Þjóðviljinn - 05.11.1966, Page 10

Þjóðviljinn - 05.11.1966, Page 10
V 4 I k ! ! I ■ Úrslit biðskáka úr 7. og sáðustu umferð undankeppn- innar á Olympíuskákmótinu á Kúfcu irrðu þau að Frið- rik Ólafsson vann Baohtiar frá Indónesíu og tryggði ís- lenzku sveitinni þar með sæti í A-riðli úrslitakeppninn- ar ásamt 13 af beztu skákþjóðum heims. Er þéssi ágæti árangur sveitarinnar fyrst og fremst Friðriki að þakka, en hann hefur hlotið 5% vinning í 6 skákiun eða 91,67% sem er frábær árangur. Verður gaman að fylgjast með Friðriki í úrslitakeppninni þar sem hann fær að reyna sig við fremstu skákmenn heims eftir þriggja ára hlé, en hann hefur ekki tekið þátt í neinu stórmóti erlend- is síðan í Píatigorskymótinu í Lios Angeles 1963. íslendingar komust í A-riðil Önnur úrslit í biðskákum úr 7. umferð urðu þau að Júgó- slavar unnu biðskákina gegn Austqrríkismönnum og Mexí- kanar unnu biðskákina gegn Tyrkjum. Lokastaðan í riðlin- um varð því þessi samkvæmt skeyti frá fararstjóra íslenzku skáksveitarinnar: 1. Júgóslav- ar 21 v., 2. íslendingar 13%, 3. Indónesar 12%, 4» Austur- ríkismenn 12, 5. Tyrkir 11, H. Mongólíumenn 9 og 7. Mexíkanar 5. Tvær efstu þjóðirnar fara í A-flokk, tvær næstu í Brflökk, tvær þær næstu í C-flokk og neðsta þjóðin í D-flokk. Alls taka 52 þjóðir þátt í. Olympíuskák- mótinu og verða 14 þjóðir í A, B og C flokki úrslita- keppninnar en 10 í D-flokki. Árangur einstakra kepp- enda íslenzku skáksveitarinn- ar hefur orðið sem hér seg- ir í undankeppninni: Friðrik 5%' vinning af 6 eða 91,67%. Ingi 3% vinning af 6 eða 58,33%. Gnðmundur Pálmason 2% vinning af 6 eða 41,67%. Freysteinn 114 vinning af 4 eða 37,50% Guðmundur Sigurjónsson 14 vinning af 1 eða 50%. Gunnar Gunnarsson O vinn- ing af 1. Þrjár Norðurlandaþjóðir tefla í A-flokki í úrslitum, auk íslendinga. Danir og Norð- íslenzka Olympíuskáksveitin ásamt fararstjóra. xvn ■■H ' olimpiada mundial de AJEDREZ 1AHABANACUBA 0cI-Novl%6 menn. Önnur 11 lönd sem eiga sveitir í A-flokki eru: Sovét- ríkin, Spánn, Bandaríkin, Kúba, Búlgaría, Rúmenía, Austur-Þýzkaland, Tékkósló- vakía, Júgóslavía, Argentína og Ungverjaland. Þetta er 17. Olympíuskák- mótið sem haldið er á tæpum 40 árum, en fyrsta mótið var haldið í London 1927. Kúbu- mótið er hins vegar 12. Ol- ympíumótið sem fslendingar taka þátt í, þeir tóku ekki þátt í mótunum í London ' 1927, Haag 1928, Prag 1931. Varsjá 1935 og Dubrovnik 1950. - ....jj Fyrsta Olympíuskákmótið sem íslendingar tóku þátt i var í Hamborg 1930. Þar voru þátttökuþjóðimar 18 og ís- lendingar höfnuðu í 15. sæti. Næst tóku íslendingar þátt í mótinu í Falshtone 1933 og höfnuðu i 13.