Þjóðviljinn - 16.11.1966, Page 3

Þjóðviljinn - 16.11.1966, Page 3
Miðvikudagur 16. nóvcmber M66 — t»JOÐVHJTNN — SfÐA Mestar tíkur taldar á stjórn SPD og FDP Báðir flokkar hafa birt stefnuskrár sinar sem eru samhljóða í veigamiklum atriðum Ceausescu (í miðju) ogr Sjivkof (th) í Sofia. Ceausescu varar yii þinghaldi gegn Kína Bresnéf tók undir tillögu Sjivkofs um þing kommúnistaflokka, ítrekaði gagnrýni á Kína SOFIA 15/11 — Nicolae Ceausescu, leiðtogi rúmenskra kommúnista, varaði í ræðu á þingi búlgarska kommúnista- flokksins í Sofia í dag við hverju því sem leitt gæti til éndanlegrar sundrungar milli kommúnistaflokkanna og sósíalistísku ríkjanna. Áður hafði Leoníd Bresnéf, að- alritari sovézka flokksins, tekið undir þá tillögu Sjivkofs, ritara búlgarska flokksins, að efna ætti til alþjóðaþings kommún- istaflokkanna. Brgsnéf tók einn- ig undir gagnrýni Sjivkofs á leið- toga kínverskra kommúnista og sagði eins og hann að þeir tor- velduðu sameiginlega aðstoð sósíalistísku ríkjanna við viet- nsku þjóðina. 3resnéf sagði þó ekkert um hvort sovézki flokkurinn vaeri reiðubúinn að boða til slíksþings og'riiefridÍ heldur ekkert hveriær ætti að halda það. Þingfulltrúar, sem eru um 1500 talsins auk gesta frá kommúnistá- og verklýðs- flokkúm í um 70 löndum, hylltu Bresnéf ákaft. Rúmenar hafa áður hvað eftir annað látið í ljós andstöðu sína við alþjóðlegt þinghald sem myndi varla hafa annan tilgang en þann að útskúfa kínverskum kommúnistum og bandamönnum þeirra úr hinni alþjóðlegu hreyf- ingu. Ceaijsescu ítrekaði það enn í dag að slíkt þinghald mvndi aðeins verða til 'þess að skera fyrir fullt og allt á þau bönd sem enn tengja kommúnista- flökkana: Hfánri lét eírinig algér- lega hjá líða i ræðu sinni að gagnrýna afstðftu Kinverja. BONN 15/11 — Mestar líkur eru nú taldar á því að stjóm- arkreppan í Vestur-Þýzkalandi leysist með 'samkomulagi milli sósíaldemókrata (SPD) og Frjálsra demókrata (FDP) um myndun samsteypustjómar, en flokkamir hafa naum- an meirihluta á þinginu í Bonn. 1 dag hófust í Bonn viðræður leiðtoga sósíaldemókrata, Willy Brandts, og hins nýkjöma leið- toga Kristilegra, domókrat.a. Kurt-Georgs Kiesingers, til að kanna líkur á stjómarsamstarfi þeirra. Þeir ræddust við í þrjár klukkustundir og nýr fundur verður haldinn með þeim á morgun. Það er þó víst að eng- in niðurstaða mun fást á þeim fundi; stjómarkreppan mun ekki leysast fyrr en í, fyrsta lagi í næstu viku, þar sem allir flokkar bíða Úrslitanna í kosningunum til fylkisþingsins í Bajern, sem fram fara á sunnudag. Þau úrslit munu geta ráðið mikluum lausn stjómarkreppunnar. Flestir telja að flokksdeild Kristilegra muni tapa í kosningunum í Bajem eins og £ öðram fylkjurn þar sem kosið hefur verið nýlega. Ef tapið verður mikið munu aukast líkur á því að sósíaldemó- kratar og Frjálsir demókratar gangi til stjómarsamstarfs. Samhljóða í meginatriðum. Frjálsir demókratar birtu í dag stefnuyfirlýsingu . og er hún í ýmsum veigamiklum atriðum, einkum þeim sem varða utanrík- ismál, samhljóða yfirlýstri stefnu sósíaldemókrata. Frjálsir demókratar taka fyrst fram að þeir .muni ekki failafrá þeirri kröfu sinni sem varð til þess að uppúr samstarfinu við CDU-CSU slitnaði, að rikisút- gjöld verði minnkuð til þessað koma í veg fyrir hinn áætlaða 4 miljarða marka