Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. oktober 1966 — ÞJÓÐVIUTNN — SÍÐA 0 Árhus KFUM sigraði FH með 27-24í fremur daufum leik □ Dönsku meistararnir í handknattleik, Ár- hus KFUM, unnu íslandsmeistarana FH með þriggja marka mun í fremur dauflegum leik sem fram fór í íþróttahöllinni í Laugardal á sunnu- dagskvöld fyrir fullu húsi áhorfenda. FH-ingar voru m.iög óörugg- ir í leik sínum í fyrstu og náðu Danirnir þriggja marka forskoti, 3:0, á fyrstu fimm mrn. í>ar sem þetta er fyrsti leikur FH-inga innanhúss á þessu hausti og þeir hafa ekki komið í fþróttahöllina síðan í fyrravetur má telja cðlilegt að þeir þurfi a.m.k. fimm mínút- ur til ag átta sig á breyttum aðstasðum frá skólamölinni i Hafnarfirði. FH-ingar taka nú að átta sig á hlutunum og Birgir skor.ar fyrsta mark FH á 5. mín. og Öm bætir öðru við úr víta- kasti. Danir skora nú tvö næstu mörk og var staðan þá 5:2 er 8 mín voru liðnar af leik. Hafði hinn frægi danski landsliðsmaður Klaus Kaae skorað þrjú markanna. Eftir þctta hélzt leikurinn í jafn- vægi það sem eftir var hálí- leiksins, FH-ingar náðu þó aldrei yfirhöndinni en jöfnuðu fyrst um miðjan hálfleik er Jón Gestur skoraði 8. mark FH og lauk fyrri hálfleik þannig að FH-ingar jöfnuðu rétt fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur í síðari hálfleik byrja FH- ingar vel, Jón Gestur skoraði strax í byrjun, 14:13 og kom- ust FH-ingar þá yfir í f.yrsta sinn í leiknum. Birgir bætir öðru við á næstu mínútu og FH-ingar voru óheppnir að skora ekki þriðja markið, er Geir skaut í stöng. Kaae skor- ar næsta mark, og hélzt svo fram að miðjum hálfleik, að ýmist var markatala jöfn eða FH hafði eitt mark yfir, en á 16. mínútu ná Danir aftur for- ystu 20:19, er Kaae skorar úr vítL Skora Danir nú fjögur mörk í röð, en FH-ingar voru óheppnir og'áttu þrjú stangar- skot. Donsku leíkmennirnir fóru sér nú hægt m€!ð þetta forskot, 24:20 og ekki nema 6 mínútur til leiksloka, og tók dómari af þeim knöttinm fyrir leiktafir. Örn skorar næsta mark, en hinn hávaxni landsliðsmaður Vodsgaard skorar aftur og var staðan þá 25:21 fyrir Dani. Gdr skorar tvö næstu mörk og vöknuðu þá vonir um að FH tækist að jafna, tvær mínútur voru til leiksloka og Damr höfðu tvö mörk yfir, en Kaae skora 26. mark Dana og inn- siglaði sigur þeirra. Páll skor- ar 24. mark FH úr víti og rétt fyrir leikslok Christensen síðasta markið, svo að leiknum lauk með þriggja marka sigri dönsku meistaranna 27:24. Liðin Þótt markatala væri svo til jöfn mestan hluta leiksins, var hann sjaldnast spennandi eða vel leikinn. FH-ingar eru sýní- iega ekki komnir í keppnis- Framhald á 7. síðu. Bikarkeppnin i ■ " ■ ■ ..................................................................................................................................... Við mark Þróttar á laugardaginn. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Valur vann Þrótt með 5-0 eftir jafnan fyrri hálfleik Örn Hallsteinsson frír á línu í skotfæri... ...og knötturinn hafnar í netinu án þess markvörðnr fái varið. