaðan.“ Þannig er um það spurt í Noregi hvort hin beztu hrein’s- unartæki séu nægilega góðtil þess að forða eituráhrifum. í Straumi er hins, vegar ætl- unin að hafa alls engin hKeinsunartæki! Myndin sýn- ir Husnæs-verksmiðjuna. Leiðtogafundur i Moskvu um Kína og Vietnamstríðið MOSKVU 17/10. — Leiðtogar kommúnistaflokka og rík- isstjórna þeirra, sósíalistísku landa, sem andvíg eru stefnu kínverskra forystumanna eru nú að safnast sapian til fund- ar í Moskvu. Hermálaráðherrar landanna eru og með í för- inni. Að líkindum verður bæði rætt um atburðina í Kina og um sameiginlegar aðgerðir í Vietnamdeilunni. Þátttaka í fundinum takmark- ast ekki við A-Ev'rópulönd ein — forseti Kúbu, Dorticos, og Raul Castro vamarmálaráðherra komu báðir til Moskvu . í dag. Heft er eftir áreiðanlegum heimildum, að helzta mál fund- arins verði síðustu atburðir i Kína og með hvaða hætti ríkin getí sameiginlega brugðizt við Olíudreifingin miklu dýrari HIN NÍJA innheimiuaðferð ol- íuféiaganna er eRki aðeins til óhagræðis og kostnaðarauka fyrir viðskiptavini félaganna, heldur reynist hún einnig mjög kostnaðarsöm fyrir félögin sjálf. Reynslan er sú að bíl- stjórar verða aftur og aftur að koma á staði þar sem fólk er ekki heima, eða þeir verða að standa í tímafreku snatti við að skipta peningum og láta bílana bíða á meðan og anna því ekki eins miklu o” áður. Er það að sjálfsögðu mjög léleg vinnuhagræðing aí nota stóra tankbíla þannig. ÞAÐ MUN ÞEGAR hafa komið í ljós að vegna þesea nýja fyrirkomulags og þess tvi- verknaðar og margvorknaðar sem því fylgir komast olíufé- lögin ekki lengur yfir verk- efni sín með óbreyttnm bíla- kosti. Olíufélagið hf. hefurað undanfömu haft sex bíla : Rvík, en blaðið hefur frcti að nú muni óhjákvæmilegl að fjöiga þeim upp f tkz! A ÞAÐ HEFUR margsinnis vei- ið bent hversu dýrt það sé að halda uppi hreföidu dreif- ingarkerfi á olíum og bensini á Islandi. En eigendur olíu- félaganna hika ekki við að stórauka kostnaðinn enn með heimskulegri framkomu við viðskiptavini sína. styrjöld Bandaríkjamanna í Viet- nam. Búizt var við Ceaucescu og Maurer frá Rúmeníu í dag, Zjiv- kof kemur frá Búlgaríu. Ulbr- icht frá A-Þýzkalandi, Novotní frá Tékkóslóvakíu. Pólskir og ungverskir leiðtogar eru þegar í Moskvu. Sá orðrómur gengur í Moskvu, að leiðtogamir muni verða við- staddir geimskot í geimferða- stöðinni Bajkonur í Mið-Asiu, en ekki er vitað hvort um mannað geimfar verður að ræða. Líklegt er talið að austur-evrópskir eld- flaugasérfræðingar taki þátt í þessari tilraun. 1 málgagni sovézka kommún- istaflokksins, Prövdu, er í dag ráðizt harkalega á Kínverja i mörgum greinum. Eru kínverskrr forustumenrt sakaðir um þrönga þjóðemisstefnu, sem deyfi stétt- arvitund, um að víkja frá al- þjóðahyggju og um að neita að skipa sér í fyikingu með öðrum sósíalistískum ríkjum gegn bandarískri árásarstyrjöld í Vi- etnam. Vinstri menn unnu sigur í Stiíd- entafélaginu Sl. laugardag fór fram stjórn- arkjör í Stúdentafélagi Háskóla íslands óg voru tveir listar í kjöri, A-listi, borinn fram af Vöku, og B-listi studdur aí öll- um vinstri félögunum innan há- skólans. Úrslitin í kosningunum urðu þau að listi vinstri manna sigraði, hlaut 364 atkvæði og 4 menn kjörna en Vökulistinn hlaut 345 atkvæði og 3 menn kjörna. Þetta eru fyrstu pólitísku kosningarnar sem fram fara meðal háskólastúdenta um ára- bil eða frá því hætt var að kjósa stúdentaráð í almennum kosn- ingum en tekin upp deildakosn- ing í staðinn. Síðast þegar kos- ið var pólitískt til stúdentaráðs hlaut Vaka hreinan meirihluta í ráðirw. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.