Þjóðviljinn - 05.11.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1966, Blaðsíða 4
SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 5. nóvember 1966. Otgefandl: Sameiningarfloldaii alþýðu — Sósialistaflokk- arlnn. ,■ Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V- Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. . Sfmi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Af ráðttum hug lT’yrir skömmu gerðist í Hafnarfirði sá atburður að verklýðsfélögin boðuðu til almenns borg- arafundar til þess að ræða atvinnumál, eftir að einu helzta frystihúsi bæjarins hafði verið lok- að, starfsfólki Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar sagt upp, niðursuðuverksmiðjunni Norðurstjörnunni lokað og margvíslegur annar samdráttur orðið í atvinnumálum. Var það sameiginleg niðurstaða fundarmanna að telja þróunina „í atvinnumálum bæjarins mjög uggvænlega og að hún hljóti að leiða til atvinnuleysis, ef éigi verði brugðið skjótlega við af hálfu bæjaryfirvalda og ríkisvalds“. Einn ræðu- manna, Sigurrós Sveinsdóttir, formaður verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar, flokkssystir sjáv- arútvegsmálaráðherrans, sagði að þegar væri farið að gæta verulegs atvinnuleysis meðal þess fólks sem unnið hefði við fiskvinnu í Hafnarfirði, sér- staklega hefði borið á samdrætti í vinnu verka- kvenna. i rum saman hefur verið lögð áherzla á það, að . of mikil verkefni hafi verið eitt helzta vand- kváeðið 1 atvinnumálum á suðvesturhluta landsins, framkvæmdum hafi miðað of hægt vegna þess að vinnuafl hafi ekki verið fáanlégt, vjnnustaðir sem boðið hafi upp á einna lélegust kjör, eins og hrað- frystihúsin, hafi ekki fengið til starfa aðra en börn, útlendinga og aldrað fólk. Það er stórfellt stökk frá þessu þensluástandi yfir í sívaxandi atvinnu- skort, og þau umskipti hafa ekki aðeins orðið í Hafnarfirði, heldur sér þeirra merki hvarvetna þar sem. síldaruppgripin hafa ekki fært björg í bú; í Reykjavík. hafa mörg hundruð manna lent í þeim vanda að þurfa að leita sér að nýrri yinnu eftir að iðnfyrirtækjum og frystihúsum hefur verið lokað. Alvarlegast er þó að ekki er annað sjáanlegt en að versnandi ástand sé framundan; togaraeig- endur hafa við orð að leggja þeim fáu skipum sem eftir eru.; frystihúsaeigendur telja sjálfhætt ef þeir fái ekki hundraða miljóna króna aðstoð af opinberu fé; ýms iðnfyrirtæki eru komin á yztu þröm; aukavinna hefur dregizt stórlega saman. A lmenningur ræðir að sjálfsögðu mikið um þetta ástand, en þess verður ekki vart að það valdi forustumönnunum hliðstæðum áhyggjum. Alþingi hefur nú setið að störfum í nærri því mánuð án þess að flutt hafi verið nokkur tillaga frá stjórn- arvöldunum um að bæta afkomu atvinnuyeganna, nema ef nefna skyldi frumvarpið um að skattleggja sjávarútveginn í þágu innlendrar veiðarfæragerð- ar. Svo er að sjá sem ráðherrarnir horfi á það köld- um augum að atvinnuskortar fari vaxandi. Er á- stæðan ef til vill sú að á siðasta þingi var mikið um það rætt hvernig unnt yrði að tryggja erlend- um atvinnurekendum nægilegt vinnuafl á íslandi? Er unnið að því af ráðnum hug — og ekki einu saman ráðleysi, — að stöðva togaraútgerð, tak- marka athafnir frystihúsanna, lama innlendan iðn- að fil þess að nægilegt ónotað vinnuafl sé hand- bært handa svissneska alúmínhringnum og her- námsverktökum í Hvalfirði? Telja valdhafarnir hið valta atvinnuástand ekki vandamál heldur af- rek? — m. Landbúnaður Alþýðubandalagið telur það eitt af meginþörfum í íslenzku þjóðlífi, að landbúnaður verði efldur svo að hann sé jafnan fær um að fullnægja þörfum vaxandi þjóðar um kjöt- og mjólkurvörur, garðávexti og grænmeti á komandi árum. Alþýðubandalagið telur, að upp eigi að taka nýtt skipulag á verðlagningu landbúnaðar- vara þar sem í meginatriðum sé við það miðað, að stéttar- samtök bænda séu viðurkennd- ur samningsaðili við fulltrúa