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). W KFUM Arhus vann Armann í heldur daufum eik, 29:25 ■ Það leyndi sér ekki að hvorki gestimir frá Árós- um né Ármenningamir voru komnir í þjálfun, enda ér keppnistímabilið að þyrja. í heild var leikurinn á laugardaginn heldur datif- ur og bragðlaus, og eins og þétta danska lið var skip- að í þesum leik, virtist það ekki eins sterkt og aimennt var búizt við. Ármenningar hafa orðið fyrir því að missa Hörð Kristinsson sem stundar nám í Danmörku oj» vissulega var hann sá sem bar mest uppi Ár- mannsliðið, en í hans stað lék nú með Ármanni Karl Jóhannsson. og var hann Inter vann ★ ítalska knattspyrnuliðið Inter frá Mílanó náði jafn- tefli 0:0 við Moskvaliðið Tor- pedo í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni. Leikurinn fór fram á Lenin-leikvangin- um í Moskvu á miðvikudag- inn að viðstöddum 100 þús. áhorfendum. ítalirnir unnu fyrri leik liðanna með einu marki gegn engu og halda því áfram keppni. þeim sannarlega þarfur í þessum leik, þvi að hann skoraði hvorki meira né minna en nær helminginn af öllum mörkunum eða 12, þar af 7 úr vítaköstum. í heild sluppu Ármenning- arnir heldur vel frá leikn- um, þótt þeir gæfu eftir er líða tók á leikinn. Fyrri hálíleikur var mjög jafn og höfðu Ármenningar forustu í leiknum fyrstu 19 minúturnar, eti þá komust Danir yfir á 8:7. Ármann skor- aði fyrsta markið, en Danir jöfnuðu og gekk það til svo um nokkurt skeið, þannig að sjá mátti á töflunni 1:1, 2:2, 3:3, 4:4, 5:5, 7:7, 8:8, 9:9, 10:10, 11:11, 12:12, 13:13, en í hálfleik stóðu leikar 14:13. í síðari hálfleik voru það Danir sem höfðu forustu allan leikipn en þó tókst Ármanni að jafna á 16:16 og 19:19, en þá gera Danir 6 mörk í röð, án þess að Ármanni tækist að svara. En Ármenningar taka allgóðan endasprett og komast í 24:26. En aftur gefa þeir eft- ir og Danir skora þrjú mörk en Karl eitt úr vítakasti, og þannig lauk leiknum með mun minni sigri en almennt var gert ráð fyrir eða 4 marka mun, 29:25. Danska liðið er nokkuð mis- jafnt, sumir leikmanna mjög góðir, eins og Klaus Kaae, er skoraði langflest mörk, og var sterkur bæði í sókn og vörn. Vádegaard var einnig ágætur, sömuleiðis markmaðurinn sem varði sérlega vel öll skot uppi. Þá var Christensen góður linu- maður og skoraði þaðan hvað eftir annað. Allt voru þetta prúðir leik- menn, en ekki af þeim styrk- leika sem manni virðist topp- lið frá Danmörku eiga að vera, en vera kann að þeir hafi verið að hvíla góða menn fyrir leikinn við FH. Eins og frá hefur verið sagt, var lánsmaðurinn Karl Jó- hannsson bezti maður Ár- manns í þessum lcik. Grímur Valdimarsson (Svcinbjörnsson- ar) kom skemmtilega á óvart með góöan leik; lcikinn með knöttinn, lifandi í samleik, og á til að skjóta óvart og skora. Sveinbjörn í markinu slapp nokkuð þolanlega, og sama er að segja um Hrein. , í hcild þarf þetta Ármanns- lið mikillar skólunar við, en í því er efniviður sem vafa- laust má móta og herða. Það tekur líka sinn tíma að fella lið saman en í þessum leik var sóknarleikurinn svolítið óá- kveðinn, og ógnanir ekki nógu sterkar. Vörnin var tiltölulega betri. í heild getur liðið verið ánægt með þessa útkomu úr leiknum, og ætti að vera til Framhald á 7. síðu. □ Þó veður væri sérlega gott fyrir knatt- spyrnu á laugardaginn, þegar Þróttur og Valur léku í undanúrslitum bikarkeppninnar, var völl- urinn sérlega leiðinlegur til að leika á. Þykkt leðjulag af sólbráð eftir næturfrost orsakaði það að erfitt var að spyma ef knötturinn lá í leðj- unni, og stuttur samleikur var næsta erfiður, að ógleymdri hálkunni fyrir leikmenn. Allur fyrri hálfleikur bar einkenni þessa ástands vallar- ins, og áttu menn erfitt með að ná hnitmiðuðum samleik, ef það var reynt. Það voru langspyrnur sem mest voru á- berandi. Til að byrja með var leikurinn mjög jafn og langt fram cftir íyrri hálfleik voru það Þróttararnir sem sköpuðu