Þjóðviljinn - 05.11.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.11.1966, Blaðsíða 1
< Þingfundum verður haldið áfram í dag en þingslit verða vœntanlega annað kvöld \ Fimmtánda þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins var sett að Tjarnargötu 20 klukkan 17,30 í gær. ■ Fyrsti forseti þingsins var kjörinn Steingrímur Aðal- steinsson, fyrri varaforseti Böðvar Pétursson og annar vara- forseti Kolbeinn Friðbjarnarson. Ritarar voru kjömir Jón Thor Haraldsson, Einar Gunríar Einarsson, Sigurjón Pét- ursson, Oddbergur Eiríksson, Friðjón Stefánsson og Helgi Haraldsson. Einar Olgeirsson setur 15. flokksþingið I gær; til hægri fundarritari Jón Thor Haraldsson. Efst á síðunni: Nokkrir fulltrúanna, sem sitja flokksþingið. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Hitaveitumál rædd í borgarstjórn: /r r ■ Djúpborinn, þetta mikilvirka og dýra tæki, sem Reykjavíkurborg og ríkissjóður keyþtu í samein- ingu fyrir nokkrum árum, hefur nú um langt skeið legið aðgerðarlaus og ónotaður. ■ Fjarri fer því þó að verk- efni skorti. Til dæmis hefur jarðhiti á Reykjavíkursvæði enn ekki verið kannaðar til neinnar hlítar með tilliti til hagnýtingar. Telja þó sér- fróðir menn að jarðhitasvæði Reykjavikur sé mikiu víðáttu- meira en áður hafi verið talið ið — og enginn, allra sízt þeir íbúar í elztu hverfum borgar- innar sem búa við kulda hve- nær sem kólnar í veðri, efast um nauðsyn þess að vatns- magn hitaveitunnar verði auk- ið til mikilla muna. Guðmundur Vigfússon, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, benifi á þessar staðreyndir á fundi borgarstjómar Reykjavík- ur í fyrrakvöld, er til umræðu kom tillaga hans um athugun á öflun aukins vatnsmagns fyrir hitaveituna. •í tillögu þessari var bent á nauðsyn þess að hafnar verði að nýju skipulegar rannsóknir á því, hvort unnt sé að afla auk- ins vatnsmagns fyrir hitaveit- una í borgarlandinu eða næsta nágrenni — og í þessu sambandi lagði tillögumaður ekki ein- ungis áherzlu á hina brýnu þörf á auknu vatnsmagni tíl afnota fyrir borgarbúa held- ur og fjárhagslega hag- kvæmni þess að aflað sé þess vatns sem unnt er í borgar- Iandinu sjálfu eða sem næst borginni. Þá var samkvæmt tillögu Guðmundar borgar- ráði og borgarstjórn falið „að gera nú þegar ráðstafanir tíl þess að boranir verði hafnar að nýju með gufubor rikisins og Reykjavíkurborgar ogöðr- um þeim tækjum, sem hita- veitan hefur yfir að ráða og rétt þykir að álití hitaveitu- stjóra og hitaveitunefndar að beita við leit að auknu vatns- magni. Ennfremur sagði í til- lögunni: „Leggur borgargtjómin áherzlu á nauðsyn þess, að gengið verði með slíkri leit og rannsóknum úr skugga um þá möguleika, sem kunna að vera á öflun aukins heits vatns í borgarlandinu og grennd, svo unnt sé a ð því lokríu að snúa Framhald á 7. síðu, Þingið setti formadur flokks- lns, Einar Olgeirsson, og minnt- ist í byrjun ræðu sinnar hins alvariega þjó^félagsástands sem er afleiðing af pólitík ríkisstjóm- arinnar. Verið væri að brjóta niður fslenzka atvinnuvegi og hleypa erlendu auðvaldi inn f landið, hætta væri á aukningu herstöðva f stað þess að ísland gæti nú farið að losna úr Atl- anzhafsbandalaginu. Sjávarút- vegurinn væri í hættu, togara- flotinn að hrynja, hraðfrystihús- in og iðnaður ættu undir högg "^að sækja, sumstaðar væri meira að segja atvinnuleysisvofan við gættina. Vandasöm verkefni I þessu þjóðfélagsástandi biðu Sósíalistaflokksins vandasamari verkefni en nokkru sinni fyrr, ©g flokkurinn sjálfur stæði nú á örlagaríkum vegamótum. Hann hefði nú um 27 ára skeið gegnt forustuhlutverki í íslenzkri verka- lýðshreyfingu og gegni þvf enn og forusta hans í þjóðfrelsisbar- áttunni hefði aldrei verið nauð- synlegri en nú. Einar ræddi þar næst um Alþýðubandalagið og taldi kosningamar í vor sanna að það hefði mikla sigurmögu- leika í kosningunum næsta sum- ar, ef rétt væri á haldið. Einar vék svo að innanflokks- málum og lauk setningarræð- unnj á þessa leið: „Ég álít að flokkur okkar verði að hafa þor og dug og vit til þess að verða sósíalistískur fjöldaflokkur, sem hefur forystu fyrir verkalýðs- og þjóðfrelsis- baráttunni í landi voru. Að mega berjast í broddi fylldngar í slikum flokki er bæði heiður og gæfa.