Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. nóvertlber 1066 — ÞJÓÐVTL.TINN — SlÐA 5 Skotmörkin íNorður- Vietnam Klukkan var hálfellefu að morgni föstudagsins 21. ojrt. s.l. Kennslustund í bókmennt- um var að hefjast í sjöunda bekk skólans í Thuy Dan i Thai Binh fylki í Norður-Vi- etnam sem í voru 52 nemend- ur. Þeir höfðu áður haft kennslustund í sögu október- byltingarinnar, aðra í flat- armálsfræði og þá þriðju í lífeðlisfræði. í bókmennta- tímanum átti að fjalla um Ijóð skáldsins Nguyen Dinh Chieu. >á heyrð- ist flugvéladynur. Xuan kennari gerði hlé á kennsl- unni, gekk út í skólagarðinn, en kom aftur að vörmu spori og sagði nemendum sínum að flýta sér í loftvarnarbyrgin. Fjórar sprengjur féllu, allar á skólann og byrgin sem graf- in höfðu verið niður í skóla- garðinn. Nokkrir nemendur biðu bana samstundis, aðrir köfnuðu hiðri í byrgjunum. Samtals létu fjörutíu lífið. þrjátíu börn á aldrinum 13 til 16 ára (af þeim 12 stúlk- ur) og Xuan kennari. Skólinn var nýreistur. Nem- endur sem þangað til í fyrra gengu í skóla í þorpum þarna 1 grenndinní hölðu sjállir byggt hann með aðstoð kenn- ara sinna. Hann hafði verið reistur 300 metra frá næsta þorpi, langt úti í sveit, fjarri öllum „hernaðarlega mikil- vægum“ skotmörkum, eng- in brú var í grenndinni, eng- inn fjölfarinn þjóðvegur. Þetta var 296. skólinn í Norð- ur-Vietnam sem varð fyrir sprengjum Bandaríkjamanna. Á myndinni á forsíðu sést til vinstri lík Nguyen Van Quy og við hlið hans liggur lík bekkjarbróður hans, Le Xuan Thao, sem hafði verið valinn til að taka þátt í bók- menntakeppni nemenda úr öllum skólum Norður-Viet- nams. Á myndinni til vinstri að neðan er einn af nemend- unum sem komust lífs af, Nguyen Duy Toan, ' 16 ára gamall, að taka til í rústum skólahússins. Hann hefur boð- ið sig fram til herþjónustu til að hefna bekkjarsystkina sinna. Og á myndinni til hægri er verið að grafa upp lík þeirra barna sem köfnuðu í loftvamarbyrgjunum. ORUSTAN UM BRETLAND Margar og afdrifaríkar orusfur voru háð- ar í síðari heimsstyrjöld, en vart leikur á tveim tungum, að það var orustan um Bret- land — háð -aíðsumars 1940 — sem var af- drifaríkust allra. Þetta verður greinilega ljóst af bók þeirri um þetta efni — „Orustan um Bretland“ — sem kemur út samtímis á fslandi og Bret- landi. Höfundur er brezkur blaðamaður, Richard Collier, en íslenzku þýðinguna gerði Hersteinn Pálsson. Þegar orustan um Bretland hófst í ágúst 1940, virtust Þjóðverjar ósigrandi og Hitler allir vegir færir. Flugher Þjóðverja átti að- eins eftir að sópa brezka flughernum úr loft- inu yfir Ermarsundi og Suður-Bretlandi, og þegar því væri lokið, gæti innrás hafizt og henni mundi Ijúka með algerum sigri naz- ista. Að sjálfsögðu töldu Þjóðverjar, að þetta mundi .verða leikur einn. Slík afrek hafði þýzki flugherinn unnið undanfarna mánuði, að ekki átti að verða miklum vand- kvæðum bundið að ganga á milli bols og höfuðs á þeim litla flugher, sem Bretar áttu enn eftir. En Þjóðverjar reiknuðu dæmið skakkt. f fyrsta lagi héldu þeir, að Bretar ættu eftir miklu færri orustuflugvélar en raun varð á, og auk þess gerðu þeir sér ekki grein fyrir seiglu Breta, sem er óviðjafnanleg, þegar þeir eiga í vök að verjast. Orustan varð þess vegna miklu harðari, en menn höfðu gert PRINSESSAN ráð fyrir — og úrslitin önnur en flestir bjuggust við. Dag eftir dag sendu Þjóðverjar ótölulegan grúa flugvéla af öllu tagi til árása á Bret- land, og alltaf var árásunum hagað þannig, að sækjendur höfðu