Þjóðviljinn - 08.11.1966, Page 7
T
Þriðjudagur a. nóvember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ’J
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána:
Enginn hlutur frumur á sínum stuð
íslendingar eru sagðir ósam-
mála um flest.
>ó er það ætlan mín, að
flestir séu á einu máli um að
hringlið með klukkuna, afturá-
bak að veturnóttum og áfram
á útlíðandi vetri, sé ekki ein-
ungis þarflaust heldur einnig
óþægilegt, jafnvel hvimleitt.
Engan hefi ég heyrt mæla
því bót eða færa fyrir því
nokkur skynsamleg rök, marg-
ur hefur haft það á hornum
sér og fundið því sitt af hverju
til foráttu, meðal annars í út-
varpinu í rabbi um dag og veg.
En þessi kross, að vísu ekki
þungbær, hefur nú einu sinni
verið á okkur lagður aá hinum
visu stjórnvöldum og enginn
virðist eygja nokkra von um
að honum muni nokkru sinni
verða af okkur létt.
' Hann er eins og náttúrulög-
mál, skapadómur, eða erlend-
ur her í landi, sem þýðingar-
laust er að mögla undan eða
rísa gegn.
Umturnun
Hljóðvarp
Vilhjálmur útvarpsstjóri í sjónvarpinu.
Ofan á hina hefðbundnu
vetumóttafærslu klukkunnar
bætist svo önnur röskun á
okkar daglega amstri og bard-
úsi, sem, ef iillt er með fefldu,
gengur nokkurn veginn með
sama hætti frá degi til dags.
Umturnun sú er orðið hefur
á dagskrá útvarpsins að þess-
um veturnóttum er meiri en
svo, að við höfum áttað okkur
á henni nú, þegar þetta er
ritað.
Við, sem höfsm ávallt litið
á okkar ágæta útvarpsstjóra
sem ímynd og tákn hins óum-
breytanlega í þessum fallvalt-
leikans heimi, stöndum eigin-
lega undrandi og gáttaðir yfir
því að hann skuli hafa leiðst
út í að hræra svo í hinni
gömlu góðu dagskrá, að segja
má að þar sé enginn hlutur
framar á sínum stað.
En ef til vill kalla þeir þetta
vinnuhagræðingu fyrir sunnan.
En vinnuhagræðingin er svo
stórt orð í nútímanum, að allt
verður undan að láta, jafnvel
útvarpsstjórinn.
Og enn er þó eitt ótalið og
ekki hið veigaminnsta:
Útvarpsstjórinn tilkynnti
okkur, að okkar gamla góða
útvarp héti ekki lengur því
Þóroddur Guðmundsson
nafni. Héreftir skal það heita
hljóðvarp, hvað sem tautar og
raular. En útvarpið og sjón-
varpið standa bæði undir hin-
um stóra hatti Vilhjálms Þ.
Gíslasonar. Það er að vísu
skiljanlegt, að honum sé það
ekki á móti skapi að útvarps-
stjórahatturinn verði tengi-
liður og sameiningartákn hinna
tveggja fyrirtækja, er hann
veitir forstöðu.
En hér mun þó verða við
ramman reip að draga. Útvarp
er orðið svo fastmótað hugtak
í málinu, að merkingu þess
verður trauðla breytt með laga-
boðum eða reglugerðum.
Það er tómt mál að tala um
það nú, að heppilegra hefði
verið að taka upp orðið hljóð-
varp, þegar í öndverðu. Auk
þess fæ ég ekki skilið. Auk
ætti að vera því til fyrirstöðu,
að útvarp og sjónvarp geti stað-
ið hlið við hlið.
Nítjánda öldin
Skýrsla sú, er útvarpsstjóri
flutti um dagskrá komandi
vetrar, vekur því miður ekki
hjá okkur neina sérstaka til-
hlökkun eða eftirvæntingu.
