Þjóðviljinn - 08.11.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 08.11.1966, Qupperneq 10
|0 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 8. nóvember 1966. Eftir JULIAN CLOAG imi bsygðu sig og sleiktu kolin og hvíslandi orð Jiminees suðuðu eins og suðaði í eldinum þegar gasbóla sprakk. Líkaminn lá máttlaus eins og í þreytusvefni — hægri öxlin hvíldi á steinbrúninni við arin- inn eins og hann væri að ypptai öxlum í síðasta sinn, og vinstri handleggurinn var enn útréttur til að taka við skörungnum- Milli fingra hægri handar var logandi sígarettan' og reykurinn barst inn að aminum, lá kyrr í loftinu andartak og sogaðist síðán upp um skorsteininn. Díana reis upp af gólfinu. Hún lagðist á hnén við hliðina á Char- lie Hook og hélt um höfuð hans með höndunum. Hún lét höfuðið síga þar til hárið á henni Truídi .pgersamlega blá, opin augun hans og 'húrr lagði vangann að vanga hans eins og til að hlusta á boð- skap, sem hún ein gæti heyrt. Þannig sat hún lengi hreyfing- arlaus eins og í bæn- Loks leit hún upp. Hún starði á Húbert allan tímann og tárin drógu ljóshulu fyrir augu hennar og vættu andlit hénnar, svo að glóði á það- Hún losaði höndina variega frá i höfðinu á Charlie Hook, sem virtist laust á hálsin- um, og rétti hana í áttina að Húbert. Það var blóð á fingrun- um. Hfírgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968 DÖM U R HárgreijSsla við allra hæfi XJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. — Er hann í alvöru dá-dáinn? hvíslaði Jiminee. — Já, hann er dáinn, sagði Díana. Djúpt andvarp leið um stofuna þegar öll bömin drógu andann í senn- — Hann er dáinn, endurtók hún rólega. Hún lét höndina síga og horfði einu sinni enn niður á dáið andlitið- Húbert strauk sér um efri vörina. Hún var köld og þvöl af svita. En nú voru hitinn og kuldinn ejcki lengur í líkama hans. Hann teygði sig og setti skörunginn á sinn stað hjá hin- um áhöldunum við arininn. Síð- an lagðist hann líka á hnén. Græna vestið hans Charlie Hook var flekkótt af Guinness- öli. Um leið og hann féll á gólf- ið, hafði gullúrið runnið út úr vestisvasanum. Húbert tók úrið varlega upp. Það var glóðvolgt og klístrugt viðkomu eftir öl- ið. Hann þurrkaði af því á peys- unni sinni og lás enn einu sinni stóra, ílúraða fangamarkið — C. R. H. Hann hrukkaði ennið og horfði á stafina og reyndi að muna riafnið á hipum raunveru- lega eiganda. Cyril Rupert Hav- erford — það var nafnið. Það var alveg eins og alvöru nafn. Það minnti á gamlan mann með skalla og vangaskegg og rjóðar kinnar og í síðum, svörtum frakka éins og menn notuðu í gamla daga. Hann bar úrið upp að eyranu og hlustaði. Hann sneri sér við og hélt enn á úrinu í útréttum lófanum. Börnin stóðu bakvið hann. Augu þeirra færðu sig af líkinu á úrið. — ,Það gengur enn, sagði Hú- bert. Um leið og hann reis upp, steig Dunstan í skyndi skref afturábak. Jiminee og Willy hikuðu andartak, svo gerðu þeir eins. — Hvað gengur að ykkur? spurði Húb?rt án þess að skilja neitt. 1 Þeir svöruðu ekki. — Hvað er að? endurtók hann. Hann greip fastar um úrið. — Hann er dáinn, sagði Dun- stan. Það var þögn og svo bætti LATIÐ EKKI SLYS HAFA AHRIF A FJARHAGSAFKOMU YDAR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRj 1.INDARGÖTU 9 • REYKJAVfK •S(,M1 22122 — 21260 hatín víð; — Þú hefur drepíð hann. — En, byrjaði Húbert. — En . . . Þetta hefði getað verið á- sökun. Hann vissi það ekki. Hann leit á þau hvert af öðru og allt í einu var hann aftur orðinn aleinn. Allt í einu varð hitinn við bakið óþolandi. Stof- an fór að hallast til vinstri og hann sá