Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.11.1966, Blaðsíða 3
Surmudafiur 27. nóvember JÖ66 — ÞtfóEWTLJINN — SÍÐA J A HVÍLDAR- DACINN Úrslit • Fyrir nokkru kvað haesti- réttur Dana upp þann úrskurð að danska þjóðþingið hefði ekki gengið á svig við stjóm- arskrá landsins er það sam- þykkti tvívegis lögin «m af- hendingu handritanna. Br þvi komið að ótvírseðum úrsiitum i handritamálinu, nú er ekkert því til fyrirstöðu að samning- urinn um afhendinguna verði fullgiltur af þjóðhöfðingjum beggja landa og síðan komi handritin smátt og smótt á ekki lengri tíma en aldarfjórðungi. Nýr málatilbúnaður Ámanefnd- ar með bótakröfum á hendur dönskum stjómarvöldum getur að sjálfsögðu hvorici torveldað né tafið afhendinguna sjálfa; þar er um að ræða eftirmál sem koma Dönu.m einum við. Hins vegar er mólarekstur þessi allur til sannindamerkis um það, hvert hitamál afhending handritanna var orðin ýmsum aðilum í Danmörku; höfðu þar sameinazt í andstöðunni gegn kröfum lslendinga ýmsir frseði- menn, safnamenn og Stórdanir, en þeir síðasttöldu hafa lagt fram geysiháar fjárfúlgur í op- inberan áróður og málarekstur á undanfömum árum. Hefursú barátta verið háð fremur af kappi en forsjá og stundum verið beitt ósæmilegum rök- semdum, ekki s£zt af mönnum sem betur máttu vita. Gagnryni Engu að siður skyldu Islend- ingar gera sér ljóst að danskir fræðimenn hafa einnig beitt röksemdum sem okkur ber að hliista á og draga af réttar á- lyktanir. Ein veigamesta rök- semd Dana var sú að handritin væru ekki fyrst og fremst „þjóðardýrgripir", safnmunir til að dýrka og vegsama á hátíð- legum stundum, heldur verkefni handa fræðimönnum sem þyrftu að hafa góð skilyrði til athafna og rúm fjárráð til útgáfustarf- semi; bentu þeir á að mikið skorti á að íslenzk stjórnarvöld gerðu hérlendum fræðimönnum Meift að stunda handritarann- sóknir af kappi og ,annast vís- indalegar handritaútgáfur; á því sviði væri stofnun ÁrnaMagn- ússonar í Kaupmannahöfn mun betur sett. Þessi gagnrýni danskra fræðimanna átti pví miður rétt á sér til skamms tíma, eða allt þar til Hand- ritastofnunin var sett á lagg- irnar. I annan stað hafadansK- ir fræðimenn lagt áherzlu áþað að handritarannsóknir verði ekki stundaðar að gagni nema í tengslum við fullkomið bóka- safn sem tryggt getur góða starfsaðstöðu, hafa þeir bent á að í Kaupmannahöfn sé 'mjög gott til fanga að þessu leyti en farið - hraklegum orðum um bókasöfnin í Reykjavík. Margt var rangt og ómaklegt í þeirri gagnrýni, en engu að síður er sú staðreynd óvefengjanleg að á- standið í bókasafnsmálum okk- ar hefur lengi verið óviðun- andi með öllu og fer versn- andi með hverju ári sem líður. Þrengsli og fjár- skortur Safnahúsið, sem nú geymir Landsbókasafn Islands, var a- kaflega myndarleg bygging á sínum tíma, enda var henni ætlað að hýsa öll söfn landsins, Landsbókasafn, Þjóðskjalasafn, Þjóðminjasafí. og Náttúrugripa- safn. En þegar ári8 1916, eða • fyrir hálfri öld, var svo kom- ið að óhæfilega þröngt var orðið um Landsbókasafn. Jón Jakobsson landsbókavörður skrif- aði þá stjórnarráðinu og kvað „ekki síínnlegt. hvar komið yrði fyrir ritauka safnsins fram- vegis, ef Náttúrugripasafnið og AD FAGNA HANDRITUNUM Þjóðmiujasafnið — annaðhvort eða bæði — yrðu ekki bráðlega látin hverfia úr bófchlöðunni.