Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 8
I g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriöjudagur 1«. október 1066. I H Ú S I MÓÐUR MINNAR Ettlr JUtlAN 6L0A6 Hiann hélt um glasið með stirð- legum fingrum. — Á eftir. Reyk- uriim leið upp í augun á honum og hann deplaði þeim. •— Ég vil helzt ekki tala um það. Hann beið andartak, svo saup hann stóran teyg. Hann leit ' j kringum sig. ■— Engin sunnudagsblöð? ®að hafði aftur slaknað á andlitsvöðvun- irm. — Við vissum ekki hvaða blað þú vildir. — Sunday Pic, News of the World, The Dispatch — alla hrúguna. Nennirðu að skreppa út og saekja þau handa mér? Hann stakk hendinni í vasann og rétti Húbert pening. — Eigðu afganginn. Húbert reis á fætur — hann var stirður í fótleggjunum og andartak var hann með suðu fyrir eyrunum. —v Allt í lagi, sagði hann. — Ég skal vera eld- fljótur. Hann gekk að dyrunum og leit við. — Charlie, sagði hann. — Þú ert ekki reiður þótt ég hafi spurt um allt þetta, er það? — Hver, ég? Nei — það er allt í lagi, drengur minn. Ósköp eðli- legt. Hann geispaði. — Hvað er að borða í dag? — Nautasteik — það er Diana sem býr til matinn í dag. — Heyrðu mig, ég verð að skreppa út svo sem hálftíma eftir dálitla stund, en ég verð kominn aftur fyrir hálftvö — getum við ekki borðað þá, ha? — Allt i lagi — ég skal segja Díönu það. — Gerðu það. ’Hann Ineri sér til og færði stólinn nær arnin- um. Öúbert leit á hann og sá að hann skalf Hann lokaði dyrun- um varlega á eftir sér. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMl 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreíðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. T* 31 Hann var ekki nema tíu min- útur í burtu. Hann hljóp alla leiðina heim — taldi hvem ein- asta dapurlegan hlyn eins og merkisteina í maraþonhlaupi. Ólympíueldurinn var geymdur í blaðavöndlinum. Sigri hrósandi stökk hann upp þrepin að pall- inum, þar sem eldurinn átti að blossa upp og loga að eilífu. Heimkoma signrvegarans. 53 Húbert tók varla eftir því að útidymar voru opnar, hann stökk yfir þröskuldinn og inn anddyr- ið og inn í stofuna. — Hér kem ég, hrópaði hann. — Ég er með blöðin. Ég keypti þau öll . . . Hann steinþagrfaði allt í einu. Frú Stork sneri toginleitu and- litinu að honum. — Nei, er þetta ekki hann Berti. Góði drengur- inn hennar mömmu sinnar — eins og alltaf. Hún glennti sund- ur munnvikin í eins konar bros og hrukkóttir kjálkarnir fylgdu með. — Eða hefði ég kannski átt að segja góði drengurinn hans pabba, ha? Hún flissaði og skotraði augunum á Charlie Hook. Kjálkamir titruðu. Charlie Hook sagði ekkert. Frú Stork hækkaði röddina lítið eitt. — Ég var rétt að koma. Sjáðu. Hún rétti fram vönd af læpulegum krystantemum. — Ég tók með mér nokkrar kryst- antemur til að Kfga upp með. Öll bornin voru inni, en hún hafði bara ávarpað Húbert. Nú sneri hún sér að hinum börn- unum. — Já þið verðið að fyr- tf'gefa, en þið voruð ekki bein- línis glaðleg á svipin. Á hvað eruð þið að glápa? Finnst ykk- ur ekki gaman að sjá gömlu, göðu frú Stork áftur? Elsa talaði hranalega. — Nei. — Nei? Ja hérna hér, sagði frú Stork í glaðlegum rómi sem átti að gefa til kynna að ekk- ert gæti komið henni úr jafn- vægi. — Og þú sem varst alltaf svo stillt og siðleg telpa. Nú er allt orðið umbreytt. Er það ekki, herra Hook? Charlie Hook ræskti sig. — Frú Stork . .. Húbert steig skrefi nær með bláðastrangann í hendinnr eins og vopn. Hann gerði sér aðeins /eitt ljóst, að nú var gamli á- gengi óvinurinn aftur kominn á vettvang, í slitnum sunnudags- fötum sínum, svörtum eins og illgirnin sjálf. — Hvað viljið þér hingað? — Ég? Hún gamla frú Stork? Ég er að koma í heimsókn. Hún. veifaði vendinum eins og trygg- ingu fyrir góðum tilgangi. •— Ég er komin til að spyrja hvernig mömmu ykkar líði. Ég vona að hún sé ekki veik ennþá, herra Hodk? — Jú, því miður. Charlie Hook gekk tii Húberts og tók við blöðunum. — Þakka þér fyrir, sagði hann. — Mikið. þykir mér leitt að heyra það, sagði frú Stork lág- um rómi. — , Ég sé ekki Gerty litta — er hún kannski lasin líka? Charlie Hook lagði sunnudags- blöðin á borðið og sneri baki að frú Stork. Þegar hann sneri sér aftur að henni, var hann brosandi. — Já — hún er lasin líka. Ég sendi þær báðar til Folkestone, vegna sjávarloftsins. — Það var svei mér gott. Hún þagnaði og færði blómin yfir í hina höndina. — En dýrt er það að sjálfsögðu •— þessir bað- staðir eru skelfing