Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 6
w Q SlÐA — ÞJÓÐVIL,TTNN — Sunnudagur 27. nóvember 1966. Flóðin d nóttúruhamfarir -jAr Er þctð stjórninni að kenna þegar rignir? Flóðin aíleiðing skammsýnnar stefnu Landeigendum leyft að höggva skóg í fjallahííðum eftir vild Of fá varnarmannvirki ÍZ fbúar flcðahéraða voru aðvaraðir seint og illa og hjálpin er handahófskennd ÍZ Langvinnai félagslegar og pólitískar afleiðingai flóðanna HÖRMULEGAR AFLEIÐINGAR AF- LEITRAR STJÓRNARFORYSTU 450 þúsund smál- af leöju og óþolandi fnykur .... Hin hörmulegu flóð, sem hafa náð til um þriðjungs ítalsks lands og haft í för með sér dauða hundraða manna og tjón sem nemur mörgum milj- örðum króna — þessi flóð eru einhver átakanlegust afleiðing lélegrar pólitiskrar forystu í tuttugu ár. Við astlum okkur ekki að draga ríkisstjómina til ábyrgð- ar fyrir þær stórrigningar sem hleyptu flóðunum af stað (þótt ítklir eigi sér orðatiltæki sem hljóðar svo: Þegar rignir er það alltaf ríkisstjórninni að kenna). En hitt er víst, að það hlýtur að skrifast á ábyrgð yf- irvaldanna að ítalía er svo illa búin og raun ber vitni þeirri tækni, sem getur komið í veg fyrir að úrhellisrigningar verði að geigvænlegum hamförum. Arnofljót er hvorki Jangtse eða Mississippi, og árlegar haustrigningar á ítaliu eru heldur ekki neitt syndaflóð. Engu að siður valda flóð mann- tjóni og eigna á hverju einasta hausti. Nú í ár hefur rignt meir en venjulega og þess vegna kom til stórslysa. En slysin hófust ekki á því að þ'að rigndi. Þau hófust á því, að skógi var eytt í hlíðum ítalskra fjalla um leið og það var látið ógert að reisa stífl- ur, flóðgarða, trausta vegi, hafnarmannvirki og annað sem þarf til að byggja upp trausta undirstöðu efnahagslífsins. Urrdrið sem hvarf ÞaU tuttugu ár sem liðin eru síðan fasisminn leið undir lok á Ítalíu hafa verið mikil upp- gangsár. En þrátt fyrir hið ítalska efnahagsundur -r- il miracolo eeonomico — var mjög óverulegt fjármagn lagt í að efia undirstöðu atvinnulífs landsins, þvert á móti: sú ó- trausta undirstaða sem fyrlr var, hefur rambað og riðað undir þunga stóraukinna um- svifa sem efnahagslegar fram- farir hafa haft í för með sér. Efnahagsundrið hvarf í neyzlu- varning, og það urðu ekki pen- ingar aflögu til að planta trjám og byggja mannvirki til örygg- is og vemdar gegn hinum ár- legu flóðum. Ýrjáræktin er tii að mynda miklu alvarlegra vandamál en ókunnugum kann að virðast við fyrstu sýn. Eyðing skóga fjallahéruðum gegna tré því þýðingarmikla hlutverki að binda vatn og jarðveg í hlíðum fjallanna svo að hvorttveggja velti ekki niður yfir íbúa dal- anna þegar meira rignir en góðu hófi gégnir. í Sviss er hver 'sá sem fellir tré skyldug- ur til að gróðursetja jafnmörg í staðinn. En á ftalíu getur hver jarðeigandi höggvið eins mikinn skóg í fjöllum uppi og honum sýnist. Hvorki hann sjálfur né heldur yfirvöldin sjá til þess að, önnur tré séu sett niður í staðinn. Eyðing skóga í fjallahéruðun- um hefu.r verið mikið vandamái á ítalíu um aldir, en á síðustu fimmtíu árum hefur þessi háskalega þróun orðið griðar- lega hröð. Þótt ítaiia sé skógi- vaxið land frá náttúrunnar hendi, eru nú aðeins 2,5 milj- ónír ha. skóglendis eftir á 22 milj.