Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 12
a Fræðslusamkoma Hins ísl. nátlúri!- fræðifélags Hið ísl. náttúrufræðifélag held- wr fræðslusamkomu í X. kennslu- stofu Háskólans næstkomandi mánudagskvöld, 28. nóv. kl. 20,30. Þá fíytur dr. Guðmundur Sig- valdason,’ jarðefnafræðingur er- indi „um áWrif vatns á gerðgos- efna“. 1 engu landi munu aðstæður tii rannsókna á gerð gosefna, sem orðið hafa til við eldgos í vatni eða sjjó, vera jafn góðar sem á fslandi og samanburður á þeim og goséfnum, sem orðið hafa til við gos á þurru landi, vera jafn auðveldur. Á jöku'- skeiðum ísaldarinnar hlóðustupn móbergsfjöll í vatnsfylltum geil- um, sem gosorkan bræddi í jök- ulísinn, en í sjó hafa hrúgazt upp eyjar. Er Surtsey síðasta dæmi um gos og upphleðslu gosefna þar sem áhrif vatns gætir. Dr. Guðmundur Sigvaldason hefur undanfarin ár unnið að rann- sóknum á innviðum. móbergs- fjalla svo og á berggerðum f Surtsey. í erindinu mun hann rekja hugmyndir og eldri rann- sóknir á gerð gosefna, sem myndazt hafa inð eldgos ívatni, og fjalla um niðurstðður rann- só'kna sinna. Sunnudagur 27. nóvember 1966 31. árgangur 272. tölublað. • r Danskt fístafó/k á leikum Tónfístarfélagsim Kópovogur Félag óháðra kjósenda heldur rabbfúnd'mánudaginn 28. nóvem- ber kl. 8,30. Kaffiveitingar. — Stjómin. Umræðufundur á þriðjudaginn Næsti umræðufundur um vanda- mál sósíalismans vérður n. k. þriðjudagskvöld kl. 20,30 í Tjam- argötu 20. Fundarefni Vandamál heim- speki marxismans. Félagar msetið stundvislega. — Stjómin. Fylkingin Fullveldisfagnaður Æ. F. F.. vergur haldinn í Glaumbæ mið- vikudaginn 30. nóv. og hefst skemmtunin kl. 9 síðdegis. Skemmtiatriði verða sem hér segir: Péttír Pálsson syngur, Er- Iingur Gíslason og Þorsteinn frá Hamri lesa upp. Kynnir verður Magnús Jónsson. Dansað til kl. 2. Útnesjavaka á sunnudaas- kvöld N. K. FIMMTUDAGSKVÖED hefst í félagsheimilinu Stapa svonefnd Útnesjavaka ogmun hún standa í fjóra daga eða fram á sunnudagskvöld. FIMMTUDAGINN 1. desember verður hljómleikakvöld er hefst kl. 21 og verður þá vígður nýr Grotrian Stein- way-flygill sem keyptur hef- ur verið í félagsheimilíð. Á DAGSKRÁ hljómleikakvölds- | ins er fyrst einleikur á nýja j flygillnn. Rögnvaidur Sigur- jónsson Ieikur. Þá syngur Svala Nlelsen einsöng við und- irleik Rögnvaldar og Guð- mundur Guðjónsson syngur einsöng vlð undirleik Skúla Halldórssonar. Að Iokum syngja þau svo tvísöng Svala og Guðmundur. Síðar verður sagt frá dagskrá hinna kvöld- anna þriggja hér í blaðinu. A MYNDINNI sjást þau á æfingu Svala Nielsen og Rögnvaldnr Sigurjónsson ásamt Pálmari Isólfssyni sem unnið hefur við undirbúning vökunnar. — (Ljósm. Heimir Stígsson). Fullveldisfagnaður Stúdenta- félags Reykjavíkur 30. nóv. Stúdentafélag Reykjavíkur mun gangast fyrir fullveldisfagnaði að kvöldi miðvikudagsins 30. nóvem- ber, og verður vel til fagnaðarins vandað. Fullweldisfagnaðurinn verður að þessu sinni haldinn í Súlnasal Hótel Sögú, og hefst með borð- haldi kl. 19:30 stundvíslega. Hús- ið verður opið frá kl. 19. Meðal skemmtiatriða á fuli- veldisfagnaðinum má nefna resðu, sem Barði Friðriksson, hdl., mun flytja. í>á sjmgur Stúdentakórinn ur.dir stjóm Jóns Þórarinssonar og jazzballettflokkur Báru Magnúsdóttur sýnir. Hinn lands- kunni Ómar Ragnarsson mun einnig sjá til þess, að skap manna verði sem bezt verður á kosið. Að lokum verður stiginn dans til kl. 