Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 3
ÞrSðjudaguar %&. október 1966 — ÞJÓÐVHaJJTTN — SÍÐA J Ban'daríkin hafi látið byggja margar brýr, skóla og sjúkra- hús. Gætuð þér sagt okkur hve margar brýr, skólar og sjúkra- hús Bandaríkin hefðu eyðilagt með loftárásum?" Julius C. Holmes svaraði því til að Bandaríkin hefðu aðeins eyðilagt mánnvirki 'í hernaðar- tilgangi. Yfirleitt hefðu sjúkra- hús og skólar ekki verið eyði- lögð, en þegar það hefðt verið gert hefði verið um að ræða leynilegar herstöðvar andstæð- inganna. Síðastliðinn -laugardag hélt Stúdentafélag Reykjavíkur kynningarfund um Vietnam. Hélt Julius C. Holmes, fyrrver- andi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna þar erindi og svaraði fyrirspurnum á eftir. í tilkynningum um fundinn dagana áður var staðsetning hans nokkuð á reiki, en að lokum hafnaði hann í Tjarnar- búð. Komu þangað um 50 manns og hófst fundurinn kl. rúmlega 2. Setti formaður fé- lagsins, Aðalsteinn Guðjohnsen, fundinn og stjórnaði honum. Fyrst kynnti hann fyrirlesar- ann all ýtarlega. Julius C. Holmes er fæddur árið 1899. Hann hefur að baki sér langan starfsferil í banda- rísku utanrikisþjónustunni og var aðstoðarutanríkisráðherra og þessu næst sendiherra Bandaríkjanna í íían 1961— 1965. En auk þess hefur Julius C. Holmes að baki sér glæsi- legan feril í bandarísku við- skiptalífi og hefur ,t.d. setið í stjórnum tveggja stórra flugfé- laga og verið varaforseti heims- sýningarinnar í New York 1939. Formaður benti á, að þótt Vietnam væri fjarlægt íslandi, kæmi fslendingum samt við hvað þar væri að gerast. Það væri því Stúdentafélaginu mik- ill heiðúr að geta boðið íslend- ingum að fá að hlýða á mál jafn ágæts manns og Juliusar CTHólírtéS. sem hefði góða dóriP*!' greind um mál þessi og mikla þekkingu. 1 Fyrirlestur Juliusar C. Holmes Julius C. Holmes kvað nauð- synlegt að útskýra hvers vegna Bandaríkin legðu á sig. svona miklar byrðar í Vietnam Bandaríkjamenn væru þar fyrst og fremst- til að tryggja frelsi smáþjóðar gegn kommúnist- ískri árás.^Öryggi hins fr.iálsa heims væri undir því komið að Bandaríkin stæðu við skuld- bindingar sínar í Suðaustur- Asíu. Kommúnistar hefðu allF staðar heimsbyltingu á stefnu- skrá sinni og þess vegna yrði hinn frjálsi heimur að vera vel á verði gagnvart kommúnism- anum og heita öllum ti1*ækum ráðum sér til varnar. Banda- ríkin hefðu engin eigingjörn siónarmið í huga í Vietnam. og vitnaði Holmes í Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkj- anan. máli sinu hér til sönn- unar Julius C. Holmes taldi stefnu Bandaríkjanna mæta vaxandi skilningi víða um Jjeim eins og þezt sæist á ummælum Paul Henri Spaak. fvrrverandi fram- kvæmdastjóra Atlanzhafsbanda- laesins, sem hann vitnaði í. Seinni hluti erindis Holmes fjaúaði einkum um ..hinar víg- stöðvar" Bandarikianna. í Viet- nam. baráttu gegn hungri og fátækt. fyrir framförum og lýðræði. Stéfnu Bandarikjanna í þessum málum væri bezt lýst með orðum Johnsons Banda- ríkjaforseta. sem hann mælti á fundi sínum með Ky forsætis- ráðherra á Honnlulu i janúar á þessu ári og Holmes vitnaði í. Bandaríkin legðu fram mik- ið fé til byggingar skója, sjúkra- húsa brúa og vega í Vietnam. Mikið væri gert til að efla landbúnað í landinu og kenna landsmönnum nvja tækni í þeim efnum. * Bandarikjamenn væru hér að vísu ekki einir að verki heldur væri hér um