allt eins og í þoku. — Þú hefur drepið hann. Og nú var enginn vafi á því að þetta var ásökun. Hann titraði í hnjáliðunum og hann vissi að hann myndi hníga niður eftir andartak. Svo var Elsa komin upp að hliðinni á honum og hún lagði handlegg- inn yfir öxl hans. — Þetta er allt í lagi, Húbbi, sagði hún. Hún sneri sér að hin- um. — Það var ág sem drap hann, alveg eins og Húbbi. Og þú líka, Dun. — Húbbi var með skörwiginn, sagði Dunstan hvössum rómi. — Ég gerði 'það ekki; það var hann. Elsa greip fram í fyrir hon- um með ofsa í rómnum. — Þú hefðir líka gert það, er það ekki. Ef þú hefðir haldið á skörungn-' um hefðir þú þá kannski ekki gert það? 71 Dunstan hikaði. —*■ Ég, ég . . . — Auðvitað hefðirðu gert það. Við hefðum öll gert það. Hann átti það skilið. — K-kannski var það s-slys, sagði Jiminee alvarlegur i bragði. — Nei, Elsa hristi höfuðið. — Hann kærði sig ekkert um okk- ur, — ekki minnstu vitund. Heyrðuð þið það ekki? Heyrðuð þið ekki hvað hann gagði? Hann sveik okkur. Það varð þögn. — Hann var svikari, sagði Dunstan og það var ekki lengur hik í röddinni. Díana leit upp. Vangar hennar voru rákóttir eftir tárin. Hún dró að sér hendurnar, sem héldu um höfuðið á Charlie Hook. Hún reis upp. — Það var ekki hon- um að kenna, sagði hún stillilega. — En hann var svikari, tók Dunstan upp aftur. —- Það var ekki honum að kenna, í alvöru. Hann ætlaði sér ekkert illt — n#i, ekki allra innst inni- Díana hórfði niður á dáinn líkamann. Hún neri grátflekkina af andlitinu með handarbakinu. Hann var bara veikgeðja, það var allt og sumt. Þau íitu öll á látna manninn. Húbert laut niður og tók sígar- ettuna, sem enn var logandi, iir hendi hans og lét hana falla í eldinn. Stundarkom þögðu þau ÖU. — Nú höfum við engan, sagði Jiminee. — Við eigum engan að í öllum heiminúm. — Við höfum mömmu, sagði Dunstan í skyndi. — Ég finn það — hún er hér í stofunni. Finnurðu það ekki? Hann leit ögrandi á Elsu. — Nei, sagði Elsa. — Ég get ekki fundið að mamma sé hér. — Jæja, ég get það að minnsta kosti, sagði hann, en orð hans voru ekki sannfærandi. Hin raunverulega mamma þeirra var þegar orðin jafnfjarlæg og um- hugsunin um snjó að vori til. — Hvenær dó hún mamma? spurði Willy. Elsa svaraði honum. — Fyr- ir einu ári. Fyrir næstum ári. Willy hallaði undir flatt til að hugsa sig um. j— Það er langt síðan, sagði hann. — Afskaplega, afskaplega langt. — Nei, það er það ekki, sagði Dunstan. — Okkur finnst það bara langt. Mamma er hérna eins og hún hefur alltaf verið. Við byggjum hofið upp aftur o'g svo höldum við aftur mömrpu- stundir og Díana les upphátt fyr- ir okkur uppúr bókinni og allt verður eins og það var áður. Hann leit biðjandi á þá systur- ina sem honum þótti vænzt um. — Er það ekki, Díana? — Nei, svaraði hún mildum rómi. — Ég held að það geti aldrei orðið eins og það var áður. Qg Húbert fannsf sem eitt- hvað losnaði innan í honum þeg- ar hann heyrði orð hennar það var eins og fuglinn hefði losnað úr búrinu, loksins, og flygi nú frjáls og fagnancfi upp í sólina. — En, byrjaði Jiminee aftur og rödd hans skalf. — Vi'ð eig- um engan — — Jú, sagði Húbert- Hann lyfti handlegg Elsu af öxl sér og gekk að Jirrýnee og snart hönd hans. — Við höfum hvert annað. Það er nóg, er ekki svo? — J-jú, sagði Jiminee efa- blandinn. Og svo Ijómaði andlit- ið á honum, — K-kannski gæt- um við fengið Louis til okkar aftur? Elsa svaraði honum. — Nei, Jiminee. Nú 1W» UaK vel — hann myndi ekki langa til að koma til okkar. — En okkur 1-líður líka bráð- um vel, er það ekki? Jiminee lét sig ekki. Hvert af öðru eins og eftir þegjandi