sólina í bakið en verj- endur, beint í augun. Slíkt var vænlegt til góðs árangurs. En flugmenn Breta uxu með hverjum vanda. Því fleiri sem árásirnar urðu, þeim mun fleiri ferðir fór hver brezkur flugmað- ur. Þess voru dæmi, að einstakir flugmenn færu átta flugferðir á dag', þegar mest gekk á. Það var þess vegna ekki að furða, þótt Churchill kæmist svo að orði um hetjuskap brezkra flugmanna, að „aldrei hafa eins margir átt eins fáum eins mikið að þakka“. í bók þbirri, sem hér er um að ræða, er brugðið upp myndum af óteljandi hetjudáð- um brezkra flugmanna, er þeir vörðust of- ureflinu, og hún er merkileg að þvi leyti, en þó er hún enn eftirtektarverðari fyrir þá sök, að í henni er í fyrsta skipti frá því sagt. hve nærri Bretar voru algerum ösigri. . Það er ekki ofsagt, að þeSsi bók sé merki- legt framlag til veraldarsögu síðustu ára- tuga — mikilla umbrotatíma, sem enn eru í deiglunni, og víst er, að mannkynssagan hefði ekki þróazt eins og raun ber vitni frá 1940, ef Bretar hefðu tapað „orustunni um Bretland". Þetta er sagan um ungu finnsku stúlkuna, sem þjáðist af krabbameini og læknarnir töldu dauðans mat. í dag er hún hamingjusöm eiginkona og á lítinn son. Hún er al- heilbrigð. Það var árið 1962 að Seija fékk að vita að hún þjáðist af krabbameini. Þá var hún 21 árs. Fréttin kom henni ekki á óvart, hún var hjúkrunarkona og grunaði að hverju stefndi. Hún -vissi að þegar læknarnir sögðu henni að hún ætti ekki nema eitt ár eftir ólifað, þá voru þeir mjög bjartsýnir. Einn dag gat hún ekki legið lengur í rúm- inu og íhugaði örlög sín. Hún fór með vin- um sínum á stúdentaball og þar hitti hún prinsinn. Núverandi eiginmaður hennar, Gunnar Mattson hitti hana þar og hann hef- ur skrifað sögu um hana — „Prinsessan". „Prifisessan", bókin, sem segir þessa sögu. er komin út á Norðurlöndum og er að koma út í Ameríku, Englandi, Þýzkálandi, Frakk- landi og víðar. Einnig er verið að gera eftir henni kvikmynd í Svíþjóð. jjjgjjg Þorsteinn E. .Tónsson, flugmaður úr 111. flug- sveit Breta stígur íit úr Spitfireflugvél sinni, eftir loftorustu. BÓKAÚTGÁFAN FÍFILL NJÓSNARI Á YZTU NÖF „Njósnari á yztu nöf“ er bezta bók, sem Francis Clifford hefur skrifað, njósnasaga, sem hefur skipað honum í fremstu röð rit- höfunda. s Sagan, sem er æsispennandi, hefst í Leipzig, er Sam Laker tekur að sér að reka erindi brezku leyniþjónustunnar. í fyrstu virðist honum engin hætta búin, ,en á örfáum dög- um breytist allt lífsviðhorf hans. Hann er ekki lengur friðsamur kaupsýslumaður, held- ur á hann allt undir því að honum takist að fremja launmorð. Laker er fiæktur í net stofnunar, sem einkennist í senn af nákvæmri skipulagningu og fáheyrðri harðneskju. Sögusviðið er Leipzig og Kaupmannahöfn. Aðalpersónurn- ar eru Laker, ungur sonur hans, Patrick og æskuvinkona frá styrjaldarárunum síðari, Karen; þáttúr þeirra varpar ljósi á. hve ^algert virðingarleysið getur orðið fyrir mann- legum verðmætum, þegar trúin á réttan mál- stað er annars vegpr. „Sá dagur mun koma, er Francis Clifford blýtur alþjóðaviðurkenningu. Slíkur rifhöf- undur hefur ekki komið fram á sjónarsvið- ið síðan Graham Greene skrifaði b.eztu bæk- ur sínar .... Allt, sem Clifford hefur skrif- að ætti að vera í safni hvers bókamanns. . Frásagnargáfa hans á sér ekki sinn líka“. — „NewYork Herald Tribune“. Bók þessi he'ur vakið athygli um hinn enskumælandi heim og er „Artanis“, félag Franks Sinatra að gera kvikmynd eftir henni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.