samvirinu að ræða við stiórnina í Saigon. Þessar „vígstöðvar" væru ekki siður mikilvægar en þær hernaðar- legu og væri árangurinn þegar farinn að koma í Ijós, og væri hér bezt að nefna hinn glæsi- lega árangur kosninganna, sem nýlega stóðu yfir í Vietnam. , Fyrirspurnir hefjast Formaður þakkaði Juliusi C. Molmes fyrir fróðlegt og gott erindi og lýsti siðan eftir fyrir- spurnum. Urðu þær allmargar. Fyrirspurnir báru fram: Ragn- ar Stefánsson, Jón B. H^nni- balsson, Gísli Gunnarsson, Haukur Helgason, Úlfur Hjörv- ar, Sólveig Hauksdóttir og for- maður félagsins. Svaráði Julius C. Holmes spurningunum aug- sýnilega eftir beztu getu. Fyrst var Holmes beðinn um að segja álit sitt á ummælum brezka vikublaðsins „New Stat- esman“, þar sem sýnt var fram á að Bandarikin eyddu í styrj- öldinni í Vietnam fjórum sinnum meira fé en aðstoð við all- ' ar vanþróaðar þjóðir næmi, að mikill hluti þessa hérnaðar væri eiturhernaður og ef hern- aðarkostnaðinum væri skipt á alla íbúa Vietnam yrði þjóðin einhver sú tekjuhæsta í heimj. Holmes svaraði því til að þetta sýndi fórnarvilja Bandaríkja- stjórnar.. Frjálsar kosningar Þá var Holmes spurður hvaða rikisstjórn Vietnam hefði beðið um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna og hvernig sú stjórn hefði verið tilkomin. Svar: Stjórn Diems hefði beðið um aðstoð og hún hefði kom- izt til valda í frjálsum kosn- 'ingum. Þá var Holmes spurður um afstöðu þeirra níu ríkis- stjórna, sem hefðu setið við völd eftir fall Diems og hvort þær hefðu getað haldið völdum án aðstoðar Bandaríkjanna. Svar: Afstaða ríkisstjórnanna hefði verið góð og engin hefði setið við völd vegna aðstoðar Bandaríkjenna. Genfarfundurinn Fyrst var Holmes spurður hvaða ákvæði Genfarsamnings- ins frá 1954 Bandarikin hefðu ekki brotið. Svar: Bandaríkja- stjórn hefði ekki brotið neitt ákvæði hans. Þá var Holmes spurður hver hefði brotið á- kvæði Genfarsamningsins um kosningar í sameinuðu Viet- nam. Svaraði hanr^ því til að það hefði stjórn Suður-Viet- nam stjórn Diems gert. Annars kvað Holmes ^fstöðu Diems hafa verið skiljanlega. því að allir vissu, að ómögulegt væn að hafa frjálsar kosningar. þar sem kommúnistar hefðu- verið við völd,' þeir hindruðu allar frjálsar kosningar með ofbeld- isaðgerðum á kjörstað. Eina undantekningin hér væri Ker- ala í Indlandi. Ésr veit það ekki Þá var Holmes spurður um álit hans á þeim ummælum í endurminningum Eisenhowers, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að ekki hefði verið hægt að hafa frjálsar kosningar í öllu Vietnam, þar sem vitað hefði verið að kommúnistinn Ho Chi Minh hefði þá fengið 80% greiddra atkvæða. Holmes kvaðst ekki kannast við þessi ummæli, en ef þau væru rétt stöfuðu þau v^falaust á vantrú Eisenhowers á því að hægt væri að hafa frjálsar kosning- ar á svæði þar sem kpmmúnist- ar hefðu verið við völd. Þá var Holmes spurður hvað hann segði um þau ummæli Anthony Edens að samfara Genfarráð- stefnunni um Vietnam 1954 hefði verið haldin leyniráð- stefna Bretlands, Bandaríkj- anna og Frakklands þar sem gerður hefði verið að kröfu Bandaríkjastjórnar leynisamn- ingur um að láta ákvæði Genf- arsamningsins um kosningar ekki koma til framkvæmda. Julius C. Holmes kvaðst ekki vita neitt um þessi ummæli Anthony Edens. Formaður fær orðið Þegar hér var komið sögu áminnti formaðurinn fundar- menn um að koma hér eftir með kurteislegri