“ Samt líðu 34 ár þar tH Þjóð- minjasafnið var flutt og 44 ár þar tál Landsbók a safn gat tek- ið vistarverur Néttúmgripa- safns til sinna nota. All-an þennan tíma lýstu bókaverðir óhæfilegum 'þrengslum og erf- iðleikum, og ástandið hefur aldrei verið verra en nú. Fyrir nokkrum dögum. sagði Finn- bogi Guðmundsson, núverandi landsfoókavörður, í fréttaauka i rikisútvarpinu að húsið væriað springa utan af bókakosti síp- um; hann Ifkti ástandinu við síldarmjölsgeymslu . þar sem hætta væri á að hitnaði í mjölinu ef stæður væm ekki fluttar til. Aimað vísindalegt bókasafn, Háskólabókasafnið, hefur verið starfrækt í meira en hálfa öld, og stórfelldum örðugleikum þess hefur margsinnis verið lýst. Þar hefur ekki aðeins komið til húsnæðisskortur held- ur og ákaflega naum fjárráð, sem til skamms tima takmörk- uðu bókakaup mjög og lögðu ofurmannlegar byrðar á Bjöm Sigfússon háskólabókavörð. 1 Ákvörðun tekin Það hefur lengi verið stefna íslenzkra fræðimanna að sam- eina bæri þessi söfn og reisa fyrir þau nýja bókhiöðu í ná- grenni háskólans. Sú hugmynd var borin fram fyrir> réttum aldarfjórðungi af Guðmundi Finnbogasyni, þáverandi lands- bókaverði, og fyrir einum ára- tug var öil ástæða til að halda að sú hugmynd kæmist í fram- kvæmd. Þá skipaði Gylfi Þ. Snauðir aldamótamenn reistu safnahús. son, Björn Sigfússon og Finn- ur Sigmundsson; urðu þeir á einu máli um það að sjálfsagt væri að sameina söfnin í eina bókhlöðu, en til þess að svo mætti verða þyrfti að reisa nýtt bókasafnshús. Fundu þeir hús- inu stað „á Melum, vestan Suð- urgötu, gegnt lóð Háskólans“ Jafnframt lýstu' þeir því á á- hrifaríkan hátt hver nauðsyn það væri að hefjast handa án tafar, skýrðu frá hinum erfiðu starfsskilyrðum í Háskólabóka- safni og komust m.á. svo að' orði um Landsbókasafn: „Fján- framlög til Landsbókasafnsins eru a-llt of lítil til þess, að það geti gegnt öðru aðalhlutverki i i ___ við hreykjum hégómaskapnum í tilgangslausum turni Gíslason menntamálaráðherra fimm manna nefnd til að at- huga .Jivort fjórhagslega og skipulagslega muni eigi hag- kvæmt að sameina Háskóla- bókasafn og Landsbókasafn a “ einhverju eða öllu leyti, þann- ig að Háskóilabókasafnið yrö’ framvegis handbókasafn fyrir Háskólann, en Landsbókasafn tæki við öðrum hlutverkun þess“. 1 nefndinni áttu sæti Þorkell Jóhannesson, Birgir Thorlacius, Bjarni Vilhjálms- sínu, því að vera höfuðvísinda- safn landsins. Eins og er berst það í bökkum með að gegna þeirri skyldu að vera þjóðbóka- safn, þ.e. að eignast og varð- veita allt, sem varðar Island og íslenzkar bókmenntir. Hús- rtæði þess er fyrir löngu svo lil þurrðar gengið, aö horfirt.il fulls öngþveitis fyrir daglega starfsemi þess, hvað þá að það geti af höndum leyst bráðnauð- synleg ''erk,, er varða bókasafns- mád landsins í heild sinni . . . Úr þessum vanköntum verður ekki bætt nema með nýju safn- ' húsi“. 1 samræmi við þessar lýsingar urðu aðaltillögur nefnd- arinnar þessar: „Að Landsbóka- safn og Háskólabókasafn verði sameinuð, en Háskólabókasafn- ið verði miðað við handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennsluundirbúning og rann- sóknir háskólakennara. Að reist vérði bókasafnshús í næsta nágrenni við Háskólanrí, til þess að sameining safnanna verði framkvæmanleg.