Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — pJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. desember 1966. DIMIINN rn.T?? fíuttum byggingu Citgeíandi: Sósíalistaflokk- Sametningarflokicui alþyöu urinn. Ritstjórar: Ivax H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17 -500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa- söluverð ,kr. 7.00. Kosningukvíði 'J'eljast verður næsta eðliiegt að mönnum finnist verðstöðvunartal ráðherra íhalds og Alþýðu- flokksins heldur hjáróma og lítils vert, nokkrum mánuðum fyrir kosningar, þegar þess er gætt að stjórnarflokkarnir háfa haft sjö ár til að fram- kyæma verðstöðvuri ef þeir vildu. Þeim ferst eins og útlifuðum öldungi sem hefur sóað lífi sínu og þykist ætla að fara að gera það sem hann vanrækti á lífsleiðinni. Æviferill samstjórnar íhaldsins og Alþýðuflokksins sýnir alveg skýrt að hún hefur ekki viljað verðstöðvun, þó hún hafi átt kost beztu samvinnu verkalýðshreyfingarinnar til þess. En kenning og stefna ríkisstjórnarinnar í verðlags- málum hefur líka verið öll önnur. íhaldið hefur löngum boðað það sem fagnaðarerindi að verzlun og verðlag ætti að vera „alfrjálst", það er að segja að verðlagsákvörðun öll og álagning sé beinlínis gefið á vald kaupmanna. Segja má að þetta sé eðlileg stefna auðvaldsflokks sem virðist gjörsamlega vera áyáldi verzlunarauðmagnsins og miða stjórnmála- afstöðu sína og stjórnarathafni-r við það að gróða- lýður = landsins geti rakað . til sín. skefjalausum gróða. Hitt var svo kenningaryfirbreiðsla handa almenningi að með því að gefa verzlunina „frjálsa“, með því að fela kauþmönnum svo til alræðisvald yfir álagningu og verðlaginu á flestum vörum, myndi með samkeppni skapast eðlilegt og hag- stætt verð fyrir kaupendur vörunnar; . afleiðing <V • * § frelsisins yrði jafnvel lækkað verð. | samræmi við þessa afstöðu hefur ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins hagað sér. Verzl- unin hefur í síauknum mæli. verið gefin'„frjáls“, ofurseld kaupmönnum og bröskurum, verðlags- ákvæði hafa verið afnumin, verðlagsnefndin látin framkvæma stefnu ríkisstjómarinnar með því að leyfa stóraukna álagningu á fjölda vara. Og ekki hefur frétzt um neina vöru sem lækkað hafi í verði við „frelsið“, heldur hefur allt verð- lag í landinu ætt upp á við á undanförnum árum, sem bein afleiðing af stefnu ríkisstjómarinnar. Jiessi' gangur mála er of íerskur í minni til þess að nokkur maður taki alvarlega hræsnistal ráð- herra og stjórnarblaða um verðstöðvun, sem ein- ungis er hugsað til þess að veifa framan í verka- lýðssamtökin og fleyta óvinsælli ríkisstjórn yfir kosningar. Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson lýsti yfir á Alþin^i á dögunum að haris trú á „frjálsa verzlun11 væri( óhögguð. Ef svo ólíklega skyldi fara að stjómarflokkunum tækist að halda meirihluta eftir kosningar að sumri, éru þeir sem sagt staðráðnir í að halda fyrri stefnu og aðferðum; gengislækkun og æðandi verðhækkanir mega þá aftur verða hlutskipti alþýðu manna, líka þeírra serri með atkvæði sínu hefðu glæpzt á því að kjósa yfir sig íhaldsstjórn. — sJ 500 leiguíbúoa á næsta árí Þrír þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Eínar Olgeirsson, Ragn- ar Arnalds og Eðvarð Sigurðs- son, flytja á Alþingi frumvarp um byggingu leiguhúsnæðis. Er frumvarpið þannig: ★ 1. gr. Ríkisstjórninni heim- ilast að láta byggja á árinu 1967 500 íbúðir til þess að bæta úr skórti þeim á leiguhúsnaeði, er nú ríkir í ýmsum kaupstöð- um og