Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1966, Blaðsíða 7
I Þejöjudagur 18. október 1966 — ÞJÓÐVILJI3STN — ÁtUA 7 Valur vann Þrótt með 5:0 Framhald af 5. síðu. Hvort þaS var hin mikla breyting sem var á Valsliðinu sem gerði það að verkum að það var eins og Valsliðið kæmist ekki í gang í fyrri hálfleik, eða sterk mótstaða Þróttara, eða þá völlurinn, er ekki gott að segja, en víst var að þeir áttu í vök að verjast aUan fyrri hálfleikinn. Ámi Njálsson, Björn Júlíus- son og Bergsteinn Magnússon voru ekki með og í þeirra stað léku Sigurjón Gíslason sem bakvörður, og barðist oft skemmtilega og jákvaett. Hall- dór var miðframvörðyr og gerði stöðunni góð skU, og það var gaman að sjá hann hvað eftir annað reyna á jákvæðan hátt að byggja upp samleik. í stað/Bergsteins kom Gunn- steinn Skúlason, og sérstaklega í síðari hálfleik gerði hapn stöðunni góð skil. Sigurður Jónsson kom sem framvörður, og leyndi það sér ekki að þar er gott efni á ferðinni. Slapp hann vel frá leiknum. í fram- línunni var það Bergsveinn sem barðist allan tímann og oft með góðum árangri. Her- mann var skemmtUegasti mað- ur línunnar, tókst oft vel að sleppa undan vörzlu Jóns Björgvinssonar, enda tókst honum að skora 3 mörk. Knattmeðferð hans er líka skemmtileg, og það er gaman að sjá hvernig hann er farinn áð. temja sér þessar mjúku sendingar, en ákveðnar þó, og svo auðvelt að taka við þeim. Sigurður Dagsson var sem fyrr maður dagsins. Þróttarliðið kom á óvart í fyrri hálfleik með baráttuvilja sínum, og það þurfti í raun- inni enga heppni til þess að þeir hefðu haft yfir eftir fyrri hálfleik, og var það fyrst og fremst baráttuviljinn sem þar var að verki. En það var engu líkara en að vörn Sigurðar Dagssonar, þegar vítaspyrnan var fram- kvæmd, hefði tekið allan móð úr Þrótturum, því að þeim tókst ekki upp í síðari hálf- leik. Því miður hendir það of oft Þróttarliðið að gefa eftir einmitt þegar nauðáynlegt er að herða á. Beztur í liði Þróttar var Ómar Magnússon, sem er sterkur bæði í sókn og vörn, og alltaf að reyna að byggja upp samleik. Eysteinn var og ágætur í vörninni, og enda Halldór Bragason. Jón Björg- vinsson náði ekki nógu góðum tökum á Hermanni, og Gutt- ormur í markinu var svolítið óheppinn. í framlínunni voru það Örn Steinsen og útherjinn Kjart- an sem voru beztir, og enda Haukur, nema hvað hannhefði átt að skora úr vítaspyrnunni. Með góðri æfingu — þrek- æfingum og öðru sem til þarf, á þetta Þróttarlið að geta náð mun lengra en það hefur gert að undanförnu, og takist því að ávinna sér baráttuvilja, hverju sem á gengur, ætti liðið að ná fljótt aftur upp í fyrstu deild, en þeir verða að muna að það verður .enginn óbarinn biskup. Dómari var Guðjón Finn-^. bogason frá Akranesi, og slapp allsæmilega, meira ekki. Frímann. StúdcntafundiH* Framhald af 3. síðu. Bandaríkjastjórn ávalt neitað?“ Svar: „Ég kannast ekki við neinar slíkar fréttir“. Julius C. Holmes var nú orð- inn mjög þreytulegur. Andstaða í Banda- ríkjunum Nú var Holmes spurður um andstóðu í Bandaríkjunum gegn stríðinu í Vietnam 'og þó einkum hvað hann segði um afstöðu Fulbrights öldungadeild- arþingmanns. Holmes svaraði því til að í Bandaríkjunum væri lýðræði og því væri hverjum manni frjálst að segja skoðun sína, einnig Fulbright. Auk þess væri eins og allir vissu nákværh skipting á framkvæmdar- og löggjafarvaldinu í Bandaríkj- unum. Meira hefði hann ekki um þetta mál að segja. Formaður slítur fundi Nú bað formaður Stúdentafé- lags Keykjavikur um fleiri fyr- irspumir. Enginn kvaddi sér hljóðs. Þakkaði formaður Juli- us C. Holmes þá komuna og fundarmönnum einnig og sagði fundi slitið. Hafði hann þá stað- ið hálfan annan tíma. Klöpp- uðu menn vel fyrir Juliusí C. Holmes svo og fyrir stjórn Stúdentafélagsins vegna kynn- ingar hennar á Vietnammálinu, einkum þó á hugsanagangi manna . eins og Juliusar C. Holmes. Arhns-KFUM vann Armann 29:24 Framhald af 5. síðu. að lyfta liðinu, sem hefur orð- ið fyrir mannamissi á þessu hausti, og vonandi verður það til að þjappa þeim fast saman á komandi keppnistímabili. Þeir sem skoruðu mörkin fyrir gestina voru Kaae 13, Vádegaard 9, Christensen 5, Thygier og Strand 1 hvor. Fyrir Ármann skoruðu Karl 12, Grímur og Hreinn 4 hvor, Árni 3 og Hans 1. Dómari var