Þjóðviljinn - 15.11.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 15.11.1966, Qupperneq 10
 |1Q SÍÐA — ÞJÖÐVILJÍNN — Þriðjudagur 15. nóvember 1966. LEONARD GRIBBLE 4 hann hefði horft á óhöpp í hundraðatali meðan á keppni stóð. Hann hafði ónotalegan grun um að þarna byggi eitthvað meira undir en virtist í fljótu bragði. Hann gat ekki útskýrt það nánar — það var ekki ann- að en hugboð gamallar „rottu“ . . . . Og fjarvera Kindilett gerði honum enn órórra. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og enyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 PERM A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 DÖMU R Hárgreiðsla við allra haefl TJARNARSTOFAN rjamargðtu 10, Vonarstrætls- megin — Síml 14-6-62 Hann gekk niður breiða stig- ann að forsalnum, þar sem bronsstyttan af Herbert Chap- man tók á móti öllum gestum með óræðum svip. Hann hélt áfram til hægri innum dyr, sem á stóð „Prívat“. Innan í gang- inum var skilti sem á stóð: „Bún- ingsherbergi gesta“. Hann tók í húninn og opnaði. Jphn Doyce lá á hlaða af handklæðum og nakinn líkami hans var svitastokkinn. Francis Kindilett og Bill Milne lutu yfir hann, meðan þjálfari Trjóu, Raille, gerði á honum andar- dráttaræfingar. — Hvað er að honum, Frank? — Það má hamingjan vita! sagði Kindilett þungbúinn. — Við getum ekki fundið það — enginn okkar. Það eru yfirleitt erfgin viðbrögð hjá honum. — Svona — láttu mig taka við- Milne Ieysti RaiTle af hólmi, sem tók handklæði og þúrrkaði svitann af andlitinu- Hann sagði ekkert, en virtist mjög ringlað- ur. — Hvað m hjartað? spurði Whittaker- — Læknirinn hafði ekkert við hann að athuga, þegar við gerð- um samninginn við hann. Það eru ekki einu sinni tvær vikur siðan, svo að það getur varla | Klapparstíg 26 Sími 19800 Cabinet Kuldajakkar og álpur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. rraðarkotssundi 3 (mótl Þjóðleikhúsinu). verið neitt þess háttar ________ Kindilett þagnaði, þegar honum varð ljóst að hægt var að skilja orð hans á ýmsan hátt- — Við skulum fara með hann inn í lækningastofuna, Bill, sagði Whittaker við Milne. Þjálfaramir tveir báru mátt- vana leikmanninn inn í lækn- ingastofuna, sem var innar í ganginum, og Raille lokaði dyr- unum. — Er ekki. bezt að ég taki við aftur, Milne? Whittaker sneri sér að Kindi- lett- — Við getum ekki gert neitt gagn hér Frank. Við getum aiveg eins farið upp og horft á leikinn til enda. Kannski geta þeir hresst hann við, svo að hann geti komið upp og skorað annað mark- En þrátt fyrir léttan raddblæ- inn var framkvæmdastjóri Ars- enals ekki vitund rólegri, með- an hann og Kindilett gengu aftur til sæta sinna. Það var eitthvað óeðlilegt við þetta á- stand Doyces- Maðurinn var í eiris konar dvala. hann átti erf- itt um andardrátt og svitnaði ofsalega. Hann hrökk upp frá bessum hugsunum sínum við margradd- að hróp frá áhorfendum. Denis Compton var með boltamn og baut niður vinstri vallarhelming. Lewis kom hinúm megin frá honum til aðstoðar. Cbmpton sendi boltann nákvæmlega og markvisst, enda var hapn ekki síður þekktur fyrir leikni sina í cricket. Áhorfendúr stóðu á fætur. Hið óvænta hafði gerzt. Lewis lék lipurlegai á Chulley og sveigði eldsnöggt framhjá Crieff. Hann skaut lágt með afli og knötturinn þaut í bláhornið í markinu.' — Mark! Þetta jók enn á hrifnin.gu á- horfenda- Fagnaðarlætin dundu meðan leikmennimir tóku sér stöðu á ný. Blaðamennimir tveir, sem höfðu haft svo mikinn áhuga á fjarveru Whittaker skömmu áð- ur, kveiktu sér í nýjum sígarett- um. — Jæja, þá er þessum leilc lokið, sagði annar þeirra og hinn kinkaði kolli- — Það verð- ui' ekki meiri knattspyma hér eftir. — Búið Og gert samsirmti hinn og tíndi saman blöð sín. — For- bes og LeslJe .Compton og Joe Mercher gefa þeim ekki fleiri tækifæri. Hvað er langt eftir? — Sex mínútur. Ofar í stúkunni sátu Pat Lar- uce og Jill Howard og ræddu niálin f ákafa. — Phil hefði aldrei látið leika svona á sig og Crieff, sagði Jill, meðan hún horfði á Morrow sem var að. gera tilraun til að brjótast í gegn. — Tja, ég veit það ekki, sagði ljóshærða stúlkan. — Ég býst ekki við að Denis Compton hefði byrjað þetta upphlaup. ef John Doyce hefði verið inni- Það fóru viprur um munninn á henni og hún setti stút á varim- ar- — Hvað skyldi eiginlega hafa komið fyrir, Jill ......... Hann hefði átt að vera komin inn aft- ur. — Já, satt er það, ef hann óskar þess að lið hans sigri. Nei, þetta var flott, hrópaði hún allt í einu, þegar Morrow náði bolt- anum af Goring og renndi hon- um í áttina að miðju, þar sem hann sendi hann með nákvæmni til Wellocks, sem stóð