dýrir. — Niðursett verð utan bað- tímans, á þesfsum tima árs. Hann neri varirnar eins og til að þurrka þær, þótt þær sýndust ekkert rakar. — En ég þarf ekki að hafa áhygjur af því. Molly systir mín á þama dá- Ktinn stað fyrir sig. — Ja hérna, það var svei mér heppilegt. Frú Stork skipti aftur um hönd á blómunurh en Charlie Hook gerði sig ekki lík- legan til að taka við þeim. — Ég vona að það sé nærri sjónum. —1 Steinsnar, eins og sagt er. Aðeins steinsnar. Allt í einu kom trúnaðarhreimur í rödd hans. — Molly á dálítið veit- ingahús sem selur flsk og chips. Rétt við skemmtigarðinn. Á ann- arri hæð, ■— Hún rekur það ein. Tehús, kallar hún það — maður fær fiskinn og frönsku kartöflurnar á diski — ekki í pappír og gömlum dagblöðum. Te, brauð og smjör, fisk og sieiktar kartöflur og bita af Dundeeköku í ábætir. Ljómandi rekstur, — gengur alveg skín- andi. Hann grillti með augunum og hann skimaði eftir einhverju í fjarska, veitkigahúsi við sjó- inn þar sem peningunum rigndi niður. — Það lætur vel í eyrum, sagði frú Stork. Charlie Hook vírtist ekki hafa heyrt til henn- ar. — Sannarlega vel. Já, sumir eru svei mér heppnir, það yerð ég að segja." Það var annarlegur undirtónn í röddinni. Charlie Hook hafði litið nið- ur á borðið og horft á hálf- falda fyrirsögnina í The Dispatch, Frú Stork leit arftar fyrir sig og ætlaði að fara að setjast í svarta leðurstólinn. — Gerið svo vel að fá yður sæti, frú Stork, sagði Charlie Hook. Það var eins og hann vaknaði af dvala og var nú ekkert nema kurteisin. — Gerið svo vel, fáið yður tylling. Hann hló. — Heyrðu Elsa — viltu ekki losa frú Stork við biómin og setja þau í vasa, ha? Hvít í andliti teygði Elsa hend- urnar eftir blómunum. Hún sneri sér við' og gekk út úr stofunm. Þau horfðu öll á hana þegar hún gekk út, teinrét.t í baki eins og sverð réttlætisins. — Já, þetta var betra! Frú Stork dró bláan silkivasaklút upp úr tösku sinni og þurrkaði sér um ennið. Andartak var steinhljóð, nemj hvað snark heyrðist í eldinum. Það var eins og loftið sjálft væri þjakandi, þrungið óorðnum htatum. Kaldur dragsúgur að utan lék um hnésbæturnar a Húbert. Börnin störðu og sögðu ekki neitt meðan þau biðu eftir þvi, að Charlie Hook breytti gömlu nm-ninni í pöddu. — Dýrt að lifa, tautaði frú Stork eins og við sjálfa sig. — Það er orðið dýrt að lifa. Töfrarnir voru rofnir og hún hafði ekkert breytzt. Charlie Hook settist og rétti höndina eftir glasinu af Guinn- ess. Frú Stork fylgdi hverri ein- ustu hreyfingu háns með augun- um. Með herptar varir horfði hún á hann meðan hann tæmdi glasið til hálfs. Hún andvarp- aði og eins og hún væri að halda áfram með fyrri hugsun sína, sagði hún út í bláinn: — Já, sumum líður vel. Þannig er það í þessum heimi. Sumum liður vel. Og öðrum ekki. — Hvað segið þér um sma- lögg, frú Stork? Það lifnaði samstundis yfir henni. — Hver ég? Hún hikaði, sleikti útum eins og til að bragða á svarinu. Og svo tók hún allt í einu ákvörðun. — Æ, nei. •— ekki ég, sagði hún. — Ég bragða það aldrei — nema sem lyf að sjálfsögðu. Nei, það myndi Tígr- isdýrinu mínu ekki líka. Hún flissaði héralega. Charlie Hook hélt áfram að virða hana fyrir sér, íhugandi, broslaust. Frú Stork stundi aftur og augnaráð hennar flögraði í átt- ina til barnanna og síðan aftur tfl Charlies Hook. — Já, það er sannarlega notalegt að það skuli aftur vera kominn karl- maður hingað í húsið, sagði hún. Það kom sér svei mér S KOTTA £jg ætla að giítast manni sem er alveg eins og pabbi, nema skitaingsríkari. I Isabella-Stereo fyrir - hyggju Iijá, TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf (INOAKOATA * RETKJAVlK SlMI 21360 SlMNCFNI ■ SURETY 4873 — Að lokum svarar Fred. „Þórður skipstjóri?“ kallar hann undrandi, „hvar eruð þér?“ Þórður útskýrir allt og aðvarar hann. Já, Fred skilur að hann verður að breyta stefnunni og snýr stýr- inu. — Stanley sér það og reynir strax að ná sambandi við hann til að spyrja um orsökina. Og nú er komið að honum að verða higsa á að heyra rödd Þórðar. Hann er nú líka varaður við „Heimskulegt að, finna þetta ekki út sjálfur“, muldrar hann með sjálfum sér. Þeir frétta nú líka að í ráði sé að kvikmynda síðasta Muta keppninnar. Það verður gaman síðar að sjá sín eigin skip á sigKngu. Gúmmívinnustofan h.f. Skiphoítf 35 — Símar 3T055 og 30688 Kona óskast til blaðdreifingar í miðbænum. Upplýsingar í síma 17-500. ÞJÓÐVILJINN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.