Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 1
Skotmörk Bandaríkiamanno •' N- Vietnam Sunnudagur 27. nóvember 1966 — 31. árgangur tölublað. í ■ ■■ ■ ■ Þjoovnjinn ■ , \ I dag, sunnudag ■ | Inni í blaðinu í dag, sunnu- j dag, er þetta efni meðal ann- j ars: j 3. síða: Að fagna handritun- um — grein Austra. • 4. síða: Á jólamarkaðinum; litið í verzlun við Skóla- vörðustíginn. ■ 6. síða: Flóðin á Italíu eru ekki eingöngu náttúruham- j farir. : 7. síða: Ekki allt með felldu — 2. grein Buchanans um j vitnin í forsetamorðmálinu sem týnt hafa tölunni. ; 8. síða: Jólamyndasaga fyrir j yngstu lesendurnar — fyrsti dagur. : 1 hallargarði í Pcking. Á næstunni Á næstunni mun Þjóðvilj- ■ inn m.a. birta eftirfarandi : efni: j Fyrsta hluta frásagnar Sigurð- j ar Róbertssonar rithöfund- ar um Kínaför hans og Stef- : áns Jónssonar dagskrárfui!- trúa nú í haust. j Frásögn af Sorbum, hin- um sérstæðu íbúum aust- lægasta hluta Þýzka alþýðu- j lýðveldisins.1 j Ferðasaga Sigfíðar Einars frá Munaðarnesi — úr Ung- • verjalandsferð í sumar. ; Þriðja grein Buchanans í hin- ! um nýja greinaflokki hans : um Kennedy-morðið. Fisksölumálin í Reykjavík: Endanleg lausn er ennþá ekki fundin Enn er ekki búið að finna lausn á fisksölumálunum hér i Reykjavík sem fisksalar telja að þeir geti saett sig við, en viðræður standa yfir milli fisksalanna og viðskiþtamála- ráðuneytisins um þetta mál. Eins og kunnugt er hafa fisk- salarnir orðið í sumar að kaupa fiskinn af bátunum á hærra verði en lögboðið er í samkeppni við frystihúsin og einnig hafa þeir orðið að sækja fiskinn til annarra verstöðva, ýmist austur yfir fjall, til Suðurnesja eða jafnvel allt vestur á Snæfells- nes og kosta þeir flutningar að sjálfsögðu mikinn pening. Hins vegar er útsöluverðið á fiskinum hjá fiskbúðunum bundið af há- marksverði sem verðlagseftirlit- ið ákveður og telja fisksalamir að við óbreyttar aðstæður sé þeim ókleift að reka búðimár og hafa haft við orð að loka þeim ef þeir fá ekkx einhverja fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvalds- ins og e.t.v. líka borgarinnar. 1 ráði mun að ríkið leggi fram fé til þess að greiða niður fiskverðið til bátanna og áttu fulltrúar fisksalanna m. a. viðtal við ráðherra um þetta mál s. 1. fimmtudag. Að því er Stein- grímur í Fiskhöllinni sagði Þjóð- viljanum í gær hefur þó enn ekki fundizt endanleg lausn á fnálinu sem fisksalarnir telji viðunandi og sagði Steingrímur í þessu sambandi að hann „vildi fá endurgreitt það sem hann hefði lagt út“ 'en að því >er Þjóðviljinn hefur frétt mun þtað hafa verið ætlun ráðuneytisins að láta niðurgreiðslumar gilda frá 15. þ.m. Póstmenn mótmæla launakjörum Tekst Krai og Larsen sB mynda stjóra um helgi? $aigonherinn beið aíhroð SAIGON 26/11 — Ein af her- sveitum Saigonstjórnar varðfyr- ir miklu mannfalli þegarskæru- liðar réðust á hana úr laúnsátri í dag aðeins tæpa tíu km frá miðbiki höfuðborgarinnar. Við- ureignin átti sér stað í því út- hverfi Saigons, sem heitir Phu Lam. KHÖFN 26/11 — Þeir Krag for- sætisráðherra og Aksel Larsen, formaður Sósíalistíska alþýðu- flokksins, ræddust við klukku- stundum saman í gær og lauk viðræðum þeirra ekki fyrr en á öðrum tímanum í nótt, en þeir ætluðu að halda þeim áfram sd. í dag. Svo mörg og mikil mál eru til umræðu að þeir' komust ekki einu sinni til þess að nefna þau öll. Búizt er við að þeir haidi áfram viðræðum sínum yfir helgina og danska fréttastofan Ritzaus Bureau segir að þeirhaíi báðir lagt svo mikið í sölurnar I þessum viðræðum, að pólitískur frami þeirra geti verið í hættu ef þeim tekst ekki að mynda saman stjórn. Ágreiningsmálin. Enda þótt ekkert hafi verið látið uppi um hvað helzt ber á milli þeirra Krags og Larsens þykjast menn vita að það sé tvennt, annars vegar afstaðan t'l Nató og utanríkisstefna Dana yfirleitt, hins vegar húsnæðis- málin, eða öllu heldur það sam- komulag sem Krag gerði við borg- araflokkanna á sl. vetri um lausn þeirra mála. Larsen hafði að vísu að lokn- um kosningunum lýst yfir að stuðningur SF við stjóim sósíal- demókrata væri ekki kominn undir afstöðunni til Nató, enda