álengdar og beið eftir honum. — Ertu ekki hreykln af honum, Pat? sagði hún áköf um leið og hún sneri sér að vinkonunni. En ljóshærða stúlkan hafði naumast heyrt til hennar. Hún starði yfir leikvanginn ogaugna- ráð hennar var fjarrænt ogþað var auðséð að hún veitti leikn- um enga athygli. — Heyrðu, Pat, hvað gengur að þér? Pat Laruce hrökk við. — ó. ekki neitt — ekki neitt. Mér datt bara nokkuð í hug . . . Það er ekkert að mér, hvað er þetta, bætti hún við í gremjutón. Þrem mínútum fyrir leikslok fór Whittaker úr sæti sínu í fylgd með Kindilett, sem vaf allþungbúinn. — Tja, ég var víst að vonast eftir kraftaverki, Tom, sagði hann og brosti lítið eitt. — Ég hefði átt að vita að þau gerast aldrei. — Piltamir þinir léku vel, sagði hinn maðurinn sannfær- andi. — Þeir hafa bein í nefinu, þeir geta skotið, þeir leikahrað- an og hreinan leik og þeir kunna að raða sér niður. — En þeir sigruðu ekki, Tom. Whittaker gaut augunum til starfsbróður sins. Hann hafði þekkt Francis Kindilett árum saman og bar mikila virðingu fyrir skarpskyggni hans og dugnaði í uppbyggingu knatt- spymuliða. Fyrir mörgum árum hafði hann stjórnað hinuin landskunnu Saxon Rovers. Svo varð hann fyrir áfalli í einka- lifi sínu og hann hafði reynt að byggja upp nýtt líf á öðrum stað. Það hafði veitzt honum erfitt — hversu erfitt vissi eng- inn nema sjálfur hann. Whitta- ker gat aðeins getið sér þess til. En maðurinn hafði með hörku og seiglu einsett sér að byggia upp áhugamannalið sem máii skipti. Og honum hafði tekizt það. Hindranimar höfðu verið margar og mismunandi. Þær voru nú að baki og hann hlaut að hafa gert sér nokkrar von- ir . ./. — Nei, Frank, þeir sigruðu ekki, en það munaði ekkimiklu, og hefði Doyce ekki orðið fyrir þessu slysi, þá... Whittaker yppti öxlum. — Ef dæma má eftir upphafi síðari hálfleiks, hefði hvað sem var getað gerzt. Kindiilett leit hvasst á hann. — Það gerði það líka. Þeir sögðu ekki meira. Niðri í lækningavarðstofunni voru þjá'f- aramir tveir enn að sinna með- vitundarlausa framverðinum. — Ég botna hreint ekkert í þessu, sagði Milne. — Það sér hvergi nokkursstaðar á hpnum. Hann rakst ekki á neinn inni á vellinum — þetta er stórfurðu- legt. Whittaker leit snöggvast á Raille. — Hvert er álit yðar, Raille? Raille horfði á Kindilett. Eft- ir stundarkom sagði hann: — Ég er hræddur um að við verö- um að senda eftir lækninum, herra Kindiiett. Þetta er eitthvað einkennilegt. Kindilett varð hverft við — Við hvað eigið þér, Raille? ÞjáKarinn brá ekki svip. — Ég veit ekki hvað ég á við, sagði hann hægt. — En hann er gersamlega rænulaus og það er sama hvað við gerum. Þeir stóðu þannig stundarkom og hver hugsaði sitt, unz hlaup- andi fótatak heyrðist að utan og gaf til kynna að leiknutn væri lokið og leikmennirnir væru að hraða sér til búnings- klefanna. Það var barið að dyr- um. Whittaker opnaði. Það var fyrirliði Trjóu, Chulley. Útötuð treyjan hans og buxumar sýndu að hann hafði ekki dregið af sér í leiknum. — Hvemig líður Doyce? spurði hann og starði á máttlausan lík- aman á bekknum. — Ekki sériega vel, svaraði Kindilett. — Það er bezt fyrir þig að skipta um föt, Chulley. — Já, auðvitað, svar^tði Chull- ey dálítið vandræðalega. — En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá — ég á við . . . — Já, þökk fyrir, Chulley, ég skal muna það. Hm — voru skoruð fleiri mörk síðustu mín- útumar? — Nei. Fyrirliði Trjóu sneri sér við og reyndi að leyna vombrigðum sínum yfir úrslitunum. Whittak- er lokaði á eftir honum og gekk til Kindiletts. — Frank, sagði hann alvarlega. — Það er rétt ég hafi orð.á þvi, ef hið versta skyldi koma fyrir? — Þú átt við ef Doyce skyldi deyja? Whittaker kinkaði kolli. — Já, það er það sem ég á við . Milne laut yfir meðvitundar- lausan manninn. Raille stóð og horfði á samanklístrað hárið á Doyce og það var undrunarsvip- ur á honum. — Þetta skil ég ekki almenni- lega, Frank, sagði Whittaker og horfði rannsakandi á fram- kvæmdastjóra Trjóu. Kindilett sló ú hendinni af- sakandi. — Æ, þáð gérir ekkert til, Tom. Það er bara dálítið BLAÐDREIFING Framnesvegur — Vesturgata —> Laugaveg- ur — Skipasund — Grettisgata — Höfða- hverfi. % ÞJÓÐVILJINN Loðfóðraðir leður- og rúskinnsjakkar fyrir dömur og herra Verð frá kr. 4.450,00. Leðurverkstœðið Bröttugötu 3 B. — Sími 24-6-78. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" IINOAR6ATA 9 REYKJAVlK SlMI 21 260 SlMNEFNI , SURETY TRABANT EIGENDUR V iðgerðarverkstæði Smurstöð Yfirförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstaéði Dugguvogi 7. Sími 30154.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.