Þjóðviljinn - 05.11.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. nóvember 1966 — ÞJÖÐVTLJINN — SÍÐA g
Kínversk eldfkms: sýnd í Pefcing fyrir tvcim árum.
Hin velheppnaða tilraun kínverskra vísindamanna í íyrri viku þegar þeir
skutu í mark kjamasprengju með eldflaug vakti mikla athygli og var talin
merki þess að Kínverjar væru komnir mun lengra í þróun vísinda og tækni
en talið hafði verið. I Washington kom fréttin mjög á óvart, og bandaríska
njósnaþjónustan sem hefur státað af að hún fylgdist með öllu sem gerðist
í Kína virtist ekki hafa hafa hugboð um hvað til stæði. Ekki munu þó allir
hafa furðað sig jafn mikið á þessu tækniafreki Kínverja og er til marks um
það grein sú sem hér verður rakin. Hún birtist í franska vikublaðinu „Le
Nouvel Observateur" 29. júní s.l. og er eftir Marc Gilbert.
Siömílnaskór kínverskra vísindamanna
í nóvember 1957 afhenti Svía-
konungur eðlisfræðiverðlaun
Nóbels tveimur bandarískum
vísindamönnum. Hann veitti
þeim þannig viðurkenningu fyr-
ir rannsóknarstörf þeirra sem
þeir höfðu unnið í Institute of
Advanced Study við Princeton-
háskóla, þessari háborg banda-
rískra vísinda þar sem Albert
Einstein hafði kosið að eyða
síðustu æviárum sínum.
Skömmu eftir athöfnina kvöddu
visindamennirnir tveir gest-
gjafa sína með alúðarþökkum.
Þeir héldu rakleiðis til flug-
vallarins þar sem flugvél beið
þeirra og urðu á brott.
Nokkrum klukkustundum síð-
ar fékk Robert Oppenheimer,
sem þá var forstjóri Princeton-
stofnunárinnar, bréf frá Stokk-
hólmi. Bréfið var frá dr. Lí og
félaga hans, dr. Jang. Þessir
tveir bandarísku nóbelsverð-
launahafar, báðir af kinversk-
um uppruna eins og nöfn þeirra
bera með sér, fullvissuðu Ro-
bert Oppenheimer um vinarhug
sinn og þakklæti í hans garð,
en skýrðu honum frá því að
þar sem þjóð þeirra hefði
brýna þörf fyrir vísindamenn,
teldu þeir það skyldu sína að
fara heim til föðurlands síns.
En þangað komust þeir ekki
og ferðalagi þeirra lauk í
Hongkong. Erindrekar banda-
rísku leyniþjónustunnar CIA
sem biðu þeirra þar „fylgdu“
þeim til Bandaríkjanna þar
sem þeir eru enn.
Öðrum hefur gengið betur.
Af 25 eðlisfræðingum sem
stjórna rannsóknum á vegum
vísíndaakademíunnar í Peking
eru 13 heimkomnir frá Banda-
ríkjunum, 7 frá Bretlandi, 3
frá Frakklandi og 1 frá Þýzka-
landi.
f Bandaríkjunum
Forstjóri kjarnorkurannsókna
Kínverja, prófessor Tsén Sant-
sjang, á enn marga vini í Par-
ís, þar sem hann settist að árið
1934. Hann kynntist þar konu
sinni, eðlisfræðingnum Ho
Savei, sem var einn nánasti
samstarfsmaður Frederics Joli-
ot-Curie, var kennari við Sor-
bonne, en fór heim til Kína
árið 1949. Hann hefur verið
nefndur „faðir“ kínversku
kjarnasprengjunnar. Tveir
helztu samstarfsmenn hans eru
Sja Tsúngjao, sem starfaði
lengi í Bandaríkjunum og Var
kennari við hina kunnu vísinda-
stofnun í Kaliforniu, Caltech,
og prófessor Vang Kansjang
sem hlaut menntun sína fyrir
stríð í rannsóknarstofu Lise
Meitners í Berlín. Það var hún
sem tók með sér til London,
þegar hún flúði frá Þýzkalandi
nazista, gögn um síðustu rann-
sóknir Ottos Hahns varðandi
kjarnaklofnun. Vang Kansjang
kenndi lengi við háskólann í
Berkeley í Kaliforníu, eina höf-
uðmiðstöð kjarnarannsókna í
Bandaríkjunum. Hann fór heim
árið 1955.
Það gekk þó ekki snurðu-
laust fyrir hann eða félaga
hans að komast heim. CIA
reyndi eftir megni að koma í
veg fyrir að hinir kínversku
vísindamenn kæmust heim og
tókst það stundum, en þó er
talið að á árunum 1955 til
1960 hafi meira en 2.000 vís-
indamenn af kínverskum ætt-
um snúið heim til föðurlands-
ins. Tvö hundruð þeirra eru
meðal fremstu vísindamanna
heims.