kauptúnum. ★ 2. gr. Nú lýsir stjórn sveit- arfélags yfir því, að mikill skortur sé þar á leiguhúsnæði og sé því þörf á aðstoð ríkisins við, að slík leiguhús séu byggð í umdæmi þess. Staðfásti hús- næðismálastofnun ríkisins þetta, skal ríkisstjórnin semja við slík sveitarfélög um bygg- ingu leiguhúsnæðis í umdæmum þeirra. Skulu þessi sveitarfélög þá láta í té ríkinu að kostnað- arlausu lóðir, er séu heilar götu- raðir, eins og ríkið óskar. Séu þser útbúnar með öllum leiðsl- um, er til þarf, þannig að hægt sé að reisa slik hús í húsaröð- um á sem hagkvæmastan tækni- legan hátt, yfirleitt þriggja til fjögurra hæða hús og að öðru leyti eins og lög þessi og reglu- gerðir gera kröfu tiL íbúðir þessar skulu vera tveggja teg- unda, önnur tegundin 60—70 fermetrar að stærð að innan- máli útveggja, en hin 70—80 fermetrar, skipt í 2—3 herbergi með eldhiisi og borðkrók. ■ n»*■ % ★ 3. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að semja við svéitarfé- lög um framlag af þeirra hálfu til slíkra bygginga og séu þau þá meðeigendur að þeim hluta, er þau leggja fram. Ríkisstjórn- in má og fela sveitarfélögum stjórn á þessu Ieiguhúsnæði og eftirlit. ★ 4. gr. Allt þeíta húsnæði skal leigt út með kostnaðar- verði. í>ó má leiga aldrei vera hærri en sem svarar 8% af verði íbúðanna. Félagsmála- ráðuneytið setur í reglugerð ákvæði um, hvernig það skuli reiknast, og um viðhald og við- haldskostnað. ★ 5. gr. Ríkisstjórnin skal bjóða út smíði bygginga þess- ara og skal, þegar um Reykja- vík er að ræða, bjóða út a.m. k. smíði 100 íbúða í einu lagi, svo að hægt sé að knýja fram sem ódýrasta smiði, og a.m.k. 24 íbúðír, þegar um önnur bæj- arfélör' er að ræðn ★ 8. gr. Félagsmálaráðuneytið ákveður nánar njeð reglugerð um framkvæmd þessara laga. ★ 9. gr. Lög þessi öðlast þeg- ar gildi. I greinargerð segja flutn- ingsmenn: Skortur á leiguhúsnæði í Reykjavik og nágrenni, en einn- ig viðar á landinu, er nú orðinn svo mikill, að við neyðarástandi liggur. Er óhjákvæmilegt, að hið opinbéra láti það til sín taka, þegar skortur þrengir að almenningi á brýnustu lífsnauð- synjum, eins og húsnæði. Tillögur þær, sem felast i þessu frumvarpi, eiga því ekk- ert skylt við vkranlega fram- tíðarlausn á húsnæðisvandamál- unum. Slík framtíðarlausn þyrfti að vera byggð á félags- legu átaki almennings, er rík- ið aðstoðaði með því að veita lán, er nemi helzt 75—90% byggingarkostnaðar, til langs tíma, 60—80 ára, og með lágum vöxtum, 2—4%, enda þyrfti þá að vera tryggt stöðugt verðgildi^ krónunnar og útrýming alls brasks með íbúðir. Tillögur um framtíðarlausn húsnæðisvanda- mála munu þingmenn Alþýðu- bandalagsins leggja fram, óháð þessu frumvarpi. Þetta írumvarp miðar að því að lina nokkuð neyðarástand, sem nú ríkir, með því að ríkið byggi sjálft eða láti húsnæðis- málastofnun ríkisins annast það fyrir sig í samráði við við- komandi bæjarfélög og leigi síð- an þessar íbúðir með kostnað- arverði. Er nauðsynlegt að rík- ið kappkosti að komast að sem beztum kjörum um lán. Nauð- synlegt er að reyna að knýja það fram með einu eða öðru móti, að vextir verði ekki hærri en 4%. Jafnvel hefur ríkið í hendi sér að skylda bankaha, þar með talinn Seðlabankann, með lögum til að lána ríkinu slíka upphæð með slíkum vöxt- um, ef erfitt skyldi vera að semja við bankana um slíkt. í frumvarpinu eru allströng fyrirmæli um fyrirkomulag og byggingu þessa leiguhúsnæðis. Eru þau sett í því skyni, að í- búðir þessar megi vera sem ó- dýrastar, en þó hentugar og í samræmi