Sem við tókum að hugleiða
orð úlvarpsst-jórans, komumst
við að þeirri niðurstöðu, að
eiginlega breyltist dagskróin
meira að íormi en eíni. Von-
andi rætist þó úr þessu öllu
saman. Þetta íer ef til vill
allt á annan og hetri veg en
við þorum að vona, nú að vet-
urnóttum.
Meðal þess,- er okkur var lof-
að, voru tuttugu og fimm er-
indi um nítjándu öldina. Minna
hefði nú kannski mátt gagn
gera. Það er í rauninni engin
ný bóla, að útvarpið fjalli um
þessa merkilegu öld,- enda er
hún allrar athygli verð. Það er
ætlan mín, að fólkið í þessu-
landi þekki enga öld jafnvel
og þessa öld, og meðal annars
íyrir atbeina útvarpsins. Hitt
er jafnframt ætlan mín, að
þjóðin, eða að minnsta kosti
sá hluti hennar sem er innan
við miðjan aldúr, þekki enga
öld jafnlítið sem okkar eigin
. öld, þá tuttugustu. Hvað vita
menn um sjálfstæðisbaráttu þá
er háð hefur verið á þessari
öld? Hvað vita menn um félags-
mólahreyfingar, eins og sam-
vinnuhreyfinguna, og verka-
lýðsbaráttuna? Hvað vita menn
um kreppuna milli 1930 og
1940? svo að fátt eitt sé nefnt.
Vonandi kemur röðin að tutt-
ugustu öldinni hinn næsta vet-
ur.
Gísli og Jónas
Tveir gamlir útvarpskunn-
ingjar hafa tekið að sér sinn
þáttinn hvor á þessum vetri.
Það eru þeir Gísli Ástþórsson
og Jónaá Jónasson.
Gísli er sennilega öllum ís-
lendingum snjallari í að tala
um ekki neitt, þannig að manni
þyki gaman að, snöggvast. En
guð nóði hann, ef hann ætlar
að halda áfram í allan vetur,
eins og hann byrjaði á laugar-
daginn íyrstan í vetri. Sumt i
þættinum var að ■ vísu bráð-
sniðugt, eins og t.d. þegar hann
var að ræða um, hvernig mönn-
um er skákað úr opinberri
þjónustu. þegar þeir eru sjötug-
ir, öðrum en þeim, sem ekki
þurfa að gera annað en stjórna
landinu. En undir lokin rann
allt út í sandinn fyrir honum.
Andinn virtist hafa yfirgefið
hann löngu áður en sá tími
var liðinn, er honum hafði ver-
ið ætlaður.
Jónas Jónasson fór heldur ékki
sem gæfusamlegast af stað. Uppi-
staða hans voru þrír smá leik-
þættir. Sá fyrsti, Umferðahnút-
urinn á Laugaveginum, var
þolanlegur, annar, Fylliríið á
Baltika, snöggtum verri, en sá
þriðji, um hjónin, sem ,ekki
gátu fundið slökkvarann á
hótelherberginu, miklu‘verstur
og raunar eins fjarri því að
vera skemmtilegur og verða
má.
Þeir höfðu ekki heppnina
með sér í þetta sinn er Sig-
urður okkar vanur að, segja,
g|3
IndriðL G. Þorsteinsson
þegar íþróttamennirnir hans
hafa staðið sig verr en hann
hafði vænzt.
Við skulum vona að Jónas
hafi heppnina með sér næst.
Frá sumrinu
Skulum við nú taka vetrar-
dagskrána út af dagskrá um
sinn, en hverfa til þeirra tíma
meðan enn var sumartími og
sumardagskrá, þegar þær Hólrft-
friður og Brynja voru að tuska
til góðkunna borgara, Gísli
Kristjánsson að villast í Aust-
ur-Þýzkalandi, Stefón Jónsson
að horfa á rauðu varðliðana
austur í Kína, Geir borgarstjóri
að tala um fjárhagsvandræði
höfuðstaðarins, Hörður Berg-
mann að-tala um íjöldamenn-
ingu og fjölmiðlunartæki, Jó-
hann Pálsson, að lesa Grunn-
inn eftir Diirrenmat, Magnús
ráðherra að flytja fjrálagaræð-
una og vetrardagskráin lá
ennþá falin í skrifborðsskúffu
útvarpsstjórans.
