Þjóðviljinn - 05.11.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.11.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVLLJIiiN — • „SkemmuglugginrT á Laugavegi fluttur yfir götuna Eierandi SkemmuRlufrsans, Fríða Jónsdóttir. í gær, föstudag, var barnafata- og snyrtivöruverzlunin Skemmu- glugginn opnuð að Laugavegi 65. í viðtali við eiganda verzlunar- innar- Fríðu Jónsdóttur, kom fram að þar verða seld amerísk og ensk bamafðt svo og snyrtivörur. Hefur verzlunln fengið umboð fyrir Coryse Salomé snyrtivörur en þær hafa hingað til aðeins yerið seldar i verzluninnl Valhöll. Skemmuglugginn hefur verið til húsa að Laugavegi 66 undan- farin tvð ár en það hús á nú að víkja ásamt næstu húsum fyrir stórri deildarverzlun, sem verður eitthvað í Iíkingu við Kjörgarð. Nýtízkulegar innréttingar í nýju búðinni hefur Haraldur V. Har- aldsson arkitekt telknnð. y Haustsýning opnuð í Ásmundarsal A morgun verður opnuð haustsýning Ásgrímssafns. Eru ma. sýndar vatnslitamyndir sem málaðar eru á Þingvöllum að hausti til. Þessi sýningnær yfir hálfrar aldar tímabil. Árið 1960 var hús Ásgríms Jónssonar opnað almenningi, og hafa myndir þær sem hann é- nafnaði þjóðinni verið sýndar þar. I heimili hans og vinnu- stofu er aðeins hægt að sýna í einu 30—40 myndir. Var þvi f upphafi ákveðið að skipta um listaverk, og hafa síðan veríð 3 sýningar á ári hverju. 13.00 Óskalóg sjúkunga, Sigríður Sigurðard. kynnir. 14.30 Vikan framundan. Har- aldur Ólafsson dagskrárstjón og Þorkell Sigurbjörnsson. tónlistarfulltrúi kynna út- varpsefni- 1510 Veðrið í vikunni. Páll Bergþórsson skýrir frá. 15.20 Einn á ferð. Gísli J. Ást- þórsstm flvtur bátt í tali og tónum 16.05 Kjartan jónsson bóndi velur sér hljómplötur- 17.05 Tómstundabáttur bama og unglinga öm Arason fl. 17.30 Ingimar Óskarsson talar um skrítnar eðlur 17.50 Söngvar í léttum tón- 19.30 Mýrs<rboka, smásaga eftir Guðmund Frímann Jón Aðils leikari les. 20 00 Útvarpskórinn sænski svngur: F.rir F.rirsson stjórn- ar 20.30 Leikrit Leikfél- Húsavíkur. Volpone eftir Ben Jonson Ástlaus gamanleikur í leik- gerð Stefan Zweigs. Þýðandi: Ásgeir Hjartai-son. Leikstjóri: Sigurður Hallmansson. Hljóð- ritunin fór fram nyrðra fyrir ári. Leikendur: Ingimundur Jónsson. Sigurður Hallmars- son, Helfri Vilhiálmsson, Sig- fús Biömsson Kolbrún Krist- jánsdóttir, Páll Þór Kristins- son, Kristján Jónasson. Anna Jeppesen, Gunnar Páll Jó- hannesson. Jón Ágúst Bjama- son, Halldór Bárðarson, Jón Valdimarsson og Valgeir Þor- líksson. ?*> ss ri^rislög. 01.00 D^gskráriok. Nú er að mestu leyti lokið sýningu allra vatnslita- ogolíu- málverka, en nokkur stór mál- verk sem meira rúm burfa en gefst í húsi Ásgríms, verða að bíða rýmri húsakynna. Fjöldi þjóðsagnateikninga liggur enn í möppum óinn- rammaður. Þegar lokið verður innrömmun á þessum myndum er ráðgert af forráðamönnum safnsins, að opna sýningu á teikningum eingöngu. Stjóm Asgrímssafns hefur á- kveðið að framvegis verði 3 sýningar á ári, og vill með því gefa fólki kost á að skoða myndlistargjöf Ásgrims JónS- sonar á nýjan leik. Eins og undanfarin ár kem- ur út á vegum safnsins nýtt jólakort. Er það gert eftir vatnslitamynd frá hverasvæð- inu f Krýsuvík. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1.30 — 4. Aðgangur er ókeypis. • Æskan í október • Októberhefti barnablaðsins Æskunnar er komið út, afar fjölbreytt að efni og fjörlegt í uppsetningu að vanda. I þessu hefti er enn birt fróðlegt efni frá Færeyjum, að þessu sinni sagt frá hinu foma bisk- upssetri á Straumey, Kirkjubæ, og færeyska dansinum. Hrói Höttur er þama í blaðinu og Buffalo Bill og Davið Copper- field. Sumarævintýri Danna eftir Hildi Ingu, sagt frá bóka- útgáfu Æskunnar, Gunnari Huseby fyrrum Evrópumeistara í kúluvarpi, svo drepið sé á fáeina efnisþætti, auk föstu Þaei-oria, myndasagna o. fl. • Engum öðrum að þakka! • „I Morgunblaðsviötali viö hjónin Jakobínu og Jón Matt- híesen um Balticuferðina leiö- réttir Jakobína þar sem stend- ur, að allt hafi gengið vel. Þar átti að standa að allt hafi far- ið vel að lokum, og að það eigi þau forsjóninni að þakka, sem hélt yfir þeim hlífðarskildi allt ferðalagið“- (Leiðrétting í Mbl. 3. nóv.). • Undirstaða rétt sé fundin..: • Efnahagsmálin eru undir- staða afkomu okkar, sagði frú Auður Auðuns ó Hvatarfundi. (fyrirsögn í Morgunbl.) • Yfirlýsing • Þjóðviljanum hefur borizt svofelld yfirlýsing: „Vegna yfirlýsingar Arki- tektafélags íslands í blöðum og útvarpi, þoss efnis að ég sé ekki húsameistari (arkitekt). Vil ég taka fram að ég er húsgagna- arkitekt og meðlimur í Félagi húsgagnaarkitektai, sem er í Alþjóðasambandi irmanhúss- arkitekta (Fédération Inter- national des Architectes d’Int- érieur).“ Halldór Hjálmarsson hú sgagn aarkitekt. • Öðruvísi mér áður brá • Það eina sem Evrópumenn gera er að de Gaulle skreppur austur til Kambodja til að gaspra þar um það, að bezt sé að gefa kínverskum kommún- istum með þeirra daglegu menningarbyltingu öll þessi litlu og veiku smáriki eins og tertu á fati svo þeir geti gleypt þau í sig. (Ævisöguritari de Gaulle, Þorsteinn Thorarensen, í Vísl). • Vilja auka söluna til Islands • Undanfarna daga hefur dval- izt hér á landi brezk sendinefnd í því skyni að kanna möguleika á auknum útflutningi Breta til íslands. Formaður nefndarinn- ar er R. H. Wood. Nefnd þessi starfar í samráði við við- skiptamenn í Bretlandi — en er ekki í beinum tengslum við ríkisstjórnina — og er mark- mið starfsins að auka útflutn- ing Breta til Evrópulanda. í viðtali við blaðamenn nýl. sagði Wood að þeir hefðu rætt við ýmsa forystumenn viðskipta á íslandi en um árangur ferðar- innar væri eðlilega ekki hægt • Athugasemd • Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi frá formanni Stúd- entafélags Háskóla íslands: Undanfarna daga hefur get- ið að líta fregnir af skiptum Stúdentafélags Háskóla íslands (S.F.H.Í.) við vararektor Há- skóla íslands í dagbiöðum bæj- arins. Þar sem undirritaður hefur verið milligöngumaður um þau mál óskast eftirfar- andi tekið fram: Stjóm S.F.H.Í. ákvað að leita til rithöfundarins Söru Lid- man um fyrirlestur á vegum félagsins, og fól fundanefnd framkvæmdir. Fundanefnd ákvað í samráði við rithöfundinn fyrirlestur um Vietnam í H.í. kl. 5 sd. þrd. 1. nóv. og fékk til þess þau leyfi, er hún taldi nauðsynleg og hefðbundin. Halldór Halldórsson vara- rektor kvaddi undirritaðan á sinn fund á mánudag áður en fyrirlesturinn eða efni hans var auglýst. Sagði hann, að ekki hefði verið leitað til réttra aðila, enda réði rektor einn með Háskólaráði húsnæði skól- ans, og synjaði slíkri mála- leitan, þegar þeim sýndist sivo. Væru og engar reglur til um rétt stúdenta til afnota af hús- næði skólans. Var það ósk vararektors, að félagið leitaði annað, ef það sæi sér fært. Lauk svo þeim fundi. Skömmu síðar var óskað úrskurðar Há- skólaráðs og fékkst hann um kvöldið á þá leið, að félaginu væru óheimil afnot af húsum skólans i greindum tilgangi. Var þá fyrirlestrinum frestað og hlutaðeigandi tilkynnt það og ástæður. Var ekkert frekar aðhafzt í málinu á mánudag. Daginn eftir og þá næstu tóku að birtast fréttir af þessari synjun ásamt með ummælum