Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. nóvember 1966 — ÞJÖÐVTLJTNN — SÍÐA | KENNEDY-MORDID ÓRÁÐIN GÁTA II. GREIN EKKI ER ALLT MEÐ FELLDU ,JHvert stefnir í landi okkar? Hvað er hægt að myrða marga af þeim, sem á einn eða ann- an hátt er hægt að setja í samband við aðalpersónur for- setamorðsins, án þess að nokk- ur veiti því 'sérstaka athygli?" Þannig skrifar ritstjóri í Tex- as 25. nóvember 1965 í grein um eftirleik morðsins á Kennedy Bandaríkjaforseta. Penn Jones yngri, ritstjóri Midlothian Mirror, sem er lítið vikublað í Dallas, var sá fyrsti sem kom auga á að öll þessi dauðsföll gátu ekki átt sér eðlilega skýringu. Samkvæmt nákvæmum rannsóknum bandaríska rit- höfundarins Sylvin Meaghor, hafa 14 manns, sem vit- að er að‘ bjuggu yfir mik- ilvægri vitneskju um morð- ið, týnt Hfinu á undanföm- um árum — og í flestum tilvikum á voveiflegan hátt. Og þessi 14 vitni, sem bjuggu yfir upplýsingum, sem gátu bendlað Jack Ru- by við morðið á Kennedy, munu þar af leiðandi ekki setjast í vitnastúkuna í þeim nýju réttarhöldum, sem verjendur hians fara nú fram á að haldin verði. Fyrri réttarhöldunum. yfir Jack Ruby, sem var ákærður fyrir morðið á Lee Harvey Oswald lauk 14. marz 1964 og þar var hann sekur fundinn um morð af yfirlögðu ráði. Átta dögum áður en dómur- inn var kveðinn upp, var ég viðstaddur réttarhöldin fyrir vikublað í París. Þá voru þau trúfluð á áhrifamikinn hátt með gífurlegu uppnámi, sem várð á ganginum fyrir fram- an réttarsalinn. Maður, sem virtist vopnaður einhverju, er líktist blárri skammbyssu þreif til konu einnar í að- liggjandi herbergi og neyddi hana til að ganga á undan sér fram ganginn og framhjá rétt- arsalnum, þar sem Ruby var fyrir innan. Óp hennar og við- staddra blönduðust hringing- um aðvörunarbjallnanna, sem höfðu verið settar í gang. Guð! í>eir ætla að taka mig:! Á sama andartaki var hurð- inní inn til vitna verjandans hrundið upp og maður í fanga- búningi þaut inn. Meðal vitn- anna, sem áttu að sanna að Ruby stæði ekki í neinu sam- bandi við glæpaheiminn og að morðið á Oswald hefði ekki verið liður í neinskonar sam- særi, var nektardansmær nokkur, sem gekk undir nafn- inu „Little Lynn“. Hún bafði unnið í næturklúbbi R ^ . Viðbrögð hennar, þegar uun sá manninn voru ekki í sam- ræmi við þann vitnisburð er hún áður hafði gefið. „Little Lynn“ hrópaði upp yfir sig: „Guð! Þeir eru komnir til að sækja mig!“ og svo leið yfir hana. Bandarísku blaðamennirniri skemmtu sér konunglega yfir þessu atviki, þar eð í ljós kom að ótti stúlkunnar var með öllu ástæðulaus. Maðurinn reyndist vera strokufangi, einn af sjö, sem hafðir voru í haldi Eftir Thomas G. Buchanan Fyrsta grein í þessum flokki birtist í Þjóð- viljanum sl. sunnudag, 20. nóvember. í dómshúsinu. Skammbyssan var heldur ekki annað en meinlaust leikfang. Samt kom skelfing stúlK- unnar í bága við vitnisburð hénnar í þágu Rubys. Hún virtist ósvikin og á góðum rökum reist, séu örlög nektar- dansmeyja þeirra, sem unnu fyrir Ruby mánuðina ' fyrir Kennedymorðið höfð í huga. Ein þeirra er látin. Hún lézt í gæzluvarðhaldi í Dallas og eiginmaður annarrar fannst á götu, skorinn á háls þrem dög- um eftir að Ruby var dæmd- ur. Sagði FBI of mikið og var skotinn Dansmærin lézt tveim mán- uðum áður en réttarhöldin yf- ir Rubý hófust. Hún var hlekkur í þeirri atvikakeðju, sem Kennedymorðið er hluti af. Gerð var tilraun til að myrða vitni, sem hafði borið að það hefði