Margt fleira munum við
enn úr> dagskrá nýliðins sum-
ars.Meðal annars erindin hans
Þórodds Guðmundssonar úr
bókmenntaheimi Dana. Þetta
voru prýðileg erindi, sem fjöll-
uðu um Johannes Evald og
Adam Oehlenschlager. Frásögnin
hröð og lifandi og ótrúlega
miklum fróðleik komið á fram-
færi við hlustendur um líf og
samtíð þessara manna.
Kenning Indriða
í skáldaþætti, nokkru fyrir
veturnætur, var Indriði Þor-
steinsson kynntur hlustend-
um. Hefur svo raunar ver-
ið gert nokkrum sinnum
áður og ekki um að sak-
ast, þvi að Indriði er góður
rithöfundur. Þó myndum við
ekki óska eftir því að heyra
í þriðja skipti á þessu ári sög-
una hans um fílana í Kauj>-
mannahöfn, sem skitu í hjól-
börurnar.
í viðtali við höíundinn kom
fram allsérkennileg og raunar
harðneskjuleg kenning nm ót-
hlutun listamannastyrkja.
Indriði vill að ríkið borgi
nokkrum ungum mönnum, er
langar til að verða rithöfundar,
svo sem eins og prófessorslaun
í þrjú ár, svo að þeir geti helg-
að sig köllun sinni og reynt til
þrautar, hvað innra með þeim
býr.
Að þeim tíma liðnum skulu
verk þeirra vegin og metin,
sennilega af einhverjum sér-
fróðum mönnum. Sá sem yrði
fyrir því óláni, að verk hans
reyndust léttvæg og einskisnýt,
væri þar með úr leik, fallinn
harðneskjuleg kenning um út-
af stallinum og varla þess að
vænta, að hann eigi sér framar
upþreisnar von.
Það er hættulegra að detta
af háum stalli en lágum, sökum
aðdráttarafls jarðarinnar.
Og guð verði þeim rithöf-
undum náðugur, er yrði hrint
fram af stallinum. Þeir mættu
sannarlega vera meira en litlir
karlar, ef þeir þyldu slíkt, án
þess að bíða tjón á sálu sinni.
Snúi maður hinsvegar hug-
mynd Indriða við og hugsi sér
þetta sem prófraun, ekki í rit-
leikni heldur í manndómi,
mætti segja að nokkurt vit væri
í henni. Þá væri sigurinn ekki
fólginn í því, að vera á stall-
inum ævilangt, heldur ' í hinu/
að koma ómeiddur niður og
hasla sér völl á öðrum vett-
vangi.
Tillaga doktors
Fyrir nokkru ræddi doktor
Gunnlaugur Þórðarson um dag
og veg. Það sem vakti athygli
mína öðru fremur vat sú til-
laga háns, að flýtja hingað
tibetska flóttamenn og setja
niður á afdala- og eyðijarðir.
Taldi doktor Gunnlaugur, að
skynsamlegra væri að styrkja
.menn þessa til að setjast .hér
að, en senda þeim peninga aust-
ur til Indlands. Ef til vill er
þetta ekki vitlausara en margt
annað, sem maður heyrir í út-
.varpinu. En við getum ekki
varizt þeirri hugsun, að þetta
kemur alveg þvert á landbún-
aðarstefnuskrá Alþýðuflokks-
ins.
Þó að hinir tibelsku land-
nemar yrðu ef . til / vill ekki
• stórvirkir búvöruframleiðend-
ur í öndverðu, er aldrei að vita,
nema þeir kynnu að spjara
sig.'Þeir gætu aukið á offram-
leiðslu búvara, kallað á auknar
útflutningsuppbætur,. og trufl-
að á margan hátt efnahagskerfi
viðreisn arst jórn arinnar.