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiðar verða á Hótel Sogu (anddyri Súlnasals) á mánudag kl. 5 — 7 e.h. og á þriðjudag kl. 6 — 8 e.h. Borða- pantanir verða á samá stað og tíma. Fari svo ólíklega, að eitt- hvað af miðum verði eftir, fást þeir við innganginn. Að kvöldi 1. des. mun Stúdenta- félagið eins og svo oft áður sjá um dagskrá í Ríkisútvarpinu. Karlmannaskór frá Þýzkalandi Mjög fallegt úrval - Ný sending i > SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 Kuldaskór fyrir kvenfólk, karlmenn c?g börn Stórgiæsilegt úrval SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 Verður ræðunjaður kvöldsins að þessu sinni Þór Vilhjálmsson, borgardómari. (Frá Stúdentafél. Rvíkur). LeiÖbeiningar um notkun hitaveitu Hitaveita Reykjavikur hefur látið dreifa hæklingi í öll hús á hitaveitusvæðinu, þar sem gefnar eru leiðbeiningar um notkun hitaveitunnar. I bæklingi þessum eru allítarlegar leiðbeiningar til hitaveitunotenda um hvernignýt- ing varmans verður bezt. Hann skiptist í tvo aðalkafla um hús- tengingu og nýtingu heita vatns- ins. Þrjár skýringarmyndir fylgja. Á næstu tónleikum Tón- listarfélagsins, sem haldnir verða n.k. mánudags- og j þriðjudagskvöld í Austurbæj- ! arbíói kemur fram danskt iistafólk, ' söngkonan Else Paaske og píanóleikarinn Friedrich Riirtler, en Tónlist- arféiaginu fannst vel við eig- andi að fá danskt listafólk til að heimsækja okkur ein- rhitt núna er handritamálið er svo farsællega til lykta leitt og er ekki að efa að þeim verður vel fagnað. Else Paaske er ung söngkona, sem fyrst kom fram á tónleik- um í Kaupmannahöfn fyrir þrem árum og fékk þá frábæra dóma. Síðan hefur hún verið við fram- haldsnám í Vínarborg, en er nú aftur byrjuð að halda tónleika og hefur sungið víða í Danmörku og Þýzkalandi. Friedrich Gúrtler er danskur í móðurætt, en þýzkur í föður- ætt. Hann á heima í Danmöricu og er kennari við Tónlistarha- skólann í Kaupmannahöfn. Gúrt- ler er talinn einn bezti píanó- leikari í Danmörku nú, kemur mjög oft fram á tónleikum og í útvarpi, bæði sem einleikari og undirleikari. Hér mun hann leika tvö einleiksverk á píanó auk þess sem hann annast undir- leik með Else Paaske. Á efnisskrá tónleikanna í Aust- urbæjarbíói eru lög eftir Handed, ■Schubert, Brahms, Mahler, Klse Paaske. Vörusendingar með F.l. til útlanda sóttar til sendanda Fyrir einu ári hóf flugfélag Islands að sækja vörur sem áttu að sendast með flugvélum fé- lagsins út á land til sendanda f Reykjavik og ennfremur var þá tekinn upp sá háttur að senda pakka og vörusendingar heim til viðtakanda, þeirra er þess óskuðu- Þessi háttur hefur reynzt vel og nýtur vaxandi vin- sælda viðskiptavina félagsins- Frá og með deginum í dag, tekur Flugfélag Islands upp svipað fyrirkomulag er snertir vörusendingar sem fara eiga til útlanda með flugvélum fél&gsins. Nú þarf sendandi pakka eða vörusendingar til útlanda, ekki annað en að hringja á vöruaf- greiðslu Flugfélags Islands á Reykjavíkurflugvelli og er þá umræddur pakki eða vörusend- ing sótt til hans gegn vægu gjaldi- Ennfremur gefur vöruaf- greiðslan allar nánar upplýsing- ac í þessu sambandi- öllum pökkum eða vörusend- ingum til útlanda verður frá og með deginum í dag, veitt mót- taka á vöruafgreiðslu félagsins á Rey k j aví kurflu gvelli. I dag filyzt einnig sú ’skrif- stofa Flugfélagsins sem annast 2 báta sleit upp og rak á land í rokinu i fyrrakvöld og nótt sleit upp tvo báta í Kópavogi og rak þá á land. Sá fyrri, lítil ] j trilla slitnaði upp kl. hálftíu um kvöldið og rak upp í fjöru, en Hafsteinn Jóhannsson kafari á Eildingunni dró harm út aftur. Hitt var stærri bátur og slitn- aði upp í birtingu í gær og rak upp í fjöruurðina. afgreiðslu vöru frá útlöndum á 2. hæð í fairseðlaskrifstofu fé- lagsins i Lækjagötu 2 og verð- ur þar til húsa um stundarsak- ir, þar til hún flytur í varanlegt húsnæði, væntan'lega snemma á næsta ári. (Frá F. I. 21.4) Friedrich Gúrtler. Fauré, Lange-Múller og Heise, sem Else Paaske syngur, en Gúrtler leikur R.apsódíu í h- moll eftir Brahms og Forlane úr Iæ Tombeau de Couperin eftir Ravel. MÁLFUNDIIR SÖSIALISTA ILINDARBÆ SJÁVARÚTVEGURINN í ÍSLENZKUM ÞJÓÐARBÚSKAP í dag, 27. nóvember, klukkan 2 síðdegis verður haldinn málfundur sósíalista í Lindarbæ. Lúðvík Jósepsson flytur framsöguerindi: Sjávarútvegurinn í íslenzkum þjóðar- búskap. — Öllum er heimill aðgangur Æskulýðsfylkingin. Lúðvík Jósepsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.