samkomulagi sneru börnin sér að Díönu. Díana leit niður á nendur sín- ar. Hún hélt þeim íyrir fram- an sig og á þeim voru storkn- aðir, rauðbrúnir blettir eftir blóðið úr Charlie Hook. Hún leit upp. — Já, sagði hún alvarleg. — Já, okkur á eftir að líða vel. Ekki alveg strax. En það kemur að því. Það var þá sem Dunstan byrj- aði að gráta. Hann grét ekki með ofsalegum ekka þess sem beðið hefur ósigur og hann sneri sér ekki undan. Hann tók bara af sér gleraugun og lét tárin renna óhindrað niður vangana. Og án gleraugnanna vár andlitið á Dunstan allt í einú bæði milt' óg hjálparvana. Húbert brosti. Og þótt Dunstan væri að gráta, tókst honum að brosa á móti. 42 Litli sunnudagshópurinn af forvitnu fólki fyrir framan núm- er 38 í Ipswich Terrace beið hreyfingarlaus í fölu sólskin- inu. Stundum kom bylgja af hvíslandi orðum og truflaði ró- semina hjá þeim sem stóðu og góndu. Höfuð snerist til, fing- ur benti. Og síðan komst aft- ur ró á og haldið var áfram að stara þegjandi. Nýkomið fólk bar fram spurn- ingar, kinkaði kolli með skiln- ingi þegar það heyrði svörin og var tekið í hópinn. Örsjaldan kom það fyrir að einhver tók sig útúr hópnum og hvarf. Rétt eftir að tveir svörtu lög- reglubílarnir höfðu komið á vett- vang, þeir sem enn stóðu yið gangstéttina, hafði hópurinn byrjað að safnast saman. Fyrsta klukkutímann hafði eftirvænt- ingin gagntekið áhorfendur hvað eftir annað, þegar mismunandi fólk hafði gengið framhjá lög- regluþjóninum sem stóð vörð við útidyrnar og verið hleypt inn í húsið. Síðan komu langir, viðburðarlausir tímar. Um tvöleytið kom lítill, grár Austinbíll og nam staðar fyrir aftan lögreglubílana. Sá sem ók bílnum, áhyggjusamlegur maður í bláum blazerjakka með nafnlaust merki í vasanum, kom út' og skellti bílhurðinni á eftir sér. Hann hikaði þegar hann kom auga á mannfjöldann, en tróð sér síðan að hliðinu og tautaði í sí- fellu: — Afsakið, afsakið og brosti afsakandi. Um leið og úti- dyrnar voru opnaðar og maður- inn smaug inn fyrir, tróðst mannfjöldinn nær til að fá að sjá inn í dimmt anddyrið. Uppi á verkstæðinu gekk Hú- bert írá glugganum og sneri sér við. — Það var einhver að koma núna. Öll börnin voru þarna. Jiminee sat við borðið og var öð teikna. Dunstan var að lesa. Hin börn- in sátu bara. — Hver? spurði Elsa sljólega. — Maður. Hann beið eftir því að einhver spyrði hvejs konar maður það hefði verið, en eng- inn sagðí neitt. — Hann var eins og skólakennari, sagði hann. — Hann gekk svona. Húbert teygði höfuðið fram -og tiplaði útskeif- ur til að sýna hvernig maður- inn hafði, gengið. — Ég h-hugsa, sagði Jiminee. — Ég h-hugsa að það sé maður- inn frá barnaheimilihu. HúbM't lét hendurnar síga með Kuldajakkar og á/par í ölium stærðum. Góðar vörur — Gott verð. ' jr Verzlunin O. L. TraðarKotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Starfsstúlknafélagið Sókn. FUNDUR með þeim félagskonum Sóknar, sem virma hjá Bamavinafélaginu Sumargjöf, verður- haldinn í Lindarbæ, Lindargötu 9, efstu hæð, þriðjudaginn 8. nóvemþer 1966, kl. 9 e.h. FUNDAREFNI: Samnihgarn ir. Starfsstúlknafélagið Sókn. TRABANT EIGENDUR Viðgerðarverkstæði WTj/ 1 Smurstöð Yfirförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154, POLARPANE ,o d^POLAfípANp rj <n°ngrunaigME n tfFALT 9oedayQra EINKAUMBOD IViARS TRADIINIG LAUGAVEG 103 SIMI 17373 Sendisveinn óskast fyrir hádegi. — Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐV'ILJINN — Sími 17-500. Kópavogur Blaðburðarbörn óskast til blaðburðar Kársnes ÞJÓÐVILJINN, sími 40753

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.