Stefán í Kína
Steíán Jónsson íréttamaður
hvarf frá sumarþætti sínum í
útvarpinu um mitt sumar.
Síðan höfðum við ekki spurn-
ir af honum langa hrið og vor-
um jafnvel farnir að halda, að
hann hefði orðið íyrir slysi, eða
að hann hefði af einhverjum
dularfullum sökum íallið í var*
anlega ónáð hjá litvarpinu.
Við urðum því bæði hissa
og glaðir, þegar okkur barst
, rödd hans austan frá Kína, ein-
hvern tíma nálægt mánaða-
mótum september-október.
Ekki var annað að heyra en
hann væri hinn ánægðasti aust-
ur þar og í essinu sínu, líkt og
hann væri austur i Skaftafells-
sýslu að rabba við Einar frá
Hvalsnesi eða Steinþór á Hala.
Hann tók meira að segja að
ieiðrétta eitt og annað, sem
hann .sagði að hefði verið rang-
hermt í fréttum frá þessu voða-
lega fólki. En þær leiðrétting-
ar fengu þó ekki að standa
lengi, því að fréttastofa út-
varpsins rak þær jafnharðan
ofan í hann með tilstyrk og
milligöngu Rússa.
Svo heyrðist aftur frá Stefáni
eftir byltingarafmælið kín-
verska, og var hann þá enn í
góðu skapi og i essinu sínu, en
síðan hefur ekkert til hans
heyrzt. En við bíðum og von-
um að hann skili sér innan .
tíðar og segi okkur enn meira
frá Kina.
En sama kveldið og heyrðist
írá Stefáni síðara skiptið lásu
þeir upp í þættinum „Efst á
baugi“, tuttugu og þrjú boð-
orð rauðu varðliðanna. Mátti
af því marka, að þeir eru
slórvirkir um boðorðagerð aust-
ur frá og nálega þrefaldir í
roðinu, miðað við Jón Þor-
steinsson, boðorðasmið Alþýðu-
flokksins.
.Það má segja um þessi boð-
orð þeirra austanmanna líkt og
um boðorð Jóns, að sum eru
góð. önnur minna góð. T.d.
fannst mér ágætt boðorðið um
að hver maður skyldi vinna
líkamlega vinnu. Það boðorð
er reyndar komið frá skaparan-
um sjálfum, að því er segir í
hinni helgu bók, og Páll postuli
ítrekar það á allhressilegan
hátt, svo að þetta boðorð ættu
sannkristnir menn ekki að
reikna þeim kinversku til
dómsáfellis.
Við bíðum
Allt er óstöðugt í þessum
heimi.
Stefán Jónsson
Til skamms tíma hefur það
verið talin borgaraleg skylda,
heilög dyggð og nánast sálu-
hjálparatriði, að trúa engu því
orði, er fram gekk af rúss-
neskum munni.
Það var eiginlega ekki fyrr
en Krústjoff hafði talað yfir
hausamótum Stalíns, að heið-
virðir og velþenkjandi borgar-
ar tóku að endurskoða þessa
afstöðu sina. Sannleiksást
Rússa óx síðan jafnt og þétt,
eftir því sem deilur þeirra og
Kínverja hörðnuðu. Nú er svo
komið, að útvarpið okkar hefur
ekki á að skipa öðrum heim-
ildum áreiðanlegri um gang
mála í Kina en þeim er frá
Rússum eru komnar. Fyrst
Rússar eru taldir áreiðanlegri
heimildarmenn en aðrir um
gang mála i Kína, hví skyldu
þeir ekki vera svo um atburði,
er gerast annarstaðar á jarð-
kringlunni? Hversvegna flytur
ekki útvarpið okkar fréttir frá
slyrjöldinni í Vietnam eftir
rússneskum heimildum? Hvers-
vegna er ekki farið eftir rúss-
neskum heimildum í fréttum af
öðrum athæfum Bandaríkja-
manna og vigbúnaði yíða um
veröldina?