halla á fjár- lögunum. FDP er sammála sós- íaldemókrötum um að Vestur- Þýzkaland eigi að taka upp stjómmálasamband við sósíalist- ísku ríkin í A-Evrópu. Hin svonefnda Hallstein-kenning sem Framhald á 7. síðu. Bandarísk flugvél hrapar til jarðar i A-Þýzkalandi BERLÍN 15/11 — Bandarísk þota af gerðinni Boeing 727 hrap- aði í nótt til jarðar í Ausíur- Þýzkalandi, og fórust með henni þrír menn. Þotan sem var í eigu Pan American Airways var á leið með fimm lestir af pósti frá Frankfurt til Vestur-Berlínar. Flugturninn á Tegelflugvelli á franska hernámssvæðinu í Vest- ur-Berlín missti samband við þotuna kl. 0,44 í nótt og spurð- ist síðan ekkert til hennar fyrr en það fékkst staðfest níu klukkustundum síðar að hún hefði hrapað til jarðar við Dalg- ow í Potsdamhéraði, skammt frá Berlín. Á þessum slóðum hef- ur sovézki herinn í Austur- Þýzkal'andi eitt helzta athafna- svæði sttt- og eru þar- búðir-fyrir mörg þúsund hermenn. Mjög slæmt skyggni var. Álit Evrópumanna samkvæmt bandarískri skoðanakönnun: BANDARÍKIN SPILLA FYRIR FRIÐARHORFUM í HEIMINUM Nær helmingur aðspurðra var þeirrar skoðunar, en aðeins sjöundi hver taldi að stefna Bandaríkjanna leiddi til friðar í heiminum WASHINGTON — Skoðanakönnun sem gerð hefur verið í fimm aðildarríkjum Atlanzbandalagsins í Vestur-Evrópu á afstöðu manna þar til utanríkisstefnu Bandaríkjanna leiddi í ljós að um helmingur aðspurðra var þeirrar skoð- una að utanríkisstefna Bandaríkjanna spillti fyrir friðar- horfum í heiminum, en aðeins sjöundi hver taldi að hún myndi leiða til friðar. að ganga til móts við bandamenn Ekki í miklu áliti ™ sína og þeir mættu ekki láta mik- » ilvæg dvrópsk málefni sitja á Spilla fyrir friði hakanum vegna stríðsins í Viet- Skoðanakönnuninni var stjórn- nam. að af starfsmönnum Princeton- háskólans og var hún gerð í lok septembermánaðar s.l. tæir höfðu sér til aðstoðar Evrópumenn sem unnið hafa fyrif bandarísku upplýsingaþjónustuna, USIA. Ein spurningin hljóðaði svo; „Teljið þér að núverandi utan- ríkisstefna leiði til friðar eða torveldi að friði sé komið á?“ Niðurstöður athugunarinnar byggjast á svörum samtals 6090 manna í Vestur-Evrópu sem skiptast þannig: í Bretlandi 1447. ! Vestur-Þýzkalandi 2130, Frakk- | landi, 2022, Belgíu 260 og Hol- landix231. Svörin skiptust þann- ; ig: „Leiðir til friðar“, 14%. „Spillir fyrir friði“, 46 %. „Breytir engu“, 23%. „Veit ekki“. 17%. Johnson i Iitlu áliti Með annarri spurningu, sagði Morton, var reynt að kanna mat Vestur-Evrópumanna á stjórnum Eisenhowers, Kennedys og John- sons. Hún hljóðaði svo: „Undir stjórn hvaða forseta hefur á- hrifavald Bandaríkjanna verið mest: Johnsons, Kennedys eða Eisenhowers?" Og svörin skipt- ust á þessa leið: Undir stjórn Eisenhowers 11%. Kennedys 74%. ' Johnsons 2%. Engin breyting 5%. Veit ekki 8%. Hungnrganga í Ernakulam í Keralafylki á IndlandL Matyælaskortur sverfui æ fastar ú Indverjum Er nú í sumiun héruðum sárari en hann hefur orðið í manna minnum, segir Indira Gandhi t NÝJU DELHI 15/11 — Indira Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, sagði í dag á fundi með blaðamönnum í Nýju Delhi, að matvælaskorturinn í vissum hlutum Indlands væri sár- ari en hann hefði verið í manna minnum. Úrkoma hefði nú bragðizt þar í þrjú ár samfleytt og væri nú svo komið að varla