“ Þessar niðurstöður og tillögur nefndar- innar voru lagðar fyrir Alþingi Islendinga 1957 og samþykktar þar, jafnframt þvi sem þingið fól „ríkisstjóminni að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessa átt“. i Megum blygðast okkar Á þeim tæpa áratug semlið- inn er síðan alþingi samþykkti þá stefnu að sameina söfnin og reisa þeim nýtt hús hafa þrjár ríkisstjórnir farið með völd á Islandi. Svo hefur þó skipazt, að einn og sami maður hefur farið með embætti mennta- málaráðherra í öllum þessum rfkisstjómum, Gylfi Þ. Gíslason, sá sem skipaði nefndina fyrir tíu ámm og fékk tillögur hennar samþykktar á þingi. Þvi átti að vera sérstaklega auðveit að tryggja eðlilegt samhengi í máiinu, þau tengsl ákvarðana og athafna sem em forsenda þess að hugsjónir rætist. Samt hafa athafnir engar orðið, á- kvarðanir alþingis hafa verið hunzaðar með öllu, þrengingar safnanna halda í sffellu áfram . að magnast, þótt fjárráð þeirra hafi að vísu verið aukin nokk- uð. Þetta framtaksleysi er þeim mun kynlegra sem þessi ára- tugur hefur verið eitthvert mesta velmegunartímabil sem þjóðin hefur lifað, þjóðartekj- umar hafa aukizt ár frá ári, örar en í flestum löndum öðr- um. Ekki skortir heldur að mikið hefur verið byggt < Reykjavík; þegar undan eru skildar fbúðarhúsabyggingar ber þar mest á hverskyns peninga- mustemm sem yfirganga hvert annað í prjáli og hégómaskaD og trúmálamustemm sem bera sömu einkenni. Nú síðast hafa borgarbúar fyrir augunum hvernig gersamlega tilgangs- laust og ónothæft turnafstyrmi heldur í sífellu áfram aðhækKa á Skólavörðuholti. (Eina vits- munaskýringin sem ég hef séð á tumi. þessum er sú að þaðan verði fallegt útsýni. Sú hugsun er þó sótt til þjóða sem búa á flatneskju. Reykvíkingar þurfa ekki að eyða miljónafúlgum i sementsbákn til þess að geta skyggnzt um í borg sinni; þeir geta skroppið upp á öskjuhlíð). Við, hinir nýríku íslending- ar, megum sannarlega blygðast okkar i samanburði við snauða forfeður okkar sem tóku við heimastjóm fyrir rúmum sex áratugum. Eitt fyrsta verk þeirra var að reisa Safnahúsið, en það var risavaxið verkefni eins og þá var ástatt í landinu og bar vott um mikinn menn- ingarlegan stórhug. Sú bygging kostaði 200.000 krónur, en þá var niðurstöðutala fjárlaga um það bil 700.000 krónur. Séu fjárlögin notuð sem mæli- kvarði væri hliðstætt átak nú rúmar 1300 miljónir króna;* en það er miklu smávaxnari upphæð sem lamar athafnaþrek menntamálaráðherra og félaga hans í ríkisstjóminni. Tengt handrita- .1 malinu nýja þjóðbókasafn á að rísaog hlýtur að rísa og hugsa það sem fyrsta áfanga nýrrar bók- hlöðu. Þá hefði bygging hand- ritahúss getað hrundið af stað meiri framkvæmdum, í stað þess að sú tilhögun sem nú er ráðin kann að tefja fram- kvæmdir. Óhjákvæmilegt verkefni Að þvi, hefur verið vikið hér að framan að auk húsnæðis- vandræða hafi fjárskortur bag- að söfnin mjög. Hefur ástand- ið í þeim efnum raunar verið með ólikindum stundum, og því fer mjög fjarri að aufcnar fjárveitingar á síðustu árum hrökfcvi til. Til að mynda hef- ur Landsbókasafn á þessu ári aðeins eina miljón króna til bókakaupa, og af þeirri upp- hæð fer drjúgur hluti í bók- bandskostnað. Svona naumar fjárveitingar gera söfnúnum erfitt fyrir að komast yfir bann nýjan bókakost sem nauðsyn- legur er, hvað þá að fylla upp f gamlar eyður. Svo að enn sé minnzt á handritin eru íslenzku söfnin að vfsu vel búin ritum um norræn fræði í þröngum skilningi, hins