—14. sæti af 15 þjóðum. í mótinu í Stokk- hólmi 1937 lentu fslendingar í 16 sæti af 19 þjóðum. Síðasta Olympíumótið fyrir stríð var svo mótið í Buenos Aires 1939. í 'því móti tóku þátt 26 þjóðir og var þeim í fyrsta sinn skipt í tvo flokka í úrslita- keppninni. Sigraði íslenzka sveitin í B flokki sem frægt er orðið og hreppti þá 16. sæti. Frá 1950 hafa Olympíuskák- mótin verið haldin reglulega annað hvert ár. íslendingar tóku ekki þátt í fyrsta mótinu eftir stríðið, í Dubrovnik 1950 en síðan hafa þeir altaf verið með. í Helsinki 1952 urðu islendingar 5r-í G-riðli eða alls í 23. sæti af 25 þjóðutn. f næsta móti í Amsterdam 1954 gekk miklu betur. Þá voru þátttökuþjóðirnar alls 26 og var þeim skipt í tvo flokka i úrslitakeppninni. Komst íslenzka sveitin í A- flokk og varð þar í neðsta sæti af 12 þjóðum. Er þetta í eina sinn er íslendingum hef- ur tekizt að komast í A-flokk í úrslitakeppni þar til nú en þá voru þátttökuþjóðirnar réttum helmingi færri en nú. Til gamans má geta þess að þá skipuðu íslenzku sveitina eftirtaldir menn: Friðrik Ól- afsson (þá 19 ára), Guðniund- ur S. Guðmundsson, Guð- muijdur Pálmason, Guðmund- ur Ágústsson, Ingi R. Jó- hannsson (þá 17 ára) 1. vara- maður og Guðmundur- Am- laugsson 2. varamaður. í Moskvu 1956 urðu íslend- ingar í 2. sæti í B-flokki en þá voru 12 þjóðir í A-flokkn- um. f Munchen 1958 urðu ís- lendingar 10. í B-flokki, 1960 í Leipzig urðu þeir 11. í B- flokki og í Varna 1962 hrepptu þeir sama sæti. Og i Tel Aviv 1964 lenti íslenzka sveitin í C-flokki og hreppti þar . efsta sæti. Ungverjar sigruðu á Olymp- íuskákmótinu 1927 og 1928, Pólverjar 1930, Bandaríkja- menn 1931, 1933, 1935 og 1937, Þjóðverjar 1939, Júgóslavar 1950 en frá 1952 að Sovétrík- in hófu þátttöku hefur skák- sveit þeirra alltaf borið sig- ur úr býtum eða 7 sinnum alls. Og enn verður að telja Sovétmenn sigurstranglegasta á þessu 17. Olympíuskákmóti. sveifa á Olympíumóti Röð sveitanna sem tefla í A- riðli Olympíuskákmótsins á Kúbu er sem hér segir: 1. JCúba, 2. Danmörk. 3. Sov- étríkin, 4. Spánn, 5. ísland, 6. Austur-Þýzkaland, 7. Ungverja- land, 8. Noregur, 9. Júgóslavía, 10. Argentína, 11. Búlgaría, 12. Tékkóslóvakía, 13. Bandaríkin, 14. Rúmenía. Óvæntustu úrslit í siðustu um- ferð urðu þau, að Noregur vann Bandaríkin með ^% v. og skák- aði þar með bæði ísrael og Pól- landi. Ekið á hest í Ölfusinu í fyrrakvöld var ekið á hest í Ölfusi. Hesturinn, sem var brúnn, ungur og tvístjörnótur drapst strax við höggið. Hafði hann ver- ið jánaður fyTÍr nokkru. Hestur- inn var markaður með bita aftan hægra. Það eru vinsamleg til- mæli lögreglunnar á Selfossi að eigandi hans gefi sig fram. Enn- frpmur mælist lögreglan til að kona, sem kom á slysstaðinn í Ford Zephyr bll, gefi sig fram. Framleiðslurái hætt við að innheimta mjólkurskattinn — Smjörverðið helzt enn um sinn Laugardagur 5. nóvember 1966 — 31. árgangur — 253. tölublaS. UNESCO 20 ára: ■ Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur nú sent frá sér tilkynningu þess efnis að ákveðið! sé að innheimta ekki mjólkurskattinn af bændum, þ.e. hið svokallaða innvigt- unargjald af mjólk sem haldið var eftir af útborgunarverði til