væri fnéira vatn að finna þar. Þau land- svæði sem um ræðir era aust- urhéruð fylkjanna Uttar Prad- esh og héraðin í fylkinu Bihar i norðurhluta Indlands og í Guj- arat í vesturhlutanum, við Ara- bíuhaf. Þótt þessi hérað séu verst leikin af þurrkunum er matvælaskortur mikilu víðar í landinu, eins og t.d. í Kerala, syðst á vesturströndinni. Indira Gandhi skýrði blaða- mönnum frá því að matvæli hefðu verið send til þessara héraða og allt væri gert til að bægja hungurvofunni frá dyrum, en indverska stjórnin hefur legið undir þungum ásökunum um at- hafnaleysi, sem m.a. hefur le'tt til þess að hungursneyð hefur vofað yfir í sumum héraðum þótt birgðir matvæla væra til i öðrum, og fyrir að leyfa brösk- uram að safna birgðum koms £ þvi skyni að sprengja upp verð- ið. Ekki meiri matvæli Subramaniam matvælaráð- herra skýrði indverska þinginu frá því i dag að ekki væri i svipinn von á meiri matvæia- birgðum til landsins frá útlönd- um og ástæða, væri til að óttast að Indverjum myndi ganga ert- iðlega að afla sér matvæla er- lendis frá á næsta ári. Hann kvaðst óttast að Bandaríkin myndu ekki verða jafn aflögu- fær á næsta ári og þau hefðu verið í ár og myndu ekki geta látið Indverjum £ té það kom sem þeir þarfnast og Kanada og Ástralía hefðu fyrirfram selt mestallt það kom sem þau löná hefðu aflögu. Það eru einkum ^Cínverjar sem undanfarið hafa gert samninga við Kanada og Ástralíu um kaup á komi. Leitað til Sovctríkjanna Sagt er í Nýju Delhi að ind- verska stjórnin hafi farið þess Paasio ræðir við Kosygin Lyng skoðar nýbyggingar MOSKVU 15/11 — Það hefur vakið athygli að leiðtogar tveggja Norðurlandaþjóða eru nú staddir samtímis i Moskvu. Lyng, utan- ríkisráðherra Noregs, kom þang- að um helgina og hóf viðræður sínar við Gromiko utanríkisráð- herra i gær, en í gær kom þangað fjölmenn finnsk stjómar- sendinefnd undir forastu Paas- ios forsætisráðherra og ræddi við Kosygin forsætisráðherra i dag. ' Lyng skoðaði sig um í Moskvu i dag og kynnti sér einkum hin- ar miklu íbúðabyggingar sem era að gerbreyta svip stórborgar- innar. Þótt það kunni að vera til- viljún aö þéir Lyng og Paasio eru staddir í Moskvu samtímis þykja heimsóknir þeirra bera vitni um síbætta sambúð Sovét- ríkjanna og Norðurlanda. Heim- sókn Paasios er talin sérstaklega mikilvæg, þar sem hann er fyrsti leiðtogi finnskra sósíal- demókrata sem kemur í opin- bera heimsókn þangað. Talið er að heimsóknin geti markað tímamót í samskiptum finnskra sósialdemókrata viðSov- étríkin, en fram að þessu hefur sovétstjómin haft illan bifur á þeim. Paasio sagði í ræðu í dag að finnska stjómin myridi halda vinsamlegri afstöðu sinni til Sovétríkjanna. Indira Gandhi á leit við Sovétríkin að fá að kaupa af þeim eina miljón lesta af komi á næsta ári, en Sov- étríkin era vel birg af kcrni nú vegna góðrar uppskeru á þessu ári. Subramaniam skýrði þinginu frá þvi að reynt væri að bæta úr verstu neyðinni með því að senda þurrmjólk og önnur mat- væli til barna í hungursneyðar- héruðunum og fylkisstjómirnar hefðu fengið sérstök fyrirmæli um að auka matvælaframleiðsi- una. Hann hvatti jafnframt til þess að sparlega væri farið með vatn. Það vatn sem menn not- uðu til að þvo sér úr ætti að því loknu að nota tn að vökva plöntur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.