ríkisvaldsins. Alþýðubandalagið telur að eins og nú er háttað málum, skipti verðlagning Iandbúnaðar- vara innanlands svo mikiu máli um þróun verðlagsmála al- mennt og um stefnu f efna- hagsmálum, að eðlilegast sé að ríkisvaldið sjálft eigi beina samninga við bændasamtökin um verðlagsmálin og ýmsar nauðsynlegar ráðstafanir sem , jafnan hljóta að fylgja þeim málum. Alþýðubandalagið leggur á- herzlu á, að þvf fólki sem við landbúnað starfar tryggi þjóð- félagið lífvænleg kjör og í engu lakari en þau sem almennt tíðkast í öðrum atvinnugrein- um. Alþýðubandalagið telur að leggja þurfi áherzlu á eftir- farandi f landbúpaðarmálum: 1. Að skýr stefna verði mörk- uð í framleiðslumálum land- búnaðarins, þar sem við það sé miðað, að fyrst og fremst eigi að framleiða búvörur fyrir innlendan markað, en fram- leiðsla umfram það sé miðuð við markaðsaðstæður á hverj- um tíma. 2. Að bein og óbein framlög og aðstoð ríkisins við landbún- aðinn séu jafnan við það miðuð og þeim hagað þannig, að framleiðslan þróist á hagkvæm- ’ an hátt fyrir þjóðarheildina og að þar á landinu sé hver framleiðslugrein fyrst og fremst stunduð, sem hagstæðast er og eðlilegast frá markaðssjónar- miðum. 3. Að gerð verði áætlun til langs tíma uní þróun landbún- aðarins. 4. Stuðningur við nýjar greinar landbúnaðarframleiðslu verði aukinn, svo sern við komframleiðslu og fjölbreyttari kjötframleiðslu. 5. Lán til landbúnaðar verði gerð hagstæðari en nú er og m.a. lækkaðir vextir. 6. Vfsindale'gar rannsóknir { þágu landbúnaðarins verði auknar og ráðstafanir gerðar til þess að niðurstöður þeirra geti sem fyrst komið atvinnu- veginum að almennum nctum. 7. Sandgræðslu og skógræk* verði haldið áfram f vaxandi mæli. 8. Unnið verði markvisst að því að auka lax- og silungsveiði og gera fiskeldi að arðgæfum þætti í búskapnum. Tilrauna- og .leiðbeiningarstarfsemi um fiskeldi og fiskirækt í ám og vötnum verði efld og aukin. 9. Ullariðnaður verði stór- aukinn og stefnt að því, að ekki verði flutt út nein óunnin ull og á þann hátt margfaldað verðmæti ullarframleiðslunnar. 10. Verkun skinna verði auk- in og iðnaður f því sambandi. Ullar- og skinnaiðnaðurinn ’iærði í rriíðstöðvum sveitanna. Stefnt verði að auknu sam- starfi fólks við landbúnaðar- störf, vaxandi þéttbýli í sveit- um með auknum félagsrekstri og eðlilegri verkaskiptingu, sem skapað geti frjálsara líf þeirra, sem vinna að landbúnaðarstörf- um. orkunnar og að -hægt verði að ráðast í stórar virkjanir og framleiðslu á ódýrari raforku. Hraðað verði og lokið hið fyrsta sérfræðilegum undirbún- ingi að virkjun beztu fallvatna Iðnaður Iðnaður sé efldur, og þess sérstaklega gætt að hlúa vel að þeim iðngreinum, sem mesta þjóðfélagslega þýðingu hafa. Þess skal gætt, að tryggja nauðsynjaiðnaðinum hráefni ,með sem lægstum tollum og án annarrar ónauðsynlegrar á- lagningar. Þá ber þess vel að gæta, að innanlandsmarkaðinum sé ekki spillt með óþörfum innflutningi iðnaðarvara. Stutt skal að útflutningi þeirra fslenzkra iðnaðarvara, sem sölumöguleika hafa á er- lendum mörkuðum. Lögð skal áherzla á staðgóða fræðslu iðnnema, bæði almenna menntun og verklega þekkingu, svo og aukna tæknimenntun. & Hraðað sé sem mest má vera öllum rannsóknum á íslenzkum hráefnum, sem hugsanlegt er að nota til íslenzks iðnaðar. öll stóriðja á fslandi skal vera ríkiseign. Tryggja skal sem fyrst, að Áburðarverk- smiðjan sé ótvíræð eign rík- isins. Skipa skal sérstaka stóriðju- nefnd, sem með aðstoð sérfræð- inga geri 10 ára áætlun um: a) Þróun stóriðju á fslandi. b) Beztu hagnýtingu vatns- orku, roforku og jarðhita. c) Hvaða íslenzk hráefni og erlend verði haganlegast nýtt til íslenzkrar stóriðju. , Raforka ( Rafvæðing íslands til al- mennrar notkimar og inn- lendrar stóriðju sé hraðað. Um heildarrafvæðingu lands- ins sé gerð áætlun og hraðað rafvæðingu þeirra sveitabýia sem tök eru á að rafmagn fái frá samveitum. Alþýðubandalagið