“ » Látinna félaga minnzt Einar minntist svo nokkurra látinría féiaga, og rakti feril þeirra. Hann. minnti á að þenn- an dag hefði Ottó N. Þorláks- son.orðið 95 ára. Hann minntist Rósinkranz ívarssonar, Hendriks Ottóssonar, Stefáns Jónssonar rithöfundar, Ríkeyjar Eiríksdótt- úr, Sveins Guðmundssonar, Frí- manns Jóhannssonar, Markúsar Hallgrímssonar, Sverris Guð- mundssonar, Ágústu Þorvalds- dóttur, Sverris Jónssonar, Ingi- bjargar Jónsdóttur, Litlubrekku, og Halldórs Halldórssonar. „Við kveðjum alla þessa fé- laga með söknuði. Við þökkum þeim allt sem þeir hafa unnið fyrir flokk vom og málstaðhver’ á sínu sviði. Saga sósíalismans á íslandi mun geyma nöfn þeirra.“ Þingfulltrúar risu úr sætum til að heiðra minningu hinna föllnu félaga. Kvöldfundur Skipuð var kjörbréfanefnd: Snorri Jónsson, Jón Thór Har- aldsson, Hulda Ottesen, Kristj- án Andrésson, Sveinbjörn Þórð- arson. í nefndanefnd voru skipaðir: Kjartan Olafsson, Friðjón Bjarnason, Brynjólfur Bjarna- son. Geir Gunnarsson og Sig- urður Geirsson. Á kvöldfundi skilaði kjörbréfa- nefnd áliti og lagði til að öll kjörbréf sem borizt höfðu yrðu tekin gild. Var svo. samþykkt. Allmargir fulltrúar vom ó- komnir til þingsins í gærkvöld. í gærkvöld skilaði nefnd'anefnd samhljóða áliti og uppástungum í nefndir þingsins. Þá kom til umr. skýrsla miðstjómar, stjóm- málaviðhorfið og næstu verkefni flokksins, og höfðu þeir fram- sögu Lúðvík Jósepsson og Eð- Kópavogur ★ Aðalfundur Félags óháðra kjósenda verður í Þingþól hánudaginn 7. nóvember kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. ★ Karl Guðjónsson fræðslu- fulltrúi spjallar við fund- armenn um skólamál. FJALLVEGIR AÐ LOKAST ■ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð rikisins var víða vónt veður í gær og fjallvegir farnir að teppast, eða að verða þung- færjr. Þingmannaheiði var orðin því sem næst ófær or Breiðdals- heiði lokaðist. Siglufjarðarskarð og Lágheiði tíl Ólafsfjarðar eru lokuð og Langidalur í Húnavatnssýslu orðinn þungfær og lík- lega hafa Möðrudalsöræfi Iokast í gær. Annarsstaðar er sæmilega tært Morgunblaðii er krafii skýringa og vítt fyrir sorpblaðamennsku sína ■ Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna sendu í gær öllum dagblöðum í Reykjavík bréf þar sem harðlega eru víttar þær ærumeiðandi aðdróttanir og rnóðganir sem gestur samtakanna, sænska skáldkonan Sara Lidman, sætti af hálfu Morgunblaðsins 30. október sl. og lýsa samtökin ábyrgð á hendur ritstjórn blaðsins fyrir þessi skrif þar sem ekki hefur birzt afsökunarbeiðni vegna þeirra í Morg- unblaðinu sjálfu, þótt skáldkonunni hafi borizt hún munn- leg. Fer hér á eftir í heild bréf Menningar- og friðarsamtaka ís- lenzkra kvenna: „Vér leyfum oss hér með að vitá harðlega þær ærumeiðandi aðdróttanir að sænsku skáld- konunni, Soru Ládman, sem birtust í Morgunblaðinu sunnu- daginn 30. október, og vöktu rétttáta reiði og fyrírlitningu á bteðinu hjá íslenzkum lesend- um. Vér álítum að orð eins og „kvensiúft“ og ^frænka Goebb- els“ sé svo langt fyrir neðan almennt velsæmi í blaða- mennsku að engu tali taki. Þá viljum vér krefja blaðið skýr- ingar á hvað við sé átt þegar spurt er hvort skáldkonan hafi verið undir annarlegum áhrif- um í Hanoi og hvort hún hafi e.t.v. heimsótt lyfjaverksmiðjur þar. Allt þetta lítum vér á sem freklegar móðganir og' ærumeið- ingu. og auk þess hreina sorp- blaðamennsku, og samtök vor harma það að gestir sem heim- sækja land vort skuli geta átt von á svona svívirðingum í út- breiddasta dagblaði landsins. Vér teljum munnlega afsökun- arbeiðni af hálfu blaðsins, eins og átt hefur sér stað í þessu tilfelli, hreina markleysu, ef hún kemur ekki fmm í blaðinu. Vér höfðum rökstudda ástæðu til að vænta slíkrar afsökunar- beiðni í Morgunblaðinu, þarsem ritstjóm reyndi að sýna lit á að þvo svívirðu þessa af blað- inu. Sú yfirlýsing hefur enn ekki komið. Vér verðum því að líta svo á að ritstjórn Morgun- blaðsins sé í einu og öllu sam- þykk og samábyrg höfundi um- ræddra aðdróttana og hafi þar með stimplað blað sitt sem eitt af örgustu sorpblöðum þessa lands.“ Laugardagur 5. nóvember 1966 — 31. árgangur — 253. tölublað Sameiningarflokkur alþýSu - Sósialistaflokkurinn: 15. FLOKKSÞINGIÐ VAR SETT1GÆR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.