vararektors í einu blaði a.m. k. Skal enginn dómur lagður á þau ummæli hér, en stúd- entar ræddust við af kappi. Málfundanefnd gerði ráðstaf- anir til að fyrirlesturinn gæti orðið á fimmtudag, en beið með að auglýsa hann þar til stjórnin hefði fjallað um mál- ið að nýju. Á miðvikudag juku dagblöð að fullyrða neitt að sinni, at- hugaðar yrðu þær upplýsingar sem nefndin hefði fengið, þegar heim kæmi. Þó gat Wood þess að þeir hefðu skoðað sýningarhöllina í Laugardal og hefði komið til tals að halda þar brezka vöru- sýningu 1968, en málið væri þó enn á umræðustigi. Bretar flytja nú meira inn frá Norðurlöndum en út. Helztu út- flutningsvörur þeirra til íslands eru sem kunnugt er olíuvörur og fiskur helzta innflutnings- var þeirra héðan. söguburð sinn um málið. Var þess meðal annars getið, að „fundurinn yrði settur" á tröppum skólans. Siðan hve- nær eru fyrirlestrar „settír“? Vegna þessarar fréttar var undirritaður kallaður á fund vararektors og tjáð, að hann liti svo á, að til útifunda þyrfti ieyfi lögreglustjóra. Voru ekki bornar brigður á það, enda enginn slíkur fundur verið ræddur í stjórninni. Skömmu síðar hófst fundur í stjórn S.F.H.Í. Ákvað hann, að Sara Lidman flytti sinn fyr- irlestur í húsnæði, er funda- nefnd ákvæði, utan skólans. Engar tillögur um tröppufund komu fram. Tröppufundur kom því hvergi til umræðu nema meðal einstakra stúdenta. Er bágt að sjá, hvaðan aðilum stúdentum óviðkomandi kemur heimild til að fullyrða slíkt fyrir þeirra hönd, án þess að leita nokk- urrar staðfestingar málsvara þeirra, eða til hvers hafa fé- lög stjórnir? Stjórn S.F.H.f. hefur ekkert látið frá sér fara opinberlega um þetta mál. Undirritaður getur þó persónu- lega ekki orða bundizt, þegar orðum hans er rangsnúið, og þau notuð til persónulegra á- rása á prófessor Halldór Hali- dórsson. Stúdentar munu sennilega ekki sætta sig orðalaust við afstöðu Háskólaráðs, en þeir hafa enn ekkert um það sagt sem heild, og munu ekki láta frýjuorð né óvandaðan sögu- burð segja sér fyrir verkum. Dýrmætust eign stúdenta er akademiskt frelsi og aðstaða til að njóta þess. Þeir áskilja stjórn síns félags, og æðsta valdi í málefnum þess, almenn- um félagsfundi, allan rétt til ákvarðana og aðgerða í eigin málum. Framangreindar upplýsingar hafa legið á lausu fyrir hvern sem er, þótt ýmsir hafi kosið að hafa að máli sínu aðrar heimildir. Skal þeim ekki meinað það en á því bera þeir einir ábyrgð. AJJalstelnn Eiríksson stud. theol. Strojimport Vér getum nú boðið viðskiptavinum vorum marg- ar gerðir tékkneskra jámsmíðavéla frá tollvöru- geymslulager. Reynsla vor tryggir yður fyrsta flokks vélar á hagstæðu verði og góðum greiðslu- skilmálum. Vinsamlegast hafið samband við oss. HEÐINN Vélaumboð. Sími 24260. OPEL 9 REKOBD Nýtt glæsilegt útlit Stærri vél Stærri vagn 12 volta rafkerfi aukin hæð frá vegi og fjöldi annarra nýjunga SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA VELADEILD SÍMK38900 Kópavogur Blaðburðarbörn óskast til blaðburðar i Kársnes ÞJÓÐVILJINN, sími 40753 Hafnarfjörður Fundarboð Þeir verktakar i byggingariðnaði og járniðnaði i Hafnarfirði og Garðahreppi, sem áhuga hafa á að gerast þátttakendur að stofnun verktakafélags vegna væntanlegra mannvirkjagerða við Straums- vík eru boðaðir á fund í félagsheimili iðnaðarmanna í Hafnarfirði, sunnudaginn 6. nóvember n.k. kl. 4 síðdegis. Undírbúningsnefndin. fyrir- hyggju TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS IINOAIOATA * REYKJAVlK SlMI 212*0 SfMNCTNI i SUKCTY 1 I *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.