vegar vantar mikið á að hér sé nægi-t legt safn bóká sem nauðsyn- legar eru til rannsókna í mið- aldaftæðum, en tengsl íslenzkra bókmennta við bókmenntir annarra Evrópuþjóða munu verða mikið og vaxandi rann- sóknarefni á ókomnum árum. Til þess að fylla unp í þær eyður i söfnum okkar þarf mik- ið fjármagn; hins vegar er kleift að vinna það verk með aðstoð nútimatækni í ljósprent- un og mjófilmugerð. Og því •verkefni verður að sinna með skipuleeu átaki ef Reykjavfk á að verða sú rannsóknarmiðstöð sem að er stefnt. Öanskir fræðimenn hafatengt ástandið í bókasafnsmálum handritamálinu og slíkt hið sama gera íslenzkir fræðimenn einnig. Um það eru réttilega höfð stór orð að hér þurfi að verða miðstöð norrænna frasða, þangað sem erlendir frasði- menn leiti einnig og fái ákjós- anlega starfsaðstöðu. Forsenda þess er sú að nýtt bókasafns- hús rísi sem allra fyrst. Að því vék Finnur Sigmundsson þáverandi landsbókavörður m.a. £ Árbók Landsbókasafnsins er hann fagnaði þeirri ákvotðun alþingis 1957 að sameina söfn- in og reisa yfir þau nýja bók- hlöðu: „Við hörmum, að enn skuli talsverður hluti handrita okkar og skjalagagna vera f öðru iandi og við krefjumst þess að fá þennan bókmennta- arf okkar heim. Vissulega munum við fá handritin heim fyrr eða síðar, ef við stöndum saman og hvikum ekki frá settu marki. En við megum ekki láta okkur nægja að hafa hand- ritin sem sýningargripi til að auglýsa okkar fornu frægð. Við verðum að hefjast handa um könnun þeirra og útgáfu. svo að öllum megi ljóst verða. að þau séu komin í réttar hend- ■ ur. Engum stendur það nær e"> háskólanum og þjóðbókasafninu að hafa forystu slíkrar starf- semi. 1 .menntabúrinu nýja verður að ætla þessari starf- í> semi nægilegt rúm og nægilegt fjármagn.“ v . Að sjálfsögðu er það eina eðlilega vinnutilhögunin að Handritastofnunin starfi í sem nánustum tengslum við nýtt þjóðbólcasafn, eins og Finnur SigmundáSon bendir á. Því hlýt- ur það að vekja furðu að á- kveðið hefur verið að reisahús handa Handritastofnuninni (að einum þriðja hluta)' á stað þar sem ekkert rúm er fyrirvænt- anlegt þjóðbókasafn. Mun eðli- legra hefði verið að reisa hús þetta á lóðinni þar sem hið Vf»ri Akki ráð .. ? Þegar dómur hæstaréttar ruddi úr vegi síðustu torfær- unni fyrir afhendingu handrit- anna varð mikil gleði á Is- landi, menn lýstu fögnuði sírrum í blöðum, útvarni og sjónvami. Margir höfðu við orð að n'ú þyrftu menn a? sýna í verki umhyggju sins fyrir handritunum enn betui en orðið væri. Það hefur ofl verið háttur Islendinga aðfagns merkum tímamótum meíj at- höfnum, má í því sambandi ti' að mynda minna á Þióðminia- safnshúsið. Væri ekki ráð a? Albingi Islendinga fagnaði end- urheimt handritanna með á kvörðun um að framkvæma ní loks bá st.efnu sem sambykk var 1957. sameina hin vísinda l.egu bókasöfn og reisa yfír bai hús bar sem handritastofnuni' fengi m.a. hina beztu starfs aðstöðu. Varla ætt.i að burfa ai værða nnkkur flokkaágreining ur um slfkt mál. albingismem ættu að geta sambvkkt bað ein róma og sannað bannig í verk að beir hafí fullsn skilning ; beirri vpF<sen-id og beim vand; sem endurbelmt handritann. bvr okkur. — Anetri. . ÞVOTTU R Tökum frágangsþvott og blautþvott. Fljót og góð afgreiðsla Nýja þvottahúsið, Ránargötu 50. Sími 22916.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.