ekki verið Os- wald, sem skaut Tippet lög- reglumann. Maðurinn hét War- ren Reynolds og var sjónar- vottur að morðinu. Hann fylgdi morðingjanum eftir spottakorn, en tveim mánuð- um síðar bað FBI hann að gefa lýsingu á morðingjanum. Og í janúar 1964 bar hann það fyrir FBI, að hann áliti ekki að morðinginn hefði ver- ið Oswald. Tveim dögum síð- ar var hann skotinn í höfuðið. Lögreglan handtók mann að tnafni Darrel Wayne Garner og ákærði hann fyrir morðtil- Fyrir forsetamorðið: Ruby ræðir við tvaer af nektardansmeyjum sinum í næturkhíbbnum. mm Jack Ruby stóð fyrir réttin- um, var Killam farinn úr borg- inni. Tveim dögum eftir að dómur féll, hringdi hann til konu sinnar og sagðist vera í Pensacola, þar sem hann hefði fengið atvinnu.' En það stóð ekki iengi. Um morguninn 17. marz, þrem dögum eftir að Ruby 'var dæmdur til dauða, fannst Henry Killam dauður á' götu í Pensacola — skorinn á háls. Lögreglan sagði að hann hefði augljóslega hrasað og fallið inn um glugga á verzlun. Bílstjórinn sem ók Os- wald fórst í bílslysi Eftir forsetamorðið: Ruby ræðst með skammbyssu að Oswald, þar sem lögreglumenn leiða hann milli sfn út úr lögrreglubyggingunni, og skotið riður af. raunina. Garner hafði viður- kennt fyrir mágkonu sinni að hafa skotið á Reynolds, en breytti framburði sínum eftir að hann var handtekinn og sagðist hafa fjarvistarsönnun. í því sambandi vísaði hann til nektardansmeyjar, sem myndi sverja að hann hefði átt við hana „einkasamræður" á þeim tíma sem morðtilraun- in var framin á Reynolds. Þessi nektardarismær hét Nan- cy Jane Mooneys og hafði unnið fyrir Jack Ruby. Hún staðfesti framburð Garners með eiði og hann var látinn laus. En étta dögum síðarkom röðin að ungfrú Mooney að gista fangelsið. Henni var gef- ið að sök að hafa „truflað ró og reglu“ í erjum við sam- býlismann sinn á heimili þeirra. Hengdi sig í fangelsinu Lögrcglan í Dallas setti stúlkuna inn fyrir þetta smáræði og hún hengdi sig í klefa sínum tveim klukku- stundum siðar, að því er lögreglan segir. Reynolds hélt hinsvegar lífi og náði sér aftur. En þegar hann loks mátti yfirgefa sjúkra- húsið var hann svo hrædd- ur um líf sitt, að hann fékk sér varðhund, lét flóðlýsa húsið sem hann hjó í og var aldrei á ferli eftir að dimma tók. Þcgar svo FBX leitaði til hans aftur í júlí • 1964 til þess að láta hann endurtaka vitnisburð sinn, sagðist hann vera orðinn viss um að maðurinn hlyti þrátt fyrir állt að hafa ver- ið Osvvald og sá vitnisburð- ur var síðar notaður af sjö manna nefnd Lyndons B. Johnsons í Warren-skýrsl- unni, sem hluti af sönnun- argögnunum gegn Oswald. Ótti Little Lynn um líf sitt þrátt fyrir að hún vitnaði í þágu Rubys, verður að skoð- ast í Ijósi hins furðulega dauð- daga Nancy Mooney. Einnig hún hafði vitnað í þágu manns, sem ákærður var um morð og nú getur hún ekki tekið þann vitnisburð sinn aft- ur. hafa haldið því fram við vitna- leiðslur Warren-nefndarinnar, að þeir hafi séð þá tvo saman. Nefndin yfirheyrði hvem ein- stakan fyrir sig og sannfærði þá um, að líklega hefði þeim skjátlazt. Þekktust Ruby og Oswjald? Á bls. 363 í Warren-skýrsl- unni segir: „Vitneskja um meintan kunningsskap þeirra Jack Ruby og Oswaids, kem- ur frá John Carter, sem bjó í litlu herbergi á North Beck- ley Avenue 1026 á sama tíma og Lee Harvey Oswald bjó þar. Carter var kunningi Wöndu Joyce Killam, sem hafði komizt í kunningsskap við Jack Ruby skömmu eflir að hann flutiist til