Annað væri hrein ' rökleysa
og þversögn.
Svo bíðum við eftir Stefáni
og væntum þess, að hann muni
leiða okkur í allan sannleika.
Ljótunnarstöðum,
24. október 1966.
Skúli Guðjónsson.
Olympíuskákmótið á Kúbu:
F/scher vildi ekki teflu uf
trúurástæðum á /uugurdegi!
Um lielgina voru tcfldar
biðskákir úr 1. umferS í A-
flokki á Olympíuskákmótinu
á Kúbu svo og 2. og 3. um-
ferð. Biðskákum íslendinga og
Argentínumanna lyktaði svo
að Friðrik gerði jafntefli við
Najdorof og Ingi gerði jafn-
tefii við Panno, hlaut Argen-
tína því 2’4 vinning gegn 114.
í 2. umferð tefldu íslendingar
við Búlgara og töpuðu 3:1.
Friðrik gerði jafntefli viðMin-
ev, Ingi jafntefli við Bobotsov
en Guðmundur Pálmason tap-
aði fyrir Tringvo og Guðmund-
ur Sigurjónsson tapaði fyrir
Popov. í 3. umferð tcfldu ís-
lendingar við Tékka. Gunnar
tapaði fyrir Jansa en skákir
Friðriks og Hort, Guðmundar
Pálmasonar og Fiiips, Frey-
steins og Kavalek fóru allar í
bið.
Úrslitin í 1. umferðinni urðu
sem sagt þessi: Ungverjaland
3 — Noregur 1. Júgóslavía 3
— A-Þýzkaland 1. Búlgaría 3
— Spánn 1. Sovétríkin 214 —
Tékkóslóvakía 1%. Rúmenía
3Vj — Kúba 14. Bandarikin
314 — Danmörk 14. Það bar
helzt til tiöinda í þessari um*
ferð að Larsen tapaði fyrir Ro-
bert Byrne.
I annarri umferð fóru leikar
sem hér segir: Noregur tvo —
Rúmenía 2- Argentína 3V? —
Austur-Þýzkaland 14 ■ Tékkó-
slóvakia 2Vj — Spánn 114.
Júgóslavía tvo — Ungverjaland
2. Danmörk 3'A — Kúba hálfan.
Sovétríkin' fjóra ■— Banda-
ríkin engan. Þessi síðast
töldu úrslit voru allsöguleg.
Fischer krafðist frestunar á
skák sinni við Sovétríkin vegna
trúar sinnar en Sovétmenn
AJEDREZ
JAHAIiANACUBA Od-NovI966
höfnuðu þeirri kröfu. Mætti
þandaríska sveitin þá ekki til
leiks og var sovézku svedtinni
dæmdur vinningur ^á öllum
borðum.
Úrslit í 3. umferð urðu þessi:
Júgó?lavía 4 — Noregur 0.
Sovétríkin 314 — Kúba 14.
Danmörk .114 — Rúmenía 14
og tvær biðskákir. Bandaríkin
3 — Spánn 0 og 1 biðskák.
Búlgaría 14 — A-Þýzkaland 14
og 3 biðskákir. Argentína 1 —
Ungverjaland 1 og 2 biðskákir.
Staðan að loknum 3 umferð-
um er þá þessi:
1. Sovétríkin 10,
2. Júgóslavía 9.
3. Argentína 7, 2 bið.
4. Búlgaría 614, 3 bið.
5. Bandarikin 614, 1 bið.
6.—7. Rúmenía 6, 2 bið.
Ungverjaland 6, 2 bið.
8. Danmörk 514, 2 bið.
9. Tékkóslóvakía 5, 3 bið.
10. Noregur 3.
11. ísland 214, 3 bið.
12. Spánn 214, 1 bið.
13. A-Þýzkaland 2, 3 bið.
14. Kúba 114.
i
i