framleiðenda sl. sumar. Þá verður verðmiðlunargjald af seldri mjólk lækkað úr 30 í 10 aura pr. ltr. ■ Smjörverðið á að hækka aftur í áföngum og kom fyrsti áfangi til framkvæmda 1. okt. sl., en ríkisstjómin greip þá til þess ráðs, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blað- inu, að auka niðurgreiðslur á smjöri, svo smásöluverð hækk- aði ekki strax og þar með vísital’a framfærzlukostnaðar. Afmælisins minnzt í París í gærdag 1 gær voru liSin 20 ár frá stofnun Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og átti Gylfi Þ. Gísla- son menntamáiaráðherra viðtal við fréttamenn I gær í tilefni af afmælinu en hann er formaðhr íslenzku UNESCO-nefndarinnar. yfir í aðalstöðvum þeirra í París Þing samtakanna stendur nú og var haldinn sérstakur hátiða- fundur í gær þar sem mættir voru láðherrar og fleira stór- menni frá aðildarríkjunum. Kvaðst menntamálaráðherra ekki hafa komið því við að sækja fundinn en fulltrúar íslands á þinginu eru Þórður Einarsson, fulltrúi, Þorleifur Torlacius deild- arstjóri og Sigurður Hafstað sendiráðunautur. UNESCO var stofnað a£ 2ð þjóðum í nóvember 1946 en nú eru aðildarþjóðimar um 120 að tölu. íslendingar gerðust ekki að- ilar að samtökunum fyrr en 1964 og voru með síðustu þjóð- um í Evrópu er gengu í UNESCO. Framkvæmdaráð samtakanna er skipað 3Ó mönnum og hafa Norð- urlöndin samstöðu um kosnmgu fulltrúa í ráðið. Veíður á þing- inu sem nú stendur yfir í Paris kosiim í ráðið fyrir hönd Norð- urlandanna Finninn I. Heia fisltífræðingur. Þing UNESCO em haldin annað hvert átr og semja þau fjárhagsáæthm til tveggja ára og nemur hún 5P miljónum króna á ári. Greiða íslendingar til samtakanria 530 þúsundir króna árlega. Góö veiði í fyrri- nótt - bræla í gær Mjólkurframleiðslan minni Segir í útskýringum Fram- leiðsluráðs á þessum ráðstöfun- um m.a. að mjólkurframleiðsl- an á fyrstu 9 mánuðum yfir- standandi árs hafi orðið rösk- lega 3% minni en á sama tíma í fyrra. Nymjólkursala hefur hinsvegar aukizt á sama tíma- bili um tæp 1,5%. Við áætlun á útflutningsbótaþörf landbúnað- arins var reiknað með 5% aukn- ingu á mjólkurframleiðslu eins og undanfarin ár, svo framleiðsl- an er því í raun 8% mkmi en áætlað var. Smjörfjallið hefur minnkað um 160 tonn eða 12,9%, í lok septembermánaðar sl. voru smjörbirgðir í landinu um 1080 tonn, en á sama tíma í fyrra 1240 tonn. Smjörframleiðslan síðustu 9 mánuði hefur orðið rúm 1100 tonn, en var á sama tímabili í fyrra 1558 tonn og hefur dregizt saman um 28,6%, en smjörsalan frá áramótum hefur orðið rúmlega 1200 tonn í stað 817 á sama tíma í fyrra og hefur aukizt um 47,1%, sem vafalaust má þakka verðlækk- uninni í maí sl. Endanlegar tölur um kjöt- framleiðslu þetta haust liggja ekki fyrir, en vitað er að fall- þungi dilka er almennt minni en í fyrra. Hins vegar mun tala sláturfjár hærri og því líklegt að kjötmagn verði svipað. Betri sala erlendis Sala