Stökk fram á við
Einna frægastur þeirra er Sén
Húsesjang sem stjórnar rann-
sókrrum í þeim greinum sem
eru vaxtarbroddar vísindanna
í dag. Hann fjallar einkum um
geimrannsóknir og honum hef-
ur verið falið að stjórna eld-
flaúgasmíði Kínvcrjá. ('Talið ér
að nú sem stendur dragi kín-
i versku eldflaugarnar aðeins
800—1100 km). Sén Húsesjang
hefur lengi verið talinn frábær
vísindamaður. Þegar hann fór
frá Tæknistofnun Kaliforníu,
Caltech, árið 1955, reyndu
Bandaríkjamenn árangurslaust
að halda í hann. Hann kenndi
þar „þrýstiloftsfræði“ og vann
að eldflaugasmíði við hlið
Wernhers von Braun sem sagði
þegar hann fór: „Hann mun
verða skæðasti keppinautur
minn“.
En þótt Kína hafi þannig
endurheimt marga vísindamenn
sína sem störfuðu erlendis,
nægir það ekki til að skýra hið
mikla „fram á við stökk“ kín-
verskra vísinda. Nokkrir af-
bragðs heilar nægja ekki til
þess að íramkvæma víðtækar
visindarannsóknir, og það vit-
um við Frakkar mæta vel. Það
þarf einnig að þjálfa þúsundir
tæknifræðinga. Hvernig heíur
Kína, sem hafði í rauninni ekk-
ert til að byggja á, getað komið
sér upp slíku rannsóknakerfi?
Það er bæði að þakka aðstoð
Sovétrikjanna og þeirri sór-
stöku byltingu sem þar hefur
átt sér stað.
Nokkrar tölur gefa hugmynd
um kínversku byltinguna: í lok
stríðsins, árið 1949, voru rétt
rúmlega 150.000 stúdentar við
kínverska háskóla. 1955 voru
þeir orðnir 600.000. í dag eru
þeir rúmlega hálí önnur miljón.
Árið 1949 voru 25.000 verkfræð-
ingar í Kína. Fimm árum síð-
ar, meðan Kóreustríðið var í
algleymingi, voru þeir orðnir
50.000. 1963 voru þeir 370.000
og eru þá ótaldir 70.000 nátt-
úruvísindamenn, 100-000 bú-
fræðingar og 125.000 háskóla-
menntaðir sóríræðingar í þjóð-
félagsvísindum.
í lok stríðsins voru 90 pró-
sent þjóðarinnar ólæs og ó-
skrifandi. í dag ganga meira
en 100 miljónir barna í skóla
og 15 miljónir ungra pilta og
stúlkna stunda nám í háskólum
eða á framhaldsnámskeiðum. f
landinu eru 20 nýtízkulegir há-
skólar og 848 rannsóknarstofn-
anir sem heyra undir vísinda-
akademíuna. Samkvæmt athug-
un sem bandaríska „National
Science Foundation“ hefur gert
verður í Kína árið 1967 hálf
önnur miljón háskólamennt-
aðra sérfræðinga.
Þegar í dag vinna 150.000
verkfræðingar og tæknifræð-
ingar að tæknivísindum og í
hergagnaiðnaði Kína einum
saman og þar starfa nú 15.000
eðlisfræðingar sem hlotið hafa
menntun sína ýmist hjá vísinda-
mönnum sem komu heim frá
vesturlöndum eða í Sovétríkj-
unum. Kínverskir scríræðing-
ar eru frábærir. Kínverjar hafa
einnig komið sér upp, með
beinni eða óbeinni aðstoð landa
í austri og vestri, rafeindaiðn-
aði sem tekur örum íramför-
um, og í Japan og Vestur-
Þýzkalandi eru nú á boðstólum
rafeindatæki „made in China“.
Kínverjar eiga einnig raf-
reikna, sem að vísu eru orðnir
nokkuð úreltir. Framfarir hafa
orðið í efnavísindum og í sumar
tókst kínverskum vísindamönn-
um íyrstum allra að setja sam-
an í rannsóknarstofu mólikúl
insúlínsins. En það er í jarð-
fræði, veðurfræði og öðrum
náttúruvísindum sem Kínverj-
ar hafa náð sérstaklega glæsi-
legum árangri.
Aðstoð frá Sovét
Sovétríkin hafa lagt fræðslu-
kerfi Kínverja, vísindum og
iðnaði mikið lið, einkum með
því að þjálfa og mennta sér-
fræðinga. Strax í stríðslok
(1949) héldu kínverskir vís-
indamenn til Moskvu til fram-
haldsnáms. Frá 1951 til 1962
luku námi við sovézka skóla
10.000 kínverskir verkfræðing-
ar og tæknifræðingar, 11.000
sérmenntaðir verkamenn og
1.000 vísindamenn, 300 þeirra
í allra fremstu röð. Þar má
sérstaklega nefna Vang Kan-
sjang, íyrrverandi aðstoðarfor-
stjóra kjarnarannsóknastöðvar-
innar í Dúbna.
Á sama tíma störfuðu meira
en lOi.OOO sovézkir sérfræðingar
í Kína að því að reisa við eða
byggja frá grunni verksmiðj-
ur og háskóla og leggja vegi.