^hektara fjalllendis. „Við getum búizt við synda- flóði^árið 1971“ sagði ítalskur stjórnmálamaður, Don ' Sturzo. fyrir tuttugu árum í ræðu þar sem 'hann ■ hvatti til öflugrar skógræktar. En enginn varð til þess að hefjast handa — og syndaflóðið kom , árið 1966. fimm árum fyrr en spáð hafði verið. Slæm stjórn Bæta má flóðunum við list- ann yfir það tjón sem Ítalía hefur beðið við að hafa slæma stjórn (kristilegra demókrata) í þau tuttugu ár, sem hafa ver- ið tímabil mestra efnahags- legra framfara í landinu. Aðstæður í óshólmum Pó- fljótsins eru ótvíræð vísbending um það, að hægt hefði verið að mjög verulegu leyti að hafa hemil á flóðunum, ef landið hefði verið varið í tíma. Þau svæði eru einhver hin við- kvæmustu fyrir flóðahættu, enda eru þau víða lægri en yfírborð sjávar. Og mörg stór- flóð hafá reyndar gengið yfir óshólma Pó. En síðan 1960 hafa verið reistir nauðsynlegir flóð- garðar, og í síðustu flóðum eru óshólmarnir einmitt eitt af þeim héruðum sem‘ hafa slopp- ið. Sú mið- og vinstriflokka- stjórn, sem nú situr, getur með nokkrum rétti vísað ásökunun- um á bug og bent á að ástand- ið sé sök þeirra stjórna sem áð- ur hafa setið (reyndar einnig undir forystu kristilegra demó- krata). En það heyrast og aðr- ar ásakánir í garð yfirvaldanna, sem ekki er auðvelt að skjóta sér undan. Engar aðvaranir í borgum þeim og bæjum sem flóðin hafa herjað á eru íbúarnir mjög beiskir og reið- ir — og þeirrá reiði er ekki stefnt gegn örlögunum eða nátt- úruöflunum, heldur gegn yfir- völdunum. Eins og ástatt var, var ekki hægt að koma i veg fyrir flóðin, segja menn, en yfirvöldin hefðu getað gert mik- ið til að takmarka manntjón og eigna. í borgunum Grosseto og Flór- ens fengu íbúarnir engar að- Framhald á 9- síðu- —-------------------------------<g> Æskan styður asfaltmálara /s/enzkt gestaboð i (Grýlukvæði laerdómsmanna) Ó, heyrið mig, bræður í lýðræðislöndum! Látum nú sjá, hvar í fylking vér stöndum. Nú ber oss voði og vandi að höndum. Hér veður að háski frá austlægum ströndum. Að Fróni er komin á fljúgandi - klæði ein fjölkunnug drós. Það er mál, sem ég ræði: Hún mun oss þylja sín harðsnúnu fræði. Það háttalag vekur í Keflavík bræði. Til Afríku fyrrum hún leið sína lagði. Lítið veit ég, hvað hun þarlendis sagði. En stjórnin lét varpa henni í „steininn“ að bragði. Þá stóð ekki á Svíum að bjarga því flagðí. iinidfiifnmimuiiiuHiiinuimiuunmaiiiuiiuiaiiicmiiitmniaiumiHiuiii Til Asíu fór hún, sem fréttimar sanna, og faldist í laufskógum Vietnam-manna,. þar leiftrandi eldsprengjur lýðverndaranna líknuðu hauskúpum berfætlinganna. Þér skiljið, að mér verður mannvina dæmi Og mér hefur skilizt, hvað lýðræði sæmi. Frá háskólans dyrum ég hættuna flæmi — hef engin vopn, ef til átaka kæmi. En málfrelsi vil ég i hávegum hafa. Og heimilt er yður við konuná að skrafa á tröppunum hérna É" tn1 engan vafa. það teljist af Svíumim g'Tt-isniskrafa. Ef lögreglan vill frekar leyfa en banna, leyfa þá gestrisni háskólamanna að tala við konuna hér úti á hlaði. er heiður vor tryggður og fullbættur skaði. N. N. frá Nesi. íslendingar kaniiast ekki síður en Danir við gangstéttamálara á Strikinu t Kaupmanuahiifn: með litkrít mála þeir eftirlíkingar fraegTa mynda á ffötuna, eJlcgar eiffin i.stavcrk — eða þá ein- hverjar tímabærar formælinffar um atómsprenffjuna. Danska Gallupstofnunin hefur nú ffert skoðanakönnun. á því hvort að banna eigi gangstéttamálurum iðju þeirra eða ekki. 30% að- spurðra vildu leyfa þessa iðju en 56% vildu banna hana. Hins- vegar vildi mikill meirihluti æskufólks leyfa hana — og Iangflestir fceirra sem leggja stund á einhverskonar framhaldsnám. i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.