við kröfur nútím- ans. Ætti kostnaðarverð slíkra íbúða að geta orðið 20—30% lægra en venjulegra einka- íbúða. Ýmsum sjóðum er með 6. gr. gefinn kostur á að lána ríkinu fé og — ef það er fest til a.m.k. 10 ára — að fá rétt til að selja þær ibúðir sem fé þeirra ýr 6. gr. Ríkisstjórninni heim-® ilast að taka lán, allt að þrjú hundruð miljónum króna, vegna þessara byggingaframkvæmda. Þá ér og ríkisstjórninni heim- ilt að semja við einstaka sjóði um, að þeir leggi fram fé ,til slíkra bygginga, með þeim kjörum, að þeir eigi það hús- næði, sem samsvarar framlagi þeirra, og fái af því þær vaxta- tekjur. er ríkið ætlar sjálfu sér. Ríkið annast hins vegar alla stjórn á þessu og skuldbindur sig gágnvart þessum sjóðum til þess að kaupa af þeim þeirra húsnæði, hvenær sem sjóðir þessir æskja þess. Skal það þá greitt með sömu upphæð og fram var lögð. En að tiu árum liðnum mega sjóðir þessir lá+a selja íbúðir þessar á markaðs- vprði ef þeir óska þess. ★ 7 gr. Ríkisstjórnin getur falið húsnæðismálastjórn rikis- ins framkvæmdir allar í þess- um málum fyrir sína hönd. hefur farið í, að þessum tíma liðnum. Héldi verðbólga á- fram, mundu þessir sjóðir þar með hafa tryggt sig gegn henni. Þar sem frumvarp þetta mið- ast við að bæta úr brýnni þörf þessara ára og flutningsmenn hafa trú á, að að 10 árum liðn- um yrði búið að koma á skyn- samlegum ráðstöfunum til frambúðarúrlausnar húsnæðis- vandamálsins. er lagt til, að sélja megi nokkuð af þessum íbúðum þá. Er það máske einn- ig hentugt frá sjónarmiði hins opinbera að ráðstafa þeim til einstakliriga, þegar viðhald fer að verða meira, því að eigend- ur mundu þá gæta slíks betur en ella yrði gert. Tæknilegá séð yrði slík bygg- ing leiguhúsnæðis í stórum stíl einnig merkileg tilraun um. hvað spara megi með fullkom- inni verkhyggni á öllum svið- um. Ákvarðanir um að leiga megi ekki fara fram ur 8% af kostn- aðarverði íbúðanna, ætti að geta orðið til þess að halda nokkuð niðri húsaleigu á nýj- ustu íbúðunum. Sökum skorts- ins á leiguhúsnæði er nú mán- aðarleiga á 2—3 herbergja í- búðum orðin miklu hærri en samsvarar byggingarkostn., og eru þess dæmi í Reykjavík, að slíkar íbúðir séu leigðar á 7000 kr. á mánuði og þar yfir og jafnvel fríðindi, svo sem fyrir- framborganir, að auki. En í þeim ríkisíbúðum, sem fyrir- hugaðar eru samkv. þessu frv., ætti leiga að geta orðið allt að helmingi laigri og er samt há miðað við kaupgjald þorra verkamanna. En lægri leigu eða lægri kostnað við eigin íbúð er hins vegar erfitt að knýja fram, nema með róttækri breytingu á lánamálum hvað ibúðabygg- ingar snertir og þá fyrst og fremst lágum vöxtum, 2—4%, eins og fyrr ef getið. Frumvarp þetta hefur nú ver- ið flutt á undanförnum þrem þingum, var fyrst flutt á þing- inu 1963—’64. Nauðsynin á sam- þykkt þess og framkvæmd hef- ur hms vegar farið sívaxandi. Kuldajakkar og álpur 1 öllum stærðum. Göðar vömr — Gott verð. Verzlunin O. L. Traðarkotssund) 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Bókavarðarstaða Staða bókavarðar við bókasáfn Lansspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Umsóknir með upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík, fyrir 20. desember n.k. Reykjavík, 6. desember 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. Blaðburðarfólk vantar okkur strax í KÓPAVOG — Hringið í síma 40753 - ÞJÓÐVILJINN Nýtt verð Kr. 300,00 daggjald • • ■ og 2,50 á ekinn km. LEIK Rauðarársfíg 31 jími 22-0-22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.