Sjö hundruð sovézkir prófessor-
ar kenndu við kínverska há-
skóla. Margir sovézkir visinda-
menn gegndu mikilvægum
störfum við kínversku vísinda-
akademíuna sem skipulögð var
eftir sovézkri fyrirmynd. Og
ekki má gleyma því að það
voru Sovétríkin sem létu Kin-
verjum í té fyrstu kjarnaofn-
ana, öreindahraðarana, íyrstu
rafreiknana og það voru einn-
ig Sovétríkin sem byggðu fyrir
Kínverja hina margumtöluðu
verksmiðju til aðgreiningar á
úranísótópunum, en úr þeirri
skilvindu kemur það úran-235
sem notað er í kínversku
kjarnasprengjurnar.
Eínhverjar alvarlegustu af-
leiðingar deilnanna milli
Moskvu og Pekings voru ein-
mitt að Sovétríkin hættu þess-
ari aðstoð sinni við Kínverja.
Þegar leiðtogar Kínverj.-* báðu
Sovétríkin um aðstoð til að
koma á laggimar kínverskum
kjamorkuiðnaði 1950, brugðust
þau vel við. Leiðtogar Sovét-
rfkjanna voru sannfærðir itm að
Kínverjar myndu hvorki hafa
efnahagslegt bolmagn né næga
vísindaþekkingu til þess að
geta staðið á eigin fótum. Þeir
vanmátu þrautseigju Kínverja
sem reyndust fúsir áð færa all-
ar þær fórnir sem til þurfti. 15.
október 1957 lofaði Krústjof
Mao Tsetung að láta Kínverj-
um í té sýnishorn af sovézku
kjarnasprengjunni Hann lofaði
einnig að láta reisa í Kína stór-
an kjarnaofn með þungu vatni
og „bættu" úrani (til fram-
leiðslu á plútóni) og skuldbatt
sig einnig til að láta þá fá
„eldsneyti.“, þar sem ísótópa-
skilvindan í Langsjá var enn
ekki tekin til starfa.
Fyrsta sprengjan
Sovétríkin stóðu aldrei við
þennan samning og sögðu hon-
um einhliða upp 20. júní 1959.
Þau létu Kínverja aldrei fá
nema lítinn hluta þess úran-
magns sem lofað hafði verið
og neituðu að láta sprengjuna
af hendi. Og þá kastaði ‘tólfun-
um þegar sovézku sérfræðing-
arnir voru kallaðir heim, vin-
slitin voru alger. Peking tók
til sinna ráða. Vísindamennirn-
ir sem komið höfðu heim frá
vesturlöndum og frá Moskvu
fengu fyrirmæli um að hefjast
handa upp á eigm spýtur.
Prófessor Tsén Santsjang hafði
undir sér 750 vísindamenn
(stærðfræðinga, eðlisfræðirtga,
málmfræðinga) og þá 2.000
verkfræðinga sem hann þurfti
á að halda. Þar s«n Ktnverjar
áttu nokkra kjamaofna sem
framleiddu plútón, mátti teája
eðlilegt að þeir færu að eins
og gert hafði verið í upphafi
í Bandaríkjunum, Bretlandi,
Sovétríkjunum og Frakklandi,
þ.e. byrjuðu á því að framleiða
plútónsprengju.
Vísindamenn um allan heim
urðu furðu lostnir þegar grein-
ing á úrfelli fyrstu kínversku
kjarnasprengjunnar leiddi í Ijós
að um var að ræða sprengju úr
„bættu“ úrani, en framleiðsla
slikrar sprengju er miklu
vandasamari og flóknari og
einnig kostnaðarsamari en plút-
ónsprengju. Kínverjar höfðu
með fyrstu kjarnatilraun sinni
unnið einstakt afrek. Hvemig
höíðu þeir íarið að þvi? Enn
verða menn að láta sér nægja
ágizkanir. En eitt er víst: Verk-
smiðjan (ísótópa-skilvindan)
sem Sovétríkin höfðu komið
upp í Langsjá á bakka Gulár
í norðvesturhluta Kína hafði
ekki verið ætluð til annars en
„friðsamlegrar“ framleiðslu á
lítið „bættu“ úrani sem auð-
velda átti starfsemi kjarnaofna.
„Eldsneytið" frá Langsjá var
ekki nothæft í sprengjur.
Það verður því að gera ráð
fyrir að Kínverjar hafi annað-
hvort ráðizt í að koma sér upp
slíkum verksmiðjum og útbún-
aði sem nauðsynlegur var, eða
þá að þeir hafi beitt nýrri að-
ferð til að „bæta“ úranið. Og
svo virðist sem síðari tilgátan
sé rétt. Það má ætla að Kín-
verjar hafi komið sér upp
verksmiðju af nýrri gerð sem
framleiðir úran sem að meira
en 90 hundraðshlutum er ísótóp-
inn 235.
Þetta afrek er því furðulegra
sem samskipti kínverskr*
Framhald á 7. síðu.