spurningar. Auk þess hefðu spurningar komið frá of fóum og því bæði hann þá sem þegar hefðu spurt spurninga að spyrja ekki fleiri spurninga heldur leyfa öðrum fundarmönnum að koma með spurningar. Eftir nokkra þögn kom hann sjálfur með spurn- ingu um afstöðu Bandaríkjanna til nýjustu tillagna Ú Þants um frið í Vietnam. Holmes kvað af- stöðu Bandarikjanna vera nokkuð góða. „Ú Þant hefur ekki rétt fyrir sér.... “• Næsta spurning vqr um hvað Julius C. Holmes segði um þau ummæli Ú Þants að nýafstaðn- ar kosningar í Vietnam sýndu ekki vilja þjóðarinnar. Holmes kvað Ú Þant vaða hér í villu og svíma. Kosningarnar hefðu verið til fyrirmyndar. Hann vissi það sjálfur. Hann hefði sjálfur nýlega verið í Saigon. Um eiturefni og eiturvopn Nú • var Julius C. Holmes spurður þessara spurninga: 1. , Hefur Bandaríkjastjórn undirritað alþjóðasamninginn um bann yið notkun eiturvopna í hernaði? 2. Hvað segði hann um frétt- ir um að Bandaríkin notuðu eiturefni sem vopn í Vietnam? Holmes kvað Bandarikin ekki hafa undirritað alþjóðasamn- inginn enda væÝi þess ekki þörf. Viðvíkjandi seinni spurn- ingunni viildi hann segja þetta: Bandaríkin notuðu ekki eit- urvopn í Vietnam, aðeins eit- urefni. Þessi eiturefni væru til að eyðileggja gróður; þau væru til að eyða frumskógum og af- hjúpa þannig skæruliða, sem þar kynnu að fela sig. Hins veg- ar væri alveg útilokað að eit- urefni þessi gæti haft nokkur skaðleg áhrif á menn eða dýr; þess vegna væri ekki um að ræða eiturvopn, aðeins eitur- efni. * Fjöldi hersveita Næsta spurning, sem Julius C. Holmes fékk, var þessi: Samkvæmt skýrslu Banda- ríkjanna væru nú um 20.000 norður-vietnamskir hermenn i Suður-Vietnam en í bandarísk- um hersveitum þar um 300.000 manns. Gæti hann sagt, hver væri sekari um íhlutun? Holm- es sagði að hersveitir Viet- kong væru raunverulega her- sveitir frá Norður-Vietnam, þar sem þær tækju við fyfirskip- unum þaðan. Auk • þess væru margir liðhlaupar frá Viet- kong; hefðu þeir verið um 12.000 siðan qm, áramótin 1965. Spurningu um það, hye margir hefðu gerzt liðhlaupar á sama tíma úr stjórnarher Suður-Vi- etnam kvaðst hann ekki geta svarað Þeir væru að vísu margir, en engar tölur lægju fyrir. um það hve margir þeir væru. Brýr, skólar og sjúkrahús Þá kom þessi spurning: „Þér hafið sagt okkur að Samningaumleitanir Spurning: „Hvers vegna neit- uðu Bandaríkin öllum samn- ingaumleitunum fyrr en loft- árásir á Norður-Vietnam voru hafnar í febrúar 1965?“ Svar: „Bandaríkin hafa aldrei neitað samningaumleitunum (Mótmæli fjölmargra utan úr sal). Allavega hættu Bandarík- in loftárásum um tíma og buðu þá upp á samninga en þeim var neitað". Spurning: „Hvers vegna neita Baridaríkin að semja við Viet- kong?“ Svar: „Vietkong er stjórnað frá Hanoi. Þess vegna þarf ein- ungis að semja við stjórnina í Hanoi. Auk þess hafa Banda- ríkin aldrei neitað að semja við Vietkong" (Mótmæli fjöl- margra utan úr sal.). „Viet- kong er stjórnað frá Hanoi og þess vegna þarf ekki að semja við Vietkong". Spurning: „Hvað segið þér um fréttir margra vestrænna blaða um að stjórn Vietnam hafi hvað eftir annað leitað eft- ir samningum við Bandaríkja- stjórn gegnum ákveðna milli- liði eins og Indlandsstjórn. en Framhald á 7. síðu. Hver stund með Camel léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. MADE IN US.A. t 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.