mætti gera ráð fyrir að dönskum kjósendum gæfist kostur á að láta í Ijós skoðun sína á því máli í þíngkosningum áður en samn- ingstími Atlan zhaf ssáttm á1 ans Lögð niður eftirvinna næstu þrjú kvöldin rennur út 1969. Flokksmenn og stjóm SF töldu þetta ekki nógu einarða afstöðu og mun þess hafa verið krafizt af Larsen að hann gengi ekki til stjórnarsam- vinnu nema að fengnu ákveðnu loforði um að þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla myndi fara fram áður en kæmi að endurskoðun Natósáttmáians. Krag hefur marglýst því yfir, bæði fyrir og eftir kosningar, að það samkomulag sem flokk- ■ur hans gerði við borgaraflokk- ana um húsnæðismálin hljóti að gilda áfram, hvernig svo sem skiptist í sæti á þingi. Larsen lýsti því yfir á hinn bóginn um leið og úrslit kasninganna voru kunn að samkomulag sem gert hefði verið á síðasta þingi gæti vitaskuld ekki bundið það þing sem nú hefði verið kjörið. Sósíalistafélag Reykjavíkur Deildaíundii vaðalíundir) verða haldnir á morg- un, manudagskvöld. Vegna forfalla mun spilakvöld . Sósíalistaír'laasins falla niður í kvöld. , Mikil óánægja er nú meðal póststarfsmanna vegna þeirra kjara sem þeim eru boðin upp á ár eftir ár þrátt fyrir síendurteknar kröfur um úr- bætur. Var haldinn fjölmennur fundur í póst- mannafélaginu í fyrrakvöld og þar samþykkt að leggja niður eftirvinnu í þrjú kvöld, mánudag, þriðjudag og miðvikudag n.k. náist ekki samkomu- lag nú um helgina, en sem kunnugt er eru póst- menn opinberir starfsmenn og geta því lögum sam- kvæmt ekki lagt niður vinnu á föstum vinnutíma. Stjórn SPD vill stjórnar- samvinnu við Kristilega BONN 26/11 — Horfur þóttu á því i dag 'áð lausn væri að finnast á stjómarkreppunni í Vestúr-Þýzkalandi sem staðið hefur síðan í síðasta mánuði þegar Frjálsir demókratar (FDP) nifu samstarfið við Kristilega demókrata (CDU/GSU). Landsstjórn sósíaldemókrata og stjóm þingflokks þeirra sáfcu saman á fundi í gær í tíu klst. og samþykktu í fundarlok að flokknum bæri að stefna að þvi að mynda stjórn með CDU/CSU, svo fremi sem samkomulag gæti náðst um stjómarstefnuna. Tilboð hefur komið fram um smávegis lagfæringar og mun vera ætlunin að færa eitthvað til í flokkum með því skilyrði þó, að starfsmertn sæki áður sérstök námskeið sem efnt verði til af þessu tilefni, en þeir sem lægst eru launaðir í félaginu, bréfber- arnir, hafa fengið algera neit- un og mun það ekki sízt vera þeirra vegna sem félagið hyggst nú fylgja eftir kröfun- um með skyndiverkföllum. Náist ekki samkomulag þrátt fyrir eftirvinnuverkfall- ið þessi þrjú kvöld er í ráði að fylgja því eftir með öðru álíka um miðjan næsta mán- uð. og þarf varla að skýra það fyrir lesendum hvað þessi verkföll póstmanna geta kost- að í desember, því aldrei er sendur né berst jafn mikill póstur og fyrir jólin og eru þegar teknir að staflast upp iólapakkarnir. Flokkaglípaa Reykjavíkur verð- ur háð að Hálogalandi kl- 5 síð- degis í dag. Þátttakendur eru 21 að tölu. Alþýðusambandsþing mótmælir árásarstríðinu í Vietnam*. Víefnamar fái að lifa einir og frjáls- ir í landi sínu án eriendrar íhlutunar Á Alþýðusambandsþingi flutti Óskar Garibalda- son frá Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði og nokkrir aðrir þingfulltrúar tillögu um stríðið í Vietnam. Var henni vísað til allsherjamefndar og lagði nefndin til að tiHagan væri samþykkt nokk- uð breytt. Á fundinum á miðvikudagskvöld sam- þykkti þingið einróma svofellda ályktun: f 30. þing Alþýðusambands íslands telur styrjöld- og stórfelldasta vanda ajþjóðamála um þessar burð og stórfelldasta vanda alþjóðamála um þessar mundir. Þingið leggur áherzlu á grundvallarhugsjónir v erkalýðshrey fingariniiar um jafnrétti allra manna og þjóða Hin ógnarlega styrjöld í Vietnam verður aðeins leidd til lykta á réttlátan hátt með því að Vietnamar fái að lifa einir og frjálsir í landi sínu og ráða málum sínum sjálfir án allrar erlendrar íhlutunar. Væntir þingið þess að ríkisstjóm íslands beiti áhrifum sínum þeirri stefnu til stuðnings hvar sem hún á fulltrúa á albióðavettvangi. 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.