Dallas ár- ið 1947“. íbúar á sama stað höfðu það um Carter að segja að hann væri hlédrægur og gæfi sig aldrei að nokkrum rrianni. Hinsvegar sagði Carter nefndinni, að hann og Oswald hefðu rætt töluvert saman. Á þessum tíma var Cartervinnu- félagi eiginmanns Wöndu, þeir stunduðu húsamálningu og hann var tíður gestur á heim- ili þeirra. Þannig var hann sem sagt í daglegu sambandi við Oswald og á sama tima í nánum kunningsskap við konu, sem vann hjá Jack Ruby. Sjö- mannanefnd Johnsons forseta kallaði Carter ekki til vitnis, en hann sendi henni skriflega yfirlýsingu, þar sem hann seg- ist .„aldrei hafa heyrt minnzt á Ruby, fyrr en Oswald var drepinn, né heldur hefði hann heyrt Oswald minnast á Ruby í Carousel Klúbbnum." Wanda Killam sagði FBI að hún gæti ekki sagt til um það með neinni vissu, hvort hún hefði nefnt Ruby á nafn, svo Carter heyrði. Samt voru yfirvöldin eitthvað ekki ánægð og lengi eftir að morðið var framið reyndi lögreglan að fá frekari upplýsingar hjá manni henn- ar. Þessi staðreynd er í beinni mótsögn við það, sem haldið er íram í Warren-skýrslunni, að: „nefndin finnur enga á- stæðu til að efast um fram- burð, lworki frú Killam, eða Carters.“ Svo tíður gestur var Henry Thomas Killam á vitna- bekkjum íögreglunnar, að at- vinnurekendur I Dallas voru farnir að veigra sér við að ráða hann í vinnu af ótta við að hann væri bendlaður við morðið á Kennedy. Og þegar Svipuð hafa orðið örlög ann- arra vitna. Þau gátu gefið upp- lýsingar, sem bentu til þess að Oswald hefði verið saklaus, eða vöktu efasemdir um hlut- verk Rubys í harmleiknum. Öll þessi dauðsföll hafa opin- berlega verið úrskurðuð „slys“. Eitt af vitnunum var leigu- bílstjórinn William Whaley. Hann hafði ekið Oswald frá istað í námunda við morðstað- inn og hleypt honum út í ná- grenni við heimili hans, rétt hjá kvikmyndahúsinu, þar s>*>i Tippet var skotinn. Af vitnis- burði bílstjórans sést að Os- wald hefði ekki haft tíma til að fremja bæði morðin. Eftir nánari yfirheyrslur hjá lög- reglunni, hélt Whaley því fram, að hann hlyti að hafa gert einhverja skyssu þegar hann gaf fyrstu skýrslu sína. Whaley lét lifið í bifreiðaá- rekstri 18. des. 1965. Upplýs- ingar um þennan árekstur stangast á, en eitt er þó víst: Whaley, sem hafði breytt fram- burði sínum til samræmis við hina opinberu skýringu, var ekki lengur fær um að stað- festa það sem hann hélt fram í fyrstunni, nefnilega það að Oswald hefði fjarvistarsönnun fyrir að minnsta kosti öðru morðinu. Kringumstæðurnar við dauða þeirra 13 vitna, sem létu lifið á fyrstu 30 mánuðunum eftir að Kennedy var ' myrtur, eru alltof grunsamlegar til að hægt sé að taka þá opinberu skýr- ingu gilda, að þau standi ekki í neinu sambandi við morðin í Dallas 1963. Þorði Ruby ekki að segja allan sann- Ieikann? % í einu af tilvikunum er hægt að fallast á hina opin- beru skýringu en þó er það á mörkunum. Ein bezta blaða- kona Bandaríkjanna, Dorothy Kilgallen, framdi sjálfsmorð í nóvember 1965. Hún hafði not- Framhald á 9. síðu. Önnur nektardansmær, sem hafði vitnað með fyrrverandi atvinnuveitanda sínum, hét Wanda Joyce Killam og hafði verið kunnug Jack Ruby í 15 ár. Hún vann á næturklúbb Rubys daginn sem Kennedy var myrtur. Vitnisburður sem hefði bent til að Ruby hefði verið kunnugur Oswald, hefði þýtt að næturklúbbseigandinn hefði verið viðriðinn morðið ’á Kennedy. A.m.k. 10 manns *. I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.