telur, að stefna beri að því, að ríkið eigi og reki öll steerstu raf- orkuver Iandsins. Það telur að sem fyrst eigi að tengja sam- an aðalraforkukerfin í öllum landshlutum, þannig að sem stærstur hluti landsins verði á sameiginlegu orkuveitusvæði. Slík samtenging skapar grund- völl fyrir hagkvæmari nýtingu Skutu á norðurvietnæmskt lan/ SAIGON 3/11 — Bandaríska her- stjómin viðurkenndi f dag, að tvö bandarísk herskip hefðu skot- ið á norðurvietnamskt land. Gerðist þetta níu aögum eftir að greint var frá þessu atviki í Hanoi, og það skilgreint sem liður f stigmögnun stríðsins. Bandaríkjamenn segja að skot- ið hafi verið í heimsókn úr strandvirkjum norðanmanna. landsins og stefnt að virkjun- um, er í senn geti orðið grund- völlur innlendrar stóriðju og jafnframt látið raforkuverum víða um land viðbótarorku í té. Hagsmuna- og mannréttindamál Verkalýðsmál Stefna Alþýðubandalagsins f efnahagsmálum, barátta þess fyrir heildarstjóm á þjóðarbú- skapnum og skipulagðri upp- byggingu atvinnuveganna td lands og sjávar, beinist að því að skapa traustan grundvöll fyrir fullri atvinnu og ört batn- andi launakjörum verkalýðs- stéttarinnar. Alþýðubandalagið telur það eitt meginverkefni sitt að koma á samstarfi ríkisvalds og verka- lýðshreyfingar og tryggja vinnufrið á eftirfarandi grund- velli: 1. Að full atvinna sé tryggð öllum vinnufærum mönnum. 2. Að tryggðar séu öruggar og sem jafnastar árlegar kjara- bætur í formi verðlækkana, launahækkana og vinnutíma- styttinga á grundvelli fram- leiðsluaukningar, betri skipu- lagningar atvinnutækja og rétt- látari skiptingu þjóðartekna. 3. Að sett verði löggjöf, semf tryggi verkafólki ráðgjafar- og íhlutunarvald í stjómum fyrir- tækja og stefni að síauknu lýðræði í atvinnulffinu. f 4. Að komið sé á stofn hag- stofnun launþegasamtakanna með öflugum stuðningi ríkis- valdsins. 5. Að stefnt verði í áföngum að 40 stunda vinnuviku og að raunverulegur vinnutími verði styttur í 8 klst. sem hámark í sem flestum atvinnugreinum, án skerðingar heildartekna. 6. Að tryggt verði fullt launajafnrétti karla og kvenna. 7. Að ríkisvaldið styðji og styrki hverskonar menningar- starfsemi verkalýðshreyfingar- innar, svo sem verkalýðsskóla, byggingu orlofs- og félagsheim- ila, rekstur lista- og bókasafna og aðrar stc/fnanir, sem verka- lýðshreyfingin vill koma á fót og til almannaheilla horfa. 8. Orlofsréttindi verði með lögum aukin til jafns við það sem bezt tíðkast á öðrum Norðurlöndum og framkvæmd orlofslöggjafarinnar fengin f hendur verkalýðssamtökunum. 9. Að tryggð verði yfirráð verkalýðshreyfingarinnar yfir atvinnuleysistryggingarsjóði, sem er réttmæt eign verkalýðs- stéttarinnar. Verði þanmg skapaður grundvöllur fyrir stofnun verkalýðsbanka, sem verði fær um að beita fjár- magni sínu til þess að bæta lífskjör alþýðu. 10. Að samtakafrelsi verka- lýðsstéttarínnar verði vemdað gegn öllum .tilraunum aftur- haldsafla til að skerða það og opinberum starfsmönnum- verði veittur fullur samnings- og verkfallsréttur. Ástralía selur Kína 1,5 milj. lesta tf hveiti SYDNEY 2/11 — Ástralía mun selja- Kína 1,5 miljónir lesta af hveiti fyrir 90 miljónir ástralska dollara (um 4,3 miljarða ísl. kr.), en það mun vera metverð, sagði formaður hveitiráðs Ástr- alíu í dag. Hveitið verður sent til Kína frá þvi í lok næsta mán- aðar og fram í júní næsta ár. Þetta er mesti samningur sem Ástralía hefur nokkru sinni gert um sölu á hveiti á jafnskömmum tíma. Sendisveinn óskust fyrir hádegi. — Hátt kaup. MARS TRADING COMPANY H.F. Laugavegi 103. — Sími 17373. Kuidujukkur og úipur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). ÁBYR6P Á HÚSSÖGWUMl AthugiS, að merki þetta sé ó húsgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. KaupiS vönduð húsgögn. í =>10. HÚSGÁGNAM£ÍSTARA- FÉLAGi REVKJAViKUR HÚS6AGHAMEISTARAFÉLAS REYKJÆVÍKUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.