Magnús Péturs- son og dæmdi vel. Áhorfendur voru fáir. Frímann. Haukar unnu unglingaliðið _ Forleikurinn að leik KFUM- Árhus og Ármanns var milli Hauka í Hafnarfirði og Ungl- ingalandsliðs, og fóru leikar þannig að Haukar unnu með eins marks mun eða 10:9. Var leikurinn allan tímann jgfn. í^ hálfleik höfðu ungling- arnir þó yfir eða 5:4. Fer vel á því að tefla fram úrvalsliði 'unglinga, sem hafa möguleika á því að Ienda í landsliði unglinga síðar á keppnistímabilimu Það gefur þeim reynslu, og þar er hægt að sjá hvernig þeir falla sam- an. Sem sagt góður skóli fyrir þessa væntanlegu landsliðs- menn, fyrst í unglingalandsliði og síðan í landsliði hinna eldri. Þeir sem léku í þessum fjrrsta æfingaleik unglinga- landsliðsins á þessu keppnis- tímabili voru: -Guðmundur Gunnarsson ÍR, Hilmar Björnsson KR, Gísli Blöndal KR, Gunnsteinn Skúlason Val, Sigurb. Sigursteinsson Fram, Einar Magnússon Víking og Frímann Vilhjálms6on Fram. Danirnir unnu FH me$ 27:24 Framhald af 5. síðu. form enn, eins og von er þar sem þetta er fyrsti leikurþeirra innanhúss síðan í fyrravetur eins og áður er sagt. Þeir náðu sjaldan hröðum samleik, sem verið hefur þeirra aðalstyrkur, og vörnin opnaðist oft illilega, en veikasti hlekkur liðsinseins og er virðist vera markvarzl- an, því að bæði Kristófer og Hjalti, sem léku hvor sinnhálf- leikinn áttu lélegan leik. Bezti maður liðsins er tvímælalaust Geir Hallsteinsson og var oCt Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður AUSTURSTRÆTl 6 Sími 18354 Auglýsið í Þjóðviljanum gaman að sjá hve létt og á- reynslulaust hann skorar. Birg- ir var einnig góður og fullur báráttuvilja að vanda, Jón Gestur Vigfússon sýndi oft skemmtilegan leik, en vantar enn keppnisskap. í danska liðinu báru lands- liðsmennimir þrír nokkuð af, einkum Klaus Kaae, sem skor- aði 12 mörk í leiknum, Jörgen Vodsgaard skoraði 6 mörk, flest með því að stökkva upp og skjóta yfir vömina. Að öðru leyti virðist þetta danska lið ekki mjög sterkt og er þessi leikur milli dönsku meistaranna og hinna íslenzku hæpinn Ijiælikvarði á eða samanburður á getu Dana og Islendinga í handknattleik af þeim ástæðum sem fyrr eru greindar: Þetta er fyrsti kappleikur FH síðan í fyrra, og dönsku meistararnir komu ekki hingað með sitt bezta lið og leika auk þesshér þrjá leiki á þrem dögum svo að fráleitt getur liðið sýntsitt bezta. Kaupið oxan lág- freyðandi þvottaefni Jaf n gott í allan þvott H F. HREINN Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER PREIMT VT3 Sími 19443. Wtrámkálíd6ar\i * Ví i í 5= n smr KMftfiO SLÖNGUR Sýning á Eitur og risa SLÖNGUM TemplarahöUinni Eiríksgötu Daglega klukkan 2—7 og 8—10. SlMASTÓLL Fallegur * vandaður Verð kr. 4.300,00. Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7. Simi 10117. ■ Sjónvarpstæki. ■ Segulbandstæki. B Útvarpstæki. . B Plötuspilarar. Frændur vorir Norð- menn vanda vörur sínar. RADIONETTE tækin eru norsk. ÁRS ÁBYRGÐ, eigið verk- stæði. Radionette verzlunin Aðalstræti 18. Sími 16995. Opið aUa virka daga frá ld. 8-22 nema Iaugardaga frá kL 8-16. ■ Unnið með full- ■ komnum nýtízku ■ vélum. Fljót og góð afgreið^a. HJÓLBARÐA- VIÐGERÐIN Reykjavikurvegi 56, Hafnarfirði, sfmi 51963. ©níinenlal Hjól&arBavfögerðir OPIÐ ALLA DAGA (UkA SUNNUDAGA) FRÁ KL 8 TIL 22 CUmiV/NNUSTOFAN HF. Skipholti 35, Reykiavik SKRIFSTOFAN: slmi 3 06 88 VERKSTÆDIÐ: sími310 55 _____\________________ Þýzkar og ítalskar kvenpeysur. Elfur Laugavegl 38. Skólavörðustíg 13. Snorrabraut 38. KRYDDRASPIÐ Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir — FLJÓT AFGREIÐSLA — SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) Súni 12656. - . Smurt brauð Snittur brauö bœr við Öðinstorg. Simi 20-4-90. EÍST i NÆSTU búd SkólavorSustíg 36 síwí 23970. INNHeiMTA LÖOFXÆtHSTðfíp FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundir bfila OTUR Hringbraut 121. Sími 10659. BRl DG ESTON E HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar-gæðin. BiRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTON E ávailt íyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 BlL A LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. EINKAUMBCH) ASGEIR OLAFSSON heildv. v' "nrstræti 12 Sími 110/75.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.