uppbótaskyldra afurða erlendis hefur gengið betur og hærra verð fengizt fyrir þær en reiknað var með við áætl- anagerð um útflutningsbætur sl. vetur. Hefur tekizt að selja meira, einkum af dilkakjöti og osti, til þeirra landa sem hærra verð greiða og þá verið dregið úr útflutningi þangað sem minna fæst fyrir afurðirnar. Orðrétt segir í tilkynningu Framleiðsluráðs að það hafi á- kveðið: ' 1. innheimta ekkert af hinu svokallaða innvigtunar- gjakii af mjólk, sem ákveðið var að halda eftir af útborgun- arverði til framleiðenda sl. sum- ar. Koma þar einnig til þær Framhald á 3. síðu. Gott veður var á síldarmiðun- um fyrra sólarhring,\ en gær- morgun fór veður versnándi. Kunnugt er um afla 82 skipa, samtals 9.375 lestir. Fékkst afli þessi í Norðfjáfðardýþi, 60 til 70 mílur undan landi. Dalatangi. Jörundur III RE 235 Bjartur NK 230 Faxi GK 175 Hilmir II ÍS 85 Margrét SI 120 Ögri RE 120 Ól. Friðbertsson ÍS 110 Gullberg NS 110 Jón Finnsson GK 90 Guðrún Þorkelsdóttir SU 90 Helga Björg HU 85 Ingvar Guðjónssori SK 120 Pétur Sigurðsson RE 100 Engey RE 140 Sæúlfur BA 130 Hafþór RE 50 Brimir KE 50 Hamravík KE 100 Húni H. HU 55 Jón Kjartansson SU 160 Héðinn ÞH 130 Gullver NS 100 Oddgeir ÞH 70 Gjafar VE 100 Ól. Magnússon EA 110 Halkion VE 140 Jörundur II. RE 100 Reykjaborg RE 110 Sigurbjörg ÓF 120 Björgúlfur EA 220 Grótta RE 150 Búðaklettur GK 70 Höfrungur II AK 130 Sólfari AK 100 Siglfirðingur SI 130 Vigri GK 75 Skarðsvík SH 90 Fákur GK 40 Ingiber Ólafsson II GK 100 Björg NK 50 Sig Bjarnason EA 90 Hannes Hafstein EA 200 Halldór Jónsson £H ioo Gunnar SU WO Hólmanes SU 140 Guðmundur Péturs ÍS 190 Barði NK 85 Akurey RE 160 Þorbjörn II GK 90 Gísli Árni RE 220 Sveinn Sveinbj. NK 100 Víðir II GK 70 Sigurey EA 70 Sigurvon RE 110 Sigurfari AK - 100 Reykjanes GK 60 Vonin KÉ 60 Krossanes SU 130 Árni Geir KE 35 Heimir SU 140 Valafell SH 90 Sólrún ÍS 130 Elliði GK 80 Sigurborg SI 100 Framhald á 3. sfðu. BRUNI I VOPNAFIRÐI í fyrrinótt urðu miklar skemmdir af bruria á baenum Svínabakka í VopnafirðL Kviknaði þar í 22ja kúa fjósL sem var í smíðum og nærri fulllokið. Brann allt innan úr fjósinu og mikið af plast einangrunarplötum sem þar voru. Einnig komst eldurinn í hlöðu með 300 hestum af heyi og skemmdist það mik- ið og hlaðan. Húsin féllu ékki, en tjónið er mjög tilfinnanlegt fyrir bóndann, Magnús Björnsson, því fjósið mun hafa verið ó- vátryggt. : _______________________: Sjöunda nóv. minnzt í dag MIR efnir til samkomu í Stjörnubíói í dag ki. 2 e.h. í tilefni 49 ára afmælis Októberbyltingarinnar. Ávörp og sttutar ræður flytja formaður Reykjavikurdeildar MÍR, nýskipaður ambassador Sovétríkjanna, Vazhnov. og gestur MÍR, norrænufræðingurinn Berkov. Þá verður sýnd kvikmynd gerð eftir heimsfrægri óperu Múss- orgskís, Boris Godúnof, og koma þar fram þekktustu listamenn Stóra leikhússins í Moskvu. Mírfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.