meiri hættur og voru fullt svo mikið í sókn og Valur, og það voru Þróttarar sem áttu fyrsta skotið sem ógnaði. Var það Haukur sem skaut snúnings- knetti að marki, ,en snúningur- inn var of mikill og knötturinn fór framhjá. Þctta gerðist á 7. mínútu. Næstu 25 mínúturnar voru hcldur tilþrifalitlar og fátt sem gerðist merkilegt. Þróttar- ar börðust og ætluðu greini- lega að selja sig dýrt, og náði Valur ekki neinum tökum á þcim. Á 30. mín er mikil þröng við' mark Vals og slapp Valur þar með heppni, en bjargað var og hreinsað. Á 37. mín. fær Hermann./^ sendingu frá Reyni, tekur knöttinn á brjóstið, leikur á varnarmann og kemst innfyrir og skorar óverjandi fyrir Gutt- orm. Þróttarar láta þetta lítið á sig fá og sækja ekki síður en Valsmenn, þó þeim takist ekki skapa sér tækifæri. Á síðustu mínútu hálfleiks- ins sækja Þróttarar fast og senda knöttinn fyrir, og fer hann yfir til vinstri, en þá dæmir dómarinn vítaspyrnu. Strangt dæmt, þar sem leik- maður Þróttar hafði gefið knöttinn fyrir þegar hann var hindraður, og þvi fremur aukaspyrna fyrir hindrun ef það var nokkuð. Það er aðeins tími til að taka vítaspyrnuna, og þótti nú fullvíst að Þrótti tækist að ná jöfnu fyrir leikhlé og var það ekki ósanngjarnt eftir gangi leiksins. Haukur Þorvaldsson, yfirleitt góð vítaskytta, hleyp- ur langt til og knötturinn stefnir nærri út við stöng í mjaðmarhæð. En viti menn: Sigurði Dagssyni í markinu tókst með sínu ótrúlega fjað- urmagni og viðbragði að verja. Sýndi Sigurður enn einu sinni ágæti sitt milli stanganna. Það var eins og þetta atvik sneri leiknum við, þannig að Valsmenn tóku nú leikinn meir í sínar hendur éftir leik- hlé. Á 11. mín. á Ingvar all- gott skot, en það fór rétt framhjá. Litlu síðar tekur Sig- urjón Gíslason aukaspymu á Þrótt og sendir knöttinn inn í vítateig Þróttar, Ingvar tekur þar á móti spymunni og gerir það mjög l&glega, er hann snýr að eigin marki og lyftir knettinum mjúklega yfir Gutt- orm sem kom út til að bjarga, og stefnir knötturinn beint í horn marksins. Vamarmaður Þróttar gerir tilraun til að spyrna knettinum af leið sinni í markið, en hann aðeins herð- ir á honum í markið, 2:0. Dofnar nú heldur yfir Þrótti og virðast Valsmenn sækja af meiri krafti en áður og ná stundum furðu vel saman í þessu „færi“. Á 17. mín. fær Bergsveinn háa sendingu, og tekur á móti henni með þrumuskoti á mark, en hvort- tveggja var, að knötturinn var háll og skotið fast, og missir Guttormur knöttinn í markið, en þetta hefði hann átt að verja. Á 23. mín er Ingvar kominn út til hægri, og sendir Gunnsteinn knöttinn til hans þangað, en Ingvar sendir sfðan fyrir, en þangað var Hermann kominn eftir góðan sprett, er hann sá hvað var að gerast og renndi knettinum i markið af markteig. Aðdragandi síðasta marksins var nálega sá sami, nema að nú var kominn út til hægri Hans Guðmundsson og sendi til Hermanns sem var á sama stað og áður og skor- aði 5:0. Framhald á 7. síðu. KR vann Keflavik með 3:0 Síðari leikurinn í undanúr- slitum bikarkeppninnar fór fram á Njarðvíkurvelli á sunnudag í blíðskaparveðri að viðstöddum nær 3 þúsund manns. Leikurinn fór þannig að KR vann með þrem mörk- um gegn engu og var eitt markið skorað í fyrra hálfleik. Leikurinn var ekki eins ójafn og mörkin benda til, því Kefl- vikingar höfðu góð tækifæri, en þau notuðust ekki. í heild var leikurinn góður af beggja hálfu. ★ Dómari í leiknum var Grét- ar Norðfjörð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.